Morgunblaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 20
20
MORGVNBLAÐIh
Sunnudagur 27. sept. 195§
„Hef ég nokkuð minnzt á
gæzlu. Leynilögreglumennirnir
voru alveg af tilviljun í hóteli
yðar. Alveg af tilviljun". Hann
reyndi ekki svo mikið setn að
mæla þessi orð í sannfærandi
róm. Hann leit upp á Antóníó,
sem var nærri tveimur höfðum
hærri dg mælti. „Fn meðal ann-
arra orða, Antónió — hvernig
komuzt þér allt í einu yfir svona
mikla peninga?"
„Mér hefur tæmst arfur. Eða ég
hef rænt gamla konu. Ég ségi yð-
ur satt, lögreglustjóri — yður
kemur það ákaflega lítið við“.
„Eins og yður sýnist. Ég var
aðeins að spyrja, af því að ég er
ekki óhræddur um að þeir séu
tapaðir, tíu þúsund frankarnir,
sem þér lögðuð fram til trygg-
ingar fyrir Lúlúu. Eða vitið þér
ef til vill, hvar Lúlúa er“.
Ósjálfrátt fór Anton út úr birt
unni frá hinum rauð-græna gler-
páfagauk og inn í skuggann við
húsið. Hann vildi ekki, að Verne-
uil sæi framan í sig.
„Ég hef ekki skipt mér af
henni“, sagði hann. „Það er nóg,
ef hún verður vjð réttarhöldin”.
„Auðvitað, það er nóg“, tók
KÆLISKÁPURINN
Eítirlæti hagsýnna húsmæðra
Prýði eldhúsa — stolt húsmæðra
• Stærð 8,2 rúm. cubfet
KELVINATO
• er rúmgóð og örugg
matvælageymsla.
9, hefir stærra frysti
rúm en nokkur annar
kæliskápur af .sömu
stærð.
9 er ódýrastur miðið
við stærð.
Verð kr. 10,994 -
Takmarkaðar birgðir væntanlegar — Tökum á móti
pöntunum.
KmJ ELgm B Austurstræti
jnCKlOL
lögreglustjórinn upp eftir honum,
„það er alveg nóg“.
Fyrstu regndroparnir voru að
falla og kaldur vindur blés eftir
þröngri götunni. Anton ýtti lög-
reglustjóranum vægilega til hlið-
ar.
„Góða nótt, lögreglustjóri"
sagði hann, „og góða veiði“.
Verneuil vék til hliðar, en þeg
ar Anton hafði hönd á hurðar-
handfanginu, sagði hann:
„Góða veiði — þá dettur mér
nokkuð í hug. Vöruð þér ekki um
daginn á ljónaveiðum með Dela-
porte, bróður yðar og mágkonu?"
Anton sneri sér ekki við.
„Hvað um það?“ sagði hann.
„Þér eruð meistaraskytta,
Antónió------“.
„Getur verið“. Nú leit hann á
Verneuil. „En það er yður að
þakka, að ég hef fjarvistarsnön-
un“.
„Auðvitað, þér hafið fjarvistar
sönnun", sagði hinn litli maður.
„Ég var nærri því búinn að
gleyma því. Góða nótt, Antónió".
Hann tifaði að vagninum sínum.
Þótt ekki væri orðið framorðið
var Perroquet-vínstofan troð-
full. Reykskýin héngu í loftinu.
Anton sá í gegn um þau með
erfiðismunum.
Það var ekki rétt að bera
Zentu það á brýn, að hún syngi
eingöngu gömul lög. Nú var hún
einmitt að syngja: „Spiel noch
einmal fúr mich, Habanero", nýj
asta dægurlagið eftir Caterina
Valentes. Hún var í grænum
kvöldkjól, sem fór sérlega vel
ivið hið rauða hár hennar. Hún
hallaði sér upp að afgreiðsluborð
inu og söng hásri röddu, eins og
hún væri eingöngu að syngja fyr-
ir sjálfa sig. Hirðuleysið, sem hún
sýndi við sönginn, jók áhrif henn
ar og árangur.
Anton'settist við lítið hornborð
og bað um viský. Honum datt í
hug óátekna viskýflaskan í húsi
bróður síns. Hann hafði talað við
Veru fyrir hálftíma. Hún hafði
lofað honum að reyna að sofna.
Hann vissi, að hún myndi ekki
sofa. Hvers vegna varð hann að
skilja hana eina eftir í húsi dauð-
ans? Innileg, næstum því ofsa-
fengin ástúð kobi að honum, við
hugsunina um Veru. Hann sá
hana fyrir sér, þar sem hún lá í
rúminu og var að reyna að sofna.
