Morgunblaðið - 13.10.1959, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.1959, Page 1
24 siður Er milliliðakostnaður á landbúnaðarvörum ekki háður verðlagseffirliti? SÍS telur bifreiðar Mjólkurbúsins eign Kaupfélags Árnesinga Æ KEMUR betur í ljós, af hvílíkri ófyrirsynju deilan á milli bænda og neytenda út af verði landbúnaðarafurða var mögnuð með útgáfu bráða birgðalaga ríkisstjórnarinnar. Sjálfur segir forsætisráðherra í bréfi sínu til Stéttarsam- bands bænda, dagsettu 8. októ ber, svo: „Ríkisstjórnin hefur talið, að eðlilegast sé að bíða með endan- lega afgreiðslu málsins þangað til hið nýkjörna þing kemur sam- an og láta það skera úr. Þetta er þeim mun eðlilegra, þar sem upplýst er, að þetta muni ekki valda neinum töfum að ráði á greiðslum bóta, ef samþykktar verða, enda á það fallizt af fundi stéttarsambandsins að fresta framkvæmdinni til 15. des. Að því hlýtur því að verða stefnt að leysa þessi mál öll með samkomulagi, þegar hið nýkjörna þing kemur saman og einn þátt- urinn í því samkomulagi mun sjálfsagt verða, að koma á þeirri skipan verðlagsmála landbúnað- arins, sem báðir aðilar, frámleið- endur og neytendur, geta staðið saman að, eins og verið hefur.“ Það er rétt hjá forsætisráð- herra að stefna verður að því að leysa þessi mál öll með sam- komulagi. Þess vegna mátti nú ekkert gera, sem líklegt væri til að spilla því. Á það lögðu Sjálf- stæðismenn megináherzlu í til- lögum sínum. Mestu máli skiptir að finna frambúðarlausn, sem allir megi við una. Menn hljóta að spyrja, hvort ekki sé unnt að halda verð- lagi landbúnaðarvara niðri, svo að á hvorugan sé hallað — bændur eða neytendur. Við at- hugun þess reka menn þegar aug un í kostnaðinn við að koma þess um vörum frá framleiðendum til neytenda. „Húsmæðurnar í Reykjavík ekki of góðar“ Morgunblaðið hefur reynt að afla sér upplýsinga um, með hverjum hætti milliliðakostnað- urinn væri ákveðinn. En erfitt er að fá fullar skýringar á því. Eftir því, sem næst verður kom- izt, kemur verðlagsgæzla ríkis- ins þar hvergi nærri. Morgun- blaðið hefur takmarkaða trú á veðlagseftirliti. En úr því að það er haft á vöruverðlagi almennt, þá er að sjálfsögðu fráleitt að láta það ekki taka til þess milli- liðakostnaðar, sem hér fellur á. Því frekari ástæða er til þess, þar sem lítil eða engin samkeppni kemst að í þessari vörudreifingu, t.d. alls ekki á mjólkurafurðum ylirleitt. Rík ástæða er til þess að ætla, að þar megi mörgu koma hag- kvæmar fyrir en nú er gert. Þjón usta við neytendur er mjög van- rækt af Mjólkursamsölunni. Mjólkin fæst ekki send heim til þeirra, enda er haft eftir ein- um af mestu ráðamönnum j þess- um efnum, að húsmæðurnar í Reykjavík séu ekki of góðar til að sækja hana sjálfar í mjólkur- búðir! „Stórveldi á landi“ Þá hafa bændur sjálfir mjög gagnrýnt tilhögun og rekstur á flutningum fyrir Mjólkurbú Flóa manna. Sú gagnrýni hefur ætíð verið að engu höfð, og sem minnstar upplýsingar gefnar. Mjólkurbúið mun að vísu eiga bifréiðarnar, sem til mjólkur- flutninga eru hafðar, og að nafn- inu til reka þær. En Kaupfélag Árnesinga er látið annast allar viðgerðir bifreiðanna og hjá því er t. d. allt benzín og olíur til þeirra keypt. Þó segja kunnugir menn, að mjólkurbúið eigi um 50 bila, en Kaupfélag Árnesinga ekki nema um 15 bíla. t ritinu „Islenzkt samvinnu- starf“ er hælzt um yfir því, hví- líkt stórveldi Kaupfélag Árnes- inga sé í samgöngum. Þar segir: „Kaupfélag