Morgunblaðið - 13.10.1959, Síða 2
2
MORrVNBLAÐlÐ
Þriðjudagur 13. okt. 1959
Salan á Hótel Borg
fer fram á næstunni
Jóhannes d Borg vann mdlið íyrir
Hæstarátti í gær
Nashyrningur vann
sigur í kosningum
JÓHANNES bóndi á Borg
Jósefsson vann í gærdag mál
fyrir Hæstarétti, sem Karó-
lína Jósefsson til heimilis að
Hótel Borg, höfðaði gegn hon
um, vegna fyrirhugaðrar
sölu Jóhannesar á þessu
stærsta gistihúsi landsins. Er
því nú ekkert til fyrirstöðu
að hinir nýju eigendur Borg-
ar og Jóhannes Jósefsson geri
út um kaupin. Mun það trú-
lega verða gert á næstunni.
Hæstiréttur staðfesti dóm und-
irréttar í máli þessu er gekk 17.
febrúar 1958. Til réttargæzlu í
málinu hafði stefnandi, frú Kárói
ína Jósefsson, stefnt veitinga-
mönnunum Pétri Daníelssyni og
Ragnari Guðlaugssyni, en sem
kunnugt er, höfðu þeir leitað
eftir kaupum á Hótel Borg.
Hinn 4. júnj s.l. undirritaði
Jóhannes Jósefsson yfirlýsingu,
þess efnis, að hann gefi þeim
Pétri Daníelssyni og Ragnari
Guðlaugssyni eða hlutafélagi, er
þeir kunna að stofna, kost á að
kaupa Hótel Borg, lóð bygging-
ar og innanstokksmuni og áhöld
öll, innanhúss, er gisti- og veit-
ingahúsinu tilheyrir fyrir kr.
18.200.000.—.
Segja má að málið hafi um það
snúizt af hendi frú Karólínu að
fá þessari yfirlýsingu rjft með
dómi.
í undirrétti hafði málið verið
sótt af miklu kappi og hafði lög-
maður frú Karólínu verið víttur
fyrir málatilbúnað.
Fyrir undirrétti vann Jóhannes
Jósefsson málið og þann dóm
staðfesti Hæstiréttur með svo-
hljóðandi forsendu:
„Aðaláfrýjandi (Karólína
Jósefsson) hefur skotið máli
þessú til Hæstaréttar með stefnu
18. febrúar 1959 og gert þær dóm
kröfur, aðallega að hinn áfrýjaði
dómur verði ómerktur og málinu
vísað til meðferðar fyrir héraðs-
dómi af nýju, en til vara, að
yfirlýsing gagnáfrýjanda, dags.
4. júní 1958 verði dæmd ógild og
óskuldbindandi fyrir félagsbú
málsaðilja. Loks krefst hún máls
kostnaðar úr hendi gagnáfrýj-
anda bæði í héraði og fyrir Hæsta
rétti eftir mati dómsins.
Gagnáfrýjandi, (Jóhannes Jós-
efsson) sem hefur áfrýjað málinu
með stefnu 20. febrúar 1959
krefst þess, að ómerkingarkröf-
unni verði hrundið, honum dæmd
sýkna og málskostnaður úr hendi
aðaláfrýjanda eftir mati dómsin3.
Réttargæzlustefndu (veitinga-
mennirnir) krefjast staðfestingar
á héraðsdómi og málkostnaðar
af aðaláfrýjanda éítir mati dóms-
ins.
Um ómerkingarkröfuna
Aðaláfrýjandi reisir kröfu sína
um ómerkingu héraðsdóms i
fyrsta lagi á því, að héraðsdómar-
inn hefði átt að víkja sæti í mál-
inu, þar sem hann hafi eigi mátt
líta óhlutdrægt á málavexti, en
eigi hefur hún fært fram neinar
ástæður, sem hald sé í, fyrir þess-
ari staðhæfingu sinni, og verður
henni því eigi sinnt.