Hann hafði ekki svo mikið sem
spurt hana um fyrirætlanir henn-
ar. Hafði Hermann átt peninga?
Var hann líftryggðúr? Var séð
fyrir Veru og börnunum? Hann
varð að brosa. Ævintýramaður-
inn Anton Wehr var að hugsa um
borgaralegt öryggi, eins og líf-
tryggingu. Það var kynlegt, sem
hafði gerzt, síðan kvöldið sem
hann hitti Hermann aftur í fyrsta
sinni hérna í „Perroquet“-vínstof
unni. Kongó-sóttin hafði gripið
Hermann. Og hann sjálfur, gamli
„Afrikumaðurinn" var orðinn
hófsamari með hverjum deginum
Nú hugsaði hann meira að segja
um framtíð ókunnugra barna. —
Zenta kom til hans og settist
við borð hans án þess að segja
orð. Hún hélt á kampavínSglas-
inu í hendinni. Slaghörpuleikar-
inn spilaði angurblítt lag.
„Ég hitti Verneuil", sagði Ant-
on. „Setti hann þumalfingur-
skrúfurnar á þig?“
„Hann vildi fá að vita, hvar ég
hefði verið, þegar morðið var
framið".
„Og hvar varst þú?“
,Hvar skyldi ég hafa verið? Auð-
vitað í verzluninni". í vinahópi
kallaði hún veitingakrána ekki
annað en „verzlunina".
Anton virti hana fyrir sér með
athygli. Hún hafði farðað sig
miklu meir en hún var vön. Samt
sem áður, eða einmitt þess vegna
var andlitið hrukkótt. Andlits-
duftið huldi ekki hrukkurnar.
Það settist í hrukkurnar og gerði
þær greinilegri. Það var ljómi í
hinum grænu augum hennar, en
hann átti skylt við hitasótt. Anton
vildi hafa samúð með henni, en
hann gat það ekki. Þvert á móti
fann hann einhverja óskiljan-
lega þörf á að gera henni mein.
„Þú ert í laglega flegnum kjól,
þar sem þú ert ekkja“ ,sagði
hann og horfði ósvífnislega á hið
flegna hálsmál hennar.
„Ég hef andstyggð á þér“,
„Elskaðir þú hann ekki?“
,Þú hataðir hann að minnsta
kosti. Mig skyldi ekki furða þótt
þú hefðir ráðið hann af dögurn".
Anton brosti.
„Ég hef fjarvistarsönnun, ó-
vefengjanlega“.
„Sama er mér. Hann er dauð-
ur. Það er sama hver hefir ráðið
hann af dögum.
„Hvers vegna fórst þú til kon-
unnar hans?“ spurði-Anton.
„Hefir hún líka sagt þér það?
Hefir hún engar aðrar áhyggjur
— hin káta ekkja?“
Það er fiðringur 1 hendinni á
mér, hugsaði Anton. Hann lang-
aði til að slá kvenmanninn í and-
litið, en hann sagði aðeins:
„Ég var að spyrja þig“.
„Þarf ég að standa fyrir máli
mínu við þig?“
„Nei. En þú hefir ríka ástæðu.
Verneuil fullyrðir, að áttatíu og
fjórir af hundraði allra kven-
morðingja fremji glæpinn vegna
afbrýðissemi". Hann bjó til töl-
una. „Ég hef fjarvistarsönnun, ó-
vefengjanlega", hermdi hún eftir
honum. Hún tæmdi fullt glasið
sitt í einum teyg. „Hvers vegna
hefir þú ekki gætt apastelpunnar
þinnar betur?“
„Ert þú að tala um Lúlúu?"
„Ert þú með fleiri apastelpur?“
„Hermann var ómótstæðilegur.
Þú veizt það bezt sjálf, Zenta“.
Hún stóð upp og gekk aftur að
vínstúkunni. Frá nokkrum stöð-
um var kallað „I love you, Baby“.
Hún hallaði sér að borðinu og fór
að syngja Conny-ljóðið hægt og
seint. í orðinu „Baby“ lagði hún
áherzluna á síðasta 'stafinn, en
„Baby“ með áherzla á „y“ hljóm
aði eins og fuglsgarg.
.......Sparió yður hiaup
ö mlUi margra vt.-rzian.a!
(1ÖIIUM
MttJM!
Ausfcurstrset'i
a
i
ú
á
Þú rt
ur. Ha.
hingað?
i
l&kir.n fastur, Ríkharð-
hvernig komust þið
Jenkins, skógarvörður
flaug með okkur hingað i koptan-
um, sem hann hefur til umráða,
svo við yrðum komnir á undan
þér. Eg leit inn um gluggann,
Ríkharður um nóttina, þegar ég
fór út til að ná í eldiviðinn. Og ég
sá þig taka gimsteinana út úr
ofnrörinu og fel? þá í sandmum.
