Morgunblaðið - 16.10.1959, Page 1

Morgunblaðið - 16.10.1959, Page 1
24 siðtir Hver treystir skattpíning- arflokkunum? Alþýðuflokkurinn hverf- ur frá sínu fyrsta höfuð- stefnumáli SKATTPÍ NIN GIN er nú komin svo úr hófi, að allir nema kommúnistar viður- kenna, að leiðréttingar þurfi. Annars vegar er þar um að ræða sjálfa upphæð tolla og skatta, sem hefur hækkað frá því, að Eysteinn Jónsson fyrst varð ráðherra, úr rúmum 9 milljónum upp í rösklega 1700 milljónir, samkvæmt þeim gjaldalögum er giltu, þegar hann loksins hrökklaðist frá nú fyrir áramótin. Hins vegar er það fyrirkomulag skatt- heimtunnar, hinir háu, stig- hækkandi, beinu skattar, sem sæta andúð manna. Um »3eði þessi atriði, skattanna og aðferðina til hæð inn- heimtu þeirra, hefur Sjálfstæðis- flokkinn löngum greint á við hina flokkana. Höfuðstefnumál Alþýðuflokksins Allt frá því, að Alþýðuflokk- urinn var stofnaður fram á síð- ustu mánuði, hefur það verið eitt helzta stefnumál hans að láta beina skatta, þ.e.a.s. tekjuskatt og eignaskatt koma í stað ó- beinna skatta þ.e.a.s. tolla. Þessi krafa er fyrsti liðurinn í stefnu flokksins í innanlandsmálum, eins og henni var lýst í stefnuskrá þeirri, sem flokkurinn lét prenta 1917. Mynd af þeirri stefnuskrá og skýringum hennar fylgir hér með, svo að allir geti sannfærzt með eigin augum um að rétt sé hermt. En þar segir: „Skattamál. Afnema skal alla tolla af aðfluttum vörum. Fyrst og fremst sykurtoll, kaffitoll og vörutoll (um tóbak sjá lands- fverzlun), en til að standast út- gjöld landsins séu lagðir á beinir skattar, að svo miklu leyti sem arður af framleiðslu og verzlun, er rekin sé fyrir hönd þjóðfélags ins, ekki hrekkur tiþ gjalda lands ins. Þessir beinu skattar séu: a) Hækkandi eigna- og tekju- skattur, þar sem hæfilegur framfærslueyrir fjölskyldu- manns sé látinn vera undan- þeginn skatti, en síðan fari skatturinn smáhækkandi og sé hlutfallslega mestur á mestum tekjum og verðmestu eign- um“. í skýringum, sem stefnuskránni fylgdi segir: „Skattamál. Alþýðuflokkurinn vill afnema tolla á aðfluttum vörum, af því þeir hvíla tilfinn- anlegast á þeim, sem sízt mega við því að gjalda í landssjóð. f stað tollanna — óbeinu skattanna — komi beinir skattar, að svo miklu leyti, sem arður af fram- leiðslu og verzlun, er rekin sé fyrir landsips fé, ekki hrekkur til gjaldanna. . Tekjuskattur, er sé því hærri af hverju þúsundi, sem tekjurn- ar eru meiri, mundi vafalaust gef- ast vel hér á landi. Og í hinu til- tölulega fámenni hér mundi enn Framh. á bls. 2. Enginn tók á móti björgunarhringnum KAUPMANNAHÖFN, 15. okt. (Frá Páli Jónssyni) BJÖRGUNARHRINGUR- INN frá Grænlandsfarinu Hans Hedtoft kom í gær til Kaupmannahafnar með flug- vél frá Islandi. Munu sérfræð- ingar nú taka hann til rann- sóknar. Blaðið Politiken lýsir yfir undrun sinni, að enginn fulltrúi dönsku yfirvaldanna skyldi vera viðstaddur á flugvellinum til að taka á móti björgunarhringntun, Nrarinn fær 2100, kr. útsvarslækkun ÞÓRAHINN Þórarinsson hefur nú eftir eigin kæru fengið útsvar hitt lækkað úr 13100,— kr í 11000,— kr. eða um 2100,— kr. Um Þórarinn gegnir sama