Morgunblaðið - 13.10.1959, Side 15
Þriðjudagur 13. okt. 195t
MORCVTSBL AÐ1Ð
15
Leiðin til bættra lifskjara
r* # # * » * *' t
****■&■* &.*:*** c'** ****isi *# 0 0* ***)
Frh. af bls. 13
stund. Menn kunna og að segja,
hvort hér sé þá raunverulega um
svo mikinn vágest að ræða, þar
sem þrátt fyrir tilvist hennar í
20 ár hafi þjóðin bætt lífskjör
sín verulega? Því er til að svara
að í fyrsta lagi hefðu lífskjörin
batnað enn meir, ef verðbólgan
hefði ekki leikið lausum hala, og
i öðru lagi er hér um nokkur
gervilífskjör að ræða, sem haidið
hefur verið uppi að hluta með
afrakstri af vinnu annarra en
þeirra, sem þetta land byggja.
Ljósasti votturinn um þetta er
þróun utanríkisverzlunarinnar á
þessum 20 árum. Ef verðmæti
hennar er reiknað til núverandi
peningagildis, kemur í Ijós, að
meðalhalli á utanríkisverzlun
þjóðarinnar á þessum 20 árum er
um 150 milljónir króna, og frá
því árið 1946 mun greiðsluhall-
inn við útlönd hafa numið um
5% af þjóðartekjunum eða um
200—300 milljónuin á ári.
En hvernig hefur þá bilið verið
brúað? spyrja menn, og hvernig
hefur hinum góðu lífskjörum ver-
ið haldið upp? Það hefur skeð
með lánum, gjöfum og gjaldeyr-
istekjum af dvöl varnarliðsins í
landinu. Lífskjör, sem byggð eru
á svo ótraustum grundvelli, fá
ekki staðizt til lengdar, enda er
nú svo komið, að af öðrum ástæð-
um munu nú möguleikar til þess
að láta endana ná saman, komn-
ir að þrotum. Þá er og úr ýms-
um áttum látið að því liggja, að
þeim veikbyggðu varnargörðum,
sem hlaðnir voru í vor til þess
að tefja flóð verðbólgunnar,
muni nú verða skolað í burt með
stórflóði stéttastríðsins.
Hótanir og loforð
f aprílmánuði í vor skrifaði
Hannibal Valdimarsson grein í
rússneska tímaritið „Nýir tímar“,
þar sem hann gaf til kynna, „að
íslenzka verkalýðshreyfingin
hefði það til yfirvegunar, hvernig
bezt sé að mæta þeirri árás“ —
þ. e. a. s. verðstöðvunarlögunum
frá í vor. Það *liefur nú komið
á daginn, hvað fyrir þeim vakir
Alþýðubandalagsmönnum, því að
á fundi í Iðnó 1. okt. sagði Eð-
varð Sigurðsson: „Vinni kaup'
ránsflokkarnir sigur og verði að-
staða Alþýðubandalagsins veik,
mun verkalýðshreyfingin aðeins
eiga hina örðugu leið nýrrar verk
fallsbaráttu“. — Ef kommúnist-
ar tapa í kosningunum á sem
sagt að skella á nýrri verkfalla-
og verðbólguöldu, alveg án til-
lits til hagsmuna launþeganna
sjálfra. — En óveðrið steðjar að
úr fleiri áttum. Tíminn hefur
nokkuð lengi verið að boða „nýja
verðbólguskriðu", sem að vísu
yrði frestað fram yíir ko: ningar.
Hefur hann talað aC kunnugleika
þau efni, og hefir það nú ver-
ið gert heyrum kunnugt af stétt-
arsambandi bænda, að þeir hygg-
ist halda rétti sínum til streitu
með framleið'ilustöðvun, ef með
þurfi, og gefur það auga leið, að
ekki yrðu slíkar aðgeiðir til þess
að draga úr verðbólgunni. Að
lokum hefur svo formaður Banda
lags opinberra starfsmanna látið
hafa eftir sér í Alþýðublaðinu, að
þeir muni heldur ekki sitja hjá,
ef skriðan fer af stað. Hér er
ljótur blindingsleikur hafður í
frammi og verður ekki séð fyrir,
til hvers hann getur leitt, ef ekki
er nú spornað við og horfið að
nýrri, ábyrgri stefnu.
Allir stjórnmálaflokkarnir í
landinu hafa lýst því yfir, að
þeir teldu verðbólguna óæskilega
og nauðsyn að vinna gegn henni.
