Morgunblaðið - 16.10.1959, Síða 23
Föstudagur 16. okt. 1959
MORGVNBLAÐIÐ
23
Reglubundnar ferðir milli Keflavíkur
og Kaupmannahafnar í bígerð hjá
Pan American Airlines
PAN AMERICAN flugfélagið
mun hafa í hyggju að hef ja reglu
bundnar ferðir með I>otum milli
New York — Keflavíkur og Kaup
mannahafnar eftir áramótin.
Mundu þotur þá verða í fyrsta
sinni í reglulegu farþegaflugi til
og frá Islandi. Samkvæmt því er
Einar Farestveit tjáði blaðinu í
gær hefur endanleg ákvörðun
ekki verið tekin í málinu, en í
haust mun Pan American hefja
ferðir til Kaupmannahafnar með
Boeing-707 þctum sinum og nú
er til umræðu að hafa viðkomu í
Keflavík, þegar DC-8 þoturnar
verða teknar í notkun í janúar
n.k., sagði Einar.
Pan American er eina erlenda
flugfélagið sem leyfi hefur til
þess að taka hér póst og farþega.
Undanfarið hefur félagið haft
reglulega viðkomu í Keflavík
einu sinni í viku á leið frá New
York til Oslo, Stokkhólms og Hels
ingfors — og síðan aftur í baka-
leið. Nú eru DC-7 flugvélar á þess
ari flugleið félagsins og þotur
verða ekki settar á hana í bráð,
því flugvellirnir í Osló, Stokk-
hólmi og Helsingfors eru ekki við
urkenndir. nægilega stórir fyrir
þoturnar.
Flugvöllurinn í Kaupmanna-
höfn er hins vegar nógu stór og
26. þ.m. hefjast þotuferðir Pan
Am. þangað. Sífelt fjölgar flug-
leiðum, sem Boeing-707 þotur
fljúga á. Þær hafa nú viðkomu í
11 borgum um allan heim — og i
október bætast 6 Evrópuborgir
við: Frankfurt, Brussel, Amster-
dam, Diisseldorf og Hamborg auk
Kaupmannahafnar.
Einar Farestveit sagði, að ef
reglulegar þotuferðir hæfust frá
Keflavík til Hafnar og New York,
eins og hann vonaði fastlega, yrði
fargjaldið til Kaupmannahafnar
hið sama og með íslenzkum flug-
vélum. Það yrði á hinu svokall-
aða „sparifarrými“.
DC-8 þoturnar eiga að geta
rúmað 161 farþega, eða rösklega
20 fleiri en Boeing-707. Þær koma
til með að fljúga á 2 klst. 45 mín.
milli Keflavíkur og Kaupmanna
hafnar, en þá leið er Viscount 3
klst. 45 mín. til 4 klst. og væntan-
lega verða DC-6b flugvélar Loft-
leiða svipaðan tíma á leiðinni. En
á „sparifarrými“. Pan Am. eru
veitingar mun rýrari en hjá ís-
lenzku flugfélögunum. Brauðstríð
ið fræga milli SAS og Pan Am.
varð einmitt út af veitingum á
„sparifarrými". Pan Am. þótti
SAS veita of gimilegar brauð-
sneiðar — og síðan voru settar
nákvæmar reglur um það hvernig
brauðsneiðar á „sparifarrýmum"
skyldu lita út og bragðast. Vín
er heldur ekki veitt á þessu far-
rými, en í þotunum eru líka dýr-
ari farrými, sem bjóða upp á öll
heimsins |>ægindi.
Mbl. hafði tal af fulltrúa F’ug-
félagsins og spurði hann hvort
fréttin þætti ekki slæm í hans
herbúðum. Kvað hann nei við.
Sagðist ekki hafa neina trú á því
að fslendingar mundu frekar
ferðast með þotunum, ef til kæmi
— enda þótt þær væru klukku-
stund fljótari á leiðinni til Hafn-
ar. Það tæki hvort sem er klukku-
stund að aka til Keflavíkur. Auk
þess væru veitingar í íslenzku
flugvélunum miðaðar við ferða-
mannafarrými og þar væri se’.dur
tollfrjáls varningur, sem ekki
væri á sparifarrýmum erlendra
félaga.
Á Ameríkuleiðinni verða far-
gjöld PanAm. hærri en Loftleiða.
Það er einmitt á þeirri leið, sem
Loftleiðir hafa lækkað fargjöld
niður fyrir önnur flugfélög. Þotu
ferðin er hins vegar mun fljótari
til New York, um 5 stundir —
miðað við 12 stundir með Sky-
master og 8 stundir með DC-6b.
