Morgunblaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. sepí. 1959
MORCUNBLAÐ1Ð
23
Bílslys á Fróðorheiði
SÍÐASTLXÐIÐ fimmtudagskvöld
varð bílslys í sunnanverðri Fróð-
árheiði á Snæfelisnesi. Valt bif-
reiðin R-10944 þar — fór út af
veginum á allkrappri beygju í
svonefndum Olnboga. I bifreið-
inni voru þrír menn, og skarst'
einn þeirra allmikið á höfði. Var
hann fluttur í sjúkrahúsið á
Akranesi.
Fyrsta bifreið, sem kom á stað-
inn eftir slysið, var bíll frá Ás-
birni Óiafssyni, stórkaupmanni,
en hann er með talstöð. Var kail-
að til Reykjavíkur í talstöðinni
og sagt frá slysinu, en þaðan var
svo hringt til héraðslæknisins í
Ólafsvík, um kl. 9 — og fór hann
þá þegar á slysstað. —
Bíllinn virtist hafa farið beint
út úr beygjunni, endastungizt
einu sinni, en síðan oltið til hlið-
ar, og stóð hann á hjólunum. í
honum voru þrír menn, sem fyrr
segir. Bílstjórinn var ungur mað-
ur úr Reykjavík, og í framsæt-
inu hjá honum sat presturinn á
Staðastað, séra Þorgrímur Sig-
urðsson, en Reykvíkingurinn
Nær 60 fulltrúar
sitia íþróttaþing ÍSÍ
#
hafði verið kaupamaður hjá
prestinum í sumar og var nú í
heimsókn hjá honum vestra. —
Bílstjórinn meiddist lítið sem
ekkert, og prestur hlaut aðeins
minni háttar skrámur. — Þriðji
maðurinn, sem sat í aftursæti
bifreiðarinnar, hlaut aftur á móti
allmikinn áverka, stóran skurð
á höfði, og eitthvað mun hann
hafa meiðzt á hálsi og mjöðm. —
Allir munu þeir hafa hlotið mikil
höfuðhögg við veltuna, því að
þeir virtust vera að rakna úr
rotinu, er bíl Ásbjörns Ólafsson-
ar bar þarna að, en þá mátti sjá
á storknuðu blóði úr sárum
mannanna, að allt að klukku-
stund mundi liBin síðan slysið
varð.
Maðurinn, sem mest meiddist,
var fluttur þegar um kvöldið tii
Akraness, og var gert að sárum
hans í sjúkrahúsinu þar. Mun
hann þurfa að liggja þar eitthvað,
en ekki eru meiðslin talin mjög
alyarleg.
ÍÞRÓTTAÞING Iþróttasambands
Islands var sett í Reykjavík í
fyrrakvöld. Lýkur þinginu í dag,
en fundir þess á föstudag, laugar-
dag og sunnudag hafa verið í
Framsóknarhúsinu. Þingið sitja
nálægt 60 fulltrúar frá öllum hér-
aðssamböndum innan vébanda
ÍSÍ, en félagsmannatala samtak-
anna í heild mun vera um 25000.
A íþróttahreyfingunni þakkað
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, verndari ISÍ, var við
þingsetninguna og í setningar-
ræðu þakkaði Ben. G. Waage
honum margvíslegan og góðan
stuðning við málefni íþrótta-
manna. Ben. G. Waage minntist
látinna forvígismanna á sviði
íþrótta og risu fundarmenn úr
sætum og minntust hinna látnu.
Forseti íslands ávarpaði þing-
ið, færði þakkir til íþróttahreyf-
ingarinnar fyrir þjóðnytjastarf
er hún innti af höndum og lét í
ljós óskir um að störf þessa
íþróttaþings yrðu til heilla fyrir
land og lýð.
Birgir Thorlacius ávarpaði þing
ið og færði því kveðjur mennta-
málaráðherra, sömuleiðis Skúli
Þorsteinsson, sem færði kveðjur
frá formanni og stjórn UMFl.
Kveðjur bárust og frá borgar-
stjóra Gunnari Thoroddsen.
★
Þingforseti var kjörinn Gísli
Lokað
vegna jarðarfarar Júlíusar Jóns sonar, til kl. 1, mánudag.
Yerzlunin Lárus F. Björnsson
Gibsan
9,7 cub.fet.
hefur 56,4 lbs. frysti-
geymslu og því ódýrast-
ur miðað við stærð.
♦ Góð geymsla í hurðinni
♦ Hægt að læsa skápnum
♦ 5 ára ábyrgð
t Verð kr. 11.500,00.
♦ Tökum á móti pöntun-
um, einnig á stærri
kápum og GIBSON
eldavélum.
Heildverzlun
OLAFSSON & LORANGE
Klapparstíg 10
Sími 17223.
