Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 1
24 síður
46. árgangur
232. tbl. — Miðvikudagur 21. október 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Undir forystu Sjálfstœðismanna hafa fram
farirnar verið mestar og
þjóðinni vegnað bezt
Verðbólguskessan skellti V-stjórnínni
— Gunnfáni Framsóknar dreginn i hálfa stöng
Frá útvarpsumræðunum i gærkvöldi
tjTVARPSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi einkenndust annars vegar
af markvissri sókn ræðumanna Sjálfstæ'ðisflokksins en hins vegar
af sundurþykkju og gagnkvæmum ásökunum ræðumanna vinstri
fiokkanna hvers á hendur öðrum. Einar Olgeirsson hóf umræðurnar
með gamalli plötu, sem hlustendur höfðu oft heyrt í útvarpi áður.
Af öðrum ræðumönnum vinstri flokkanna má sérstaklega minna
á Hermann Jónasson, formann Framsóknarflokksins, sem var mjög
taugaóstyrkur í málflutningi sínum. Reyndi hann að bera blak
af V-stjórninni og fullyrti, að hún hefði ýmsu góðu til leiðar komið!
Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr ræðum Sjálfstæðismanna:
Ólafur Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, talaði fyrstur af
Sjálfstæðismönnum. Rakti hann
m.a. feril V-stjórnarinnar, sem
hefði hafizt með stórum orðum
Hermanns Jónassonar, en eftir
fimm misseri hefði gunnfáni
Framsóknar verið dregnm í hálfa
stöng, er sami maður hefði lýst
því yfir, að ný verðbólgualda
væri skollin yfir. Verðbólguskess
an hefði þannig sigrað í þessari
Hel j arslóðarorrustu.
í lok ræðu sinnar minnti Ólaf-
ur Thors á, að reynslan hefði
sannað, að undir íorystu Sjálf-
stæðismanna hefðu framfarirnar
alltaf orðið mestar, víxlsporin
fæst og þjóðinni bezt farnazt. .—
Ræða Ólafs Thors er birt í heild
á bls. 13 í blaðinu í dag.
Ræða Ragnhildar
Helgadóttur
Frú Ragnhildur Helgadóttir, al-
þingismaður, vék í upphafi máls
síns að því loforði vinstri stjórn-
arinnar að ráðast gegn verðbólg-
unni. Sú tilraun hefði þó farið í
handaskolum hjá þeim ósam-
hentu flokkum, sem að V-stjórn-
inni stóðu og önnur tilraun þeirra
flokka yrði þjóðinni of dýr.
Finimburar
fæddustíTexas
SAN ANTONIO, Texas, 20.
okt. — Fimmburar fæddust í
San Antonio í dag. Móðirin er
frú Hannan, 27 ára gömul. Frú
Hannan ól þremur mánuðum
fyrir tímann, en öll börnin eru
stúlkur. Börnin voru öll sett
undir súrefnishjálm strax eftir
fæðinguna
Faðirinn er foringi í banda
ríska flughernum. Þau hjón
áttu tvö böm fyrir, drengi,
5 ára og 2 ára.
Þetta eru fyrstu fimmbur-
arnir, sem fæðast í Bandaríkj-
unum. 1934 fæddust fimmbur-
ar i Kanada, allt stúlkur, en
ein þeirra er nú dáin. Og
1943 fæddust fimmburar í
Argentínu, sem lifa enn —
tveir drengir og þrjár stúlkur.
Það er einkar skemmtilegt,
að fimmburarnir bandarísku
skyldu einmitt fæðast í Texas,
segja menn vestra — og Texas
búum finnst það sjálfsagt og
eðlilegt.
Þá ræddi hún um þær bráða-
birgðaráðstafanir, er haldið hefði
verðbólgunni niðri nú um skeið,
.....en vék síðan að
h i n n i ítarlegu
| efnahagsmála-
|| stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins.
^ Sjálfstæðisflokk-
% ' * urinn 1 e g ð i á-
■ herzlu á að hér
á landi yrði lagt
inn á nýja braut
frjálslyndis í
efnahagsmálum þar sem aðgerðir
ríkisvaldsins miðuðu að því að
glæða vilja fólksins til athafna.
Úrræði sósíalisma og hálfsósíal-
isma hefði verið hafnað í hverju
landi Vestur-Evrópu á fætur öði’u
og sama yrði að gerast hér.
