Morgunblaðið - 13.10.1959, Side 8

Morgunblaðið - 13.10.1959, Side 8
8 MOnCVWBT.AÐIÐ Þriðjudagur 13. oRt. 1959 Magrnús Bæringrur Kristinsson, Arnhildur Jónsdóttir og Sigurð- ur Grétar Guðmundsson í hlutverkum sínum. Leikfélag Kópavogs: „Músagildran" S-kamálaleikrit eftir Agúitha Christie Agnar Kl. Jónsson sendiherra fimmtugur Þýðandi: Halldór Stefánsson. Leikstjóri: Klemens Jónsson. Leiktjöld: Magnús Pálsson. í FORFÖLLUM Sigurðar Gríms- sonar hef ég verið beðinn að skrifa um þessa leiksýningu. í fyrravetur, þegar Leikfélag Kópavogs stóð á allmerkum tíma- mótum að því leyti að það var flutt með starfsemi sína í ný og góð húsakynni, réðst það í pað þrekvirki að sýna kínverskan leik með öllu því pomp og pragt sem þar til heyrir, sem sé mjög kostnaðarsöm sýning, sem út- heimti auk þess stórmikla þjálf- un leikaranna. Nú hefur það byrjað nýtt leik- ár með öllu minni íburði, en þeim mun æsilegra inntaki: því hér er í sannleika sagt um fyrir- taks sakamálaleik að ræða, með þeim beztu sem hér hafa sézt á sviði. Það verður því ekki sagt, að þetta ágæta leikfélag láti und- ir höfuð leggjast að vanda sem bezt til starfsemi sinnar og er þá bara vonandi að háttvirt fólk láti heldur ekki undir höfuð leggjast að meta þetta merka starf að verðleikum, og sýni því ekki minni áhuga en t. d. kvikmynda- húsunum. Það þarf heldur eng- inn að kvíða því að honum muni leiðast á sýningum hjá framan- greindu leikfélagi þessi kvöldin, né verði ofurseldur geispanum Sýningin er sem sé vel heppnuð í flestu tilliti, og leikritið æsi- cpennandi, enda hefur það verið sýnt í London við met-aðsókn — eða síðan 1952! Einhvers staðar las ég líka, að þetta væri álitið bezta leikrit sem Agatha Christie hefði samið; og enda þótt allt sé ekki jafnsatt sem stendur á prenti, getur þetta engu að síður verið sannleikur. Ekki verður með réttu sagt að leikritið njóti sín til fulls á svið- inu í Félagsheimili Kópavogs, enkum sakir ófullkomins leiks í sumum hlutverkur.um. Enda var ekki við öðru að búast. Hitt gegn- ir furðu, hve sumir leikendanna virðast sviðsvanir, og eins hve heildarsvipurinn er góður með tilliti til áðurnefnara ágalla. Ber þar einkum að þakka leik- stjóranum, Klemensi Jónssyni, og leiktjaldamálaranum, Magnúsi Pálssyni, — en hans hlutur er sýnilega beztur, því leiktjöld'n eru framúrskarandi vönduð í öll- um sínum einfaldleik, og merki- lega fullnægjandi með tilliti til hins þrönga en þó einkanlega grunná sviðs. Leikstjórn Klemensar er natiu og hugkvæm, og honum tekst vel að gæta jafnvægis meðal leikar- anna, sem er einkar áríðandi í sakamálaleikritum, en margir leikstjórar hafa einmitt fallið á því prófi. Fyrir bragðið er sýn- ingunni borgið, og maður hefur ekki við að gruna hitt og þetta, en ómögulegt að vita neitt. Enn- fremur hefur hann glöggt auga (og eyra) fyrir hæfilegum „eff- ektum“, og gætir þess að ýkja ekki og skirrast þó ekki við að skvetta á mann köldu vatni, ef honum býður svo við að horía. — í einu tilliti ferst honum þó miður: hraðinn er of mikill í fyrsta þætti, einkum í fyrra at- riðinu. Fyrir bragðið fer mikið af „mystíkinni“ forgörðum, auk- heldur sem þeir leikaranna er skemmst eru komnir í framsögn hafa ekki nógu fiman talanda fyrir þess háttar hraða. Það eyk- ur því á viðvaningsbraginn, en hylur hann ekki (sem ég hygg að hafi verið ætlan leikstjórans). Þá er að geta afreka einstakra leikara, og skal þá „ráðizt“ á garðinn þar sem hann er hæst- SÍ®ASTLIÐINN laugardag varði Róbert Abraham Ottóson dokt- orsritgerð sínu um Þorlákstíðir. Fór athöfnin fram í hátíðasai Háskólans og var hin virðuleg- asta í alla staði. Nokkuð margt manna var viðstatt þrátt fyrir mjög leiðinlegt veður, úrhellis- rigningu með roki. Meðal við- staddra voru biskup, menntamáia ráðherra, rekltor háskólans og fleira