Morgunblaðið - 13.10.1959, Síða 24
JM#Wi>iÍíb
225. tbl. — Þriðjudagur 13. október 1959
Fossvogsblettur 33. Eldurinn kom upp í risherberginu í enda
stóra hússins, en þar sváfu börnin.
íslendingar 170
þús. 7. des. 1958
1 NÝÚTKOMNUM Hagtíðindum er skýrt frá mannfjölda á öllu
landinu 1. des. 1958, samkvæmt þjóðskránni. Heildar mannfjöldinn
reyndist vera 170.156 og hafði fjölgað um 3.325 frá árinu áður. Fr
það töluvert minni fjölgun en á árinu 1957, en þá fjölgaði um 4.131.
Þó voru fæðingar 1957 aðeins litlu fleiri en á árinu 1958.
Það sem ræður fjölguninni
hverju sinni er fyrst og fremst
fjöldi fæddra umfram dána, og
svo fólksflutningarnir til og frá
landinu, en þeir. eru töluvert
breytilegir frá ári til árs. Þannig
fluttu 562 til landsins umfram
Tvö börn létu lífiðereldur
kom upp í svefnherbergi
Herbergið mjög lítið og allt þiljað
með trétexi. Varð alelda á svipstundu
AÐFARANÓTT sunnudagsins gerðist sá hörmulegi atburður
í úthverfi bæjarins, að tvö lítil börn létu lífið er eldur kom
upp í húsinu Fossvogsblettur 33. Bjuggu þar hjónin Guðrún
Vernharðsdóttir og Þórir Kristjánsson, matsveinn í Lídó.
ásamt tveim börnum sínum og móður konunnar. Að því er
talið er, munu eldsupptökin hafa orðið með þeim hætti, að
kviknað hafi i silki-Iampaskermi, en eldurinn síðan læst sig
í trétexklæddan vegg. Voru eldsupptökin í litlu og lágu
svefnherbergi í rishæð hússins.
ár Eldsupptök
Þessi hörmulegi atburður átti
sér stað um klukkan 4 aðfaranótt
sunnudagsins. Lögreglurannsókn
málsins er ekki lokið, m. a.
vegna þess að móðir barnanna,
frú Guðrún, hefur af skiljanleg-
um ástæðum ekki treyst sér til
þess að gefa rannsóknarlögregl-
unni skýrslu. Hún var í svefn-
herberginu, trúlega sofandi, er
eldurinn brauzt út. Maður henr.-
ar hafði farið ofan af rishæðinni,
niður, en þar er snyrtiherbergi
heimilisins. Er húsið Fossvogs-
blettur 33 einbýlishús með lágu
risi, það lágu, að tæplega er þar
manngengt. Stiginn þangað upp
úr forstofunni er þröngur, og lít-
ill gangur uppi í risinu er og
mjög þröngur. •
if Tilraunir til björgunar
Þórir Kristjánsson telur sig
hafa verið búinn að vera niðri í
10—15 mínútur, á leið upp hinn
þrönga stiga, er kona hans kom
þjótandi út úr svefnherberginu
hrópandi að eldur væri kominn
upp. Sviðnaði hár hennar nokk-
uð af eldinum. Þórir hafði tekið
fallið af konu sinni og réðist þeg-
ar til uppgöngu. Hann hugðist
ráðast til inngöngu í svefnher-
bergið, þar sem börn hjónanna,
Nanna, 4 ára, og Ragnar, á fyrsta
ári, sváfu, en í dyragættinni gaus
á móti honum eldur, svo hann
hrökklaðist frá, og snaraði sér
niður til að ná í frakka. Á meðan
kom amma barnanna til skjal-
anna. Hafði hún reynt að seilast
með hendinni inn fyrir dyrnar,
að því rúminu er nær var hurð-
inni, en svo mikið var eldhafið
orðið og hitinn óskaplegur, að
konunni lá við yfirliði, er hún
dró hendina að sér aftur, og hafði
hún þá hlotið brunasár. Var Þór-
ir nú kominn að hurðargættinni
aftur, en hann komst ekki inn.
Eldurinn var orðinn svo magn-
aður, að fólkið varð frá að
hverfa, án þess að geta bjargað
börnum sínum úr hinu logandi
svefnherbergi. Talið er líklegast
að þau hafi látizt af reykeitrun
í svefni.
Á Hjálp berst
Þegar niður kom, var knúið
á útidyr og var þar kominn mað-
ur, er spurði hvort allir væru
vaknaðir og hvort hringt hefði
verið eftir hjálp. Það hafði ekki
verið gert, og gerði hann það,
hringdi í lögregluna, sem siðan
hringdi í slökkviðiliðið. A leið-
inni á brunastaðinn fengu bruna-
verðirnir vitneskju gegnum tal-
stöðina um að börn myndu vera
inni í hinu brennandi húsi. Stóð
eldur út um gluggana á stafni
hússins er slökkviliðið kom á
vettvang. Strax var gerð tilraun
til þess að komast upp í risið inn
til barnanna, en slökkviliðsmað-
urinn, sem reyndi þetta, varð frá
að hverfa. Enda var þá tré tekið
að falla logandi úr loftinu, ofan
á hann og hitinn óbærilegur. Var
ógjörningur með öllu að komast
inn í svefnherbergið, en meðal
þess sem reynt var, var að bruna
vörðurinn kældi sig með vatni.
