Morgunblaðið - 13.10.1959, Page 3
Þriðjudagur 13. oRf. 1959
JUORCVISBLXÐIÐ
3
NÚ eru liðnir 8 mánuð'ir frá l>ví að danska Grœnlandsfarið Hans Hedtoft fórst
suður af Hvarfi. Undanfarna daga hafa dönsk blöð rifjað upp þá sorgarsögu í
tiiefni af því, að björgunarhiring af skipinu rak hér á land. Þau benda m.a. á,
að ekkert hafi fundizt af skipinu fyrr en nú, að björgunarhringurinn kemur í
leitirnar, en sérfræðingar höfðu misst alla von um, að hafið skilaði nokkrum
lilut úr skipinu.
Dönsku blöðin segja, að fundur björgunarhringsins gefi mönnum von um, að
eitthvað fleira kunni að reka úr Grænlandsfarinu og muni þá e.t.v. vera hægt
að varpa einhverju nýju ljósi á þann voðaatburð, sem gerðist undan Græniands-
strönd 30. janúar sl. Danska blaðið B. T. skýrir m.a. frá því, að danskir haf-
fræðingar, sem skil kunna á hafinu við Grænland, séu þeirrar skoðunar, að
flcira muni reka úr Hans Hedtoft. Björgunarhringurinn bendir til þess, segir
blaðið ennfremur, að enn er eitthvað eftir af skipinu. — Fjórar kenningar eru á
lofti um það, >*vernig meira brak reki úr Hans Hedtoft. Þær eru þessar:
MEÐ VINDINUM TIL ISLANDS
Þessa leiö hefur björgunarbringinn sennilega rekið, þ.e.a.s. á móti Fól-
straumnum, vegna þess að vestanvindurinn hefur veriS sterkari.
Þessi kenning, segir B.T., hefur skotið upp kollinum, eftir að
björgunarhringurinn fannst. Ef Hans Hedtoft hefur sokkið fynr
sunnan Hvarf, eins og hingað til hefur verið álitið, þá hefur björg-
unarhringinn rekið til íslands á móti sterkum Pólstraumi.
Þessi straumur á upphaf sitt skammt frá Norðurpólnum og fer
15 sjómílur á sólarhring. Hanrt fer suður með austurströnd Græn-
lands til Hvarfs, þar sem hann skiptir sér og fer önnur greinin
í norður meðfram vesturströnd Grænlands, en hin suður í Atlants-
haf. Með þessum straumi kemur hinn hættulegi hafís.
En mjög sterkur vestanvindur hefur verið á Grænlandi í allt
sumar, segir Janus Sörensen, kapteinn í flotanum og Grænlandsfari
til margra ára og nú sérfræðingur í íshafsferðum hjá Lauritzen-
skipafélaginu. Það eru því möguleikar á, að vindurinn hafi feykt
pessum létta björgunarhring móti Pólstraumnum.
Magister Frede Hermann við Hydrografisk Laboratorium,
Charlottenlund, styður þessa kenningu: Hann segir:
— Ef björgunarhringurinn hefði fyrst farið suður á bóginn,
kemur varla til greina, að hann hafi komizt til íslands á 8 mánuð-
um. Kenningin um vestanvindin er án efa rétt....
^) MEÐ STRAUMI FRÁ VESTUR-GRÆNLANDI
Sumir sérfræðingar álíta, að þessi kenning sé eðlilegri. Brak
hefur fundizt á vesturströnd Grænlands, sem komið er úr skipum,
sem sokkið hafa skammt fyrir sunnan Hvarf. Brakið verður
íljóta með þeirri grein Pólstraumsins, sem fer norður með Græn-
landi til þess að komast til vesturstrandarinnar. Flöskum hefur ver:ð
kastað útbyrðis fyrir sunnan Hvarf og hafa þær yfirleitt rekið á
fjörur á vesturströnd Grænlands. Hafa rannsóknirnar sýnt, að þessi
btraumur er mjög sterkur. Þegar komið er að Góðvon, verður
btraumurinn veikari og mjög sjaldan finnst brak fyrir norðan bæ-
inn. Tilraunaflöskur, sem kastað er út fyrir sunnan Hvarf, eru að-
eins nokkra daga á leiðinni á vesturströndina.
