Morgunblaðið - 13.10.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 13.10.1959, Síða 12
12 MORCVNBl4Ðlh Þriðjudagur 13. okt. 1959 fttttiiitMðfrifr Utg.: H.l. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefónsson (ábm Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. NYJAR LEIÐIR HEILBRIGÐUR atvinnu- rekstur einstaklinga hef- ur mjög átt í vök að verj- ast hér á landi undanfarin ár. Ein helzta ástæðan til þess er skattránsstefna Framsóknar, Al- þýðuflokks og kommúnista. Ekki hefur verið látið sitja við það að hirða mikinn hluta tekna af einstaklingum og félögum þeirra, heldur hefur og verið stórlega gert upp á milli skattþegna. Þjóðarheildinni er það að sjálf- sögðu hollast, að sá rekstur fái að njóta sín sem hagkvæmastur er, þegar til til lengdar lætur. Ur því fæst ekki skorið, nema allir þeir, sem sams konar atvinnu stunda, séu skattlagðir eftir sömu reglu. í þessu má ekki halla á neinn, en heldur ekki veita nein- um forréttindi. ★ I tillögum Sjálfstæðismanna um leiðina til bættra lífskjara, er rækilega á þetta bent. Öruggir atvinnuvegir verða aldrei byggðir hér upp nema það sé haft hugfast, að atvinnurek- endum verði gert mögulegt að mynda eigið fjármagn til endur- nýjunar og aukningar á atvinnu- tækjum. Þetta hefur ekki verið leyft á undanförnum árum. M. a. þess vegna hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið. Þetta er ein af ástæð- unum fyrir því, að framleiðsluna hefur skort starfsgrundvöll, svo að henni hefur orðið að bjarga með uppbótum og niðurgreiðsl- um, er enda í því, að atvinnu- rekendur bera í raun og veru ekki lengur sjálfir ábyrgð á rekstri sínum. Svo má ekki lengur ganga til. Inn á nýja braut þarf að snúa. Að atvinnuresktrinum ber a'5 búa þannig, að sem allra flestir hafi löngun til að leggja fé sitt í hann og gerast þannig virkir þátttakendur í uppbyggingu landsins. ★ Sumir segja, að þetta sé gert með því að ríkið, sveitarfélög eða samvinnufélög séu eigendur helztu atvinnutækja. Með því séu þau í raun og veru í eigu almennings, sem hafi úrslitaráð um meðferð þeirra. 1 framkvæmd er þetta á allt annan veg. Sum fyrirtæki sveit- arfélaga, eins og t. d. Bæjarút- gerð Reykjavíkur, eru að vísu prýðilega rekin. En ætíð er hætta á því, að annarleg sjónarmið blandist inn í rekstur þeirra fyr- irtækja, sem þannig er háttað. Flokkatogstreita segir skjótt til sín. Um samvinnufélögin er það svo, að á meðan þau eru ekki mjög stór, geta einstakir félags- menn verulega látið að sér kveða. En dæmið um SÍS sann- ar, hvernig lítil klíka nær um- ráðum yfir ógrynni fjár, sem al- menningur á í raun og veru. Klíkan býr þannig um sig, að hún þarf ekki stuðning nema til- tölulega lítils hluta félagsmanna — innan SÍS % hluta —, til að hafa alræðisvald. Áhrif ein- stakra félagsmanna eru raunveru lega úr sögunni. Forráðamenn- irnir skeyta því minna um hyggi- lega meðferð eignanna sem á- hætta þeirra sjálfra er engin. Ef skakkaföll verða lenda þau öll á almenningi, en forstjórarnir hafa sitt á þurru hvemig sem fer. ★ Hættan, sem af þessu stafar fyrir heilbrigðan rekstur, er geig- vænleg. Þess vegna er eðlilegt að leitað sé nýrra ráða. Tillög- ur Sjálfstæðismanna um nauð- synlegar breytingar á félaga- og skattalöggjöf til örvuhar þátttöku almennings í atvinnurekstri í formi opinna hlutafélaga og al- menns verðbréfamarkaðs vísa hér leiðina fram á við. Með