Morgunblaðið - 13.10.1959, Qupperneq 20
uiuaiMimiiMi
20
MORCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 13. okt. 1959
Hljómsveitin spilaði Nocturne
eftir Chopin. Loksins var Anton
einsamall Hann ætlaði að standa
upp og fara svo lítið bæri á, en þá
settist Georg Luvin hjá honum.
Hann hrökk við. Hann hafði ekki
séð hinn snyrtilega, prúðbúna
braskara síðan Sewe var sýknað-
ur. Hann hafði skilað honum því
af fénu, sem hann átti eftir, Von
hans um að sjá Luvin aldrei aft-
ur var auðsjáanlega orðin að
engu.
„Ég verð að tala við yður, kæri
vinur“, sagði Luvin ísmeygilega.
„Ættum við ekki að fara út á
svalirnar".
Svalirnar, sem Luvin fór með
hann út á, voru á bakhlið hússins.
Þaðan sást út yfir einn kirkju-
garðinn í Leopoldville. Kirkju-
garðarnir voru á víð og dreif í
Leopoldville, sem hafði þotið
upp eins og gorkúla. Þeir höfðu
einu sinni verið í borgarjöðrun-
um, en Leopoldville var vaxin út
fyrir takmörk sín. Máninn skein
hátt á stjörnubjörtum himninum
og varpaði draugalegri birtu á
kirkjugarðinn.
„Þetta er óheimleg sjön“, sagði
Luvin og hristi sig.
Anton kveikti sér í vindling.
„Hvaða erindi eigið þér við
mig?“ spurði hann kuldalega.
„Fyrst vildi ég gjarnan semja
frið við yður, Antóníó“, svaraði
Luvin.
„Við eigum ekki í ófriði. Þér
ætluðuð að múta mér. Ég tók við
mútufénu, en síðan hugsaði ég
málið og skilaði því aftur. Við
þurfum ekki að ásaka hvorn ann-
an“.
„Þér vitið, að það voruð þér
einn, sem björguðuð Sewe“.
Anton vissi þegar, að ný freist
ing lá í loftinu. Hann varð var
við hana eins og andardrátt inn-
brotsþjófs £ myrkrinu.
„Jæja, og hvað um það?“ sagði
hann.
„Ég hef frétt að þér ætlið til
Evrópu", hélt Luvin áfram.
„Þér fréttið margt".
„Með hinni fögru ekkju —
Anton sneri sér frá honum.
„Ég held, að ég hafi hlustað
nógu lengi á yður, Luvin", sagði
hann.
Luvin snerti handlegg hans
með hinum beinaberu fingrum
sínum.
„Takið þér því ekki illa, An-
tóníó. Ég ætla að hjálpa yður“.
„Það kæmi mér á óvart“.
Luvin kveikti sér nú í vindling.
Út úr salnum barst tónlist Chop-
ins. Það glórði í báða vindling-
ana í myrkrinu. Því næst mælti
Luvin.
„Ég veit, hver myrti bróður
yðar“.
Anton varð að stilla sig til þess
að láta ekki á því bera, hve mjög
þessi setning fékk á hann.
„Hver myrti hann?“
„Zenta“.
„Þér hafið gefið eitthvað slíkt
í skyn áður“. Rödd hans lýsti
vonbrigðum. „En annars benda
allar líkur gegn því“.
Rödd Luvins varð að hvísli.
„Ég hef sannanir", sagði hann.
„Hvaða sannanir eru það?“
„Algerar sannanir?"
„Ef þér eruð góður borgari, þá
getið þér ekki gert annað en fara
undir eins í kvöld til Verneuil
lögreglustjóra og leggja þær fyr-
ir hann“.
„Svo heimskur er ég ekki“.
Anton horfði út yfir kirkju-
garðinn. Hann vissi ekki, hvers
vegna honum flaug sú spurning
í hug, hvort þetta væri „hvítur"
eða „svartur" kirkjugarður. Hin-
ir hvítu og hinir svörtu voru ekki
grafnir saman. Skyldu þeir líka
vera aðgreindir í himnaríki og í
helvíti. En líklega var ekkert
himnaríki til og helvíti var á jörð
inni.
Luvin tók eftir því að Anton
spurði einskis og hann hélt róleg
’ur áfram.