— Emil Jónsson, forsætisráð-
herra, hefur lýst því sem einu
höfuð verkefni núverandi ríkis-
stjórnar „að leysa vandamál hinn
ar vaxandi verðbólgu“. Tíminn
hefur sagt, að það verði „éitt
fyrsta og mesta verkefnið, hvern-
ig forða skuli þeirri verðbólgu-
skriðu“, sem væntanleg sé að
kosningum loknum. Og allir arm-
ar Alþýðubandalagsins hafa tek-
ið undir, hver með sínu nefi. —
Þannig að Hannibal hefur sagt:
Dýrtíðarölduna verður að
stöðva“. Og Þjóðviljinn: „Verð-
bólguþensla er eina orsök efna-
hagslegra örðugleika þjóðarinn-
ar“. Enska fjármálaritið „Econo-
mist“ segir, „að verðbólgan sé
eins og syndin. Allir eru á móti
henni, en samt er hún drýgð“.
Allir stjórnmálaflokkar hér á
landi virðast vera sammála um
að verðbólguna verði að stöðva
og að verðbólgan muni vaxa óð-
fluga, ef ekki sé að gert. En
lengra virðist samkomulagið held
ur ekki ná, a. m. k. enn sem
komið er.
En hver eru þá úrræði flokk-
anna til þess að stöðva verðbólg-
una?
Fyrir þessar kosningar hafa að-
eins Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn lagt fram stefnu-
skrár ,sem beinast að lausn þessa
vandamáls. Framsóknárflokk-
urinn hefur enga efnahagsmála-
stefnuskrá lagt fram að þessu
sinni. Bregður han þar vana, því,
að fyrir kosningarnar 1956 gaf
hann ásamt Alþýðuflokknum út
kosningastefnuskrá, sem m.a.
fjallaði um efnahagsmálin. Sömu-
leiðis birtust í Tímanum í des-
embermánuði, skömmu áður en
vinstri stjórnin flæmdist úr sessi,
stefnuskrá varðandi efnahagsmál
in, en svo kynlega bregður við,
að frá þeim tíma hefur hennar
ekki heyrzt frekar getið, og þau
fáu orð, sem Tíminn hefur látið
falla um þessi mál, eru, að það
skipti „ekki höfuðmáli, hvaða
leiðir verði farnar (í viðureign-
inni við verðbólguna), heldur
hljóta þær þá að verða valdar
eftir því, hvað stéttarsamtök og
sérfræðingar álíta vænlegast“.
Það á sem sagt alls ekki að bera
þessi þýðingarmiklu vandamál
undir kjósendurna í landinu.
Sósíalistarnir eru að þessu
sinni líka óvenjú hljóðir og hafa,
að því er virðist, átt óhægt um
að koma saman einhverri stefnu
yfirlýsingu varðandi lausn verð-
bólgunnar, sem þeir þó telja
„einu orsök efnhagsörðugleika
þjóðarinnar", eins og áður gat
um. í ræðu, sem Einar Olgeirs-
son hélt nýverið í Iðnó var
hann að tína til eitthvað af þeim
málefnum, sem hann taldi mik-
ilsverðust fyrir afkomu íslend-
inga í dag, og voru þar helzt:
1) Þjóðnýting hraðfrystihús-
anna, 2) Landsverzlun með
byggingarefni, bíla o. fl. 3) Á-
ætlunarbúskapur.
Hvað sem segja má um gildi
og framkvæmanleika þessarar
óskhyggju Einars, þá er eitt víst,
að til lausnar á verðbólguvanda-
málinu eru þau öil vita gagns-
laus.
Loks hefur kommúnistum fek-
izt að reka saman einhverja
stefnuskrá sem birtist í Þjóðvilj-
anum í gær og bætir litlu við
ræðu Einars,nema ef vera skyldi
að þar ganga 15 togararnir hans
Lúðvíks aftur. En á verðbólgu-
vandamálið og lausn þess er ekki
minnzt einu einasta orði.
í annan stað hefur Einar Ol-
geirsson fullyrt, að það væri rétt,
„að alþýða manna geri sér það
ljóst, að til þess að halda þeim
lífskjörum, sem nú eru hér í
landi, og bæta þau, þarf meir og
meir að grípa til ráðstafanna, sem
eru í anda sósíalismans". Vita-
skuld er þetta algerlega óraun.
hæft hjal, eins og því miður kem
ur svo oft úr þessari átt, þegar
rætt er um efnahagslegar stað-
reyndir. Það stendur ekkert skrif
að í stjörnunum um efnahagsmál
in á fslandi, svo að sósíalistiskir
spútnikar lesa engan fróðleik um
þau efni í tunglinu. Sósíalisminn
er engin lækning á verðbólgu-
vandræðum íslendinga og billeg-
ar, marxistískar kennisetningar
gefa enga fullnaðar úrlausn við
þeim vanda, sem Haraldur Jó-
hannesson, hagfræðingur, flokks
bróðir Einars hefur í Þjóðviljan-
um 23. maí 1958 viljað halda til
Enskir rithöfundar gætu
lært af Snorra Sturlusyni
PRÓFESSOR Ian Ramsay
Maxwell forseti enskudeildar
háskólans í Melbourne í Ástral
íu hefur dvalizt hér á landi í
níu mánuði.