stórmenni, fræðimeinn og tónlistarmenn, sem of langt yrði upp að telja. Forseti heimspekideildar, dr. Guðni Jónsson, prófessor stjórn- aði athöfninni, en andmælendur voru þeir dr. Runo Stáblein próf- essor við Tónlistardeild há- skólans í Erlangen og Magnús Már Lárusson, prófessor ur. Skulu fyrst til nefndir fjór- ir sem allir stóðu sig með stakri prýði: Inga Blandon, er leikur and- legt og líkamlegt andafóður (sem er ögn farið að mygla) og gerir því hlutverki hin ágætustu skil, — en hæst reis þó leikur hennar eftir að hún var alveg . . . ajæja, sleppum því! Árni Kárason lék með slíku öryyggi, að engum kom til hugar að hann væri að leika — varla honum sjálfum. Maðurinn hefur ósvikna og „kúltiveraða“ kímnigáfu. Magn- ús Bæringur Kristinsson lék eins og leikari — ág á við þeir leik- arar sem leika (d. agere) í stað þess að „vera“ (d. handle); en engu að síður var hann oftast- nær bráðskemmtilegur, hér er enginn viðvaningur á ferðinni. Jóhann Pálsson leikur leynilög- reglumann, og vex leikur hans í réttu hlutfalli við inntak hlut- verksins. Þessir bera af, og samt sem áður: hinir leikararnir eiga allir góða kafla — a. m. k. ágæt augnablik. Hugrún Gunnarsdótt- ir sýnir raunar jafnan leik og fellur ekki illa í hlutverkið. Svip brigði hennar eru stundum góð. Undir lok leikur hún af tals- verðum kröftum. Björn Magnús- son fer með erfitt hlutverk, og er varla hægt að búast við því að lítt reyndur leikari skili því betur. En óneitanlega hefði verið gaman að hafa þarna snjallan leikara, sem hæft hefði þessai'i „typu“, — eins og þeir hafa þarna í London. Sigurður Grétar Guð- mundsson er virðingarverður tein ungur í garði Þalíu, sem kemur kannski til með að verða tals- vert tré. Hann hefur ágætt and- lit (einkum augnasvip; minnir á Antony Perkins) og innlifun hans er engan veginn veik, en mikið skortir ennþá á tækni, eink um í framsögn. Þá er loks að geta Arnhildar Jónsdóttur sem því miður veldur ekki hlutverki því sem henni hefur verið feng- ið — eða kannski öllu heldur hæfir því ekki vel. Hlutverk þetta er snöggt um vandasamara og margræðara en í fljótu bragði kann að virðast, þó leynir sér ekki einlægur vilji leikkonunnar að vinna vel. Samt sem áður: mjög skemmti leg sýning, þrrrrriller af fyrstu gráðu. — Oddur Björnsson við Guðfræðideild Háskóla ís- lands. Eins og áður segir fjallar dokt- orsritgerð Róberts um Þorláks- tíðir, en kirkjulög frá þeim tíma eru aðeins varðveitt í einu hand- riti £ Árnasafni og fjallar rit- gerðin einkum um rannsóknir á því handriti. Doktorsefni fylgdi verki sínu úr hlaði með nokkrum orðum, en því næst tók til máls fyrri and- mælandi, prófessor Runi Stáblein Talaði hann nokkuð á aðra Klukkustund, flutti fyrst ítarlegt yfirlit yfir kirkjutónlistar á mið- öldum en vék síðan að doktors- ritgerðinni, sem hann taldi góð- an skerf til rannsóknar á tónlist- arsögu miðaldanna. Lauk hann máli sínu með því, að óska ís- AGNAR Kl. Jónsson sendiherra er fimmtugur í dag. Agnar er sonur Klemensar landritara og síðar ráðherra Jónssonar og f.cú Önnu konu hans. Klemens er fyr- ir löngu látinn, en frú Anna er enn á lífi, og hefur ætíð verið mikið ástríkt með þeim Agnari og móður hans. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum í húsi þeirra við Tjarnar- götu hér í bæ. í bernsku Agnars var faðir hans æðstur fastskip- aðra embættismanna í landinu. Hann var starfsmaður mikill, vel að sér í sögu þjóðarinnar og skrif aði merk rit um hana, m. a. bæði sögu Reykavíkur og Akureyrar. Því drep ég á þetta, að Agnar hefur um margt fetað í fótspor föður síns. Hann gerðist lögfræð- ingur sem hann og lagði síðan ínn á embættisbrautina og hefur þar hlotið hinar æðstu vegsemdir. Hann hefur og ætíð borið með sér einstaka hæversku og háttprýði, sem að vísu er meðfædd, en hann