Morgunblaðið - 16.10.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 16.10.1959, Síða 2
2 MORCVJSBLAÐ1Ð Fösfudagur 16. okt. 1959 Fé er nú sótt ausfur yfir Mýrdalssand Við Strandgötu 50 síðdegis í gær. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) — heldur rauk úr potti EINS og skýrt var frá í blaðinu síðastliðinn miðvikudag átti að gera tilraun til að ssekja slátur- fé austur yfir Mýrdalssand í fyrradag. Fréttaritari Mbl. í Vík símar: Fjárflutningar vestur yfir Mýr- dalssand hófust á þriðjudag og hefur verið flutt síðan. Þetta fé er úr Skaftártungu og Álftaveri. í morgun hófust svo flutningar — Skattarnir Framh. af bls. 1. hægara en erlendis að koma í veg fyrir skattasvik". Við þessa stefnu hefur flokk- urinn stöðugt haldið. Til dæmis var í hinni frægu fjögurra ára áætlun flokksins 1934 sagt: „Að breyta skatta- og tollalög- gjöfinni þannig, að tollum verði létt af nauðsynjum, en beinir skattar að sama skapi hækkaðir af háum tekjum og stóreignum". ♦ Af hverju koma sinnaskiptin Um þessa stefnu hafa Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks fyrr og síðar marga hildi háð. Ágrein- ingur um stefnu í skattamálun- um hefur e. t. v. skilið fremur á milli flokka en nokkuð atriði annað. Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram, að stefna Alþýðuflokks ins hlyti að leiða til öfga og niðurdreps heilbrigðu atvinnu- lífi og eðlilegri eignasöfnun í landinu. Fyrir ekkert hefur Al- þýðuflokkurinn aftur á móti svívirt Sjálfstæðismenn meira en þá hlífð við hina ríku, sem fæl- ist í aðvörunum flokksins og and stöðu hans gegn sihækkandi sköttum, ekki síst hinum stig- hækkandi tekjuskatti. Nú hefur Alþýðuflokkurinn skyndilega skipt um skoðun í þessum efnum. Um þau skoðana- skipti er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja. En menn hljóta að minnast þess, að loforð sumra hinna „æfðu stjórnmálamanna" hafa stundum verið haldlitil. A. m. k. ætti ekki að þurfa að eyða orðum að því að betur sé treyst- andi til efnda í þessu þeim, sem ætíð hafa fylgt þeirri stefnu, sem Alþýðuflokkurinn segist nú háfa snúizt til, en hinum, sem svo snögglega og óvænt hafa sann- færzt um réttmæti hennar, og- bersýnilega reyna að nota sínna- skipti sin til atkvæðaveiða, eins og sézt af Alþýðublaðinu í gær. S j álf stæðisf lokknum einum treystandi Um Framsóknarflokkinn er óþarft að ræða í þessum efnum. Saga hans — og þá ekki sizt Ey- steina Jónssonar — er saga um stöðugar skattahækkanir, þangað til svo- er komið úr hófi, að Tím- inn sjálfur á ekki nógu Ijót orð til þess að fordæma núgild- andi skattpíningu, þó að þar hafi engu verið breytt frá því, að Ey steinn Jónsson skildi við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn sett fram samfelda, ótvíræða stefnuskrá um lausn efnahags- málanna, þ. á. m. gerbreytingu á skattkerfinu. í tillögum sínum markar flokkurinn stefnu sína til aðkallandi vandamála skýrar en fyrr, en í fullu samræmi við það, sem hann hefur ætíð haldið fram. Ailir þeir, sem nokkurs meta, að samræmi sé á milli orða og athafna, munu þess vegna treysta Sjálfstæðisflokknum betur ein- mitt í þessum málum, heldur en hinum, sem hingað til hafa eytt meginhluta orku sinnar til að berjast fyrir því, sem þeir nú segjast ólmir vilja afnema. úr Meðallandi til Verzlunarfélags ins. Við flutningana eru notaðir tveggjadrifa trukkar og fylgir þeim jarðýta yfir vatnið á sand- inum til öryggis. Vegagerðin hef- ur lánað trukkana til flutning- anna, sem eru bæði erfiðir og dýr ir. Flóð þetta á Mýrdalssandi get ur skapað mikla erfiðleika