þessu móti mundi vera unnt að stofna almenningshluta- félög í atvinnuskyni með þátt- töku allra, sem leggja vilja fram fé til að eignast hlut í félaginu í von um hagnað. Á verðbréfa- markaðinum mundi verð hluta- bréfa skráð frá degi til dags eftir framboði og eftirspurn, rekstrar- afkomu fyrirtækisins og hagnað- arvon. Á þann hátt gætu menn skipt á bréfum sínum fyrir önn- ur, og selt þau, ef þeir þyrftu á fé að halda til eigin nota. Þetta myndi tryggja að hinn almenni hluthafi væri ekki hlunnfarinn af stjórnendum. I slíkum félögum er miklu minni hætta á því en í hinum rekstrarformunum, að annarleg sjónarmið blandist inn í rekstur- inn. Allar líkur eru til þess, að fyrirtækin verði betur rekin. Auðvitað þarf í þessu sem öðru að þreifa fyrir sér. Eðlilegast er, að fyrst sé öllum búið fullkomið jafnrétti. Þá mundi smám saman sá reksturinn verða ofan á, sem hag- kvæmastur reynist. Ef svo færi áð ríkisrekstur, bæjarrekstur eða sveitarfélaga og samvinnurekstur stæði sig til lengdar betur, er engin hætta á því að hið nýja rekstrarform mundi útrýma hon- um. Tal sumra um, að með til- lögum í þessa átt sé verið að ráð- ast að bæjarútgerð, ríkisrekstri og samvinnufélögum, gefur ein- ungis til kynna að þeir, sem svo mæla, trúi ekki á málstað sinn. ALGER SVIKSEMI ÞÓRARINS NÆSTEFSTI maður á lisca Framsóknar hér í bæ segir nýlega „óhjákvæmi legt, að fram fari hið allra fyrsta endurskoðun á því, hvort seca varnarliðsins í landinu sé áfram nauðsynleg". Þetta lætur vel í eyrum, en þegar menn lesa það hljóta þeir að spyrja: Hver á að annast þessa endurskoðun og a£ hverju hefur hún ekki þegar far- ið fram? „Fínu-manna-nefndin“, sem Þórarinn Þórarinsson er í, hefur einmitt skyldu til þess, sam- kvæmt samningnum frá 1956, að framkvæma þetta verk. En áhugi Þórarins til að vinna það er ekki einu sinni svo mikill að hann telji það upp á meðal þeirra þriggja atriða, sem hann seg- ist hafa ætlað að hreyfa á „fyrsta fundi“ nefndarinnar. — Eins og kunnugt er var sá „fyrsti fundur" aldrei hald- inn. Þórarinn Þórarinsson hefur að eigin sögn aldrei óskað eftir honum. Tal ungra Framsóknar- manna um brottrekstur hersins nú er því með öllu innantómt. Það hefur þau áhrif ein að minna enn einu sinni á hina algeru svik- semi Þórarins Þórarinssonar. UTAN UR HEIMI Kafbátar þurfa mörg og nákvæm tæki, Myndiu hér að ofan er úr stjórnherbergi nýjasta kafbáts Breta af „RorquaI“-gerð. Frá alþjóðlegu haffræðiráðs iefnunni Sformar mœldír km. fjarlœgð — Blóðfegundir fiska Á ALÞJÓÐLEGU haffræðí- ráðstefnunni, sem haldin var í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York nýlega skýrði prófessor Walter H Munk frá Scripps Institution of Oceanography í Kaliforníu frá því, að nú væri nákvæm- lega hægt að staðsetja storma í allt að 13.000 km fjarlægð. Ráðstefnuna sóttu 900 vís- indamenn frá 38 löndum. ☆ ♦ Prófessor Munk skýrði frá hinum nýju aðferðum við stað- arákvörðun storma og lýsti því, hvernig vatnsþrýstingurinn á ákveðnu dýpi er mældur við strendurnar. Fyrstu merkin um storm í fjarlægð koma fram í ör- smáum öldum, sem eru aðeins nokkurra millimetra háar, en teygja sig upp í hálfan annan kílómetra á vatnsfletinum. Á nokkrum dögum dregur úr lengd Bretar biðja um regn LONDON, 10 okt.: — í dag fór að rigna lílilsháttar á Suður- Englandi og í tvær aldir hafa Bretar ekki tekið rigningunni jafnfagnandi og nú, því sumarið