Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 17

Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 17
Fimmtudagur 24. sept. 1959 MORCUNRLAÐIÐ 17 Hulda Björnsdóttir læknisfiú — Minningarorð í ÁGÚSTMÁNUÐI snemma kom mér fregnin um það, að vinkona mín Hulda Björnsson, læknisfrú í Nordenskov á Jótlandi væri lát- in, Iiafði dáið 25. júlí þ. á. Það var regnþungur og skuggalegur dagur, en mér fannst vera orðið dimmara og svalara í stofunni, þegar ég hafði lesið bréfið til enda, lífið fátæklegra þegar húa var ekki lengur á meðal vor. Ég gekk yfir á næstu stofu og sagði konu minni og dreng okkar, að vinkona okkar Hulda í Norður- skógi væri dáin. Ég gleymi aldr- ei viðbragði þessa tólf ára drengs. Hann sagði ekki orð, gekk þegj- andi upp í herbergi sitt og kom ekki niður langa stund. Ég hef aldrei séð honum verða svo við andlátsfregn áður. En atvikið er táknandi fyrir þann hug, sem við í Holti bárum öll til Huldu, og hér verður hennar minnzt með djúpum og innilegum trega. Baungóð, úrræðasöm, glaðvær og töfrandi skemmtileg, óbrigðull og trygglyndur vinur, þannig var læknisfrúin í Norðurskógi okkur öllum, ein af þeim tiltöiu- lega fáu, sem maður hlakkaði alltaf til að sjá og tók alltaf nærri sér að kveðja. Hulda Björnsson læknisfrú andi virðingar og trausts, sem aftur braut á húsfreyjunni í lát- lausu aðkalli utan frá um aðstoð og nærveru læknisins. Ég held, að það sé ekki ofmælt, að margan dag varð Hulda að eyða þriðjungi tíma síns í símanum, auk, heimil- isstarfsemi. Og þar vbru ekkert handahófsverk skrárnar, sem hún lagði fyrir mann sinn áður en hann fór í vitjanir, ekki flaust ursleg heimilisföng og númei. Hún vissi hvað um var að vera fæddist á Patreksfirði 20. des. á hverjum stað, hverju við skyldi 1908. Foreldrar hennar voru Jón Snæbjörnsson símstjóri á Pat- reksfirði og kona hans • Sigríður Ásta Snæbjörnsson, fædd Bach- mann, dóttir Sig Bachmanns, kaupmanns á Patreksfirði. Hulda ólst upp hjá móðursystur sinm Mörtu, konu Jóns læknis Þor- valdssonar á Hesteyri. Þetta var gróið menningarheimili með föstu og fornu þjóðlegu sniði, efni nóg, menntir allar í heiðn hafðar, en samvizkusemi og skyldurækni heimilisboðorð, sem aldrei mátti frá víkja. Frá þessu uppeldisheimili sínu bar Hulda jafnan það fyrirmannlega menn- ingarsnið sem einkenndi hana ávalt síðan og heimili hennar eftir að hún átti sjálf húsum ao ráða. Þau voru tvö fósturbörn læknis hjónanna á Hesteyri. Dr. Björn Bjarnason frá Miðfirði var kvæntur Kristínu systur Jóns læknis Þorvaldssonar, Dr. Björn féll frá löngu fyrir aldur fram, öllum harmdauði vegna gáfna sinna, drengskapar og lærdóms. Tóku þau læknishjónin á Hest- eyri þá Högna son hans til fóst- urs. Högni fetaði í fótspor fóstra síns, gekk skólaveginn og nam læknisfræði í Háskóla íslands Að loknu námi gekk hann að eiga Huldu fóstursystúr sína og stund aði um hríð læknisstörf á íslandi, meðal annars sem aðstoðarlæknir fóstra síns og frænda. Mér er það aldrei fyllilega Ijóst, hvað því olli, að þessi ungu, glæsilegu hjón staðnæmdust ekki á fslandi þar, sem þeirra biðu allir kostir góðir. Það geta hafa verið einkaástæður, eða út- þrá, lærdóms- og framaþrá, sem dugandi æskufólki er eiginleg. Víst er það að ungu