Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 8
8
iuonr.rivnr 4mr>
MiðviEudagur 21. olít. 1959
Samtal við lllaríu IVIaack sjötuga
MARÍA Maack, forstöðukona
Farsóttarhússins í Reykjavík, er
sjötug í dag. Þeir sem þekkja
þessa rösklegu og hressu konu
eiga erfitt með að trúa því, en
Maria fullyrðir að hún sé fædd
21. okt. 1889.
Tíðindamaður blaðsins leit inn
á Farsóttarhúsið til hennar í gær
morgun, um það leyti sem hún
var að setjast að morgunverðar-
borði með læknunum, sem komu
og drukku í flýti úr kaffibollun-
um sínum, þegar þeir máttu vera
að.
— Ég á líka annað afmæli um
þessar mundir, sagði Maria.
50 ára hjúkrunarafmæli. Ég
lærði á Laugarnesspítlaanum
hjá því ágætis fólki. próf.
Sæmundi Bjarnhéðinssyni og
yfirhjúkrunarkonunni frk. Kjær.
Prófessorinn var alveg einstak-
ur maður reglulegur mannvin-
ur.
— Þú hefur ekki verið hrædd
við að ráða þig til stárfa á holds-
veikraspítalanum.
— Nei, það var ég ekki. Það
voru venjulega teknir tveir
hjúkrunarnemar, ef þeir fengust
þá. Meðan ég var þar, lærðu þar
þær María Móesisdóttir, sem
nú er í Ameríku, Ólafía
Jónsdóttir og Guðbjörg Árna-
dóttir, sem nú er með Kumbara-
vogsheimilið. Við vorum vaktar
kl. 6 á morgnana og héldum
áfram hvíldarlaust til kl. 8 á
kvöldin, en fengum að fara í bæ-
inn síðari hluta dags einu sinni
í viku, ef við báðum sérstaklega
um það. Þetta gerði mér ekkert
til, því ég var hraust.
— Hvernig stóð á því að þú
valdir. þetta starf? Ekki hefurðu
ákveðið það heima í Grunnavík?
Þvertók fyrir að læra hi.nnyrðir
Nei. móðir mín er Vigdís
Einarsdóttir, bjó þá á Faxastöð-
um. hafði flutt þangað árið eftir
að faðir minn sr. Pétur Andreas
Þorsteinsson Maack, sem var
prestur á Stað í Grunnavík,
drukknaði á leið heim úr kaup-
staðarferð til ísafjarðar. Þrjár
systu mínar fóru að heiman, en
ég ólst upp hjá móður minni,
ásamt Pétri bróður mínum. sem
var ófæddur þegar pabbi dó.
Mamma var ákaflega útsjónar-
söm og dugleg, og bróðir hennar
aðstoðaði hana við búskapinn.
Árið 1897 kom svo föðuramma
mín, og nfana_ María Bóthildur
Pétursdóttir Maack, heim frá
Þýzkalandi, þar sem hún hafði
verið i 3 ár hjá dóttur sinni.
Hún kóm á heimilið til okkar og
hún kenndi okkur krökkunum,
og börnum af öðrum bæjum líka,
lestur, skrift, ’dönsku, þýzku og
ótal margt fleira. Meðal annars
kenndi hún okkur að dansa. Hún
og mamma höfðu alltaf tíma til
að spjalla við okkur, þrátt fyrir
annríki á heimilinu, og kenna
okkur heilræði fyrir lífið.
Jæja, vinkona ömmu, frú
María Kristjánsdóttir, sem bú-
sett var í Reykjavík bauð að
taka mig til sín og skyldi ég fá
að læra allt það sem mér væri
fyrir beztu. Eftir að ég kom
hingað til Reykjavíkur, langaði
mig helzt til að fara í Mennta-
skólann og verða læknir. En
María var ekki á því. „Stelpur
eiga ekki að fara [ skóla, þær
eiga að læra kvenleg störf eins
og hannyrðir“, sagði hún. Hún
fékk nú samt ekki að ráða því.
