Morgunblaðið - 24.09.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.09.1959, Qupperneq 24
209. tbl. — Fimmtudagur 24. september 1959 Dauðaslysið í fyrrakvöld: Bílstjórinn tmflaðist af Ijósum frá öðrum bíl RANNSÓKNARLÖGREGL- AN, deildin, sem fjallar um umferðarslysin, skýrði Mbl. svo frá í gærdag, að á þeim tæplega 9 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári, hafi 8 manns beðið bana í um- ferðarslysum hér í Reykja- vík og næsta nágrenni bæj- arins. — m Þá sýna skýrslur deildar- innar, að tala slasaðra, ým- ist gangandi í umferðinni, eða þeirra, sem hlotið hafa meiðzl í hörðum bíla- árekstrum, er komin upp í 144. í sumum tilfellanna eru slysin ekki alvarlegs eðlis, en í öðrum aftur mjög al- varleg. Loks er þess að geta, að í bókum rannsóknarlög- reglunnar eru nú 1310 skýrslur yfir bílaárekstra, m. ö. o. tala bíla, sem skemmzt hafa í árekstrum er nú komin yfir 2600. MAÐURINN, sem fórst í bílslys- inu í fyrrakvöld, á Suðurlands- braut skammt vestan við Elliða- árbrú, hét Sæmundur Ingimund- ur Guðmundsson, Eggjaveg 3 í Smálöndum. Lætur hann eftir sig konu og átta uppkomin börn og eina unga fósturdóttur, sem er í heimili eftirlifandi konu hins látna. Tnp og jnintefli BLED, 23. sept.: — Biðskákir voru tefldar í dag. Skákirnar úr 9. umferð fóru þannig, að Benkö vann Friðrik Ólafsson, en jafn- tefli varð hjá Keres og Smyslov. — Skák Friðriks og Gligoric úr 10. umferð varð jafntefli. Staðan eftir 10 umferðir af 28 er sem hér segir: Keres7 vinn- inga, Petrosjan og Tal 6 v. hvor, Gligoric 5Vz, Smyslov, Benkö og Fischer 4 v. hver og Friðrik Ólafsson 3 Vt vinning. Fullorðinn maður fyrir bíl með ónýta hemla RÚMLEGA fjórum tímum eftir að hið hörmulega slys varð á Suðurlandsbrautinni í fyrra- kvöld, er leiddi til dauða sextugs manns, varð annar eldri maður fyrir bíl og slasaðist mikið. Var Víðfeðmi flokkanna tryggir fylgi t>eirra Fyrirlesfur Valdimars Björnssonar i gœr VALDIMAR Björnsson fjármála- ráðherra í Minnesota hélt fyrir- lestur í Sjálfstæðishúsinu í gær- kvöldi á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Var húsið þétt- skipað áheyrendum og hinn bezti rómur gerður að máli ráðherr- ans, enda mælti hann á lýtalausa íslenzku, þó hann sé fæddur og uppalinn vestan hafs. Fyrirlesturinn fjallaði um muninn á meginstjórnmálaflokk- um Bandaríkjanna, demókrötum og repúblikönum. Rakti Valdi- mar í upphafi máls síns skilgrein- ingar tveggja stjórnmálaleiðtoga, þeirra Deans Achesons í bók hans inni „A Democrat Looks at His Party“ og Alfred Larsons í bók- inni „A Republicans Looks at His Party“. Síðan kom hann með sín eigin sjónarmið og benti á, að flokkarnir væru í meginatriðuin mjög svipaðir. Þeir styddu báðir kapítalismann, en vildu hafa taumhald á einkaframtakinu, væru andvígir nýlendustefnunni, hefðu svipuð viðhorf í utanríkis- málum o. s. frv. Hann benti einn- ig á að innan hvors flokks gætti mjög ólíkra sjónarmiða og komst þannig að orði, að víðfeðmi flokk- anna tryggði fylgi þeirra. Síðan ræddi Valdimar nokkuð stjórnmálalífið í Minnesota, sem lengi hafði sérstöðu meðal fylkja Bandaríkjanna, með því að þing- menn þar eru kosnir óhéð- stjórn- málaflokkum. Nú er sama að segja um Nebraska. Hann kvað afskiptaleysi fólks um stjórnmál í Minnesota og Bandaríkjunum yfirleitt mjög áberandi, en reynt væri að vekja menn með póli- tískum fundum, sjónvarpsdag- skrám og öðru slíku. Að fyrirlestri Valdimars lokn- um var mönnum heimilt að bera fram fyrirspurnir, og bárust hon- um margar og sundurleitar spurningar. Áður en Valdimar fer frá íslandi mun hann enn halda nokkra fyrirlestra, bæði í Reykjavík og á Akureyri. þetta Jón Otti