hjónin flutt- ust brátt til Kaupmannahafnar. Högni læknir hóf nám að nýju, bætti við sig þekkingu í sinni grein, lauk ágætu prófi í lækna- vísindum í Kaupmannahafnar- háskóla, starfaði í sjúkrahúsum í Danmörku. Settist svo að í Nordenskov á Jótlandi, skammt frá Esbjærg óg hóf umfangs- mikil læknisstörf, sem fóru hrað- vaxandi frá ári til árs. Og á allri þessari leið og í þeirri sjálfsögðu baráttu, sem slíkur starfsferili krefur, stóð Hulda við hlið hans. Það var eins og heimaboðorðin fornu frá Hesteyri fengju á sig stækkandi mynd í starfi hvors um sig. Inni og heima fyrir ástúð, rausn og myndarskapur, útá við brotalaus og óhlífin skyldu- rækni, alúð, samvizkusemi, sem aflaði íslenzka lækninum sívax- búazt. Slíkt er mikilsverð að- stoð, sem þeir einir skilja, sem læknisstörf eiga að inna af hönd- um. Og heyrt hef ég hana tala í símanum nauðsynlega ró og hug rekki í þá, sem óhjákvæmilega þurftu að bíða aðstoðar, er vá- lega hluti hafði borið að höndum, — og gera það svo snillilega á sinni klingjandi józku, að mönn- um fannst — þegar, sem þeim hefði borizt bráðabirgða hjálp, því Hulda nam til fullnustu mál þess fólks, sem hún hafði tekið að sér að starfa hjá og lifa með, mál þess, hugsunarhátt, lifs- venjur gróna erfðamenningu þess, jafnvel hjátrú þess og hleypidóma. Hún kunni þetta allt, og ástæður hvers manns og vandi áttu sér einhvern vegin afdrep og talsmann í rausnar- samri lund hennar og hjartalagi. — Þetta er aðeins brot af því sem ég sá af starfi íslenzku læknis- frúarinnar í Norðurskógi — en nóg til þess að ég veit, með hverj um hug litli bærinn og byggðin hefur kvatt hana þegar hún var öll. Þau hjón dr. Högni Björnsson og Hulda eignuðust þrjár dætur, mannvænlegar og vel menntar. Hjördís er gift í Græn- landi, Kristín gift í Kaupmanna- höfn. Ásta yngsta dóttirin.sem fermdist í fyrrahaust, gengur enn í framhaldsskóla. Mér þykir vænt um, að góð atvik höguðu því svo, að þeim var öllum, dætr- um, tengdasonum og barnabörn- um, unnt að vera saman í Norður skógi hjá Huldu síðustu dagana, sem hún lifði. Og samúðarkveðju mína, seinfæra en innilega, sendi ég þeim öllum nú um leið og ég rita þessi orð — og okkar allra í Holti. Samkvæmt viður- kenndum stíl og sniði gæti þess- um minningarorðum minum nú verið lokið. En óvenjulegum persónuleika hæfir venjulegast ekki neitt, sem en samkvæmt viðurkenndum stíl og sniði. Að huga mínum þyrpast — endur- minningar eins og hálfur þriðji áratugur rísi öndverður í fang mér og neiti því að vera liðin saga og dauð. Ég minnist kvölds, er ég átti, sem gestur í húsi Huldu og Högna í Kaupmanna- höfn 193&. Hann var þá enn við nám sitt í Kaupmannahafnarhá- skóla. Kvöldið leið. Kyrrlátur töfrandi þokki var yfir öllu, veit- ingum, viðræðum, gamni. ísland, blessað og bjargfast eins og nokkurs konar úthafs- og allífs- akkeri, sem við lágum við, á meðan við létum gamminn geysa. Og síðan koma árin og endur- minningarnar í röð. Stopulir fundir við Högna og Huldu á íslandi, en við meira og minna heimagangar í Norðurskógi, ann- aðhvort á suðurleið eða norður- Iðnaðarhúsnæði óskast Ca. 50 ferm. húsnæði óskast fyrir léttan, hreinlegan iðnað. Stærra eða minna húsnæði kemur til greina. Upplýsingar í síma 1-26-06. Góða afgreiðslustulku vantar í verzlun við Langholtsveg. Vinnutími frá kl. 12—19 .Uppl. í síma 33698 eða 22298. DUNLOP Goldseal 700x17. 