o) með straumi til kanada
Einnig hafa fundizt margar tilraunaflöskur frá Hvarfi á Ný-
fundnalandi. Þær hafa fyrst rekið með grein af Pólstraumnum í
norður, meðfram vesturströnd Grænlands. Þar hafa þær hitt fyrir
hinn sterka Labradorstraum, sem fer í gegnum Davissundið í suð-
ur. Labradorstraumurinn fer suður með ströndum Labradors og Ný-
iundnalands, þangað til hann sameinast hinum heita Golfstraumi,
svo úr verður mikil hringiða undan suðausturströnd Nýfundnalands,
cða nánar tiltekið á hinum auðugu fiskimiðum á Grand Banks.
Brak er marga mánuði að fara þessa leið. Strandhéruð Labradors
eru lítt byggð og þess vegna getur brak legið þar á fjörum svo mán-
uðum skiptir án þess að það finnist.
MEÐ STRAUMI TIL ÍSLANDS
Ef þetta á að geta gerzt, verður brakið fyrst að fara með Pól-
straumnum og síðan Labradorstraumnum suður með Labrador og
Nýfundnalandi. Þar verður svo hinn heiti Golfstraumur að taka við
Venjulegast rekur brak frá Hvarfi tii vesturstrandar Grænlands meS
annarri grein Pólstraumsins.
því og flytja það í vesturátt. Skammt frá Islandi fer svo dálítil grein
aí Golfstraumnum, eða svonendur Irmingerstraumur, með brakið
enn norðar, en eins og kunnugt er, þá kvíslast þessi straumur í tvær
greinar, sem fara í kringum ísland. Haffræðingar viðurkenna, að
þetta hefði getað átt sér stað, en þeir eiga bágt með að trúa, að
björgunarhringurinn hafi farið alla þessa leið á jafnskömmum tíma
og raun ber vitni. Það muni nefnilega taka a. m. k. tvö ár.
f»etta eru hclztu niðurstöður haffræðinga og eru ]iær byggðar á víðtækum
rannsóknum og góðri þekkingu. En svo koma auðvitað tii greina vindar og
önnur náttúrufyrirbrigði, sem geta gripið í taumana.
Óvenjuleg örlög hafa beðið margra skipa í Grænlandshöfum, eins og kunnugt
er. Við þekkjum einna bezt örlög norska vélskipsins Júpíters. í september
1955 yfirgaf skipshöfnin skipið, af því hún gerði ráð fyrir að það mundi farast
i ísnum. Ailir voru þess fulivissir, að skipið mundi hrotna í spón og sökkva
ikömmu eftir að áhöfnin hafði yfirgefið það. Tryggingargjöld voru greidd
skipafélaginu og sjómennirnir fóru heim til Noregs og fengu kaup sitt og lýst
var yfir, að Júpíter hefði farizt. — En 11 mánuðum síðar fannst skipið aftur.
Þá var það næstum óskaddað i vík skammt frá Meistaravík, aðeins 100 km.
frá þeim stað, þar sem allir héldu að það hefði sokkið. Og það var af hreinni
tiiviljun að Júpíter fannst. Ástæðan var sú, að flugvél átti leið um þessar
fcíóðír og sá skipið. Nú er það i notkun og siglir um öll höf, eins og ekkert
hafi í skorizt.
Ef vestanvindurinn hefði verið nógu sterkur, er ekki ósennilegt, að Júpíter
hefði rekið til fslands — eins og björgunarbeltið af Hans Hedtoft. En ekki
fyigir öllum skipum jafnmikil heppni og Júpíter. Fyrir tveimur árum festist
Fólarbjörn í ís. Áhöfninni var bjargað um borð í kopta og skipið sökk skömmu
tíðar.— Árið 1828 rak danska skipið Teddy næstum því 600 sjómílur meðfram
austurströnd Grænlands. Skipið festist 1 ís og vonlaust að bjarga því. P6I-
straumurinn stjórnaði ferðinni. Við Angmagsalik heppnaðist áhöfninni að
komast frá borði. Hún var svo lánsöm að rekast á veiðimenn, sem skutu
skjólshúsi yfir hana, og kom henni heilli í höfn.
“•ólstraumnrinn hélt áfram með skipið sina leið. Það hefur aldrei fundi:
•ar-
I.oks er mögulegt að brak geti rekið til íslands frá Hvarfi mcð Pólstraumn-
- Labradorstraumnum, Golfstraumnum og loks Irmingerstraumnum.