Anton var að litast um eftir
þjóninum, þegar Luvin kom að
borði hans. Hann var í dökkblá-
um fötum. Buxurnar voru allt of
þröngar og vestið rauðdröfnótt.
„Bróðir yðar er dáinn — og þér
sitjið í vínkránni", sagði Luvin.
Hann settist án þess að honum
væri boðið.
SHÍItvarpiö
Sunnudagur 27. september
9.30 Fréttir og morguntónleikar. —
(10.10 Veðurfregnir).
a) Konsert fyrir fiðlu, celló og
hljómsveit 1 A-dúr eftir Joh.
Chr. Bach. Walther Schneider-
han, fiðla, Nikolaus Húbner,
celló og Sinfóníuhljómsveitin i
Vínarborg leika; Paul Sacher
stjórnar.
b) Walter Gieseking leikur pían6
lög eftir Uebussy.
c) Else Brems syngur Iðg eftir
Schubert og Brahms; Kjall Ols-
son leikur undir á píanó.
d) „Saudades do Brasil“ eftir Mil-
haud. Concert Artshljómsveit-
in leikur undir stjóm höfund-
arins.
11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest-
ur: Séra Garðar Svavarsson. Org-
anleikari: Kristinn Ingvarsson).
12.15—13.15 Hádegisútvarp.
15.00 Miðdegistónleikar:
a) Atta þættlr úr ,,MikrokosmosM
eftir Béla Bartók. Julius Katch«
en leikur á píanó.
b) Victoria de los Angeles syngur.
c; Fiðlukonsert eftir H. Henke-
mans. Fiðluleikarinn Theo Olof
og Concertgebouw-hljómsveit-
in í Amsterdam leika. Eduard
van Beinum stjórnar.
16.00 Kaffitíminn: Carlo Loube og
hljómsveit leika Vínarlög.
16.30 Veðurfregnir.
Færeysk guðsþjónusta. (Hljóðrlt-
uð í Þórshöfn).
17.00 Sunnudagslögln.
18.30 Barnatími (Anna Snorradóttfr) f
a) Kalla-saga (Steindór Hjörleifs-
son leikari).
b) Rauðgrani — ævintýrl i leik-
formi, II. hluti.
c) Framhaldssagan: Gullhellirinn,
XI. lestur.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tónleikar: Marcel Mule leikur A
saxófón.
19.45 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Raddir skálda: Smásaga eftir
Einar Kristjánsson og smásaga
og ljóð eftir Rósberg G. Snædal.
(Höfundarnir lesa).
21.00 Tónleikar frá. austur-þýzka út-
varpinu: Austur-þýzkar útvarps-
hljómsveitir leika lög úr óperett-
um eftir ýmsa höfunda.
21.30 Ur ýmsum áttum (Sveinn Skorri
Höskuldsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 28. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn —
8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Frettir
og tilkynningar).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilk.). — 16.30 VeðurCregnir.
19.00 Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Frá tónleikum útvarpsins í Þjoð-
leikhúsinu (fyrri hluti): Austur-
ríski píanóleikarinn Friedrich
Gulda og hljómsveit Ríkisútvarps
ins leika. Róbert A. Ottósson
stjórnar.
a) Egmont-forleikurinn eítir Beet
hoven.
b) Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr
eftir Beethoven.
21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse
eftir Alexander Kielland; XIII.
lestur. (Séra Sigurður Einarsson),
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Búnaðarþáttur: Frá nautgripa-
sýningunum í sumar. (Olafur
Stefánsson ráðunautur).
22.25 Kammertónleikar: Sextett nr. 1
í B-dúr fyrir strengi op. 18. eftir
Brahms. Isaac Stern og Alexand-
er Schneider, fiðlur, Milton Kat-
ims og Milton Thomas, víólur, og
Pablo Casals og Madeline Foley,
knéfiðlur, leika.
23.00 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 29. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.1-0 Veðurfregnir).
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — 12.25
Fréttir og tilkynningar).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir,
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir),
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Frá Grimsby (Hendrik
Ottósson fréttamaður).
20.55 Tónleikar: Svíta op. 43 eftir Vi-
euxtemps. Sitkowetski og Davido*
vitsch leika á fiðlu og píanó.
21.10 Upplestur: Ljóð eftir Jón Bjarna
son. (Jóhannes Helgi les).
21.20 Tónleikar: Coppelia — ballett-
svíta eftir Delibes. Hljómsveit tón
listarháskólans í París leikur,
Roger Desormiére stjórnar.
21.45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svavars-
dóttir).
23.05 Dagskrárlok.
✓