Rak á land
NESKAUPSTAÐ, 15. okt. —
Tankinn, sem undanfarnar vik-
ur hefir verið á reki fyrir Aust-
urlandi, eins og skýrt hefir ver-
ið frá í blöðum og útvarpi, rak
á land utarlega í Norðfirði fyrir
um viku síðan, við svonefndan
Nýpustapa. Undanfarna daga
hafa verið gerðar tilraunir til að
ná honum á flot og flytja hann
til Neskaupstaðar. Hefur vélbát-
urinn Bergur unnið að því. Tank
urinn náðist á flot í morgun og
var dreginn inn í höfnina hér í
Neskaupstað. Þegar hann var
þangað kominn sökk hann. Er nú
unnið að því að flá honum app
aftur. Tankurii— =r 10 n
á lengd, breidd 6 m og á þriðja
metir á dýpt. Mun hann taka
milli 120 og 150 þúsund lítra og
virðist vera úr góðu járni, ea
nokkur göt eru á honum ofan-
sjávar. — Fréttaritari.
Lisfaverk Engilberts
í BLAÐINU í gær var birt leið-
rétting frá Listaverkanefnd
Reykjavíkur við frétt sem „Tím-
inn“ birti frá Kaupmannahöfn. —
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að fyrirsögnina á greinar-
stúfinn setti blaðið sjálft.
— Byggir h.f.•
Framh. af bls. 22.
lokinni, var þess mjög óskað af
opinberu fyrirtæki hér í bænum,
að fá tæki þessi lánuð vegna
skiptingar á gluggarúðum í húsi
einu. Var svo ráð fyrir gert, að
lánið tæki aðeins nokkra daga.
Lánið var veitt, enda allþýðingar
mikið að vita hvort eigi væri
hægt að nota tækin við hús sem
þetta. Tækjunum var þó eigi skil-
að fyrr en eftir nokkuð lengri
tíma, en ráð hafði verið fyrir gert,
m.a. vegna þess að byggingameist
ari sá, er hafði með verk þetta að
gera, léði Ríkisútvarpinu tækin
við uppsetningu á loftneti á hinu
sama húsi. Var þetta framlán
gert án samráða við oss.
í júlímánuði sl. mun sá fyrir-
svarsmaður Ríkisútvarpsins, sem
tækin hafði fengið lánuð, hafa
sent Utanríkisráðuneytinu, varn-
armáladeild, kæru á oss vegna
þess að vér hefðum látið nota
tæki þessi hér í bænum.
Um 21. júlí sl. fréttum vér á
skotspónum frá fyrirsvarsmönn-
um varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli, að Varnarmálanefnd
hefði bannað vamarliðinu að láta
oss hafa á hendi nokkur verk á
þeirra vegum.
Hinn 28. júlí 1959 ritaði síðan
Utanríkisráðuneytið, varnarmála-
nefnd, oss bréf þar sem oss var
tilkynnt að opinber rannsókn
hefði verið fyrirskipuð á hendur
oss, vegna fyrrgreindra afnota
nefndra tækja, þá segir orðrétt í
bréfi þessu: „Þar sem hér er
einnig um að ræða gróft brot á
því trúnaðartrausti, sem ráðu-
neytið hefur sýnt yður, hefur
ráðuneytið ákveðið að afturkalla,
fyrst um sinn, heimild þá sem
þér hafið haft til að bjóða í við-
haldsvinnu hjá verkfræðinga-
deild varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli".
Hin opinbera rannsókn fór síð-
an fram dagana 29. júlí og 2. ágúst
sL og er ekki annað vitað, en allt
hafi þar komið fram er tæki
þessi verðar og hér skiptir máli.
Skjöl rannsóknar þessarar munu
þegar hafa verið send ráðuneyt-
inu.
Hinn 19. ágúst 1959 ritaði Utan-
ríkisráðuneytið, varnarmála-
deil doss enn bréf og er þar til-
kynnt að oss sé óheimilt“ .... að
bjóða í önnur verk fyrir varnar-
liðið, er byggist á notkun toll-
frjálsra tækja, m.a. þjónustu-
samninga eins og samninga um
rekstur strætisvagna“.
Fyrirsvarsmenn varnarliðsins
hafa munnlega tjáð fyrirsvars-
mönnum vorum, að þeim hafi af
íslenzkum yfirvöldum verið bann
að að taka við nokkrum tilboðum
frá oss í verk fyrir þá, án nokk-
urrar takmörkunar.
Tilraunir vorar til að fá þetta
leiðrétt hafa engan árangur bor-
ið og bréfum vorum til Utanrikis
ráöuneytisins, varnarmáladeild-
ar, hefur alls ekki verið svarað.
Ekki hefur verið höfðað sakamál
á oss vegna þessa og ekkert hef-
ur heýrzt um nefnda rannsókn
síðan.