Jónsson, skipstjóri, Vesturgötu 36A hér í bæ. Jón Otti hafði verið á leið í bæinn eftir hinni fjölförnu götu, Borgartúni, um kl. 2,30 í fyrri- nótt. Bílstjórinn á leigubílnum Y-141, þeim er Jón Otti varð fyr- ir, segir að hann hafi allt í einu séð mann á veginum framundan bílnum. Segist bílstjórinn þá hafa ætlað að hemla, en hemlarnir verið óvirkir. — Svo virðist sem Jón Otti hafi komið á móti leigu- bílnum. Jón Otti fékk feikilegt höfuð- högg er hann skall á framrúðu bílsins og braut hana. Er aðal áverkinn á hnakka, en hann fót- brotnaði einnig. Var líðan Jóns Otta, sem er rúmlega sextugur, eftir atvikum í gær. Liggur hann í Landakotsspítalanum. Við rannsókn kom í ljós, að bíllinn og maðurinn voru á leið austur yfir brúna, á sama vegar- helmingi. Þegar bíllinn, sem er leigubíll R-705, var að mæta öðr um bíl, höfðu ljósin frá honum haft truflandi áhrif á bílstjórann án þess þó að blinda hann. Rétt í sama mund tók hann eftir manni á veginum rétt framan við bílinn. Bílstjórinn hemlaði upp á líf oð dauða, eigi að síður varð maðurinn undir bílnum. Hann mun hafa látizt samstundis. Sæmundur Ingimundur Guð- mundsson var tæplega sextugur að aldri. Hann er þriðji maður- inn, sem hlýtur bana í bílslysi hér í Reykjavík eða nágrenni hans, í þessum mánuði. Eyfirðingar á hreindýra- veiðum DALVÍK, 3. sept. — ÞaS má til tíðinda teljast að fyrir rúmri viku lögðu þrír menn héðan austur á Öræfi á hrein- dýraveiðar. Voru það Þorgils Gunnlaugsson, bóndi á Sökku, Þorgils Sigurðsson, stöðvarstjóri, og Steingrímur Thorsteinsson, kennari á Dal vík. Lögðu þeir upp á Öræfin frá Vaðbrekku í Hrafnkels- dal, voru aðeins 7 klukku- stundir á heiðum uppi, og lögðu 6 hreindýr af velli. Má það teljast óvenjuvel heppn uð veiðiför. Rómuðu þeir fé- lagar mjög viðtökur og fyrir- greiðslu alla á Vaðbrekku. Töldu þeir þessa för líkari ævintýri en venjulegri veiði- för. — S.P.J. Fyrsta íslenzka hrossa- salan til Norður-Ameríku UM ÞESSAR mundir er verið að ganga frá sölu á 35 islenzkum hestum til Kanada. Er hér um að ræða fyrstu sölu á íslenzkum hestum vestur um haf. Verða þetta að mestu Ieyti ótamdar hryss- ur og er eingöngu óskað eftir þremur litaflokkum, þ. e. ieirljósar, livítar og rauð-glófextar. Seljendur eru kaupfélagið á Hvolsvelli í Rangórvallasýslu. Hestarnir fara með einum „Foss- anna“ um miðjan október. Kaupendur eru gripasölufyrir- tæki í Toronto í Kanada. Hest- arnir verða fyrst og fremst not- aðir sem reiðhestar fyrir börn og unglinga. Þessi viðskipti eru árangur af kynningarstarfi Gunnars Bjarna- sonar hrossaræktarráðunauts á undanförnum árum. Söluverð hestanna er í kring um 100 Kanadadollarar fyrir hestinn í útskipunarhöfn. Með útflutningsuppbótum verður sölu verðið um 3000 ísl. kr. fyrir hestinn. í fyrradag kom fyrsti þurrk- dagurinn fyrir austan Fjall um alllangt skeið. Bræðurn- ir í Miklaholtshelli, Bjarni og Einar Eiríkssynir brugðu þá skjótt við, fóru út á kornak- ur sinn, sem er við þjóðveg- inn til að stakka kornið. Ein- ar Eiríksson bóndi, sagði tíð- indamanni Mbl. að þannig myndi kornið standa fram undir mánaðamótin, þá yrði það tekið til þreskingar. Hann kvað hina votviðra- sömu tíð hafa haft slæm áhrif á kornið, eins og veðr- ið hefur raunar haft á allan gróður, sagði hann. Kvaðst Einar ekkj búast við nema milli 15—20 tunnum af korni af akrinum, á móti 25 i fyrra Stofnfundur Sjálfstæðis- félags Seltirninga STOFNFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður hald- inn í Valhöll við Suðurgötu annað kvöld (föstudagskvöld) kl. 8,30. — ÓLAFUR THORS, form. Sjálfstæðisflokksins, mætir á fundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.