Morgunblaðið - 16.10.1959, Qupperneq 12
12
MORcrnvnr 4niÐ
Föstudagur 16. okt. 1959
tTíg.: H.f. Arvakur Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson fábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Juhannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstrseti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
//
STÓRVELDI" Á ALMENNINGS
KOSTNAÐ
Fyrir 25 árum: Folmer Bendtsen, Carl Falbe-Hansen, Albert Gammelgaard, Axel Skjaldborg,
Helge Nielsen, Klein Rasmussen, Peder Larsen (hálffalinn), Valdemar Secher, Carl Österbye. —
Standandi: Svend Engelund, þjónninn, Alexander Klingspor. — Á myndina vantar Jón Engil-
berts, Viggo Rohde og Guðmund Lervad.
25 árum seinna, fyrir framan myndina fsland, eftir Jón Engilberts: Jón Engilberts, Cari Falbe-
Hansen, Albert Gammelgaard, Knud Raasehou-Nielsen, Tove Ólafsson, Valdemar Foersom Hegn-
dal, J0rgen Andersen-Nærum, Peer Dahl, Anna Maria Lutken, Carl Österbye. Standandi: Erik
Poulsen, Guðmund Lervad, Alexander Klingspor. Á myndina vantar formanninn Helge Nielsen
og Chr. Faarup.
Kammeratarnir" 25 ára
I-^TN AF ástæðunum til þess
| að slitnaði upp úr sam-
■Á starfi framleiðenda og
neytenda um ákvörðun verðs á
landbúnaðarvörum, var sú tcr-
tryggni, sem myndazt hefur
vegna hækkunar milliliðakostn-
aðar á vörum þéssi’m. Sá kostn-
aður leggst ofan á verðið, sem
bændum er ákveðið. Hækkun
hans eða lækkun hefur þess
vegna ekki síður þýðingu fyrir
neytendur en samsvarandi breyt-
ingar á þeim hluta verðsins, sem
bændum er ætlaður.
Engu að síður er fyrirkomuiag-
ið það, að fulltrúum neytenda
er ekki fenginn neinn afskipta-
réttur af ákvörðunum milliliða-
kostnaðarins. Ákvörðunarvaldið
um hann ar algerlega í höndum
framleiðsluráðs, þar sem fulltrú-
ar neytenda koma hvergi nærri.
★
Mestur hluti milliliðakostnað-
arins er þó beint lagður ofan á
verðið til bænda og lendir þess
vegna þegar í fyrstu atrennu á
neytendum. Með þeim fyrirvara
þó, að kostnaðurinn er fyrirfram
áætlaður, svo að ef hann reyn-
ist lægri eða hærri tiltekið tíma-
bil, þá kemur það bændum til
góðs á því tímabili. En á*næsta
tímabili er miðað við reynsiu
hins fyrra, ,svo að ekki er um
að villast, aé það eru neytendur,
sem þurfa að standa undir þess-
um gjöldum.
Hið sama verður og um bann
hluta kostnaðar, svo sem við
flutning á mjólk frá bændum til
mjólkurbúa, sem bændur greiða
beint eða er dreginn frá verði
vörunnar, þegar þeim er greitt
það. Þessi kostnaður er að sjálf-
sögðu talinn til rekstrarkostnað-
ar búa og leggst þess vegna of-
an á þann hluta verðsins, sem
fer til að borga hið svokallaða
kaup bóndans. Verð vörunnar til
neytenda hækkar því eða lækk-
ar í samræmi við breytingar á
þessum kostnaði og verða neyt-
endur ótvírætt að standa undir
honum að lokum.
★
Engin ástæða er til að efa, að
framleiðsluráð hefur tekið á-
kvarðanir sínar um þessi efni
eftir beztu vitund. En skilyrði
þess til að dæma um réttmæti
hinna framlögðu reikninga eru
harla bágborin.