STlSTflÍAH
„Komst vpp um
strákinn Tuma“
Undir þessari fyrirsögn segir
svo í Islendingi hinn 9. okt.:
„í Degi 30. sept. er viðtal við
Karl Kristjánsson alþm. nt af
viðtali ísl. við Bjartmar á
Sandi skömmu áður, og spyr
ritstj. Kari:
„ — Vissir þú að Bjartmar var
Sjálfstæðismaður?
— Nei, ekki vissi ég það, enda
mun hann til skamms tíma ekki
hafa talið sig Sjálfstæðismam.
Ýmsir töldu hann meira að segja
standa Framsókn nærri, og sýndu
honum meira traust fyrir það.“
Þá veit maður það. Ekki voru
það hæfileikar Bjartmars, sem
komu honum í stjórn K. Þ. á sín-
um tíma, heldur það, að ýmsir
töldu hann standa Framsókn
nærri! Og þar með er það upp-
lýst, að í samvinnufélögunum,
sem Framsókn ræður yfir, er það
liturinn einn, sem um er spurt,
þegar velja á menn til trúnaðar-
starfa innan þeirra, eins og hér
hefir verið haldið fram í blað-
inu. Hvað varðar þar um hæfni?“
„Aldrei hæfur til þess að
vera í framboði“
Fylkir í Vestmannaeyjum seg-
ir, að Óskar Jónsson, fjórði mað-
ur á lista Framsóknar í Suður-
landskjördæmi, hafi nýlega verið
á ferð í Vestmannaeyjum:
„Kom hann á nokknr heimili
ákveðinna Sjáifstæðismanna. Og
þegar hann var að því spurður
þar, hvernig á því stæði, að hann
hefði verið látinn víkja fyrir
Helga Bergs, hafði hann svar al-
veg á reiðum höndum. Það hefði
alls ekki verið gert með vilja
kjósenda sinna, heldur hefðí
flokksvaldið í Reykjavík spark-
að í sig. En þeir ættu eftir a3
sjá, að liann skyldi á þing samt,
en ekki Helgi Bergs, ef flokkur-
inn fengi nægilegt atkvæðamagn
til þess að fá þrjá menn ltosna.
Til þess væri einfalt ráð, að strika
Helga Bergs út og færa sig í
efsta sæti.
IEf framsóknarmenn hér voru
spurðir um, hvernig þeim litist
á þetta, svöruðu þeir því einu
til, að Óskar Jónsson hefði aldrei
verið til þess hæfur að vera í
framboði, og komið myndi í veg
fyrir, að áætlun hans næði fram
' að ganga. Reiðastir eru þó flokks-
menn Framsóknarflokksins hér
yfir þvi, að fulltrúa þeirra, Sig-
urgeiri Kristjánssyni, skuli hafa
verið bolað niður í áttunda sæti
listans.
Eysteinn
og skattalögin 123
Tímanum geðjast ekki að þvi,
að upp skuli rifjað, að Eysteinn
j undirritaði a. m. k. 123 skatta-
J og tollalög í fjármálaráðherratíð
sinni. Tíminn lætur svo sem Ejr.
steinn hafi verið önnum kafma
I við það að lækka slcattana fré
því, að Sjálfstæðismenn fóru moB
völd.
Sannleikurinn er sá, að í fjár-
lögum fyrir 1949, sem eru Uin
síðustu, sem Sjálfstæðismaður
undirritaði voru toliar og skactur
áætlaðir 211940.600,00 kr. cSa
h. u. b. 1500 milljónum króna
lægri en sambærileg gjöld voru
orðin, þegar Eysteinn endanlega
hrökklaðist frá. Þá segir Thninn:
„ — — í Reykjavík einni er
tekjuskatturinn, sem er lagður á
einstaklinga árið 1959, samanlagt
14 millj. kr. hærri en árið 1958,
þrátt fyrir lakari greiðslugetu
nú en þá--------“.
Reglunum um tekjuskatt var í
engu breytt frá því, að Eysteinn
setti þær. Ilækkunin á heildar-
upphæð skattsins á þessu ári
byggist því á einhverjum af hin-
um 123 skattalögum Eysteins.