— Það sem dró mig þessa
löngu leið um Jiálfan heiminn,
segir þessi sextugi Ástralíu-
maður, var ást mín og aðdáun
á íslendingasögunum. Og
þetta er í annað skipti, sem ég
kem til íslands. Ég dvaldist
hér í einn mánuð sumarið ’52.
Nærri þrjátíu ár eru liðin
síðan ég fór að lesa íslend-
ingasögurnar. Þær eru feg-
urstu bókmenntir sem ég hef
lesið á fullorðinsárum mxn-
um. Ég las fyrst enskar þýð-
ingar og kom varla til hugar,
að ég gæti farið að læra ís-
lenzkuna, en eftir fyrri heim-
sóknina til íslands, fór ég inn
á þá braut og ég sé ekki eftir
því, því að þá fynst kemst
maður í snertingu við hið lif-
andi, tæra mál þeirra.
— Kemur það ekki fram í
þýðingunum?
— Það er erfitt að ná því í
þýðingum hugsa ég. Enskan
er orðin svo fjarlæg uppruna
sínum við sífelldar upptökur
tökuorða. Hún er orðin full af
afstæðum orðum og fáir skilja
uppruna þeirra. Bara lítið
dæmi: — Allir Englendingar
nota orðið „majority" (meiri-
hluti) í staðinn fyrir að segja
aðeins „most“ (mest).
Islendingasögurnar, heldur
prófessor Maxwell áfram, eru
mér lýsandi dæmi um það,
hvernig enskan hefði getað
orðið, ef hún hefði getað stað-
izt ásókn erlendra orða. Ég
held að enskir rithöfundar
gætu enn lært mikið af hon-
um Snorra Sturlusyni tii þess
að gera mál sitt meira lifandi
og í sterkari tengslum við tal-
málið.
— Það tekur langan tíma
að ferðaist frá Ástralíu til ís-
lands.
— Já, það er mánaðarferð
með skipi. Ég notaði þann
tíma til að lesa enn einu sinni
nokkrar Íslendingasögur. Og
við það að dveljast hér og ferð
ast um söguhéruð fá sögurnar
enn meira gildi.
Síðan , fer prófessorinn að
segja mér frá ferðum sínum
um landið.
— Fyrst þegar ég kom hing
að, vakti það sérstaka athygli
mína, hve ísland og heima-
land mitt Ástralia voru svip-
lík. Bæði eru löndin uppblás-
in á stórum svæðum og við-
og við sváfum í tjöldum tvaA
nætur. Við komum heim að
Breiðabólstað og vildum
kaupa veitingar. Veitingarnar
fengum við ríflegar, en að
borga fyrir þær. Við slíkt er
ekki komandi á íslenzkum
sveitabæjum. Það er alveg ein
stakt við íslendinga. Fyrir
bragðið verður maður ieim-
inn við að beiðast beina.
Nú hef ég dvalizt hér miklu
lengur og því gefizt færi á
að ferðast miklu víðar, hef
komið í alla landshluta nema
Austurl.andið. Ég dvaldist um
sinn hjá séra Arngrími í
Odda, hafði kynnzt honum
þegar hann var við nám í Ox-
ford. Og þá fór 4g í ökuferð
í jeppa um sögustaði Njálu.
Og enn sem fyrr hafa göngu-
ferðir um íslenzka hálendið
heillað mig. Nú fór ég til dæm
is gangandi frá Hreðavatni yf-
ir í Langadal og um Sópanda-
skarð til Búðardals. Það var
þriggja daga ferð og nokkuð
erfið. Ég hafði of mikinn far-
Samfal við ástralskan prófessor, sem
ann islendingasögum og ferðast um
islenzkt hálendi
sýni í þeim. En fyrst og fremst
er það líkt með þeim, að í
hvorugu þeirra hefur maður-
inn nýtt landið til fullnustu.
1 báðum er mikið um auð og
ósnert svæði. Þetta kunni ég
svo vel við, því að ég er mik-
ill útiverumaður og hef mikla
ánægju af því að ferðast um
fótgangandi með bakpoka og
slá upp tjaldi þegar kvölda
tekur.
Þegar ég kom til Islands
1952 var ég í för með áströlsk
um samkennara mínum, sem
þá hafði nýlega verið á nám-
skeiði í Cambridge. Þá þótti
mér m. a. mjög skemmtilegt
að dveljast í sumarbústað
Ágústar Sigurðssonar skóla-
stjóra á ölvaldsstöðum í Borg
arfirði, en honum kynntist ég
í Kaupmannahöfn fyrir 25 ár-
um. Ég var nýbúinn að lesa
Egilssögu og naut þess að
dvelja í Borgarfirðinum'. — Þá
fórum við líka fótgangandi frá
Búðardal til Stykkishólms. —
Þar vorum við á söguslóðum
Laxdælu og Eyrbyggju. Mað-
ur getur lifað atburðina upp í
huganum við að koma á sögu-
staðina. Sú ferð tók þrjá daga
angur með mér, um 25 kíló.
Áður en ég fór i næstu ferð
dró ég úr þægindunum og létti
baggann. Það veitti ekki af,
því að það var einn erfiðasti
fjallvegur landsins, en fagur
og stórbrotinn er hann. — Ég
lagði upp' frá öxnadalsvegi
eftir Hörgárdalsheiði og um
Hjaltadalsheiði. Seinni hluti
leiðarinnar var sérstaklega
torfær og grýttur og varð ég
að fara mér hægt. Að kvöldi
þriðja dags klukkan var nær
orðin ellefu, kom ég að Reykj
um, fremsta bæ í Hjaltadal.
Þar fékk ég höfðinglegar mót-
tökur. Og ég er farinn að geta
bjargað mér að tala íslenzku
eftir allar ferðir mínar um
landið.
Prófessor Maxwell er nú að
leggja af stað heim á leið. I
Englandi mun hann dveljast
um sinn hjá dóttur sinni, sem
er nýlega gift þar í landi. —
Síðan hverfur hann heim til
starfa við háskólann í Mel-
bourne. Það er stór háskóli,
stúdentar um 10 þxlsund og er
algengt að við fyrirlestra
prófessors Maxwells um
enska tungu og bókmenntir
séu 200—300 stúdentar.
\*0-*.0***-**t*0-*!m*;**
streitu, og svo hljóðar: „Um
tvennt er ég sammála þessum
starfsbræðrum mínum (Jónasi
Haralz og Jóhannesi Norðdal):
Þjóðin sem heild lifir um efni
fram. Krónan er ofmetin". Þetta
er höfuðvandinn að dómi helzta
hagfræðings Sósíalistaflokksins,
en gegn þessum vanda kunna sós
íalistar engin ráð önnur en ó-
merkileg slagorð og hótanir um
verkföll og ofbeldi.
Í00 00 0 00 * 0 0.0 0 0P 0 0 0 ,
Háspennulínur hœtfu-
legar
VEGNA augl. frá Rafmgans-
veitum rikisins, þar sem skurð-
gröfumenn eru varaðir við há-
spennulínum og hvattir til að
sýna varkárni við vinnu sína,
Flugvöllur raflýstur
LOKIÐ er við að koma fyrir Ijósa
útbúnaði fyrir næturflug á Vest-
mannaeyjaflugvelli, og sl. mið-
vikudagskvöld um kl. 22,30, lenti
fyrsta flugvélin í myrkri í Eyjum.
Var það Dakotaflugvélin Gló-
faxi. Flugstjóri í þessari reynslu-
ferð var Jóhannes Snorrason, yf-
irflugstjóri Flugfélags fslands, en
með vélinni var flugmálastjóri,
ásamt fulltrúum frá flugmála-
stjórninni og Flugfélagi íslands.
Ljósin, sem lýsa flugbrautina
eru af Westinghouse gerð og eru
útbúin þannig að hægt er að velja
um 3 mismunandi styrkstillingar.
Auk brautarljósanna eru rauð ör-
yggisljós á austuröxl Snæfells og
einnig er komið fyrir sterkum
ljóskastara sem lýsir upp stálið,
þar sem sprengt hefir verið xir
fellinu, næst flugbrautinni.
Ljósaútbúnaður mun verða til
Framh. á bls. 21.
snéri Mbl. sér til Guðjóns Guð-
mundssonar, deildarstjóra, og
spurði hann, hvort nokkur slys
hefðu hent menn í þessu sam-
bandi. Guðjón sagði, að það hefði
tvívegis hent að skurðgrafa, eign
vélarsjóðs, hefði með stuttu milli
bili rekið kranann upp í há-
spennulínu og leyst út rofa fyrir
veituna. Væri það aldrei ofbrýnt
fyrir mönnum að varast að koma
nærri háspennulínum. Hættan er
ekki mikil ,sagði Guðjón, ef
skurðgröfumaðurinn er inni í
gröfunni sjálfri, en hættan getur
verið mikil fyrir aðstoðarmann-
inn, sem oft heldur í víra, ,eða
þess háttar. Slys hafa ekki orðið,
en stimdum legið nærri, þess
vegna viljum við brýna fyrir
mönnum að fara varlega.
Þegar skurðgröfumenn þurfa
að grafa undir háspennulínur eða
aðrar rafmagnslínur, eiga þeir að
snúa sót til umsjónamanns Raf-
veitunnar á viðkomandi stað og
fá strauminn tekinn af línunni á
meðan á verkinu stendur.