750x17 700x15. 710x15 590x15. 670x15 590x13. 540x14 600x16. Á jeppa V e r z 1 u n Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 Sími 12-8-72. leið, nema þau árin, sem styrj- öldin lokaði öllum leiðum yfir hafið. Ánægjustundirnar eru orðnar fleiri, en taldar verði, uppbygging geðs og anda í góð- vinahópinum í Norðurskógi eitt af hinum miklu þakkarefnum. Ég véit ekki hvort það á við, en það verður þá að hafa það, ef það á ekki við, að ég ljúki þessum orðum með ívitnun í kvæði, sem ég skrifaði eftir dvöl okkar Hönnu í Norðurskógi haust ið 1954. Ég hafði skotizt í nokkra sjúkravitjunartúra með læknin- um um daginn, og lítið »atvik heima fyrir hafði fyrr um daginn gefið mé'r áskyn af því, væri virð ing íslands og hlutur í vitund þess fólks sem Hulda og dr. Högni höfðu unnið hjá og starfað fyrir um undanfarin ár. — Svo kom kvöldið. ísland þokaði sér inn um veggi þessa vinalega brúna múrsteinshúss. ísland steig fram úr hugskoti okkar í mynd- um, sögum, ljóðum, söngvum. Við rauluðum kær og gömul ætt- jarðarkvæði, létum hversdagsat- vik þeirrar lífsbaráttu, sem við vorum vaxin upp úr, rísa upp úr gleymsku, létum minni áræð'.s og glaðværðar fyrri daga bera við skuggaþunga reynslu styrj- aldaráranna og það, sem hún hafði fært okkdr hverju um sig og brotið úr okkur. Og vissum um leið og við nutum þessa trún- aðarsamvista, — að einn vegur að eins er framundan — Morgun- dagsins skylduleið til verka — Hesteyrar-boðorðið góða, forna, sem kennir • aðeins starfsins bröttu leið, sem oss er búin bein til fararenda". Þegar ég kom upp til mín eftir þessa samverustund, með Högna og Huldu hripaði ég niður ein- mitt þessi orð, enn starfsins bröttu leið, sem oss er búin bein til farenda. Og í hálfgerðri ræini bætti ég við. „Og bátar vorir allir munu lenda og ísland heimta hverja sína skeið“. Seinna skrifaði ég þetta erindi til að festa í vitund minni kvöid- ið — kvöldin, og marga yndis- lega daga: Á arni hjartans helgir eldar brenna, þótt halli degi, slóðir taki að fenna. Þar logar stillt og rétt í gömlum glæðum vor góða von um lands vors sæmd og fremd. Hún tendrar blóðsins yl í .vorum æðum ef ættjörð vor til lofs og vegs er nefnd — 3yo lengi sem þið sátuð ættjörð fjarri varð sómi íslands kringum ykkur stærri. — Svo verða líka æviheitin efnd. Og nú er sögu vinkonu minnar, læknisfrúarinn- ar góðu í Norðurskógi lokið. Við leiðarenda finn ég hið sama sem áðjir: Bátur frá oss hefur lent — ísland heimt eina skeið sína, sem bar glæsimennsku, mildi og kven töfra þjóðar vorrar meðal fram- andi fólks svo að land vort stækk aði og þjóð vor varð göfugri, þar sem spor hennar lágu. — Svo verða líka æviheitin efnd. — Sigurður Einarsson. Laghentir menn óskast til verksmiðjustarfa. F ramtíðaratvinna. Stálumbuðir h.f. Kleppsvegi Tegund — 500 Belti þetta samemar alla beztu kosti góðs slankbeltis. Fallegt — Þægilegt — Sterkt. Framleiðum belti þetta úr beztu fáanlegum amerískum nælonteygjuefnum í 4 stærðum í svörtu og hvítu. Lady h’.f. lífstykkjaverksmiðja Barmahlíð 56, sími 12-8-41 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.