í öðru lagi byggir aðaláfrýj-
andi ómerkingarkröfuna á því, að
héraðsdómari hafi eigi dæmt þá
kröfu sína fyrir héraðsdómi, að
yfirlýsing gagnáfrýjanda frá 4.
júní 1958 yrði dæmd ógild, og
vísar hún til þeirra ummæla hér-
aðsdóms, að sakarefni málsins sé
það eitt, hvort gagnáfrýjandi
„hafi haft þann ráðstöfunarrétt á
félagsbúi þeirra hjóna sem felst
í yfirlýsingu hans frá 4. júní
1958“. Engin rök dómskapaeðlis
eru því til fyrirstöðu, að dómur
sé lagður á kröfu aðaláfrýjanda,
að tilboð gagnáfrýjanda til rétt-
argæzlustefndu frá 4. júní 195<S
sé dæmd ógild. Hæfa því hin til-
vitnuðu ummæli háraðsdómara
að vísu eigi í mark, en eigi þykir
næg ástæða til að ómerkja héraðs
dóm af þessum sökum, þar sem
héraðsdómari hefur eigi vísað
kröfu aðaláfrýjanda frá dómi,
heldur fjallað um málsástæður
þær, er efni sakar varðar.
Cm efni málsins
Gagnáfrýjandi hafði sam-
kvæmt 11. gr. laga nr. 3 frá 1900
skýlausa heimild til að gera rétt-
argæzlustefndu tilboð um sölu
Hótel Borgar ásamt innanstokks-
munum og áhöldum innanhúss,
það er greinir í yfirlýsingu hans
4. júní 1958, og eigi er í Ijós leidd-
ur neinn sá ljóður á ráði hans,
er valda eigi ógildingu tilboðs-
ins.
Ber því að staðfesta héraðsdóm
inn að niðurstöðu tiL
Eftir þessum úrslitum ber að
dæma aðaláfrýjanda til að greiða
upp í málskostnað fyrir Hæsta-
rétti, kr. 25.000.00 til gagnáfrýj-
anda og kr. 5000.00 til réttar-
gæzlustefndu.**
TOKYO, 12. október. — f lok
þessa árs munu 300 þotur verða
í notkun í farþegafluginu — og
þær munu geta annað jafnmikl-
um flutningum og 3.100 farþega-
flugvélar af eldri gerðum, sem
eru í eigu flugfélaganna. Á
næstu tveimur árum bætast 200
þotur í hópinn — og óhætt er að
reikna með því, að hver þota
geti annazt flutninga til jafns við
þrjár flugvélar af DC-7C gerð,
en þær hafa á undanförnum ár-
um verið stærstu farkostirnir í
farþegafluginu.
★
Framkvæmdastjórí alþjóðasam
taka flugfélaga (IATA), William
P. Hildred, viðhafði þessi um-
mæli, er hann setti ársþing sam-
takanna í Tokyo í dag. Hann
sagði, að næsta skref flugfélag-
anna yrði — og yrði að vera —
að lækka fargjöldin. Ef fargjöld-
in yrðu ekki lækkuð mundu flug-
félögin, sem nú eru óðum að eign
ast stórar og dýrar þotur, biða
mikið tjón. En flutningaþörfin
yrði ótæmandi, ef fargjöldin yrðu
lækkuð hæfilega mikið, ferða-
manna- og sparifargöldin yfir
Atlantshafið hefðu þegar leiti í
ljós, að eftirspurnin yrði óþrjót-
andi við lítilfjörlegustu lækkun.
Sagði hann, að nýju þoturnar,
sem stærstu félögin hafa á urtd-
anförnum árum verið að taka í
notkun, hefðu ekki haft undan —
og nær undantekningarlaust ver-
í VIKUNNI sem leið fóru fram
bæjar- og sVeitastjórnarkosning-
ar í Brazilíu og kom á daginn, að
nashyrningur að nafni Cacareco,
sem hefst við { dýragarðinum í
Rio de Janeiro, vann glæsilegan
sigur í tveim af stærstu borgum
landsins, Sao Paulo, stærstu borg
í Brazilíu, og Santos mestu kaffi-
útflutningsborg heimsins. Fékk
Cacareco allt 100.000 atkvæði eða
meira magn en nokkur einstak-
lingur hefur fengið í kosningum
þar, að undanteknum forsetakosn
ingum.