Þó ég væri ekki nema 17 ára
gömul, þá neitaði ég alveg að
læra að sauma.
Um vorið 1959 fór ég til frk.
Kjær inníLaugarnesi og réði mig
þar um sumarið sem gangastúlka
og var um samið að ég yrði tekin
sem hjúkrunarnemi um haustið.
Með 8 krónur í laun á mánuði
þurfti maður ekki fjárhagslega
hjálp. En María var mér ákaf-
lega góð og hjá henni mátti ég
alltaf eiga heimili. Ég er mjög
ánægð með það núna að ég valdi
þetta starf.
— Fórstu svo af Laugarnes-
spitalanum, eftir að þú laukst
námi?
— Fyrst starfaði ég þar í 4 ár
sem hjúkrunarkona. Svo var ég
á Franska spítalanum í Vest-
mannaeyjum í eitt ár og síðan
við hjúkrun hér í bænum. En
1918 réðist ég til bæjarins
sem farsóttarhjúkrunarkona í
Franska spítalanum. Bærinn
hafði fengið hálfan spítalann
lánaðan fyrir farsóttarsjúklinga.
Próf. Jón Hjaltalín var þá lækn-
ir þar.
Um haustið kom þessi ógurlegi
vágestur, Spánska veikin. Sjúkl-
ingar voru lagðir inn hjá okkur
og líka í barnaskólahúsið, en þeir
sjúklingar voru seinna fluttir í
Landakot. Þegar þetta reyndist
ófullnægjandi var tekið á leigu.
Sóttvarnarhúsið vestur við sjó.og
þar vorum við til 1920. Þá þurfti
að koma taugaveikissjúlingum
fyrir og var tekin neðsta hæðin
í þessu húsi við Þingholtsstræti.
13. febrúar flutti ég með tauga-
veikissjúklingana aftan á vöru-
bíl vestan að í kafófærð. Um vor
ið var farið að breyta öllu hús-
inu og sá Jón Þorláksson, sem
þá var verkfræðingur hjá bæn-
um um það. Farsóttarhúsið er
enn eins og þá var gengið frá
því, en þetta var og er enn mjög
vandað hús. Fyrstí sjúklingur-
inn, Sigríður Jónsdóttir, sem
er enn kennarafrú hér í bænum,
kom í sjúkrahúsið í september.
Uppi voru síðar hafðir sjúkl-
ingar, sem ekki var rúm
fyri’r annars staðar, og seinna
berklasjúklingar, en niðri far-
sóttarsjúklingar. Síðan hafa kom
ið upp hér £ bænum margar far-
sóttir, t.d. var taugaveiki alltaf
öðru hverju að stinga sér niður
hér áður. Og barnaveikin var
hræðilegur sjúkdómur áður en
farið var að sprauta við henni.
Alla þessa sjúkdóma höfðum
við hér, og aldrei kom þa§ fyrir
ið nokkur smitaðist, en maður
varð auðvitað að fara ákaflega
varlega. Próf. Jón Hjaltalín var
læknir hér frá byrjun. Hann var
ákaflega samvizkusamur og góð-
ur læknir, sem alltaf brá skjótt
við ef einhvers þurfti með,
hvort sem var á nóttu eða degi,
og minnist ég hans með miklu
þakklæti. Hér hefur líka verið
ágætis starfsfólk, sumt árum
saman.
Árið 1949, eftir síðasta mænu-
veikifaraldur, lét bærinn undir
forustu Gunnars Thoroddsens
borgarstjóra koma upp sundlaug
úr ryðfríu stáli hér á efri hæð-
inni og kom það sér ákaflega
vel. Árið 1955 var lagt niður far-
sóttarhúsíð í þessum húsa-
kynnum, en hingað teknir aðrir
sjúklingar. Nú er hér alltaf fullt
af veikluðu fólki, sem er sér til
hressingar og lækninga. Ég sakn
aði þess reglulega þegar börnin
hættu að koma hingað. Þó er ég
ekkert óánægð með þetta fyrir-
komulag. Mér þykir ágætt að
geta hlynnt að þessu fólki. Og
mér þykir vænt um þá sjúklinga,
sem hér hafa verið, enda er þetta
yfirleitt gott og vinalegt fólk.