einnig sá fyrir sér í foreldrahús- um og hefur tamið sér æ síðan. Um þær mundir, sem Agnar laulf lögfræðiprófi voru íslend- ingar að undirbúa það að taka meðferð utanrikismála í eigin hendur. Agnar hafði snemma hug á að ganga í þá þjónustu og fékk því starf í danska utanríkisráðu- neytinu. Hann vann þar frá því snemma árs 1934 og þangað til hann var gerður fulltrúi við. danska sendiráðið í Washington 1938. Var hann þar og í New York á vegum dönsku stjórnarinnar þangað til 1. júní 1940, eftir að íslendingar höfðu vegna atburða ófriðarins sett upp sína eigin ut- anrikisþjónustu. Gerðist Agnar þá starfsmaður hennar fyrst vest- an hafs en fluttist skjótlega heim. Skrifsstofustjóri utanríkisráðu- neytisins varð Agnar 1944, sendi- herra í London 1951, og sendi- herra í París 1956. Agnar vinnur öll sín störf af einstakri samvizkusemi, prúð- mennsku og virðuleik. Enginn embættismaður er hollari yfir- lenzkum vísindum hjartanlega til hamingju með verkið. Síðari andmælandi, prófessor Magnús Már Lárusson, talaði einnig rúma klukkustund. Ræddi hann ítarlega um handrit það, er ritgerðin byggir á og ýmsar sögulegar tilgátur og staðreyndir i sambandi við það. Hann kvað rannsóknum á þessu sviði svo skammt á veg komið, að dokt- orsritgerð Róberts A. Ottóssonar væri grundvallarrit á Norður- löndum um þessi efni. Lauk hann miklu lofsorði á ritgerðina. Þegar andmælendur höfðu lok- ið máli sínu og doktorsefni hafði svarað var gert hlé á athöfninni og dómendur gengu afsíðis. Er þeir birtust aftur kvað dr. Guðni Jónsson upp þann dóm, að rit- gerðin hefði verið dæmd gild og höfundur hennar þar með unn ið sér doktorstitil. mönnum sínum en Agnar, né viil fremur láta gott af sér leiða. Hann er góður heim að sækja og kann hóf í öllum hlutum. Þá spill ir ekki frú hans, Ólöf dóttir séra Bjarna vígslubiskups Jónssonar, glæsileg og gerðarleg kona. Þau hjón búa nú ásamt börn- um sínum við góðan hag suður í París. Þó hef ég grun um, að þau, eins og fleiri, sem langa útivist hafa, fýsi öðru hvoru heim, ekki sízt vegna þess að starfsorka Agnars er trauðla nýtt til hlítar, eins og nú er háttað störfum sendiherra í París. En Agnar vill vera sívinnandi og óskar að von- um að sjá sem mestan ávöxt verka sinna. Starfsþrek hans hef- ur m. a. birzt í mörgum tímaric,- greinum um meðferð utanríkis- mála og í hinu ómissandi Lög- fræðingatali, sem hann gaf út 1950. Ef líf og heilsa endist, á Agnar margt óunnið þjóðinni til nytja. Allir vinir hans vona, að svo megi verða, og senda nú honum og fjölskyldu hans innilegar heillaóskir. Bjarni Benediktsson. Flugfreyjur óánægðar WASHINGTON, 10. okt. — Flug- freýjur hjá bandaríska flugfé- laginu Trans World Airlines hafa nú hótað að gera verkfail, ef fé- lagið taki ekki til greina kröf- ur þeirra um styttingu vinnutím- ans. Segja flugfreyjur þær, sem fljúga með þotum, að þær þoli ekki jafnmargar ferðir og þeim eru ætlaðar. Þær verði veikar af of tíðum þotuferðum. Með aukn um hraða farkostanna hefur flug- ferðum áhafna fjölgað, því vinnu tími hefur ekki verið styttur. Grivas og Makarios sáttir RHODOS, 10. okt. — Grivas of- ursti og Makarios hafa nú jafn- að allan ágreining sin í milli I einkaviðræðum. Grivas sagði blaðamönnum í dag, að eftir við- ræðurnar við Makarios væri tor- tryggni hans í garð hinna grisku leiðtoga á Kýpur horfin. Grivas hafði áður gagnrýnt mjög samningagerðina við Breta og Tyrki um framtíð eyjarinnar — og var hann sagður hafa stað- ið að samsæri til þess að ráða Makarios af dögum. Þessum sögu burði neitaði Grivas m V öllu í dag og sagði tilhæfulaust. Ég er ekki samsærismaður, sagði Griv- as. Frá doktorsvörninni sl. laugardag. Dr. Stabelin í ræðustól. — Doktorsrifgerð Róberfs A. Ottóssonar er grundvallarverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.