Morgunblaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 24
VEDRIÐ 212. tbl. — Sunnudagur 27. september 1959 Reykjavíkurbrét er á blaðsíöu 13- »_ „Framsókn nofað varnar- málanefnd til að tryggja gœðingum gróða" Sambykkti Þóvarinn frávikningu varnarmálanefirdarmannanna ? Hvað hefur ,,fínu mannanefndin gert til umbóta? BLÖÐUNUM þykir bersýni- lega breyting sú, sem utan- ríkisráðherra hefur gert á varnarmálanefnd vera mikil tíðindi. Alþýðublaðið birtir þó í gær engar skýringar á þess- ari ákvörðun ráðherra Alþýðu flokksins. Tíminn og Þjóðvilj- inn eru því margorðari, og eru aðalforsíðugreinar beggja blaðanna um þetta efni. Þjóðviljinn segir m. a.: „Framsókn hefur sem kunnugt er notað vamarmálanefnd óspart til að tryggja gæðingum sínum gróða af hermanginu; hefur flokk urinn stofnað sérstakt her'mangs- félag, og sjálfur hefur Tómas Árnason verið umfangsmikill á því sviði og má í því sambandi minna á hinar frægu issjoppur, sem hann rekur með bróður sín- um“. Tíminn leggur aftur á móti megin áherzlu á, að þeir tveir Framsóknarmenn, sem látnir eru víkja úr nefndinni, hafi ætið haldið þar sömu starfsháttum og þeir í fyrstu tóku upp, undir yfir- stjórn dr. Kristins Guðmundsson- ar. Orðrétt segir Tíminn: „Þeir hafa að sjálfsögðu gegnt störfum sínum með sama hætri og fyrr------ Ekki samráð við Sjálfstæðismenn Bæði Tíminn og Þjóðviljinn halda því fram, að þessi breyting sé gerð í samráði við Sjálfstæðis- menn. Svo er ekki. Utanríkisráð- herra hvorki bar hana und- ir, Sjálfstæðismenn né. skýrði þeim frá henni áður en hún var gerð. Kemur hér enn sem í fleiru fram, að það er Alþýðuflokkur- inn en ekki Sjálfgtæðismenn, sem nú fer með stjórn landsins. Morgunblaðið hefur hins vegar fært að því óvéfengjanleg rök, að stjórn varnarmálanna hefur að Undanförnu verið í fullkomnum ólestri. .Yfirlýsing Agnars Kof- oed Hansens, sem birtist annars staðar í blaðinu í dag, er enn eitt sönnunargagn þess, að svo sé. Hins vegar verður mjög að ef- ast um, að sú breyting ein nægi, að Tómas Árnason og Hannes Guðmundsson fái ekki lengur að tala við Bandaríkjamenn. Sam- kvæmt því, sem fyrir liggur, eiga þeir eftir sem áður að halda störf um sínum í varnarmáladei’.d. Breyting utanríkisráðherra virð- ist í því einu fólgin, að bæta nýj- um toppi ofan á silkihúfurnar, sem fyrir voru. Andvaraleysi og hæfi- leikaskortur Enn sýnast ekki hafa verið gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að eyða því fjárbrallssukki og spillingu, sem einkennt hefur þessi mál, frá því að dr. Kristinn Guðmundsson var að nafninu til settur yfir þau, undir raunveru- legri forsögn Hermanns Jónas- sonar. Þá hefur ekki heldur verið skýrt frá neinum breytingum á meðferð mála á sjálfum Kefla- víkurflugvelli. Af framkomnum skýrslum lögreglustjóra þar og flugmálastjóra nú, er sýnt, að þar ríkir fullkominn glundroði. Ger- samlega skortir á samstarf hinna íslenzku yfirmanna sín á milii þar syðra. Bannsvæði eru ákveð- in án þess, að hin íslenzku yfir- völd geri sjálfum sér eða starfs- mönnum sínum næga grein fyrir, hver þau eru eða hvaða þýðingu þau hafa. Vanrækt hefur verið að kynna varnarliðsmönnum ís- lenzka einkennisbúninga, hvað þá að tryggja, að þeim væri sýnd hæfileg virðing. Út yfir tekur, að embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurflug- velli skyldi ekki heyra um hneykslið 5. september fyrr en hinn 8. september og þá frá sjálfum utanrikisráðherra, sem las um það í blöðunum! Gleggri dæmi um algert and- varaleysi og hæfileikaskort í starfi er erfitt að hugsa sér. Hvar eru tillögur Þórarins? Ef ráðstafanir utanríkisráð- herra nú miða að því að bæta úr þessu, þá eru þær spor í rétta átt. Ella verður að skoða þær sem einskonar uppgjör á milli Al- þýðuflokks og Framsóknar, sem litla þýðingu hafi fyrir almenn- ing, þó þær séu glöggt dæmi um valdatogstreituna þeirra í milli. Af því tilefni hljóta menn að spyrja: Hvað hefur nefnd þriggja „fínu mannanna," sem skipuð var sam- kvæmt samningunum í nóv. 1946 aðhafzt í þessum efnum? í henni eiga sæti tveir Alþýðu- flokksmenn og einn Framsókn- armaður, þeir Guðmundur í. Guðmundsson, Emil Jónsson og Þórarinn Þórarinsson. Óhugsandi er annað en nefnd þessi, sem ætluð var til að tryggja betri framkvæmd varn- armálanna, hafi látið til sín taka öll þau vandræði, sem undan- farna mánuði hafa orðið lýðum ljós. Sérstaklega hljóta menn að spyrja: Hvaða tillögur hefur Þórarinn Þórarinnsson borið þar fram til umbóta? Er hugsanlegt, að utanríkisráð- herra hafi gert þessar breytingar nú án þess að bera þær undir fé- laga sína í þriggja manna nefnd- inni? Samþykkti Þórarinn Þórarins- son þar ráðstöfun utanríkisráð- þerra þar? Ef ekki, hvenær gefur Þórar- inn skýrslu um störf sín í nefndinni? Stjórnmálafundir í Hafnarfirði annað kvöld HAFNARFIRÐI: — Annað kvöld kl. 8,30 efna Landsmálafélagið Fram og Sjálfstæðisverkamanna félagið Þór til stjórnmálafundar í Sjálfstæðishúsinu. Frummæl- endur verða þeir Matthías Á. Mathiesen, alþm., sem ræða mun einkum um stjórnmál og Sveinn Einarsson verkfræðingur, er mun aðallega tala um orku- og iðnvæð ingu. — Með fundi þessum hefst starfsemi félaganna á haustinu, og er allt stuðningsfólk D-listans velkomið á fundinn meðan hús- rúm leifir. Er þess að vænta að það fjölmenni á þennan fyrsta fund félaganna á haustinu. m ■■c " f • " - >/// 7«y, wzw.v/// //nw "ív/ 4»}""'' / f '• •' ' f ff Illuti af skurðum þeim, sem grafnir hafa verið að Neðra-Hálsi í Kjós. í sumar hafa verið grafnir þar 40 þúsund teningsmetrar. Sjá frásögn í búnaðardálkaum „Við túngarðinn“ á blaðsíðu 8. (Myndirnar tók vig.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.