Mest þykir mér gaman að því
þegar konurnar koma með börn-
in sín, til að sýna mér þau.
Mikill fjallagarpur
— Þú ferðast mikið um landið,
María?
— Já, ég fór í öllum mínum sum
arfríum á hestum upp á öræfin
þangað til það var orðinn of
mikill lúxus að leigja hesta, og
þá fór maður að fara á bílum,
mest með hinum ágæta fjallabíl-
stjóra Guðmundi Jónassyni.
Mér hefur þótt gaman að klífa
fjöll og klifra í kletta frá því ég
var krakki heima í Grunnavík,
sem er umgirt háum fjöllum.
Heim í sveitina mína fer ég alltaf
á hverju sumri. Þar hefur orðið
mikil breyting. Þegar ég var að
alast þar upp voru 34 bændur
í sveitinni, en nú eru þeir aðeins
5 og Faxastaðir eru því miður
komnir í eyði. Þess sakna ég
mikið. En ég hefi þekkt alla sem
þarna hafa búið og heimsæki þá
sem eftir eru. Það er ákaflega
fagurt í Grunnavík, t.d. frammi
í Staðardal, sem gengur inn úr
víkinni. Þar liðast bergtær á
eftir valllendisbökkum og þar
þótti mér unaðslegt að sitja yfir
ánum, þó ég væri hrædd við nyk-
urinn í vötnunum. Annað þótti
mér líka skemmtilegt, þegar ég
var krakki, af þvj ég vissi ekki
hve skaðlegt það var öllum
gróðri. Það var þegar ísinn kom.
Jakarnir komu siglandi inn fjörð
inn og einn og einn jaki festist
og varð eftir. Þá þótti ekki ónýtt
að geta leikið sér í honum meðan
hann var þar. Þó systur mínar
færu í burtu, var alltaf mikið af
börnum á heimilinu.
— Þú ferð enn í öræfaferðir,
er ekki svo.
—Jú, ég fór í sumar inn að
Tungnafellsjökli og í Jökuldal.
Við fórum á bílum og með hesta.
Og næst asumar er ég ákveðin
í að fara upp í Vonarskarð á
hegtbaki. Ég hefi farið margar
góðar ferðir og á marga góða
ferðafélaga. T.d. fórum við árið
1939 á hestum Flosaleið frá Hlíð-
arenda austur á Jökuldal. Síðan
komu bílar á móti okkur að Brú,
þar sem Árni Oddsson lagði upp.
Þar tók á móti okkur með mikl-
um myndarskap Björg heima-
sæta á Brú, sem nú er gift Gunn-
laugi Snædal, frænda mínum,
bónda á Eiríksstöðum.
— Ferðu þessar ferðir með
Ferðafélaginu?
— Nei, ég hefi mest farið eig-
in leiðir. Ég er nú svo ráðrík,
að ég vil heldur hafa það þannig.
Annars var ég með í Gullfossferð
inni norður á Akureyri árið 1927,
en upp úr henni var Ferðafélag
íslands stofnað. Fararstjórar
voru þeir Björn Ólafsson,
Tryggvi Magnússon og Helgi í
Brermu. Valtýr Stefánsson var
með og sendi Morgunblaðinu
alltaf fréttaskeyti. Við komum á
næstum allar hafnir á leiðinni.
í Stykkishólmi gengum við á
Helgafell. Presturinn, sr. Sigurð-
ur Lárusson, sagði að við yrðum
að lesa faðirvorið alla leiðina og
ekki líta við fyrr en við værum
komin inn í byrgið. Ég gerði
það og bar fram þrjár óskir.