fyrir bændur, sem búa fyrir austan, því allar vistir til vetrarins eru fluttar yfir sandinn á haust- in. Einnig er erfiðleikum bund- ið að koma afurðum frá slátur- húsinu á Kirkjubæjarklaustri, ef þetta lagast ekki á næsturihi. — Vatnið hefur heldur fjarað, en ómögulegt er að segja á þessu stigi, hvort úr rætist. Sölur í Þýzkalandi í FYRHADAG seldi togarinn Brimnes í Bremerhaven. — Var hann með 135 lestir og seldi fyrir 90,000 mörk. í gær seldu í Cuxhaven tveir togarar: Surprise 136 lestir fyrir 86,571 mörk og svo kom þangað togarinn Harðbakur, sem á dög- unum ætlaði að selja í Grimsby. Var hgnn með 167 lestir af fiski og seldi fyrir 97,993 mörk. Lögreglan þarf að tala við manninn.. í SAMBANDI við frásögn blað- anna af hinum ægilega bruna í húsinu Fossvogsbletti 33, þar sem börnin fórust, var þess getið, að einhver maður hafi komið fólk- inu til hjálpar. Hafði hann t. d. hringt á lögregluna. Rannsóknar- lögreglunni er ekki kunnugt um nafn þessa manns. En í sambandi við rannsókn málsins, er mjög nauðsynlegt að hún hafi tal af manni þessum. Er hann því vin- samlegast beðinn að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna — Debré Framhald af bls. 1. vörðungu fjalla um hernaðarlega hlið þeirra mála. Ekki yrði rætt við uppreisnarmenn um stjórn- málalega hlið málsins, enda við- urkenndi franska stjórnin hvergi rétt þeirra, sem stjórnmálalegs afls í landinu. Þá svaraði Debré árásum hægrimanna á Alsír-tillögur de Gaulles. Hann sagði að þessar á)rásir væru lltt hugsaðar og myndu skaða Frakkland, þvf að þær drægju úr þeim áhrifum sem ræða de Gaulles ætti að hafa. að sannfæra aðrar þjóðir um að Frakkar vildu viðurkenna SÍálfsákvörðunarrétt Alsír-búa. ★ Umræðurnar um Alsír-málið voru mjög heitar og harðskeytt- ar. Höfðu ýmsir öfgafullir hægri menn sig mjög í frammi og sögðu að með tillögum de Gaulles væri verið að stiga fyrsta skrefið til að aðskilja Alsír frá Frakklandi. Einna mesta athygli í umræð- um þessum vakti yfirlýsing eins fylgismanns de Gaulles, að nafni Lucien Neuwirth, að öfgaöfl hefðu gert samsæri um að ráða ýmsa ráðherra frönsku stjórnar- innar af dögum. Sgaði Neuwirth að Rauða höndin, leynihreyfing franskra landnema í Alsír, hefði þegar gert krossa við nöfn ráð- herra í frönsku stjórninni og myndi hún framkvæma morðtil- ræði á næstunni. Sagði hann að væntanlegir launmorðingjar væru þegar komnir til Frakk- lands frá Alsír og hefði þeim verið smyglað gegnum Spán. Neuwirth var einn af forustu- mönnum 13. maí-hreyfingarinn- ar, sem kom de G'UilH *il valda i fyrrasumar. i Ekki etdur HAFNARFIRÐI. — Síðdegis í gær var slökkviliðinu tilkynnt, að mikinn reyk legði upp af hús inu Strandgötu 50, og þar væri líklegast eldur laus. Liðið fdr þegar á vettvang, og kom þá í ljós, að hér var ekki um eld að ræða, heldur kom reyfeurinn úr potti eða pönnu, sem stóð á elda vél. Múgur og margmenni safn- aðist saman fyrir utan húsið, eins og jafnan þegar slökkviliðið gær kom til 2. umræðu tillaga frá Öddu Báru Sigfúsdóttur um stofnun byggingarfélags í bæn- um, er annaðist verulegan hluta nauðsynlegra íbúðabygginga. Var einnig í tillögunni lagt til, að bæjarstjórn fæli bæjarráði að semja greinargerð um fyrir- komulag hliðstæðra byggingar- félaga í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Hafði flutnings maður gert grein fyrir tillögunni á síðasta fundi bæjarstjórnar. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri skýrði frá því á fundinum í gær, að fyrir lægi frá Páii Líndal skrifstofustjóra bráða- birgðagreinargerð um afskipti bæjarfélaga á Norðurlöndum, sem hann kvaðst vænta að væri svipaðs eðlis og farið væri fram á í tillögunni. Vék hann síðan að opinberum afskiptum bæjarfé- lagsins að íbúðabyggingum í höfuðborgum Norðurlanda. Kvað hann rikið sjálft taka mjög veni- legan þátt í að leysa húsnæðis- Fjölsóttur fundur Sjálfstæðismanna á Bíldudal BÍLDUDAL, 15. okt. — Fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins héldu almennan stjórnmálafund í Félagsheimilinu á Bíldudal mánudaginn 11. október. Frum- mælendur á fundinum voru Þor- valdur Garðar Kristjánsson þing maður Vestur-ísfirðinga og Kjart an J. Jóhannsson, þingmaður ís- firðinga. Fundurinn var mjög vel sóttur og var ræðumönnum vel tekið. Kom fram einhuga áhugi á íundinum að gera sigur Sjálfstæð ismanna í komandi kosningum sém ailra glæsilegastan. — Fréttaritari. er kallað út, en slíkt getur að sjálfsögðu haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér, — taf- ið fyrir að slökkviliðsmenn kom ist að starfi sínu, en eirinig geta slys hæglega hlotizt af þegar börn og unglingar gerast of nær- göngul að brennandi húsum. Hús það, sem haldið var að kviknað væri í, er eitt hið elzta hér í Hafnarfirði, ásamt Brydes húsinu, sem Bjarni riddari Sí- vandamál fólks á hinum Norður- löndunum með því að tryggja fbúðalán. í Danmörku færu þessi byggingalán upp í 97% af kostn- aðarverði, en í Svíþjóð væru dæmi til þess að byggingarlánin næmu allt að 100% af kostnaðar- verði. Algengast mundi þó vera að lánin væru sem svaraði 80—90%. Hér á landi væri lánsfjárskort urinn aftur á móti lang stærsti og erfiðasti þröskuldur á vegi þeirra, sem væru að koma yfir sig þaki. vertsen lét reisa við Vestur- götu. Var það múrhúðað fyrir nokkrum árum og hefir jafnan verið búið í því. Mjög rólegt hefir verið hjá Slökkviliðinu í haust, og það ekki kallað út nema einu sinni, í september, þegar kviknaði í Kaupfélaginu. Liðið hefur yfir þremur bílum að ráða: einum nýlegum með háþrýstidælu, og tveimur eldri. — G. E. Varðandi afskipti bæjarfélag- anna sjálfra kvað borgarstjóri sér mundi óhætt að fullyrða, að ekkert bæjarfélag á Norðurlönd- um hefði látið sig íbúðabyggi'ng- ar éins miklu skipta og Reykja- vík. Borgarstjóri sagði að lokum, að hann drægi mjög í efa, að það væri rétt spor að ætla að koma sem mestum byggingarfram- kvæmdum í bænum á eina hönd. þar, sem annarsstaðar mundi frjáls samkeppni vera til bóta. Lagði.hann til að tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur yrði vísað til bæjarráðs. Var það samþykkt með 10 atkvæðum gegn 5. Frd fulltrúaráði Sjalfstæðis- _ félaganna í Reykjavík í DAG verða opnaðar á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisíé- laganna hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: VESTURBÆJARHVERFI, Aðalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu), sími 23113. MIÐBÆ J ARH VERFI, Breiðfirðingabúð (uppi), sími 24176. AUSTURBÆJARHVERFI, Skólavörðustíg 22 A, sími 24175. NORÐURMÝRARHVERFI, Skátaheimilið við Snorrabraut, sími 24177. HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI, Skipholti 15, sími 10628. LAUGARNESHVERFI, Sigtúni 23, sími 35240. LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI, Langholtsvegi 165, sími 35241. SMAÍBÚÐA-, bústaðavegs- og BLESU GRÓFARHVERFI, Breiðagerði 13, sími 35242. Allar skrifstofurnar verða opnar daglega kl. 16—22 og veita ailar venjulegar upplýsingar um kosningarnar. Lánsfjárskorturinn er erfiðasti þrösk uldur húsbyggjenda Frá umrœðunum á bœjarstjórnarfundi Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.