Halldórsson, arkitekt, en til vara
Jens Guðbjörnsson og Stefán
Runólfsson. Ritari þingsins er
Einar Björnsson.
Þingfulltrúar voru gestir borg-
arstjóra, Gunnars Thoroddsen, í
hádegisverði í gær og kvöldverð
snæddu þeir í boði menntamála-
ráðuneytisins í gærkvöldi.
Framtíðoratvinna
Röskur og ábyggilegur sölumaður getur fengið at-
vinnu hjá gömlu heild&ölufyrirtæki.
Umsóknir ásamt meðmælum, sendist afgr. Mbl.
merkt: „Ábyggilegur — 4416“.
Reykjafjarðar-
bóiidinn
Fjærst við úthafið úti
á yztu strjálbýlisjörð
situr einn bóndi á búi
og byggir Reykjarfjörð.
Bóndinn er fjallafrækinn
og fróður um land og sæ,
en 12 stunda gangur er gatan
til grannans á næsta bæ.
tJtskagans auðnar-frelsi
una börn hans og víf,
í heimi hafs og tinda
og himins er starf og líf.
Gleymast mér hár hallir
og hirðsiða veizluborð,
en ég hef mætt þessum mannl
og man hans rcisn og orð.
Á. G. E.
' G O T T
forstofuherbergi
við Rauðalæk með innbyggðri
handlaug og klæðaskáp til
leigu frá og með næstu mán-
aðamótum. Upplýsingar í síma
33-8-55.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
HELGA JÓNASSONAR
frá Brennu
Atli Helgason
Eiginmaður minn,
JÓN SIGURDSSON
frá Dagverðareyri
sem andaðist 23. þ.m. verður jarðaður frá Fossvogskirkju
mánudaginn 28. þ.m.
(h
Guðbjörg Helgadóttir
Innilegar þakkir fyrir hina miklu samúð við andlát
og jarðarför dóttur okkar,
ÞURlÐAR ELlNAR
Sigríður Gísladóttir, Guðmundur Bjarnason
Ljósvallagötu 32
Hjartkær sonur okkar og bróðir,
SIGURÐUR RUNÓLFUR BJARNASON
sem lézt af slysförum 20. þ.m. verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni, þriðjudag. 29. þ.m. kl. 1,30 e.h.
Svanhvít Kristbjömsdóttir, Bjarni Sigurðsson
og systkini
Innheimfumaður
Mann vantar nú þegar til að annast innheimtu
reikninga fyrir þekkt verzlunarfyrirtæki, Umsækj-
endur leggi nöfn, símanúmer og upplýsingar um fyrri
störf á afgreiðslu blaðsins merkt: „9247“.
Lokað
vegna jarðarfarar Júlíusar Jónssonar
mánudaginn 28. sept. frá kl. 10—1.
Iflikksmiðjan Vogur
‘Hjartkæri fósturfaðir minn
ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON
frá Vestmannaeyjum,
andaðist 25. þ.m. í Landakotsspítalanum.
Guðrún Helgadóttir.
Útför
BERGLJÓtfAR SIGVALDADÓTTUR
er andaðist 22. þ.m. fer fram mánudaginn 28. þ.m. og
hefst með bæn að heimili hennar Lyngheiði 6, Selfossi
kl. 9,30 f.h. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju kl. 1,30
sama dag.
Guðrún Jónasdóttir, Ingvar Ingvarsson.
Jarðarför eiginmanns míns og föður
KRISTINS KRISTMUNDSSONAR
frá Grímsey,
er lézt 20. sept. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
29. þ.m. kl. 1,30.
Sigurborg Signrðardóttir, Jóhanna Kristinsdóttir.
Útför föður okkar
STEFÁNS PÉTURSSONAR
fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjud. 29. þ.m.
kl. 2 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Björgvin Stefánsson, Kristinn Stefánsson.
Jarðarför bræðranna
JÚLlUSAR S. JÓNSSONAR
Vesturgötu 20 og
TORFA JÓNSSONAR
frá Borðeyri,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. þ.m. kl.
10,30. Athöfninni verður útvarpað.
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast
hinna látnu er bent á líknarstofnanir.
Vandamenn.
MAGNÚS JÓNSSON
rafvirki, frá Flatey, Langholtsveg 202,
sem andaðist 19. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni 28. sept. kl. 2. Jarðað verður" í Sólvallagarðinum.
Fyrir hönd barna, hans og vina.
Sigríður Bjarnadóttir.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og
jarðarför mannsins míns og fósturföður,
STEFÁNS ó. stephensen
Sérstakar þakkir til Mjólkurfélags Reykjavíkur.
Sigfríður Arnórsdóttir, Ragnheiður Stephensen.
Þökkum innilega samúð og vinsemd við fráfall og
jarðarför
ARNA BERGSSONAR
fyrrum kaupmanns í Ólafsfirði.
• Jóhanna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn.