Morgunblaðið - 13.10.1959, Page 16

Morgunblaðið - 13.10.1959, Page 16
16 MORGVVBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. okt. 1959 STliLKA OSKAST LEIKHtJSKJALL/VRINIM Rafmótorar Nýkomnir ódýrir þýzkir. RAFMÓXORAR: 0,25 ha. ein-fasa kr.: 1.035,00 0,5 ha. — — 1.292,00 0,75 ha. — — 1.875,00 1,0 ha. þriggja-fasa 1.231,00 Ludvig Sforr & Co. SkriísZo'uslúlka Starf skrifstofustúlku er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur til 20. þ.m. BÆJARFÓGETINN 1 HAFNARFIRÐI. Skriísioíuhúsnœði eða annað hliðstætt er til leigu á góðum stað í bæn- um. Tilboð merkt: „8887“, sendist blaðinu strax. Þetta er eftirsóttasta peysan í dag hneppt og óhneppt. Verzlunin Dagný Skólavórðustig 13 — Simi 17710. Til söfu íbúðir í smíðum og einnig Raðhús. Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir fokheldar og tilbúnar undir tréverk. Gott verð. Komið strax og athugið. Austurstræti 14 III. hæð. Sími 14120 Guðríður Minningarorð HINN 29. júlí sl. lézt í Heilsu- | verndarstöðinni hér í Reykjavík, frændkona mín, Guðríður Páls- dóttir, f. 6. júlí 1883 að Vallar- húsum á Miðnesi. Foreldrar henn ar voru: Páll bóndi j Vallarhús- um Jónsson bónda í Prestsbakka- koti á Síðu eldra, (Jón yngri bjó á Lónshúsum í Garði) Pálssonar á Geirlandi, Ásgrímssonar hrepp- stjóra þar, Pálssonar. Kona Páls í Vallarhúsum og móðir Guð- ríðar sál. var Margrét Höskulds- dóttir, Guðlaugssonar á Sauðhús- nesi i Álftaveri, Jónssonar á Suð- urgötum í Mýrdal, Sigurðssonar. Móðir Margrétar Höskuldsdótíur var Margrét Símonardóttir frá Jórvíkurhryggjum í Álftaven, Jónssonar hreppstjóra á Kirkju- bæjarklaustri, Magnússonar frá Auðnum í Öxnadal í Eyjafjarð- arsýslu, Magnússonar bónda þar. Albróðir Margrétar Símonardótt- ur var Markús Símonarson, er dó voveiflega á Flankastöðum á Miðnesi 26. ágúst 1885. Sonur Markúsar var Gísli, er drukknaði með Sveinbirni Einarssyni í Sandgerði 11. apríl 1903. Dóttir Gísla Markússonar er Þuriður, kona Kristófers skipstjóra og út- gerðarmanns frá Stöðulkoti á Miðnesi, Olíverssonar frá Slétta- bóli á Síðu, Guðmundssonar bónda þar, Erlendssonar. Eitt af börnum Jóns hreppstjóra Magr.- ússonar var Guðríður, síðari kona Páls prófasts í Hörgsdai, Pálssonar umboðsmanns á Elliða- vatni. Margrét Höskuldsdóttir var fædd á Hörgsdal 1. okt. 1850, og ólst þar upp hjá afasystur sinni, mad. Guðríði, óslitið fram yfir tvitugt og mun Guðríður sál. Pálsdóttir hafa borið nafn mad- ömunnar í Hörgsdal. Fjölmargir Skaftfellingar fluttu I til Suðurnesja á síðari hluta 19. aldar, þar á meðal Páll Jónsson frá Prestsbakkakoti og Margrét Höskuldsdóttir frá Hörgsdal, urðu þau bæði vinnuhjú í Klöpp á Miðnesi og giftust þar 15 júní 1876, en bjuggu svo að Vallar- húsum, eignuðust þar átta börn, hvar af enn lifa tvær yngstu syst- umar, Rannveig og Helga, giftar ágætum mönnum, skaftfellskum að ætt. — Þess má geta, að ein Pálsdóttir var hálfsystir þessara systkina, Guðný Pálína Pálsdóttir f. 2. nóv. 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, ól mestan aldur sinn í Vestmanna eyjum, en dó 10 dögum fyrr en Guðríður sál. (Sjá eftirmæli i Mbl. 24. og Tímann 27. sept. þ. á.) Margrét Höskuldsdóttir lézt að Vallarhúsum 13. ágúst 1888, 38 ára að aldri. Stóð þá Páll einn eftir með öll börnin i ómegð, það elzta, Sigríði, á 14. ári, örfátæk- ur, sem flestir aðrir á þeim örð- uga tíma. Við áratuginn 1880—90 eru bundin nöfnin: Harðivetur, Mislingasumar, Aflaleysisár. óát - an. Samskot og gjafakorn erlena- is frá. Þarf lengra að lýsa? Voru börnin þá tekin, flest af skaft- fellskum frændum og vinum þeirra hjóna, sem fjöldi var af í þeirri sveit. Guðríður fór þá 5 ára gömul ti! afabróður síns í föðurætt, Páls bónda á Býjaskerjum Pálssonar á Geirlandi, og hans góðu konu Þórunnar Sveinsdóttur, Björns- sonar í Vörum í Garði. Ólst hún þar upp við sama kost og kjör, sem þeirra eigin börn. Tvítug að aldri fór Guðríður til Reykjavik- ur og var um hríð á sama verk- stæði eða í vistum, unz hún giít- ist 9- nóv. 1907. Lárusi Jónssyni sjómanns Jónssonar, og Ólafar Maríu Ólafsdóttur, er voru hjón búandi á Garðhúsum í Garða- MOHAIR kápur — kjólar húfur — vetthngar MOHAIR er tízkuefnið í ár. MmAÐURIN Laugaveg 89. hverfi á Álftanesi, var Lárus þar fæddur. Um fermingaraldur flutt ist hann til Reykjavíkur með for- eldrum sínum, bjuggu þau lengi að Vatnsstíg 16 hér í bæ. Þau hjónin Guðríður og Lárus bjuggu lengst á Bergstaðastíg 17, eignuðust 5 böm, hvar af fjögur komust til aldurs, en þau eru: Jón, vélstjóri, giftur Mörtu Hann. esdóttur frá Vestmannaeyjum. Pétur, verkamaður, giftur Sig- ríði Einarsdóttur frá Hömrum 1 Grímsnesi, Sveina Pálfríður, gift Jóni bifreiðastjóra Friðbjarnar- syni frá Vík í Fáskrúðsfirði og Margrét er dó 25 ára gömul, ógift. Eftir um 30 ára sambúð, varð aðskilnaður þeirra hjónanna, mun það mest hafa framfarið í leynum hjartans, en með ró og spekt á yfirborði, enda mátti í mörgu sjá og finna, að neistinn forni hefir aldrei slokknað. Þau bjuggu mörg ár eftir það í sama húsi, mitt á meðal barna sinna, og voru jafnan hvort öðru innan handar, ef á lá eða að þrengdi. Guðríður var tryggiynd, átt- hagakær og gleymdi ógjarnan vinum sínum frá æskudögum þar syðra, vel gefin, greind og hugs- andi kona. Einn vottur þess er það að, hún safnaði minningai- greinum og öðru því er hún taldi sig varða nokkru, gjörlas það og lagði á minnið, sér til fróðleiks. Gjafmild var hún snauðum af iitlum efnum. Hrein og bein í skoðunum og því talin dálítið geð rík, en sjaldan er gagn að þeim, sem geðlaus er. Hún var myndar- leg húsmóðir og góð fyrirmynd barna sinna, prúð og stillt í dag- legri framgöngu, og vildi aldrei vamm sitt vita. Vertu sæl kæra frændkona, við sjáumst síðar og tölum þá rflaust um gamla daga. Magnús Þórarinsson. Einmuna góð tíð ' C* 1 í* i digluiiroi SIGLUFJÖRÐUR, 10. okt. — Hér hefur verið einmuna góð tíð það sem af er þessu hausti og gæftir góðar. Allmargar. trillur stunda héðan róðra með hand- færi og hafa fiákað sæmilega. Tveir dekkbátar eru gerðir héðan út með línu hefur aflinn verið 3—4 tonn í róðri. Þetta er frekar stutt sótt eða á svonfend Fljótamið. Bæjartogararnir Elliði og Haf- liði losnuðu hér í þessari viku, rúm 450 tonn samanlagt og fór sá afli í frystihúsin. Skreiðar- aflann fengu þeir á heimamiðum og eru báðir farnir á veiðar aft- ur. Talsverð vinna he/ur verið í haust við síldina, við pökkun og fl. og er hún alltaf að fara. Hér má til frétta færa, að varla sést nokkur snjór j nær- liggjandi fjöllum á þessum tíma árs. — Guðjón. Vegagerð að hætta á þessu hausti í N-k ÞÚFUM, N.-ÍS.. 8. okt.— Vega- gerð ríkisins er nú að hætta störfum. Var búið að ýturyðja veg að Látrum, fullbera ofan í veg út fyrir Lægurð i Mjóafirði, og jarðýta búin að fylla að tveim brúm á Reykjafjarðará og Þúfna- á. Jarðýtan er nú að ryðja veg úti á Snæfjallaströnd, milli Un- aðsdals og Mýrar, en verður ekki lengi úr þessu. Tíðarfar hefir verið nú um langt skeið óhagstætt vegagerð sökum rigninga og af þeim sök- um orðið minna ágengt. — PP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.