Þá vék frú Ragnhildur að hlut
kvenna í stjórnmálum og kvað
ekki að ófyrirsynju að konur létu
sig þau mál miklu varða. Hugur
þeirra flestra væri bundinn hinni
vaxandi kynslóð, og með atkvæði
sínu væru þær að ákveða í hvern-
ig þjóðfélagi sú kynslóð ætti að
lifa. Sama gilti ekki síður um
æskufólkið sjálft. En Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði jafna* sýnt á-
huga- og hagsmunamálum
kvenna og æskufólks skilning og
stuðning. Minnti frú Ragnhildur
á, að enginn stjórnmálaflokkur
hér á landi hefur í þessum kosn-
ingum gert hlut kvenna og æsku-
fólks jafn góðan og Sjálfstæðis-
flokkurinn og lauk máli sínu með
þessum orðum:
Æskan og konurnar geta I
sameiningu unnið Sjálfstæðis-
flokknum þann sigur í kosning
um sem hann er verður og
þjóðin þarfnast.
Framh. á bls. 2.
Hvort viljið þið heldur, að
SÍS eða 2500 gjaldendur
sleppi við útsvar?
EF LEYFILEGT hefði verið að leggja á Sambandið eftir
sömu reglum og önnur fyrirtæki hér í bænum, mundi út-
svar þess hafa orðið 4,5 milj. kr.
Eins og frá hefur verið skýrt, voru 22.198 útsvarsskyld-
ir einstaklingar að þessu sinni. Af þeim höfðu 2500
tekjur frá 25—36 þús. kr. og útsvör samtals 4,5 millj.
kr. Lágmarkstekjur til skatts voru nú 25 þús. kr.
Hefði niðurjöfnunarnefnd getað lagt áðyrnefnt út-
svar á Sambandið, mundi hún því hafa getað hækkað
lágmarkið úr 25 þús. kr. í 36 þús. kr., og mundi þá
2500 af lægst launuðu starfsfólki í bænum hafa orðið
útsvarsfrjálst.
í gær var sýnt fram á hér í blaðinu, að ef menn hefðu
heldur kosið, hefði mátt lækka barnafrádrátt um 220,00
kr. á barn.
Hvort vilja Reykvíkingar annað hvort þetta eða halda
þeim rangindum, að SÍS sé útsvarsfrjálst?
Almennustu mannréttindi fót-
&
um troðin / Tíbet
Samsæri gegn
de Gaulle
PARÍS, 20. október. — Þær
fregnir fljúga í París, að um
helgina hafi komizt upp um
viðtækt samsæri gegn de
Gaullc og stjóm hans. Hafi
ofstækisfullir hægrimeim i
Alsír átt hér hlut að máli. Af
hálfu stjórnarinnar hefur
ekki fengizt nein staðfesting.
NEW YORK og NYJU DELHI,
20. okt. — Fregnir hafa borizt
um að kínversku hersveitirnar,
sem réðust frá Tíbet inn yfir ind-
versku landamærin í ágúst séu nú
að hörfa inn fyrir landamærin
aftur. Indverskar hersveitir hafa
að svo stöddu ekki fylgt Kín-
verjum eftir, en Kínverjar tóku
landamæravarðstöð af Indverj-
um og hafa haft hana á sínu
valdi um skeið.
Breyting þykir hafa orðið á
framferði kínverskra kommún-
ista í garð Indverja. Hroki og
hótanir eru nú roknar út í veður
og vind — og af hálfu kínverskra
sendimanna mæta Indverjar nú
einungis vinsemd og brosmildi.
Er þetta talið bera vott um að
nú hafi Kínverjar komið Tíbet-
búum á kné — og þeir óttist
ekki lengur að missa undirtök-
in í Tíbet. Nú sé kominn tími til
að reyna að fá Asíuþjóðir til þess
að gleyma harmleiknum í Tíbet.
írski fulltrúinn á Alísherjar-
þinginu hvatti stjórn kínverskra
Þrír hreyflar rifnuðu
af þotunni
kommúnista til þess að semja við
Dalai Lama um friðsamlega lausn
Tíbetmálsins — og að bundinn
yrði endi á þann harmleik, sem
þar hefur farið fram.
Tíbetmálið var á dagskrá þings
ins í dag. Fulltrúi Malaya sagði,
að í Tíbet hefði verið traðkað
fruntalega á hinum almennustu
mannréttindum.