Sumsstaðar kemst þó sam-
keppni að, svo sem í kjötverzlun.^
Þar hefur framleiðsluráð sarrúð
við smásala um álagningu beirra
og telur sig sízt hafa fallizt á
að hafa hana of háa.
1 dreifingu mjólkurinnar er
hins vegar -engin samkeppni.
Sveinn Tryggvason, framkvæma-
stjóri framleiðsluráðs, hefur
skýrt frá því, að 100% af þeirri
mjólk, sem hér skiptir máli, sé
meðhöndluð af samvinnufyrir-
+ækjum bændanna sjálfra. Það
fyrirkomulag er út af fyrir sig
heilbrigt. En engin mannleg störf
eru hafin yfir gagnrýni. Ef hún
fær ekki að komast að, er hætta
á ferðum.
★
Ekki verður um það villzt, að
hér er hætta fyrir hendi. Neyt-
endur hafa löngum kvartað yfir
ófullnægjandi þjónustu af hálfu
Mjólkursamsölunnar. í samnæri-
legum borgum erlendis við
Reykjavík þykir það t. d. sjálf-
sagt, að mjólk sé send heim til
neytenda. Svo var og áður fyrri
hér í bæ. En ráðamenn mjólkur-
samsölunnar hafa ekki vhjað
sinrik eðlilegum óskum neytenda'
um þetta.
Einn þeirra hefur sagt, að
húsmæður í Reykjavík væru
ekki of góðar til þess að fara
sjálfar í mjólkurbúðirnar og
sækja mjólkina. Slík ummæli eru
í senn kaldranaleg og lýsa litl-
um skilningi á högum húsmæðra,
sem hafa stórum heimilum og
mörgum smáum börnum að
sinna.
Hitt er rétt, að þessi bjón-
usta mundi auka á kostnaðinn.
En ef neytendur sjálfir vilja taka
hann á sig, af hverju má ekki
verða við óskum þeirra, sem það
vilja?
E. t. v. er það vegna þess, sð
þá mundi verða gerð gangskör
að því að athuga aðra kostnað-
arliði til lækkunar en hingað til
hefur verið gert. Rík ástæða er
til þess að ætla, að þar hafi ekki
verið svo sparlega á haldið :-em
skyldi.
Ljóst dæmi þess er „stórveld-
ið“ sem SÍS gortar af að Kaup-
félag Árnesinga hafi komið upp
í „samgöngum á landi“.
★
„Stórvelðið" á Selfossi er
þannig upp byggt, að sjálft á
Kaupfélag Árnesinga einungis
16 bíla, en Mjólkurbú Flóamanna
54. Svo er kallað, að Mjólkurbúið
reki sjálft bíla sína. Kaupfélag
Árnesinga hefur aftur á móti
tekið að sér að annast viðgerðir
bílanna og selur þeim t. d. allur
olíur og benzín. Mörgum bónd-
anum , sem hefur sinn eigin
benzíntank, þykja þetta óhyggi-
leg viðskipti. Um afleiðingarnar
þarf og ekki að fjölyrða. „Stór-
veldið“ talar þar sínu skýra
máli.
Tíminn lætur sér ekki allt fyr-
ir brjósti brenna. En svo er að
sjá sem jafnvel honum ofbjóði
þeir starfshættir, sem hér hefur
verið lýst. Hann hefur enn ekki
treyst sér til að gefa neinar skýr-
ingar á fullyrðingu SÍS um, að
Kaupfélag Árnesinga ætti megin
hluta bílakosts Mjólkursamsöl-
unnar. Slík fullyrðing hefði að
sjálfsögðu ekkí verið höfð í
frammi, ef SÍS herrarnir nefðu
ekki séð „stórveldið“ meðhöndla
bíla Mjólkurbúsins sem sína
eign.
Að vísu lendir kostnaðurinri af
allri þessari ráðsmennsku, eins og
fyrr segir, á neytendum en ekki
bændum, áður en yfir lýkur. Þó
er bændum sízt greiði gerður með
þessu háttalagi. Samstarfssht
neytenda og framleiðenda um á-
kvörðun verðlags landbúnaðar-
vöru sýna hver hætta er á fecð-
um, ef tortryggni kemst að.