máli og mörg þúsund aðra skattgreiðendur, að niður- jöfnunarnefnd telur að vegna „efna- og ástæðna“ þeirra eigi ekki við að bcita við þá útsvarsstiganum tii hlítar. Eftir gildandi lög- um er nefndinni þetta ekki aðeins rétt heldur skylt. En siðsemi Þórarins í opinberum málflutningi sést af því, að samtímis þvi sem hann sjálfur sækir um lækkun sam- kvæmt þessum ákvæðum. þá skuli hann rógbera nafn- greinda andstæðinga sína fyrir, að nefndin skuli hafa lagt á þá eftir sömu rcglu. sem er einu minjarnar frá hinu hryggilega sjóslysi. Segir blaðið að hringurinn hafi verið fluttur eins og hver önnur fragt frá flug- vél og inn í skýlið, þar sem ótoJl- afgreiddar vörur eru geymdar. Berlingatíðindi segja, að sér- fræðingarnir, sem taka björgun- arhringinn til athugunar, muni m. a. reyna að lesa út úr honum, hvernig hann hafi losnað frá skipinu. Er m. a. bent á það, að skemmdirnar á hringnum geti e. t. v. gefið upplýsingar um þetta. Það hefur nýlega verið upp- lýst, að Christiansen, fram- kvæmdastjóri Grænlandsverzlun- arinnar, hgfi ætlað að fara með skipinu Hans Hedtoft í jómfrúr- ferðina, sem það fórst í. Hann var skráður á farþegalista, en á s.'ð ustu stundu hætti hann við að fara. Skýrir Christiansen svo frá að ástæðan til þess að hann ha-tti við förina hafi verið sú að miklar umræður og deilur voru að hefj- ast um iðnaðaráætlun Grænlands og taldi hann því ekki fært að fara frá Kaupmannahöfn. Föstudagur 16. október Efni blaðsins er m.a.t BIs. 3: Það á bara að ryðjast um borð. — 6: Stefna Sjálfstæðisflqkksins og iðnaðurinn. — 8: Mikil atvinna — vaxandi út- gerð (Vestmannaeyjabréf). — 10: Heimsókn til Pasternaks. — 18: Forystugreinir:: „Stórveldi" á almenningskostnað. „Kammeratarnir" 25 ára (Utan úr heimi). — 13: Er unnt að afnema höftin (Síð- ari hluti ræðu Óiafs Björnsson- ar. — 15: Við túngarðinn. — 17: Ársþing A.T.A. 8tela8«krú 1. IJiartríkmnál. t lokknrinn «r málMYmn að byrjað vt-rðí íyrsl um amn é mmn* Ingalílratmum um samband Jslands og Dan- merkur; hím vegar gætt vattdlega i skiftum víð 2, SkttUamál. Afneroa skal alla to!la sf að- fluUam vöruro, Fyrst og frerost sykortoí!, kafötolf <>g vörutnll (uro \éhá& sjá lartds- \t r/.lun), én til að stamlaat úígjötd Íanda- jris mti lagðír á beintr skadar að svo rníklu leyti mm arður af frumieiðstu ng mrztan, er rekin sé fyrir hónd þjóöfóbgsins, trkki hrekkttr til gjalda landsins. Fessir hfinu skattar séu: a. tiœkkandi tigtta- oy tekjmkaUur, þar mm hæíiiegur frarofændueyrir fjóbkyidnroanm só fátinn vera undanþegínn skalií en slð- an farí skatturinn smáhsekkandi og sé hlutfallakga roestur á roesturo tekjum og veröroestu eignuro. h. Verðhufkkunankattur af ölluro iöðum og lónduro að því leyfí mm af alroeonuro m Upphaf fyrstu stefnuskrár Alþýðuflokksins, eins og hún var prentuð 1917. Þessari sömu stefnu í skatta- málum, hefur flokkurinn lialdið óbreyttri alit fram að sinnaskiptunum nú. SkaUamál. Aiþýóuflokkurmn vil! afnema tolia á aððuttum vórum, af þvt peir hviia tílfirmanlegðst | A þfeim sfetn stst mega við þvi að gjaida í taads- sjóð. í staö íotiauns — óbelan skoUaursa — koíhi htitúr