Malaya og írland fluttu í sam-
einingu ályktunartillögu þar sem
þess var krafizt, að grundvallar-
réttindi mannsins yrðu virt í
Tíbet. — í Tíbet hefðu gerst þeir
atburðir, sem Sameinuðu þjóðirn
ar mættu ekki loka augunum
fyrir. Ef þær gerðu það mundi
álit stofnunarinnar rýrna mikið
meðal menningarþjóða.
Rússneski fulltrúinn kvaðst
vona að Allsherjarþingi'ö skellti
skollaeyrum við þvílíku og hætti
sér ekki út á braut kalda stríðs-
ins með því s'ö íæða Tíbetmálið,
sem því í rauninni kæmi ekkert
við.
Dauðadómur Chessmans
enn óbreytfur
WASHINGTON 20. okt. — Hæsti
réttur Bandaríkjanna frestaði í
dag að fella dóm í máli Caryl
Chessmans. Samkvæmt dómi á
aftaka hans að fara fram í gas-
klefa á föstudag og þar sem
Brown, fylkisstjóri í Kaliforníu
hefur með öllu neitað að sýkna
hann, er líf Chessmans í höndum
hæstaxéttar. Hinn dauðadæmdi
hefur beðið um sýknun en neitað
náðun.
Verjandi Chessmans hefir bor-
ið fram óskir við hæstarétt um
það að aftökunni verði frestað
til þess að skjólstæðingur hans
WASHINGTON, 20. október. —
Boeing-707 farþegaþota fórst
í gærkveldi í æfingaflugi og biðu
fjórir bana, en fjórir komust af.
Er þotan var 12,000 feta hæð
rifnuðu þrír af fjórum hreyflum
af vængjunum, er flugstjórinn
var að rétta þotuna við eftir
mjög óvenjulega „loftfimleika“,
sagði talsmaður verksmiðjunnar.
Flugstjóranum tókst þó að
hafa stjórn á þotunni, sem er
hin stærsta í notkun í farþega-
flugi. Reyndi flugstjórinn að
nauðlenda í skóglendi án þess
að setja hjólin niður, en um leið
og þotan nam jörðu varð spreng-
ing í henni með fyrrgreindum af-
leiðingum. Allir þeir, sem af
komust, voru í afturenda þotunn
ar, en hinir voru í flugstjórnar-
klefanum.
Önnur Boeing-þeta fórst í
Bandaríkjunum fyrir skemmstu
á æfingaflugi — og í vor rifnaði
einn hreyfill af Boeing-707, þeg-
ar hún var á æfingaflugi skammt
frá París.
Hörmulegur atburður
MERRICK, New York, 20.
október. — Sjúk og örvænt-
ingarfull móðir lokaöi tvær
Iitlar dætur sínar inni í ís-
skápi og hengdi sjálfa sig síð-
an í svefnherberginu skömmu
eftir að eiginmaðurinn fór að
heiman til vinnu. Börnin
frusu bæði í hel.
London 20. október. — íhalds-
maður, Harry Hilton-Foster var
kjörinn forseti neðri deildar
brezka þingsins.
geti mætt fyrir rétti vegna
málshöfðunar gegn útgefanda
bóka þeirra, sem Cliessman
hefur skrifað í fangelsinu.
Málgagn Vatikansins í Róm lét
í dag þá skoðun í ljós, að ef
Ohessman yrði líflátinn eftir 11
ára fangelsissetu og baráttu fyr-
ir lífi sínu væri um hróplegt
ranglæti að ræða. Biðin í dauða-
klefanum í þessi 11 ár væri Chess
man nóg hegning, hæstiréttur
yrði að vera svolítið mannlegur.
Miðvikudagur 21. október.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 6: Stefna Sjálfstæðisflokksins og
sjávarútvegurinn.
— 8: Rætt við Maríu Maack sjötuga.
— 9: Flóttinn frá sósíalismanum.
— 10: Minning dr. Björns Sigurðs-
sonar.
— 11: Bókaþáttur.
— 12: Ritstjórnargreinin: — Baráttu-
sætið.
— 13: Við þurfum stjórn, sem þjóðin
treystir. Ræða Ólafs Thors í
gærkvöldi.
— 14: Þögn og tár í Ungverjalandi.
— 15: Eysteinn notar varaskattstjór-
ann fyrir snúningsdreng.
— 22: íþróttir.