Morgunblaðið - 16.10.1959, Qupperneq 11
Föstudagur 16. okt. 1959
MORCUNRLAÐ1Ð
11
Þorsteinn Konráðsson
F. 16. sept. 1873. — D. 9. okt. 1959.
ÞORSTEINN var íæddur í Múla
í Línakradal í Húnavatnssýslu,
sonur hjónanna Konráðs Kon-
ráðssonar og Guðrúnar Þorsteins-
dóttur, sem síðan fluttust að Mýr-
um í Hrútafirði. Þar dó Konráð á
bezta aldri, 1888. Guðrún giftist í
annað sinn merkisbóndanum
Hannesi Þorvarðarsyni á Hauka-
gili í Vatnsdal og hafði
þangað með sér sonu sína,
Þorstein og Eggert. — Hann-
es dó eftir skamma sambúð
þeirra, en Guðrún bjó áfram á
Haukagili með mikilli rausn og
skörungsskap, þangað til Eggert
tók við jörð og búi. Hún iézt
1917.
Þorsteinn leitaði sér ungur
mennta út fyrir átthagana, lauk
átján ára gamall góTgnfræðaprófi
úr Flensborgarskóla og var auk
þess einn vetur við nám í Reykja
vík hjá Jónasi organista Helga-
syni. Þegar hann kom heim, varð
hann ráðsmaður hjá móður sinni,
en stundáði jafnframt barna-
kennslu á vetrum. Vorið 1900 fór
hann að Eyjólfsstöðum í Vatns-
dal og kvæntist árið eftir Mar-
gréti, sem ein lifði barna þeirra
Eyjólfsstaðahjóna, Jónasar Guð-
mundssonar og Steinunnar Steins
dóttur. Um nokkurra ára skeið
voru þau eldri og yngri hjónln
þar í sambýli, en smám saman
tóku þau Þorsteinn og Margrét
við allri jörðinni ásamt Bakka,
sem þá var lagður undir Eyjólfs-
staði. Þau bjuggu þar til 1938,
er þau voru tekin að lýjast við
búskapinn, en ekki horfur á. að
neitt bama þeirra mundi taka
við jörðinni. Þau seldu hana þá,
þótt þeim þætti erfitt að skilja
við hana og Vatnsdalinn, en við
tóku þau hjónin Bjarni Jónas-
son og Jenný Jónsdóttir, sem
síðan hafa búið þar með mynd-
arskap og ræktarsemi við bessa
fallegu jörð. Þau Þorsteinn og
Margrét fluttust til Reykjavíkur
og keyptu húsið mv 64 við Berg-
staðastræti, en Þorsteinn stund-
aði bókhald og skrifstofustórf,
meðan honum entist heilsa til.
Þorsteinn Konráðsson var mað-
ur fjölhæfur og lagði á margt
gjörva hönd. 'Hann var mikitl
verkmaður, að hverju sem hann
gekk, útsjónarsámur og forsjáll
búmaður. Búið var aldrei mjög
stórt, en gagnsamt og arðbært.
Þar stóð allt á traustum fótum,
og voru jafnan nægar fyrningar
í garði og forði í búri. Hann
bætti jörðina mjög, eftir því sem
tök voru á og tæki til á þeim
tímum, enda hlaut hann fyrir
þær framkvæmdir heiðurslaun úr
styrktarsjóði Kristjáns konungs
níunda árið 1924. Hann reisti
1918 vandað íbúðarhús úr steini,
sem lengi mun standa, og voru
slík hús þá enn fá þar um sveit-
ir. Hann var mikill hagleiksmað-
ur, jafnt á smíðar úr tré og
málmum, og bar heimilið því
margvísleg vitni. Tónlist var hon
um sérstakt hugðarefni alla tíð,
hann var organisti í Undirfells-
kirkju 1895—1938, eignaðist
smám saman stórt safn íslenzkra
og erlendra nótnabóka og var
fjölfróður um þau efni. Eftir
því sem honum gafst meira tóm
frá bústörfum, tók hann að sinná j
meir ýmsum þjóðlegum fræðum, j
kom sér upp góðu bókasafni og
skrásetti margan fróðleik úr hér-
aði. Sérstaka stund' lagði hann
á að safna gömlum galdrakver-
um hvaðanæva, skrifaði þau upp
og teiknaði galdrastafina af mik-
illi vandvirkni. Hann naut hin
síðari ár nokkurs styrks af Al-
þingi til fræðistarfa, og má vænta
þess, að ýmislegt, sem hann S3fn-
aði og ritaði, eigi eftir að koma
seinni tíma fræðimönnum í góð-
ar þarfir. — Eins og að líkum
lætur átti Þorsteinn allmikinn
hlut í málum sveitar og safnað-
— minning
ar og öðrum félagsmálum, þótt
hér verði ekki talið.
Ef geta skyldi eins hæfileika
Þorsteins öðrum fremur, mundi
ég vilja nefna hinn lifandi áhuga
hans á því, sem honum þótti
mikils um vert, og hið andlega
fjör, sem brást honum ekki, jofn-
vel eftir að heilsan var á þrot-
um og sjónin biluð. Hann var
óþreytandi að tala um hugðar-
efni sín og það sem vakið hafði
aðdáun hans. Hann var manna
ræktarsamastur við allar góðar
minningar og gat einatt með
hrifningu sinni lyft því, sem öðr-
um virtist smærra, upp í hærra
veldi. Það var jafnan hressandi
að eiga tal við hann, og hann
verður öllum þeim minnisstæður,
sem kynntust honum.