Oss er eigi kunnugt um, að það
hafi komið fyrir áður ,að aðilar
er verk hafa haft á Keflavíkur-
flugvelli, hafi verið útilokaðir
frá því að hafa á hendi verk þar,
þó borizt hafi kæra á þá fyrir
lagabrot og það eigi þótt opinber
rannsókn hafi farið fram.
Teljum vér að vér höfum eigi
verið settir við sama borð og
aðrir í þessum efnum og munum
á næstunni gera ráðstafanir til að
fá úr því skorið, hvort aðgerðir
Utanríkisráðuneytisins, varnar-
máladeildar, hafa við rök að styðj
ast.
BYGGIR HF.
Samkomur
Z I O N — Óðinsgötu 6-A
Vakningasaimkoma í kvöld kl.
20,30. — Allir velkomnir.
Bræðraborgarstíg 34
Samkoma í kvöld kl. 20,30. —
Leslie Randall og David Proctor
tala. Allir hjartanlega velkomnir.
Fíladelfía
Næstkomandi sunnudag hefur
Fíladelfíusöfnuðurinn útvarps
guðsþjónustu kl. 13,15.
Félagslíi
K.R. — Skíðadeild
Sjálfboðavinnan er í fullum
gangi. Mætum öll um helgina. —
Farið verður frá Varðarhúsinu
kl. 2 á laugardag. — Stjórnin.
Skíðadeild I.R.
Vinnan við skálann heldur
áfram um þessa helgi. — Nú er
skorað á alla l.R.-inga, eldri sem
yngri, að mæta í Hamragili um
helgina, svo unnt verði að dvelja
í skálanum á komandi vetri.
Þeir, sem geta, mæti með hamar
og sög. Ferðir frá B.S.R., laugar-
dag kl. 2 e.h. og sunnud. kl. 10
fyrir hádegi. — Stjórnin.
V i n n a
Danskur maður og stúlka
óska eftir atvinnu frá 1. nóv.
Hafa verið í landbúnaðarskóla og
húsmæðraskóla. Góð meðmæli.
Hann er vanur öllum nýtízku
vélum. Hún er dugleg við alla
matreiðslu. Bæði 1. flokks vinnu
kraftur. — Erik Christoffersen,
Oalgárd, Vinkel, Viborg. — Lis
Christinsen, Vejrum Nr. Mark,
Vejnimbro, Danmark.
Hjartans þakkir til barna minna, tengda og barna-
berrna og annarra ættingja og vina, sem glöddu mig á
sextugsafmæli mínu með heimsóknum, gjöfum, blómum
og skeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
G. Fr. Guðmundsson
Skrifstofum vorum, verzlun og vörugeymslum
verður
lokað kl. 1-4 e.h.
í dag föstudaginn 16. þ.m. vegna útfarar
Þorsteins Konráðssonar frá Eyjólfsstöðum.
Ludvig Storr & Co.
Skrifstofum vorum og vörugeymslum verður
lokað kl. 1-4 e.h.
í dag föstudaginn 16. þ.m. vegna útfarar
Þorsteins Konráðssonar frá Eyjólfsstöðum.
Hafltnes Þorsteinsson & Co.
Lokað
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar
Þorsteins Konráðssonar.
Rafvélaverkstæðið Volti
Systir okkar
SIGURBJÖRG BENJAMlNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu Engihlíð 12, miðvikudaginn
14. október kl. 10.00 árdegis.
Fyrir hönd systkinanna og annarra aðstandenda.
Guðmundur Benjamínsson.
Eiginmaður minn
KRISTMANN GÍSLASON
Móakoti, Stokkseyri,
lézt af slysförum miðvikudaginn 14. þessa mánaðar.
Guðríður Sæmundsdóttir.
Jarðarför eiginkonu minnar og móður minnar
INGIBJARGAR HAFSTEIN
fer fram í Fossvogskirkju, laugardaginn 17. október
1959 kl. 10,30 f.h.
Jón K. Hafstein, Þórunn Hafstein
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við andlát
og jarðarför fósturföður míns
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR
frá Vestmannaeyjum.
Guðrún Helgadóttir.
Alúðar þakkir öllum þeim, sem auðsýndu mér og
mínum samúð við andiát og jarðarför mannsins míns
séra SIGTRYGGS GUÐLAUGSSONAR
fyrrum prófasts að Núpi í Dýrafirði.
Ég þakka fyrrverandi söfnuðum hans þremur og Núps-
skólanum, sem óskuðu eftir að kosta útför hans.
Guð blessi yður öll.
Hjaltlína Guðjónsdóttir.
Kveðjuathöfn um föður okkar
ALEXANDER HALLDÓRSSON
frá Neðri-Miðvík,
sem andaðist í Landsspítalanum 13. þessa mánaðar fer
fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 17. þ.m. kl. 10,30
fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Jarðarförin
sem fer fram á'ísafirði verður auglýst síðar.
Börn hins látna.