Tvær þeirra eru þegar komnar
fram.
Já, fjallaferðirnar eru dásam-
legar. Maður kemur endurnærð-
ur og eins og nýr og betri maður
úr þeim. Á seinni árum hefi ég
tekið kvikmyndir úr ferðalögun-
j ... 5
f ÞRHDJU umferð í Zagreb mætt-
ust þeir Keres og Tal. Skákin var
hörð og flókin eins og vera ber
hjá slíkum meisturum.
Hvítt: P. Keres.
Svart: M. Tal.
Sikileyjarvörn.
1. e4, c5; 2. Rf3, e6; 3. d4, cxd4;
4. Rxd4, a6; 5. Bd3 Hér er venju-
lega leikið 5. c4 eða Rc3, en
Smyslov beitti þessum leik gegn
Tal í 15. umferð og fékk yfir-
burðar stöðu, því Tal drap ridd-
ara á c6 með b-peði, en það er
ekki tímabært. 5. — Rc6; 6. Rxc6,
dxc6! Mun betra en bxc6 eins og
í skák hans við Smyslov. 7. 0-0,
e5; 8. Rd2, Dc7; 9. a4, Rf6; 10. Df3,
Bc5; 11. Rc4, 0-0; 12. Re3, He8;
13. Bc4, Be6; 14. Bxe6, Hxe6;
15. Rf5 Hvorugum hefur orðið
sérlega ágengt í byrjuninni, þó
segja megi að Keres hafi frum-
kvæðið. 15. — g6; 16. Rh6t, Kg7;
17. Hdl, Hd8; 18. Hxd8? Keres
reynir að fiska í gruggugu vatni.
Betra var 18. Bg5, Be7; 19. h4,
Hed6; 20. Hel, Dd7 og staðan er
flókin. 18. — Dxd8; 19. Bg5, Dd4!
Bezta leiðin til mótsóknar. Hótar
Dxf2f og Rxe4. 20. h4, Dxb2;
21. Hdl, Bd4; 22. Hd3! Keres hef-
ur hugsað mjög langt þegar hann
drap á d8, því þá var hann með
þessa stöðu í huganum. Hótar c3
ásamt Hd7. 22. — Dxc2; 23. Hxd4!
Tal átti ekki um annað að velja
en að gefa Keres færi á þessari
fléttu.
23. — exd4; 24. e5! Tal getur ekki
forðað riddaranum vegna máts-
ins á f7—f8. 24. — Kf8!; 25. exf6
Ekki er mögulegt að halda jafn-
tefli hér með 25. Bxf6, vegna
Dclt 26. Kh2, Dxh6; 27. Bg5, Dg7;
28. Bf6, Hxf6!; 29. exf6, Dh6;
30. De4, Kg8; 31. Dxd4, Df8 og c8
og vinnur. 25. — Dc3! Sterkur
varnarleikur, sem Keres hefur
sennilega ekki séð þegar hann
reiknar fléttuna. 26. Dg4 Þvingað
vegna hótunarinnar Delf og e5
26. — Delt; 27. Kh2, Dxf2; 28. Dh3
Báðir keppendur eru komnir f
tímahrak, og hér yfirsést Keres
mjög sterkur leikur 28. Bf4! L d.
um okkar og þær sýni ég krökk-
unum úr fjölskyldunni stundum,
til að glæða áhuga þeirra fyrir
óbyggðunum.
Hvöt eftirlætisfélagið
— Þú hefur verið áhugasöm
um félgasstarfsemi María?