Hér þarf ótvírætt að koma á
nýrri skipan. Neytendur verða
að fá rétt til að fylgjast með
þessum milliliðakostnaði og segja
sitt um hann. Það er eitt af
skilyrðunum fyrir því, að á ný
náist samkomulag á milli neyt-
enda og framleiðenda um ákvörð
un verðs á landbúnaðarvörum. Ef
ekki tekst að ná þvílíku sam-
komulagi, sem komi í veg fvrir
áframhaldandi víxlhækkanir
kaupgjalds og verðlags, er allt
efnahagskerfi þjóðarinnar í
hættu.
I DANMÖRKU eru til samt.ök
listamanna, sem nefna sig
„Kammeraterne". Allir listunn-
endur kannast við þennan félags-
skap, enda er hann nú orðinn 25
ára gamall. Þessa dagana stendur
einmitt yfir í Kaupmannahöfn
afmælissýning á verkurii þessaia
listamanna. Danska blaðið B. T.
sagði fyrir nokkrum dögum frá
afmælinu og birti meðfylgjandi
myndir.
í hópi þeirra félaga er íslenzk-
ur málari, Jón Engilberts, og
annar listamaður, sem íslending-
ar þekkja vel, Tove Ólafsson,
myndhöggvari. Hún varð fyrsti
myndhöggvarinn í hópnum, er
hún var tekin í félagsskapinn ár-
ið 1944, en hún þótti hlutgeng
þar eð hún „lýsir í steininum því
sama sem málararnir á léreft-
inu“.
Þennan félagsskap stofnuðu 8
málarar árið 1935. Arið eftir
bættust 4 í hópinn, þar á meðal
Jón Egilberts. Málararnir hóíu
herferð gegn landslagsmálverk-
unum, sem þá ríktu á öllum sýn-
ingum. Þeir fylktu sér um svo-
kölluð fíguratív málverk, og
vildu lýsa starfinu, vinnustaðn-
um og hversdagslífinu yfirleitt.
Félagarnir hafa ekki alltaf verið
sammála og stundufn hefur ver-
ið allstormasamt hjá þeim. Ýms-
ir þeir, sem voru með í byrjun
KANSAS, 13. okt. NB-AFP. —
Eisenhower Bandaríkjaforseti
hét í dag á allar frjálsar þjóðir
að taka upp sjálfviljugt samstarf
um áætlun til að hjálpa varirækt
um löndum, þannig að þau geti
smám saman og með meiri flýti
bætt lífskjör sín. Forsetinn hélt
ræðu sina þegar hann lagði horn
steininn að hinu svokallaða For-
setabókasafni £ Abilene í Kansas,
en það er reist í minningu þess
að hann eyddi stórum hluta
bemsku sinnar þar.
Hann sagði að eitt að takmörk-
og þóttu efnilegii;, eru hættir,
aðra hafa sterkari samtök hrif-
ið burt. En á 25 ára afmæiinu
er kjarninn samt sá sami.
um Bandaríkjanna væri það að
koma á alþjóðlegu efnahagskerfi
sem gerði hverju landi kleift að
öðlast svo mikið efnalegt sjálf-
stæði, að það geti tryggt hverj-
um borgara efnahagslegt öryggi.
En í heimi framtíðarinnar verð-
ur nauðsynlegt að læra að starfa
saman, sagði hann, annars verð-
ur aldei lag á heiminum. Hann
kvaðst vona að væntanlegt efna-
hagskerfi gæfi hverju landi tæki
færi til að auka útgjöld sín og
færa út kvíarnar í viðskiptaheim
inum, og væri slíkt mjög mikil-
vægt fyrir velferð og öryggi
Bandaríkjanna sjálfra. Auk þess
væri það nauðsynlegur grundvöll
ur réttláts og varanlegs friðar.
Eisenhower hiður um hjúlp
hundu vunræktum löndum