★
Það er ekki ofmælt, að hjóra-
band þeirra Þorsteins og Mar-
grétar hafi verið fágætlega gott,
svo samrýnd sem þau voru og
samhent í öllu, enda heimilislífið
hlýtt og ánægjulegt. Heimitið á
Eyjólfsstöðum var annálað fyrir
myndarskap, gestrisni, og hjálp-
semi. Og samheldni var jafnan
hin bezta með allri fjölskyld-
unni.
Þau Þorsteinn og Margrét eign-
uðust níu böm, og komust átta
til fullorðinsára:
Sigurður, stórkaupmaður, d.
1946, kvæntur Kristínu Hannes-
dóttur, sem lifir mann sinn.
Jóhannes, meðeigandi Körfu-
gerðarinnar, d. 1937, kvæntur
Önnu Gísladóttur, sem lifir mann
sinn.
Guðrún, gift Magnúsi Hannes-
syni, rafvirkjameistara.
Unnur og Hulda, verzlunar-
meyjar.
Hannes, stórkaupmaður, kvænt
ur Jóhönnu Thorlacius.
Konráð, verzlunarmaður, kvænt
ur Steinunni Vilhjálmsdóttur.
Kristín, gift Guðlaugi Guð-
mundssyni, bifreiðarstjóra.
Loks má geta þess, að þau
ólu upp nöfnu Margrétar, Mag-
gréti Jósefsdóttur, sem gift er
Guðmundi Jóhannessyni, málara.
Þó að þau hjónin yrðu fynr
þeirri sorg að missa tvo elztu
syni sína, báða mikilhæfa mfenn,
var þeim gefið mikið barnalán.
Þau sýStkini eru öll ágætlega
gefin, atgervis- og dugnaðarfólk
og hafa komizt vel áfram, og
upp eru að renna nýjar kyn-
slóðir og efnilegar, sem lofa góðu
um framtíð ættarinnar. Þess
verður sérstaklega að minnast,
að þær systurnar, sem ógiftar
eru, Unnur og Hulda, gerðu for-
eldrum sínum kleift að halda
heimilinu í sömu skorðum, þegar
þau tóku að eldast og heilsan að
bila, og hafa annast þau af ein-
stakri alúð og umhýggju, sam-
hliða öðrum störfum sínum.
Margrét átti áttræðisafmæli
síðastliðinn sunnudag, 11. októ-
ber, tveimur dögum eftir andiát
Þorsteins. Eins og nærri má geta,
hafði fjölskyldan ætlað sér að
halda þann dag hátíðlegan, en
örlögin réðu því, að á honum
varð annar blær. En hún var
samt þann dag umkringd börn-
um sínum, tengdabörnum og
barnabörnum og umvafin ást
þeirra, þakklátsemi og hluttekn-
ingu. Það er líka mikil gæfa,
þótt samvistum þessa heims sé
slitið, að geta í aftanskini minn-
inganna horft yfir nærfellt sextíu
ára sambúð, sem aldrei hefur
borið skugga á innan frá og svo
mikil blessun fylgt í farsæld
niðjanna og hylli góðra manna.
S. N.
iíyndakmAi
IflKíCOWUWMAK
Ný ásiarsaga i rökkrinu
Leyndarmál leikkonunnar
Jean Dawson er ung stúlka, sem dreymir um frægð og
frama á leiksviðinu. — Hún gerist staðgengill hinnar
fi;ægu kvikmyndaleikkonu Lolu Merrett, sem hafði horfið
á dularfullan hátt, en Jean er tvífari Lolu. Kvikmynda-
takan fer fram í frumskógum Afríku. Þar gerast hinir
furðulegustu atburðir. I hlutverki Lolu lendir hún óafvit-
andi í höndum harðsvíraða eiturlyfjasmyglara, og verður
að þola fyrirlitningu Dtui Shane, fréttaritara, sem hún
elskar og tilbiður.
Saga um ÁSTIR EITURLYFJASMYGL og
KVIKMYNDATÖKU
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 56., 57., og 58. tbl. Lögbirtingablaðsins
1959, á hluta í Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg, hér í
bænum, eign Steingríms Kl. Guðmundssonar, fer fram
eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik á eigninni sjálfri
mánudaginn 19. október 1959, kl. 3 síðdegis.
BORGARFÓGEINN í REYKJAVlK.
Sendisveinn
Röskur piltur óskast til sendiferða á skrifstofu
okkar, hálfan eða allan daginn.
J. Þorláksson & Norðmann hf.
' Bankastræti 11.
Smáíbúðarhús
til sölu er smáíbúðarhús við Akurgerði. Eignin er
mjög vönduð að öllum frágangi. Bílskúrsréttindi
fylgja. Uppl. veitir
EGILL SIGURGEIRSSON, hrl.
Austurstræti 3 — Sími 15958.
Unglingsstúlka
óskast til innheimtustarfa nú þegar.
íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f.
Garðastræti 2.
. JOHNSON & KAABER H/r