En ofan á hitann bættist að eigi
varð séð handaskil fyrir reyk
uppi í risinu. Tveir ofurlitlir
gluggar voru á svefnherberginu,
sem ekki var hægt að koma
manni inn um.
Slökkvistarfið tók ekki mjög
langa stund. — En sem fyrr
greinir, hafði rishæðin verið
klædd með trétexi og var bað
allt brunnið. Hafði verið límt
ofan á það með maskínupappír
og síðan málað yfir. — Sem fyir
greinir, þykir sennilegt að elds-
upptökin hafi orðið út frá lampa-
skermi úr silki, sem var yfir
peru á veggljósi. Hafði logað á
honum alla þessa nótt, og var
svo jafnan.
Enn tínn Hús-
víkingor ber
Húsavík, 12. okt. —
EINMUNA tíð hefur verið
hér í Þingeyjasýslu í allt
haust og er enn. Hafa varla
komið frostnætur enn. Talið
er að þrjár frostnætur haf(
komið í Mývatnssveit og er
það óvenjulega lítið.
í gær var hér logn og hlý-
indi og voru nokkuð margir
í berjamó. Veit ég um tvær
konur, sem komu heim með
10 potta hvor af aðalbláberj-
um. Aðallega eru þó tind
krækiber, sem eru enn alveg
óskemmd, en farin að fjúka
mjög af laufi, eins og eðlilegt
er, komið fram í október.
— Fréttaritari.
brottflutta á árinu 1957, en á ár-
inu 1958 var það öfugt, þannig
að brottfluttir urðu 135 fleiri en
aðfluttir.
Hinn 1. des. 1958 voru Revk-
víkingar orðnir 69.268 og hafði
fjölgað um 1.679 á árinu. Kópa-
vogsbúar voru 5.149 og hafði
fjölgað um 322 og Hafnfirðingar
voru 6.606 og hafði fjölgað uin
206. Á Seltjarnarnesi hafði fjölg-
að um 84 og íbúarnir þar voru
1.050. íbúafjöldinn í Keflavík og
Njarðvíkum var samtals 5.605 og
hafði fjölgað um 409 á árinu.
Akurnesingar voru orðnir 3.644
en voru 3.577 árið 'áður. Lítið eitt
hafði fækkað á ísafirði, Sauðár-
króki, Siglufirði og Ólafsfirði og
fjölgað lítið eitt á Húsavik, Seyð-
isfirði og Neskaupstað. Akureyr-
ingar voru orðnir 8.422 og hafði
fjölgað um 120 á árinu. Vest-
mannaeyingar voru 4.425 og
hafði þeim fjölgað um 93.
Af 34 kauptúnum og þorpum,
með yfir 300 íbúa, hafði fjölgað
í 26 og fækkað í 7. Selfoss er
langstærstur þessara staða með
1.597 íbúa. Þar hafði fjölgað nær
jafnmikið og á Akureyri eða um
115 manns. Af hinum 14 kaup-
stöðum eru nú 5 minni en Sel-
foss. íbúar í Hveragerði voru 625
og hafði fjölgað um 38, er það
næstfjölmennasta byggð á land-
inu, er ekki stendur við sjó.
Ef íbúatala allra þorpa og
kauptúna (einnig þeirra, sem
hafa færri en 300 íbúa) er dreg-
inn frá íbúatölu sýslna kemur
fram íbúafjöldinn í sveitum, en
hann var 33.238 hinn 1. des. 1958,
og hafði fækkað um 149 á árinu.
Reyndar fækkaði í sveitum í öll-
um sýslum nema 1 Gullbringu-
og Kjósarsýslu.
Agætur Ooins-
fundur sl. sunnudag
félag Sjálfstæðisverkamanna og
sjómanna, efndi til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu á sunnudaginn.
Fundarefni var: Leiðin til bættra
lifskjara, Efnahagsmálastefna
Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn
var mjög vel sóttur. Á fundinum
flutti Birgir Kjaran, hagfræðing-
ur, mjög athyglisverða og grein-
argóða ræðu um efnahagsmálin
og leiðir þær, er Sjálfstæðisflokk
Cóður fundur Sjálfstœð-
ismanna í Bjarkalundi
Króksfjarðarnesi, 12. okt. —
FRAMBOÐSFUNDUR Sjálfstæð
isflokksins í Vestfjarðakjördæmi
var haldinn sunnudaginn 11. þ.
m. að Bjarkarlundi. Fundurinn
var vel sóttur, sérstaklega þegar
tekið er tillit til þess, að fjárleitir
stóðu yfir í tveimur hreppum
sýslunnar. Um sextíu manns sátu
fundinn.
