Morgunblaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. sept. 1959
MORCVWTILAÐIÐ
17
Guðmundur Jónsson,
bóndi í Stóru - Ávík
Minning
ÞANN 13. maí s.l. andaðist á
heimili sínu Guðmundur Jónssur.,
bóndi í 'Stóru-Ávík í Stranda-
sýslu, 87 ára að aldri. Hann var
fæddur að Felli, en fluttist að
Stóru-Ávík um fermingu og átti
þar heima til dauðadags. Guð-
mundur heitinn var mikill og
góður búmaður, ræktaði jörð sína
vel, og byggði þar stórt íbúðar-
hús, nokkru eftir að hann kvænt-
ist konu sinni, Önnu Benedikts-
dóttur frá Eyhildarholti í Skaga-
firði. Þau hjónin áttu 2 börn,
sem upp komust, Jón, sem er
bóndi í Stóru-Ávík, kvæntur
Unni Jónsdóttur frá Seljanesi, og
eiga þau 11 börn, og Ingibjörgu.,
■*%*«*»» ' „
Guðmundur á Létti, 83 ára
sem var bústýra hjá föður sín-
um frá 1937, en þá missti Guð-
mundur heitinn Önnu konu sína,
sem var mikilhæf og góð kona.
Var Guðmundur aldrei samur
eftir það. Guðmundur í Stóru-
Ávík var fjölhæfur maður, bæði
hvað viðvíkur landbúnaði og sjó
mennsku, var hann mörg ár for-
maður á hákarlaskipum frá
Gjögri. Hann var happasæll for-
maður, enda mikill trúmaður,
sótti sjóinn djarflega, enda þórt
aðrir sætu í landi, reri hann oft
í slæmu veðurútliti, en þrátt fyr-
ir það heppnuðust allar sjóferðir
hans vel, hentu hann a"ldrei slys,
hvorki á mönnum né skipum. —
Hann var stórhuga maður, enda
sýna verkin það, jörðin og ste'n •
húsið, sem hann byggði þar, en
þar býr nú Jón sonur hans, eins
og áður er sagt, með konu sinni
og 11 börnum — og er húsið
nógu stórt fyrir þá stóru fjöl-
skyldu.
Guðmundur var skapmikiil
maður og sagði hverjum hispurs
laust meiningu sína, hvort sem
mönnu mlíkaði betur eða verr, en
þrátt fyrir það átti hann góða
vini, bæði utanlands og innan,
því hann var léttur í lund dag-
farslega og gestrisinn. Guð-
mundur var alltaf hraustur, þar
Óhemju smokkfisk
veiðiíísafjarðar-
ijúpi
ÍSAFIRÐI, 24. sept. .— Óhemju
smokkfiskveiði var hér í ísafjarð
ardjúpi síðastliðna nótt, rétt í
mynni Skutulsfjarðar, skammt
utan við kaupstaðinn. Allflestir
bátar héðan of úr nærliggjandi
verstöðvum voru að veiðum. Afl-
inn var allt upp í 400 kg. á mann.
Óákveðið er með verð á smokk-
fisknum, en það verður án efa
hátt, svo aflahlutur er góður.
Vonandi verður eitthvert áfram-
hald á þessari veiði, því smokk-
fiskurinn er afbragðs beita eins
og kunnugt er. — GK.
Cunnor Jónsson
Lögniaður
við undirrétti or hæstarétt.
Þingholtsstræti 8. — Sími 18259
til fyrir ári síðan, að heilsu hans
fór að hraka, og má svo heita að
hann væri rúmliggjandi upp frá
því. En hugurinn var sá sami
að halda við fénaði sínum og
bústofni, naut hann til þess góðr-
ar aðstoðar dóttur sinnar, sonar,
tengdadóttur og barnabarna. —
Guðmundur var mikill hestamað-
ur og átti alltaf góða reiðhesta.
Er mikill söknuður að fráfalli
þessa heiðursmanns.
Regína Thorarensen.
Féla<í söluturna-
eigenda
AÐALFUNDUR Félags sölu-
turnaeigenda var haldinn 24.
september. Hafliði Jónsson var
kosinn formaður, Jón I. Bjarna-
son ritari, Eyjólfur Guðsteinsson
gjaldkeri og meðstjórnendur
Ásta Guðmundsdóttir og Svavar
Guðmundsson. í varastjórn voru
kosnir Hans Christiansen og
Kristinn Kristjánsson.
Aðalfulltrúar í stjórn Kaup-
mannasamtaka Islands voru
kjörnir Hafliði Jónsson og Eyjólf-
ur Guðsteinsson.
D U G L E G
afgreiðslustúlka
óskast að stóru fyrirtæki í miðbænum frá 1. nóv.
n.k. Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur, mennt-
un og fyrri störf leggist í pósthólf 608 fyrir mið-
vikudagskvöld.
Bœkur í fínu bandi
BIBLlAN (innb. í alskinn, mjög vandað).
ISLENDINGASÖGUR (með Eddum og Sturl-
ungu), alls 18 bindi
FLATEYJARBÓK, 4 bindi
HEIMSKRINGLA, 2 bindi
ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ARNASONAR, 2 bindi
FJÖLNIR, 2 bindi
TlMARIT MALS og MENNINGAR, 9 bindi
TlMARITH) DVÖL, 13 bindi
TlMARITIÐ HELGAFELL, 7 árg., 4 bindi
Allar þessar bækur eru nýbundnar í mjög vandað einka-
band. Aðeins til eitt eintak af hverju verki (nema
Biblíunni).
Snttbj ömJótissoitó Co.h.f
THE ENGLISH BOOKSHOP
Hafnarstræti 9 — Símar: 11936
10103.
Undanfarnar vikur höfum við tekið upp stórkostlegt
úrval varahluta
í ameríska, enska og þýzka bíla.
Eitthvað nýtt með hverri skipsferð til landsins.
Einungis fyrsta flokks vörur.
Tökum svo til daglega upp eitthvað nýtt.
Verðið hjá okkur er alltaf það lægsta
Eitt f jölbreyttasta úrval varahluta í landinu.
Sendum gegn póstkröfu úm land allt.
Sparið yður snúninga og leitið fyrst hjá okkur.
Sendisveinn
óskast að Lyf javerzlun ríkisins 1. október. Skriflegar
umsóknir sendist fyrir þriðjudag 29. þ.m.
LYFSÖLUSTJÓRI.
Jöfnunarvelin
Barber-Greene
Ieggur malbikið, þjappar og dreifir því sjálfvirkt.
Stillir sjálf magnið eftir fleti þeim sem verið er að
þekja. Jöfnunarvélin skilar malbiksfleti sem endist
vel þótt vegurinn sé mikið notaður. Afkastageta er
2—3 metrar á mínútu. Breiddin sem hægt er að
leggja er 2 Vz—4 metrar. Dreifir hverskonar hráefni.
O R i iA?
Hverfisgötu 106 A.
Gólf9 sem eru áberaudli hrein9
eru nú gljáfægð með:
^BpOLISHINO
IMIBRITE