hefur verið það þurrasta, sem j um getur í 200 ár á Bretlands- eyjum. í haust hefur vatnsskort- ur verið tilfinnanlegur í mörg- um borgum og byggðum Bret- lands og hafa húsmæður birgt sig upp af þvottabölum og fötum til þess að safna í vatni, ef veð- urguðirnir yrðu svo miskunnsam ir að láta rigna þó ekki væri nema í klukkutíma. þeirra ,og þær hækka að mun. Með samræmdum mælingum á þessum öldum á mörgum stöðum á sömu strönd er hægt að ákvarða stefnu stormsins, sem er í aðsigi, og fjarlægð hans í hverjum tíma Fiskar, selir og hvalir hafa ólíkar blóðtegundir Önnur vísindaleg niðurstaða, sem kunngerð var á ráðstefnunni, er sú, að fiskar, selir og hvalir hafa mismunandi blóðflokka eins og mannfólkið, og að hægt er að beita þessari vitneskju við grein- ingu á stofnun og ættbálkum inn- an sömu dýrategundar. Það var prófessor J. E. Cushing frá Kali- forníu-háskóla, sem skýrði ráð- stefnunni frá reynslu sinni á þessu sviði. Nú er hægt að segja til um, hvort lax, sardínur, síld og aðrar fisktegundir sem nýttar eru í framleiðslunni eru af þess- um eða hinum „ættbálkinum". Þetta er aftur mjög mikilsvert, þegar rannsaka skal göngur fisktegundanna um heimshöfin. ☆ ^ Önnur umræðuefni á ráð- stefnunni voru t.d. möguleikar á að nýta verðmæta málma á hafs- botni, vinnsla vítamína og ann- arra nauðsynltgra næringarefna úr fiski og gróðri í höfunum, aukning fiskaflans með nánari Engir demantar? LONDON, 7. okt. (Reuter). — Harry Oppenheimer, eigandi dem antanáma í Suður-Afríku, hafði slæmar fréttir að færa kvenfólk- inu í dag. — Hann sagði sem sé, að á næstu 20—25 árum yrðu sennilega allar demantanámur heimsins uppurðar. Að vísu gætu enn fundizt nýjar námur, þótt ekki væru sérlega miklar líkur til þess. í 13,000 þekkingu á venjum og háttum fiska, betri veðurfregnir og eftir lit með geislavirkum úrgangsefn um í höfunum. í sambandi við síðastnefnda atriðið, sem er mjög mikilsvert, beindi ráðstefnan því til Alþjóðakjarnorkustofnunar- innar (IAEA) í Vínarborg, að hún rannsakaði hvað gæti talizt leyfilegt hámarksmagn af geisla virkum efnum í hafinu. Ógnir a!;- veganna EFNAHAGSNEFND Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu hefir ný- lega birt skýrslu um bílslys í Evrópu árið 1957, og koma þar fram margar uggvænlegar tölur. — í skýslunni segir meðal ann- ars: Rúmlega 44.000 manns létu lífið í bílslysum í 16 Evrópulöndum árið 1957, og er það 10.000 fleira en árið 1953, eða 20% aukning. — Þessi aukning á slysum var hins vegar hlutfallslega minni en aukning vélknúinna ökutækja, er bílum fjölgaði um 44 af hundr aði og mótorhjólum um 80 af hundraði. I skýrslunni segir, að enda þótt dauðaslysum hafi ekki fjölgað jafnört og ökutækjum, sé tala dauðaslysa af völdum ökutækja ískyggilega há. Þeim fjölgaði úr 42.725 árið 1956 'í 44.059 árið 1957. Bráðabirgðaskýsla um umferðar- slys árið 1958 sýnir aftur á móti, að tala dauðaslysa muni senni- lega vera lægri en 44.000 það ár. ■fr Tala þeirra sem slösuðust í um- ferðinni var einnig mjög há. í 15 löndum jókst hún úr 1.179.714 ár- ið 1956 upp í 1.214.597 árið 1957. Tala þeirra, sem hlutu örkumi af völdum bílslysa jókst úr 968.705 árið 1956 upp í 990.488 árið 1957 í umræddum 15 lönd- um. Meðal þeirra, sem létust og særðust, er hlutfallstala öku- manna — bæði bíla og tvíhjóla farartækja enn mjög há.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.