— Ég er í eitthvað 10—12 fé-
lögum, t.d. í mínu fagfélagi,
Hjúkrunarkvennafélaginu, en
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
er mitt eftirlætisfélag. í því er
ég búinn að starfa frá stofnun
þess 15. febr 1937 og alltaf ver-
ið í stjórn þess, fyrst sem gjald-
keri og síðan sem formaður eftir
að Guðrún Jónasson hætti. Sum-
um Sjálfstæðismönnum fannst í
upphafi, að við konurnar ættum
ekkert að vera með sérstakan fé-
lagsskap, nema þá innan vébanda
Varðarfélagsins, en það vildum
við ekki. Við vildum ráða okkur
sjálfar. Og það hefur líka gefizt
vel. Við vonum að Hvöt verði
styrkasta stoð flokksins í fram-
tíðinni og sérstaklega viljum við
reynast öflugir liðsmenn í vænt-
anlegum kosningum.
— Ég sé af öllum þessum
myndum, sem hér eru i kring-
um þig, að þú átt mikið af vin-
um og frændum? Svo það verð-
ur væntanlega mannmargt hjá
þér á afmælinu.
— Já, í dag hefi ég búið mér
heimili á Ránargötu 30 í húsi
Hallfríðar mágkonu minnar. og
mig langar til að allir sem ég
þekki og vilja líta inn til mín
komi þangað.
E. Pá.
K iSi
d3 29. Dg5! hótar Rg4 og Dh6f
og staðan er mjög vandtefld fynr
Tal sérílagi þar sem hann haíði
mun lakari tíma en Keres. 28. —
Del; 29. Db3, b5; Klókara var hér
De5f og Delf og vinna þannig
tvo leiki. 30. axb5, cxb5; 31.
Da3f!, b4; 32. Db3, De5t; 33. Klil?
Öllu betra var hér Kgl, því með
þessu móti tapar hvítur leik.
33. — Delt; 34. Kh2, De5t 35.
Khl?, Dd6; Hótar máti. Þess
vegna er Khl leiktap. 36. Kgl, d3;
37. Ddl? Afgjörandi afleikur. Hér
hafði Keres upphaflega hugsað
sér að leika Dc4! en þegar hann
athugaði stöðuna betur fannst
honum sem svartur mátaði með
37. — d2, en yfirsést að hann get-
ur einfaldlega leikið 38. Bxd2,
Dxd2; 39. Dc8f, He8; 40. Dc5f og
mátar í stað svarts. Tvímælalaust
ein allra skemmtilegasta skák
mótsins, og stórkostlegur skaði að
keppendur skyldu ekki hafa
meiri tíma til þess að tefla 15
síðustu leikina. Það er erfitt að
sjá hvernig Tal á að vinna eftir
37. Dc4! t-. d. Ke8; 38. Dc8t, Dd8;
39. Db7! (39. Dxe6?, fxe6; 40. f7t,
Kf8; 41. Bxd8, d2; og drottning
með skák.) hótar Dxf7 mát. Allar
líkur benda til að Tal hafi ekki
tíma til að gera neinar ráðstafan-
ir gegn hótunum hvíts, hann
verði því að taka þráskák. 37. —•
Dc5t; 38. Khl, Dc2; 39. Df3, d2;
40. Bxd2, Dxd2 og Keres hætti
hinni vonlausu baráttu. í þrem
fyrstu skákunum í Zagreb hefur
Tal haft tapstöðu gegn Smyslov
og Gligoric og sennilega tapstöðu
á móti Keres í þessari skák hér
á undan, svo greinilegt er að Tal
hefur þá heppni með sér sem
þarf til þess að vinna slíkt skák-
mót. í skákum Friðriks við
Gligoric og Tal fékk Friðrik lak-
ara tafl upp úr byruninni, sem
honum tókst ekki að rétta við.
Gegn Tal fékk hann góða mögu-
leika á jafntefli eftir að Tal hafði
teflt nokkuð ónákvæmt, en þá
hafði hann eytt svo miklum tíma
í að reyna að finna leið til þess
að rétta stöðuna af, að hann kom
ekki auga á möguleikann.
Ingi R. Jóhannsson.