„Það er ekki lengur hægt að
neyða Sewe til að selja nýlendu
sína. En það er hægt að tala um
fyrir honum með góðu móti“.
„Og það á ég auðvitað að gera“,
mælti Anton. „Ég er nýbúinn að
senda yður peninga yðar aftur,
Luvin. Hvers vegna haldið þétt'
að þér getið mútað mér aftur?“*
„Ég hef ekki boðið yður neina.
peninga".
„En hvað er það þá?“
„Það er mjög áríðandi fyrir
frú Wehr, að það fáist skýring á
morðinu".
Ætti ég að gefa dónanum á
hann, hugsaði Anton með séT.
Nú var honum fyllilega ljóst,
hvað vakti fyrir Luvin. — Hann
rétti úr krepptum hnefanum.
„Ef þér vitið, að Zenta er morð
inginn", sagði hann, „þá verðið
þér að segja Verneuil það. Þér
skuluð ekki ætla, að þér getið
notað mig til þess að fá Sewe
til að selja“.
„Ég þarf alls ekki að segja
Verneuil neitt“, svaraði Luvin.
„Og ef þér sendið hann á mig,
þá segi ég, að þér farið með rugl.
Sannanir mínar eru vel geymd-
ar„ en ef þér komið mér í sam-
band við Sewe og af sölunni
verður, þá skal ég koma með
sannanirnar". Rödd hans var
ekki lengur ísmeygileg. „Þetta
eru mjög einföld viðskipti, An-
tóníó. Þér fáið fjörutíu og átta
stunda frest til að hugsa málið“.
Hann sneri sér við og bjóst til
að fara, en staðnæmdist enn einu
sinni. „Ég hef komið sönnunun-
um fyrir hjá málafærslumanni".
„Það er bærilegur málafærslu-
maður, sem ekki fær þaar í hend-
ur lögreglunni".
„Það eru margir bærilegir
málafærslumenn í Leopoldville“.
Luvin dró vel að sér reykinn. —
„Ég segi yður þetta til þess að
þér ekki haldið, að ég sé að
blekkja. Ef yður og frú Wehr er
annt um frelsið, þá þurfið þér
ekki annað en tala við Sewe.
Hann getur ekki neitað björgun-
armanni sínum um neitt. Annars
er fjártilboð okkar til Sewe enn
í gildi. Góða nótt“.
Hann fór aftur inn í húsið.
Anton steig ofan á vindlinginn
sinn. Hann leit út yfir kirkju-
garðinn, sem var baðaður í hvítu
ljósi og þar sem þeir hvíldu, er
höfðu byggt upp Leopoldville. —
Ég vildi óska, að þeir hefðu allir
verið kyrrir heima, hugsaði
Anton. Ég vildi óska, að Leopold
ville hefði aldrei orðið til.
í salnum yar hljómsveitin að
byrjað lagið „Kleine Nacht
musik“.
-------7
Hann gat ekkert um samtal
sitt og Luvins við Veru, þegar
hann sótfci hana klukkan sex
morguninn eftir, til þess að aka
með hana til Pomosa í heimsókn
til Sewe. Honum hafði ekki kom-
ið dúr á auga um nóttina.
Daginn áður hafði hann leigt
sér „Land-Rover“-bíl, enska af-
brigðið af jeppabílunum, til þess
að aka á til nýlendu prestsins.,
Hann ætlaði að ráðgast við Sewe
um Lúlúu. Það hafði ekki verið
ætlun hans að taka Veru með
sér. Það var ekki fyrr en hann
kom heim frá landstjórahöllinni,
að hann hringdi til Veru og bað
hana að koma með sér, og var
þá komið langt fram yfir mið-
nætti. Það var ekki fyrr en hún
hafði fallizt á það, að hann vissi,
hvers vegna hann vildi ekki aka
einn. Það var eingöngu þegar
hún var nálæg, að hann var viss
Sími 15500
Æglsgötu 4
SKÁFAHÖLDUR
SKÁPALÆSINGAR
SEGULLÆSINGAR
HURÐAGRIP
UTIHURÐASKRÁR
INNIHURÐASKRÁR
Andi horfir fullur vonbrigða á
eftir Markúsi, þar sem hann stíg-
ur upp í vagninn. — Sæll, Mark-
ús, ertu að leggja af stað í nýj-
anleiðangur. — Já, ég ætla að
heimsækja gamlan félaga minn,
Johnny Malette.