Árnesinga er stærst á þessu sviði. Á 25 ára af- mæli félagsins 1955 hafði það fastar ferðir 7500 km. á degi hverjum, eða sem svarar vega- lengdinni suður til Túnis og heim aftur". Annarstaðar í sama riti er komizt svo að orði: „Og eru þá ótaldar samgöng- urnar, þar sem K. Á. er stór- veldi á landi. Félagið annast mjög mikla fólks- og vöruflutn- inga, á yfir 60 bíla og mikil bif- reiðaverkstæði, auk annarra varkstæða, sem nýbúið er að byggja yfir stórhýsi." Tilvitnað rit er samið að tilhlut an SÍS og lýsir skoðun ráða- manna þar á tengslum Kaupfé- lags Árnesinga og Mjólkurbús- ins. Af þessu verður ekki annað séð, en SÍS telji Kaupfélag Ár- nesinga hreinlega eiga bíla Mjólk urbúsins! Enda mun ekki fjarri til get- ið, að Kaupfélag Árnesinga hafi öðlazt stórveldisaðstöðu sína vegna forréttinda sinna við Mjólkurbú Flóamanna. Auk alls annars er öðrum flutningum en mjólkurflutningum hagað svo, að kaupfélaginu er ívilnað umfram aðra. Rannsókn nauðsynleg Auðvitað gefur þetta ekki tæm andi skýringu á hinum mikla kostnaði, sem leggst á vöruna, frá því að hún fer frá bænd- um þangað til hún kemur í hend- ur neytenda. En það gefur vissu- lega ástæðu til þess að kannað sé til hlítar, hvernig hinum mikla milliliðakostnaði sé hátt- að. Óverjandi er, að þetta megin- atriði sé látið afskiptalaust, en í stað þess efnt til ófriðar milli bænda og neytenda um þau efni, sem allt ríður á, að samkomulag haldist um þeirra í milli. Michel Debré Laos-nefndin fer til New York VIENTIANE, 12. okt. NTB-AFP. Fjórir meðlimir rannsóknarnefnd ar Sameinuðu þjóðanna í Laos fóru í dag í kveðjuheimsóknir til háttsettra embættismanna, áður en þeir fara frá Vientiane á morg un áleiðis til New York, en þar munu þeir gefa Öryggisráðinu skýrslu um ástandið í Laos. Tveir fulltrúar nefndarinnar munu verða eftir í landinu til að fylgj- ast með þróuninni og gefa skýrsÞ ur um þær breytingar, sem kunna að verða. Alsír-málið tekib fyrir í franska þing- inu PARÍS, 12. okt. NTB-AFP. — Michel Debré forsætisráðherra Frakklands lauk í dag undirbún- ingi sinum undir umræðurnar um Alsír-málið í fulltrúadeild franska þingsins, en þær hefjast á morgun og mun Debré flytja þingheimi skýrslu um ástandið í Alsír. Endanleg úrslit brezku kosninganna Tónlist í litum LONDON, 12. okt. Reuter. — Ungur rússneskur vísindamaður hefur smíðað mjög flókna raf- eindavél, sem breytir hljómum í marglit ljós. Ljósinu er beint á sérstakt tjald eða hvítan vegg í tónlistarsalnum, og þegar hljóm ar og litir vinna saman, dýpka þeir skilning hlustandans á inn- taki og fegurð tónlistarinnar, sagði sagði Tass-fréttastofan í dag. LONDON, 12. okt. Reuter. — Nú um helgina bárust endanlegar niðurstöður þingkosninganna í Bretlandi. Jo Grimond, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hélt þing- sæti sínu fyrir Orkneyjar og Hjaltlandseyjar og jók atkvæða- magn sitt um 619 frá því 1955. Hann fékk 12.099 atkyæði. Verka mannaflokkurinn jók einnig at- kvæðamagn sitt, en íhaldsflokk- urinn tapaði atkvæðum. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur þannig sömu þingmannatölu og áður eða sex þingmenn. Eftir að niðurstöður höfðu bor- izt úr Argyll-kjördæmi í Skot- landi, hafði íhaldsflokkurinn 6, og óháðir frambjóðendur 1. Atkvæðatölurnar úr öllum 630 kjördæmunum eru því þannig: íhaldsflokkurinn og stuðnings- flokkar hans 13.750.935 atkvæði eða 49,4%. Verkamannaflokkur. 