skaltur, að svo miklu leytt, seta arðnr *l framÍeiðsJu og verzluti, er rekín sú fyrsr landsiaa fé, ttkkí hrokkur til gjattíaima. Tckjuskattur, or sé þvl hœrri af ■„M'i „ VðrWXfH vei hér á iancli, og I hinu tiltöluiega fémemsi hér mundt enn hægára m erlfcudis, eð konm i vrg fyrir skaUasvik. Skýring, sem fylgdi stefnuyfirlýsingunni 1917. Gaulle forseta um lausn Alsír- vandamálsins. Hann sagði að franska stjórnin stefndi að því að hindra að Alsír segði skilið við Frakkland. Kvaðst hann búast við því að íbúar landsins myndu við þjóðaratkvæðagreiðslu- lýsa fylgi við heimastjórn, en þó náið samband við Frakkland. Debré sagði að ef viðræður færu fram við fulltrúa Serkja um vopnahlé, þá myndu þær ein- Framh. á bls. 2. Debré krefst trausts i atkvæbðgreibslu um Alsir-tillögur de Gaulles PARÍS, 15. okt. (Reuter-NTB) í KVÖLD átti að Ijúka um- ræðum í franska þinginu um Alsír-málið. Við lok umræðn- anna skyldi fara fram at- kvæðagreiðsla um stefnu stjórnarinnar í Alsír-málinu og lýsti Debré forsætisráð- herra því yfir, að hann liti á þá atkvæðagreiðslu sem traustsyfirlýsingu. Atkvæða- greiðslan hafði enn ekki farið fram, þegar síðast var til vit- að, en húizt var við, að meiri- hluti þingmanna væri á bandi stjórnarinnar. ★ Við lok umræðnanna, sem stað- ið hafa í þrjá daga, flutti Michel Debré, forsætisráðherra, ræðu, þar sem hann skýrði tillögur de Orðsending író fjóröflunnrnefnd FJÁRÖFLUNARNEFND Sjálf stæðisflokksins hefur nú geng- izt fyrir fjársöfnun vegna væntanlegra Alþingiskosninga og er það von nefnðarinnar að allir leggi eitthvert fé af mörkum í þessu skyni. Þeir, sem fengið hafa söfn- unarlista og merki flokksins, eru hvattir til að vinna vel og ötullega að söfnuninni og gera skil svo fijótt, sem auðið er. — Einnig er tekið á móti fjár- framlögum í kosningasjóðinn á skrifstofu fjáröflunarnefnd- arinnar, sem er í Morgrunblaðs- húsinu á II. hæð, símar 24059 og 10179. Nóbelsverðlaun fyrir rannsókn ir á frumum STOKKHÓLMl, 15. okt. — (Reuter) — TVEIR bandarískir háskóla- prófessorar voru í dag sæmd- ir Nóbels-verðlaunum í læku- isfræði fyrir brautryðjenda- störf sín við rannsóknir á efnasamsetningu frumanna. Þeir, sem verðlaunin hlutu, eru Severo Ochoa, prófessor í lífefnafræði við New York- háskóla. Hann er fæddur á Spáni og er 54 ára. Hinn er Arthur Kornberg, prófessor í lífefnafræði við Stanford-há- skóla í Kaliforníu. Hann er fæddur í New York, 41 árs að aldrL Verðlaunin í læknisfræði nema 42 þúsund dollurum og skiptast þau til helminga milli þessara manna. I tilkynningu um verðlauna- veitinguna er sagt að þeir Ochos ög Kornberg hafi unnið braut- ryðjendastarf við rannsóknir á efnum og efnaskiptingu í frum- unum, aðallega við athuganir á svoefndum „Ribonucleic- og De- oxiribonucleic-sýrum“, en betta eru mjög flókin efni, sem eru þýðingarmikil fyrir vöxt frum- anna og finnast í litningum frum anna. Uppgötvanir þessara tveggja manna á sviði lífefnafræðirsnar hafa þótt valda byltingu á sviði liffræðinnar og telja margir að þær vísi veginn til að skilja gát- una um upphaf lífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.