Nú var Cacareco að vísu ekki
í framboði, en málum er svo hátt
að í Brazilíu, að séu menn ó-
ánægðir með frambjóðendur,
geta þeir skrifað hvaða nefn sem
ið þéttsetnar. Biðlistinn væri oft-
ast langur fyrir hverja ferð. Ea
flutningamátturinn mundi marg-
faldast á næstu 12 mánuðum —
svo mjög, að óhugsandi væri ann
að en lækkun fargjalda.
Þau 17 IATA-flugfélög, sem
halda uppi ferðum yfir Norður-
Atlantshaf, milli Evrópu og
Ameríku (Loftleiðir eru ekki í
IATA) fluttu á síðasta ári
1.292.166 farþega, en það var
26,8% aukning miðað við fyrra
ár, enda þótt verkföll flugliða
hefðu haft lamandi áhrif á banda
rísk flugfélög síðasta árið, en
meðan á verkfallinu stóð urðu
Sýndar Vatnajök-
ulsmyndir á fundi
JÖKLARANNSÓKNARÉI^AG
Islands heldur fund í Tjarnar-
kaffi, uppi, fimmtudaginn 15.
október, kl. 20,30. Þar mun
Magnús Jóhannsson segja frá
haustferðinni á Vatnajökul og
sýna litskuggamyndir, einkum úr
Kverkfjöllum, og af sigi því, sem
þar hefur myndazt í sumar. Hafa
ekki í annan tíma verið teknar
fegurri litmyndir af kverkfjötl-
um en þær, sem Magnús tók í
þessari ferð. Einnig verða sýndar
nokkrar litskuggamyndir úr ferð
unum þremur, sem farnar voru
á Vatnajökul síðastliðið vor.
er á kjörseðilinn og fær þá um-
ræddur aðili atkvæðin, hvort sem
honum er það ljúft eða leitt.
Kosning Cacarecos var að sjálf
sögðu ógild, en hún er tákn um
þá óánægju, sem hríðvaxandi dýr
tíð hefur skapað í landinu. Vit-
að var um þessa óánægju, en það
kom stjórnmálamönnum á óvart,
hve víðtæk hún var. Þrjú dag-
blöð í Rio birtu forustugreinar
um málið, og eitt þeirra hélt því
fram, að bylting væri yfirvof-
andi.
Svipaðir atburðir hafa komið
fyrir áður í Brazilíu. í bæjar- og
sveitastjórnarkosningunum 1954
var geithafur meðal þeirra sem
fengu flest atkvæði í Jaboatao í
Pernambuo-fylki.
þessi bandarísku félög að greiða
23,3 milljónir dollara í skrif-
stofu- og mannahald — og brúttó
tekjur 1958 urðu um 200 milljón-
um minni en reiknað hafði verið
með.
★
'Samt sem áður varð farþega-
aukningin svo mikil sem raun ber
vitni — og flugfarþegatalan yfir
Atlantshafið varð meiri en
þeirra, sem sjóleiðina fóru. Vöru-
og póstflutningar jukust þá einn-
ig mjög. \
Það sem af er þessu ári hefur
einnig sýnt, að enn hafa flutn-
ingarnir yfir hafið stóraukizt —
og munu vafalaust slá öll fyrri
met — og þó eru þetta smámunir
miðað við það, sem koma skal,
sagði framkvæmdastjórinn.
Við verðum að fylla þoturnar,
sagði hann — og það gerum við
ekki nema með því að lækka far-
gjöldin. Hildred benti á það, að
enda þótt sparifargjöldin, sem
IATA ákvað í fyrra í Atlantshafs
fluginu, hefðu ekki verið í gildi
nema 9 .mánuði ársins, hefðu
55,5% allra farþega á þeim leið-
um 1958 ferðast á „sparifarrými".
783.754 flugu það árið á þessu
ódýra farrými, en 178.144 á ferða
Frh. á bls. 23
NÆSTKOMANDI föstudag eru
væntanlegar hingað til lands
nokkrar sjónvarps- og grammó-
fónstjörnur frá Norðurlöndum. —
Meðal þeirra eru tvö „undra-
böm“, 12 ára gömul stúlka, Ilse
Bronnley, trompetleikari, sem
hefur komið víða fram í Evrópu,
og norsk stúlka, Liv Mette, 10 ára
gömul, akrobat og syngur þar að
auki. Hinir eru Nilli rokkari,
danskur piltur, 14 ára að aldri,
syngur og leikur á gítar, og
Simme og félagar, Færeyingarn-
ir, sem frægir urðu fyrir lagið
FríÖrík ,,í
kallfœri"
við Benkö
BIÐSKÁKIR á áskorendamótinu
i Zagreb voru tefldar í gær. Úr-
slit í 19. umferð urðu þessi:
Smyslov vann Gligoríc, Keres
vann Benkö. I 20. umferð urðu
úrslit þessi: Petínsjan vann
Benkö, Keres vann Gligoric. —
Staðan á mótinu er þá þessi:
1. Tal 1414
2. Keres 13
3. Petrosjan 11
4. Smysiov 1014
5. Gligoric 10
6. Fischer 814
7. Benkö 6i/2
8. Friðrik 6
D-Iista-iundír
í Reykjanes-
kjördæmi
FRAMBJQÐENDUR D-listans í
Reykjaneskjördæmi boða til
stjórnmálafunda á eftirtöldum
stöðum nú í vikunni:
í samkomuhúsinu Garðaholti,
Garðahreppi miðvikudaginn 14.
okt. kl. 8,30. Fundarstjóri: Jó-
hann Eyjólfsson.
I samkomusal ísbjömsins á Sel-
tjarnarnesi miðvikudaginn 14.
okt. kl. 8,30. Fundarstjóri: Friðrik
Dungal.
í Félagsheimilinu Kópavogi
fimmtudaginn 15. okt. kl. 8,30.
Fundarstjóri Kristinn Wíum.
Hlégarði, Mosfellssveit, fimmtu
daginn 15. okt. kl. 8,30. Fundar-
stjóri Ólafur Bjarnason.
Ræður og ávörp flytja:
Ólafur Thors, Matthías Á.
Matthíasen, Alfreð Gíslason,
Sveinn S. Sveinsson, séra Bjarni
Sigurðsson, Einar Halldórsson og
Axel Jónsson.
Allt stuðningsfólk D-listans
velkomið.
D-lista-fundar
í Keflavík
FRAMBJÓÐENDUR D-listans í
Reykjaneskjördæmi boða til
stjórnmálafiundar í Bíóhöllinni í
Keflavík í kvöld ki. 8,30 s.d.
Ræður og ávörp flytja:
Ólafur Thors, Matthías Á. Matt
hiasen, Alfreð Gíslason, Sveinn
S. Einarsson, sr. Bjarni Sigurðs-
son, Karvel ögmundsson og Guð-
mundur Gmðmundsson.
Fundarstjóri: Eggert Jónsson.
Allt stuðningsfólk D-listans
velkomið.
Rasmus, oh Rasmus. Skemmti-
kraftarnir halda hér nokkra
hljómleika í Austurbæjarbíói, og
hefjast þeir fyrstu föstudaginn
16. þ. m.
Fegurðardrottning Islands, Sig-
ríður Geirs, mun einnig koma
fram á þessum hljómleikum,
ásamt Hauki Morthens, sem mun
syngja og annast kynningu
skemmtiatriða. Hljómsveitin „5 í
fullu fjöri“ aðstoðar.
Knattspyrnufélagið Þróttur
stendur fyrir þessari skemmtun
í tilefni af 10 ára afmæli félags-
ins. —
Allsherjaríœkkun flugfargjalda og
aukning flutninga boðui á þingi IATA
„Tónar Norðursins"
KabaiettsÝning Þróttar í Austurbæjarbíó