Síðan heldur stóri hundurinn
niðurdreginn í áttina til Týnda
skógar. — A meðan, ekki langt
í burtu.
um að falla ekki fyrir freisting-
unni.
Það var dýrðlegur sumar-
morgunn. Heiðskír, blár himinn-
inn virtist nýkominn úr baði. —
Útlendir fuglar með marglitu
fiðri sungu í trjákrónunum. —
Frumskógurinn, sem þau komu
brátt í, var allt í einu ekki óhugn
anlegur lengur. Það var hægt að
sjá langt inn í skógana, og þeir
voru ekki leyndardómsfullir. Við
og við blés andvari hlýtt og
mjúklega á andlitinu. Hin mis-
litu, útskornu merki við veginn,
sem áttu að sýna villimannahöf-
uð, voru meira að segja nærri
því vingjarnleg.
Það var í fyrsta skipti eftir
dauða Hermanns, að Vera var
glöð í skapi. Hún var í hvítri
rykkápu yfir hinum þunnu,
svörtu fötum sínum. Hún hafði
bundið hvítu sjali yfir hárið.
Það var aftur kominn dálítill
roði í kinnar hennar. Hún talaði
litið, en við og við brá fyrir glað
legu brosi á andliti hennar.
„Við hefðum átt að hafa börn-
in með okkur“, sagði Anton. —
„Þau verða að fá að sjá nýlendu
Sewes“.
„Já — áður en við förum
burt“, sagði Vera.
Anton var lika undarlega létt-
ur í skapi.
„Áður en við förum öll burt“,
sagði hann. „Ég kynntist í gær
inaðarmanni frá Briissel hjá
varalandstjóranum. Ég held, að
ég hafi fallið honum í geð. Hann
gaf mér símanúmerið sitt og eitt-
hvað var hann að ræða um
stöðu“.
Hún leit á hann til hliðar og
augnasvipur hennar var ekki
lengur þreytulegur. Hann tók
ekki eftir því, því hann þurfti á
allri athygli sinni að halda á hin-
..... Sparið yðui hlaup
fl KaiUi naaygra verzlana!
UÖRUÚOL
í) ÖIIUM
HíDUM!
Austurstrseti
ajtltvarpiö
Þriðjudagur 13. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir).
12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25
Fréttir og tilkynningar).
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 T.ónleikar. — (19.25 Veðurfr.).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Um sveppi (Ingimar Osk-
arsson grasafræðingur).
20.55 Tónleikar: Sinfónískar etýður op.
13 eftir Robert Schumann. Myra
Hess leikur.
21.10 Upplestur: ..Svarti kötturinn",
smásaga eftir Edgar Allan Poe í
þýðingu Þórbergs Þórðarsonar rit
höfundar (Margrét Jónsdóttir
les).
21.45 Tónleikar: ,,Vltava“ — Moldá —,
þáttur úr tónverkinu „Föðurland
mitt“ eftir Bedrich Smetana.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svafars-
dóttir).
23.05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 14. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir),
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „Við vinnuna'*: Tónleikar
af plötum.
15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir
og tilkynningar). — 16.30 Veðurfr.
19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir).
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran*
leikari).
20.50 Tónleikar: Vínarvalsar. NBC-
sinfóníuhljómsveitin leikur tvo
valsá eftir Johann Strauss. Leo-
pold Stokowsky stjórnar.
21.05 Erindi: Varnir gegn tannskemmd
um (Jón Sigtryggsson, prófessor).
21.30 Islenzk tónlist: Verk eftir Helga
Pálsson.
21.45 Samtalsþáttur: Rætt við Asgeir
bónda Guðmundsson í Æðey um
eyjabúskap og Einar Benedikts-
son (Ragnar Jóhannesson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri**
eftir Heinrich Spoerl IV. lestur
(Ingi Jóhannesson).
22.30 I léttum tón: Boston Promenade
hljómsveitin leikur létt lög undir
stjórn Arthurs Fiedlers.
23.00 Dagskrárlolr.