12.216.166 atkvæði eða 43,8%. Frjálslyndi flokkurinn 1,640.761 atkvæði eða 5,9%. Aðrir frambjóðendur 254.846 atkvæði eða 0,9%. íhaldsflokkurinn hefur þannig 102 sæta meirihluta í neðri mál- stofunni, en hafði áður 56 sæta meirihluta. Ihaldsflokkurinn vann 28 sæti af Verkamanna- flokknum og eitt af Frjálslynda- flokknum, en tapaði sex sætum. Debré átti siðasta fund sinn vi0 de Gaulle í dag, áður en umræð- urnar fara fram, en þær leiða sennilega til fyrstu atkvæða- greiðslu'um Alsír-málið í fimmta lýðveldinu. Debré mun skýra tcá sjónarmiðum og áætlunum stjóm arinnar kl. 2 á morgun (ísl. tími), og má búast við nýjum upplýa- ingum um málið, þar sem Couve de Murville utanríkisráðherra hefur nýlega lýst því yfir í banda risku sjónvarpsviðtali, að franska stjórnin sé reiðubúin að ræða um möguleikana á vopnahléi við upp reisnarmenn. Murville nefndi f þessu sambandi i fyrsta sinn F. L. N.-samtökin, sem standa a0 hernaðaraðgerðum uppreisnar- manna í Alsír. Alvarleg tilraun til að semja vopnahlé Yfirlýsing Debrés kemur í sama mund og fram fara miklar og fjörugar umræður um málið bæði í Paris, Rabat, Túnis og á Aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna 1 Framh. á bls. 23. Verkfallinu lýkur ekki með dómsúrskurði WASHINGTON, 12. okt. Reuter. — David McDonald, forseti Sam- taka stáliðnaðarmanna, sagði rannsóknarnefnd stjórnarinnar í dag, að verði þeir 500.000 stál- iðnaðarmenn, sem nú eru í verk- falli, neyddir til að fara aftur til vinnu sinnar með dómsúrskurði, þá mundu þeir sennilega leggja niður vinnu aftur eftir þá 80 daga, sem dómsúrskurðurinn tek- ur til. Eisenrower forseti greip til þess úrræðis á föstudaginn að Fundur œðstu manna eftir mánuð? LONDON, 12. okt. NTB-AFP. — í morgun hélt brezka stjórnin fyrsta ráðuneytisfund eftir kosn- ingarnar. Fréttaritarar búast við að Macmillan muni mjög bráð- lega tilkynna breytingar á ráðu- neyti sínu, ef til þeirra kemur. Væntanlegar breytingar taka sennilega til tveggja eða þriggja ráðherraembætta. Búizt er við að Duncan Sandys landvarnaráð- herra láti af þvf embætti, en verði „vísindaráðherra“. Þá er gert ráð fyrir að Alan Lennox- Boyd nýlendumálaráðherra láti af því embætti eftir fimm ára setu en við þvi taki Iain McLeod atvinnumálaráðherra. Þá má bú- ast við að einhverjar breytingar verði á flutninga- og flugmála- ráðuneytinu. Búizt er við að brezka stjórnin muni innan skamms gefa banda- lagsríkjum sinum aðvart um væntanlegar breytingar á utan- rikisstefnunni, ef slíkar breyting ar eru á döfinni. Flestir stjórn- málafréttaritarar eru þeirrar unar, að Macmillan forsætisráð- herra vilji koma á fundi æðstu manna, sem allra fyrst, annað hvort í lok nóvember eða byrj- un desember. beita Taft-Hartleys-lögunum tH að fá menrrinætil vinnu aftur, «m þá hafði verkfallið staðið rúmar 12 vikur. Þriðjudagur 13. október Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Skilar hafið fleiru? — 6: Á mettíma frá Ketlavík til San Francisco. — 8: „Músagildran**, — Leikfélag Kópavogs. Doktorsvörn Róberts A. Ottós- sonar. — , — 10: Frakkar viðurkenna sjálfsá- kvörðunarrétt Alsír. — 11: Raunalegt á að horfa. — 12: Forystugreinarnar: „Nýjar leið- ir“ og „Alger sviksemi Þórar- ins“. Stormar mældir í 13000 fjarlægð (Utan úr heimi). «— 13: Leiðin til bættra lífskjara — ræða Birkis Kjaran á Óðinsfundi. — 15: Enskir rithöfundar gætu lært af Snorra Sturlusyni. — 22: íþréttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.