Frambjóðendur flokksins héldu
ítarlegar og mjóg snjallar ræður
og ræddu þau vandamál, sem nú
eru ofarlega á baugi hjá þjóð-
inni. Auk þeirra talaði Játvarður
Jökull, oddviti Reykhólahrepps.
Talaði hann af hálfu Alþýðu-
bandalagsins, en hann er fimmti
maður á lista þeirra hér í kjör-
dæminu.
Þess má geta, að Framsóknar-
menn héldu framboðsfund sinn í
Bjarkalundi 4. þ.m. og mættu á
þeim fundi 11 manns.
Áhugi er hér mikill að hlutur
Sjálfstæðisflokksins verði sem
stærstur í næstu kosningum.
— Sv. G.
urinn bendir á til úrlausnar. —
Ræða Birgis Kjaran birtist í Mbl.
í dag og á morgun.
Að ræðu Birgis lokinni töluðu
Jóhann Sigurðsson verkamaður,
og Pétur Sigurðsson, sjómaður,
sem báðir skipa sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík við þessar kosningar. Fluttu
þeir báðir mjög skörulegar og
athyglisverðar ræður.
Var máli ræðumanna allra
mjög vel tekið af fundarmönnum.
Formaður Óðins, Magnús Jó-
hannsson, stjórnaði fundinum. í
fundarlok þakkaði hann ræðu-
mönum ræður og fundarmönnum
góða fundarsókn og sleit fundin-
um með hvatningarorðum til
félagsmanna um að stuðla að sem
glæsilegustum kosningasigri Sjálf
stæðisflokksins.
jfrií Sigrún
Bjarnason
FRÚ Sigrún Bjarnason, Tjarnar-
götu 18 hér í bæ, ekkja Þorleifs
heitins Bjarnasonar, yfirkennara
við Menntaskólann, andaðist að-
faranótt sunnudagsins í sjúkra-
húsi í Nyköbing á Falstri, 84 ára
að aldri. Þar býr dóttir hennar
frú Karilla Andersen, sem er
dóttir Sigrúnar og fyrra manns
hennar Björns heitins Ólafsson-
ar augnlæknis. Hafði frú Sigrún
dvalizt um nokkurt skeið hjá dótt
ur sinni.
Frú Sigrún var hin merkasta
kóna og verður hennar nánar
minnzt síðar hér í blaðinu.
Kjósendafundur
í Firðinum
HAFNARFIRÐI. — Almennur
kjósendaftmdur Sjálfstæðisflokks
ins verður í Hafnarfjarðar-bíó n.
k. mánudagskvöld. — Nánar verð
ur sagt frá fundinum síðar í vik-
unni.
íslenzkar
kartöflur
geislaðar
ALLMIKLAR tilraunir hafa veriS
gerðar víða um lönd á að nota
geislavirk efni til að verja mat-
væli skemmdum við geymslu.
Hefur Kjarnfræðinefnd íslands
nú sent um 250 kg af íslenzkum
kartöflum í þessu skyni til kjarn-
orkutilraunastöðvarinnar á Risö
í Danmörku, en kartöflur eru sú
matvælategund, sem bezt hefur
gefizt að geisla. Þarf ekki nema
litla geislaskammta til að hindra
spírun þeirra og bragð kartafl-
anna breytist ekki við meðferð-
ina. Geislarnir drepa bakteriur og
aðrar lífverur, sem eyðileggja
matvælin og geta einnig komið í
veg fyrir spírun á vissum garð-
ávöxtum, t.d. kartöflum. íslenzku
kartöflurnar, sem voru sendar út
í þessu skyni eru rauðar íslenzk-
ar, Bintje og Gullauga. Megnið
af kartöflunum verður geislað, en
til samanburðar verður litill hluti
látinn ógeislaður. Kartöflurnar
verða alls ekki geislavirkar við
þessa meðhöndlun, eins og ein-
hverjum kynni að detta í hug,
heldur er þetta hliðstæð geislun
og á sér stað við röntgengegnum-
lýsingu. Ef tilraun þessi gefst vel,
yrði að þessu mikil bót, því skort-
ur er á góðum kartöflugeymslum
hér á landi, en heildarframleiðsla
íslendinga á kartöflum er að með
altali um 10 tonn á ári.
Erlendis hafa verið gerðar til-
raunir með geislun margra ann-
arra matvælategunda, t.d. korns
kjöts, fisks og mjólkurafurða. En
við þessar matvælategundir þarf
stærri geislaskammta en við kart
öflur, og verður þá vart breyt-
inga á bragði og þykir geislunar-
bragðið ekki gott.
Sjálfboðaliðar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN þarfnast nú aðstoðar sjálf
boðaliða við skriftir o. þ. h. vegna kosninganna og biður þá,
sem vildu leggja til liðsinni sitt, að hafa samband við skrif-
stofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu.