Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.10.1959, Qupperneq 16
16 M C R C V /V R 1. 4 Ð1 h Miðvikudagur 21. okt. 1959 — Dr. Björn Sigurðsson Framh. aí bls. 10 fyrír sig þeim staðreyndum, sem hann vissi sannreyndastar. Þetta viðhorf hans til hlutanna, sani- fara óbilandi dugnaði við nám, lestur, ritmennsku og tilrauna- störf og stöðugri gagnrýni og íhugun á sérhverju smáatriði, sem fyrir bar, gerði hann að xniklum og sönnum vísindamanni. Að loknu háskólanámi 1937 hóf Björn þegar rannsóknarstörf af miklum áhuga, fyrst hér heima, en dvaldist síðar nokkur ár er- lendis. Því lengra sem leið, því greinilegar kom það fram, hve vel honum vannst við þessi störf. Eftir hann tók að sér forystu um að koma á fót og stjórna Til- raunastöðinni á Keldum, óx starfssvið hans enn til mikilla muna. Aldrei fannst neitt hik á Birni eða tilslökun. Fyrir skömmu hóf hann undirbúning að stóraukinni rannsóknarstarf- sémi að Keldum og stóð fynr byggingu nýrrar rannsóknarstofu þar. Honum auðnaðist ekki að sjá þeim málum borgið í höfn, en víst er, að framkvæmdir Björns á Keldum munu um langan aldur bera vitni stórhug hans og for- ystuhæfileikum. Ég tel mér ekki fært að gera hér grein fyrir hinum margþættu störfum Björns Sigurðssonar né þéim mikilsverða vísindalega ár- ahgri, sem honum tókst að ná á skammri ævi. En ég leyfi mér að fullyrða, að rannsóknarstörf Björns hafi ekki einungis orðið til ávinnings fyrir íslenzkan landbúnað, ávinnings, sem þegar nemur mörgum tugum milljóna króna, heldur jafnframt leitt til lausnar ýmissa vísindalegra verk- efna, sem getur haft ómetanlegt gildi og er til sóma fyrir íslenzk- an vísindamann. Mér virtist Birni stöðugt fara fram að kunnáttu og gerhygli, enda var leit hans að réttri skýr- ingu á hverju minnsta atriði gerð af fádæma ósérhlífni. í>að er skoðun mín, að hefði honum auðnazt góð heilsa og langir Jif- dagar, hefðu sum hinna mikíl- vægustu verka, sem hann leysti af hendi, einungis talizt til und- irbúningsstarfa í sögu hans. — Svo mikils mátti af Birni værila. íslenzkar vísindarannsóknir eiga að mörgu leyti erfitt upp- dráttar, og veldur mestu um skilningsleysi á gildi þeirra. Auk- inn skilningur á þessum málum er í senn nauðsynlegur og dvr- mætur. Dýrmætara öllu er okkur þó að eignast mikilhæfa og reynda vísindamenn. Sá hópur er helzti fámennur, enn sem kom.ð er, og með fráfalli Björns Sig- urðssonar er mikið skarð höggvið í þann hóp. Engin von er til bess, að neinn einstaklingur geti á næstu árum fyllt það skarð. En víst væri það í anda Björns að taka miklu áfalli með miki'li sókn, skera upp herör meðal hinna ungu og fylkja til nýrrar atlögu. Með því eina móti væri Björns að nokkru hefnt. Guðm. Gíslason. ★ LEHDIR okkar dr. Björns Sigurðs sonar mættust fyrst er hann var skipaður í Rannsóknaráð ríkisins í árslok 1943. Varah'utir Rafgeymar 12 volt, Geymakaplar frá 12 til 70 tommu. Jarðsambönd, Svisslásar allar gerðir, Háspennuþráður, Háspennukefli 6 og 12 volt, Rafkerfi 10—14—18 mm, Platínur, Kveikjulok Þéttar, L jósasamlokur 6 og 12 volt. Afturluktir á vörubíla, Stefnuljósarofa, Stefnuijósaluktir, j Flautur 6 og 12 volt, ] Traktorsluktir, j Startrofar Chevrolte, Bremsuljósarofar Chevrolet með armi, Benzíndælur, Eirrör 3/16”—1/4“—5/16“— 3/8”—7/16“—1/2“. Koparfittings, margar gerðir Gruggkútur, Benzinlok, Vatnkassaelement, Vatn kassah reinsara, V atnskassaþéttir Hosur og klemmur, Vatnslása, Sett í vatnsdælur, ýmsar, Viftureimar, Bremsugúmmí. Bremsuborðar og hnoð Spindilboltar í ýmsa bíla, Spindilkúlur í Ford og Chevrolet, Fjaðrahengsli, Þurrkumotara fyrir loft Þurrkuarma, Þurrkublöð, Púströr, bein og klemmur, Púströrsendar, Hljóðkútar, flestar gerðir, Hurðarþéttingar og lím. Hurðarhandföng, Iæst og ólæst, Brettamillilegg, Húddkrækjur, Aluminiumplast, Topplyklasett, Stjömulyklasett, Spegla á fólksbíla, úti og inni, Spegla á vörubíla, úti og inni, Barnasæti í bíla, Suðubætur, Loftdælur, Grafit í skrár, Stálbolta og rær, Boddyskrúfur, Hjólkoppa 15” og 16”, Keðjubita í fólks- og vörubíla Aluminium rakvarnarefni á kjallaragólf, Sætaáklæði á Fíat 1100 og 1400, Rafmagnsrakvélar Ol^lÍA\g Laugavegi 166 Kom brátt í ljós, að á ferðinni var maður, sem lét sig miklu skipta málefni hverskyns rann- sóknarstarfsemi í landinu, er at- vinnulífið varðar, og lagði sig fram um að bæta aðstöðu hennar. Um þessar mundir var aðal- verkefni ráðsins skipan bú- fjársjúkdómarannsóknanna, sem bjuggu við of þröngan kost, þótt raerkileg viðfangsefni hefðu verið leyst af háskólamönnum, próf. Dungal, dr. Bimi, Guðmundi Gíslasyni lækni o. fl. Jörðin Keldur í nágrenni bæjarins hafði verið fer.gin til þess að verða að- setur slíkra rannsókna, en málinu var ekki komið í fast horf. Leið eigi á löngu, eftir komu dr. Björns í ráðið, að úr þessu rætt- ist, er Tilraunastöð háskólans í meinafræði var reist að Keldum, undir forstöðu dr. Björns, sem lagt hafði mest til málanna. Að vísu komst stofnunin þá úr bein- um tengslum við Atvinnudeiid háskólans (Búnaðardeildina), sem hún átti upprunalega að heyra undir, en það kom á dag- inn, að þessi stofnun læknadeild- arinnar hefur reynzt landbúnaði vorum hin nytsamasta. Dyr stofn unarinnar hafa ætíð staðið opn- ar til þess að leggja rannsóknum lið, þótt eigi hafi þær verið í beinum tengslum við verkefni hennar sjálfrar. Má þar nefna m. a. þátt dr. Björns í rannsókn- um á vegum rannsóknaráðs, um áhrif meðalalýsis á vissan patt í heilsufari manna er varðar æða- kölkun, og aðstoð hans við til- raunir í votheysgerð, sem nýlega voru settar á laggirnar í ráðinu. Vil ég geta þessa sérstaklega végna þess, að þannig hefur ver- ið gefið gott fordæmi um það, hvernig ein stofnun getur að- stoðað aðra, í hinni frekar frurn- stæðu og erfiðu rannsóknarað- stöðu hér á landi. Efling visindasarfsemi heima- fyrir, til þess að laða efnilega ný- græðinga í tæknilegum fræðum og læknavísindum til starfs í sínu eigin landi, var ríkt áhuga- mál dr. Björns. Því máli hugðist hann leggja lið með því að stofn- aður yrði hér myndarlegur sjóð- ur til styrktar nýútskrifuðum há- skólakandidörum, svo að þeir yrðu færari til vísindalegra starfa. Hann bar fram tillögu um sjóðsstofnunina árið 1953, og varð hún til þess, að nú er hér starfandi sjóður, svonefndur Rauravisindasjóður, sem er farinn að veita ungum fræðimönnum ríflega styrki, og verður eflaust mörgum hjálparhella í framtíð- inni, um leið og hann gegnir há- leitu hlutverki til þjóðþrifa. Dr. Bjöm Sigurðsson hafði rók studdan grun um, að ísland væri eftirbátur annarra þjóða um of, í rannsóknarstarfsemi, og til þess að fá úr þessu skorið átti hann frumkvæði að því, að sett var á fót í rannsóknaráði hagfræði'eg athugun þessa máls hér á landi. Er henni senn að verða lokið, -og má fuliyrða, að þær upplýsingar, sem hún gefur um rannsóknastarf semi hér á laradi, starfslið og til- kostnað við hana, verði ráða- mönnum þjóðarinnar til gagns, til þess að átta sig á hvar vér stöndum í þessum efnum, gagn- vart atvinnuvegum þjóðarinnar, því vissulega getur hér verið á ferðinni einn hinna svonefndu „vöntunarsjúkdóma", sem oft hafa leynzt með þjóðinni. Starfsfélagar dr. Björns Sig- urðssonar í rannsóknaráði ríkis- ins minnast hans með hlýjum hug og þakklæti fyrir gott sam- starf. Ásgeir Þorsteinsson. ÞEIR DEYJA UNGIR, sem guð. irnir elska. Þessi orð forn Grikkja komu mér í hug við andlát vinar míns og frænda dr. Björns Sig. urðssonar. Með honum er til moldar hniginn einn ágætasti vis. indamaður íslenzku þjóðarinnar, góður drengur og fjölhæfur gáfu- maður. Að slíkum mönnum er mikill sjónarsviptir í blóma lífsins og mitt í önn þjóðnýts vísindastarfs. Islenzkir bændur og læknastétt horfa nú á bak óþreytandi bar- áttumanni, sem barðist opnum og vökulum huga með þekkingu og vísindi að vopni, gegn fári og sjúkdómum, fyrir sigri lífsins yfir hrörnun og dauða. En svo urðu það örlög hans sjálfs að falla langt fyrir aldur fram. Slíkur mannskaði er meiri og hörmulegri en tárum taki. Að ástvinum hans, konu og efnilegum börnum, öldruðum for- eldrum, óvenjulega samrýndum systkinum, fjölmennum frænda og vinahóp er þurigur harmur kveðinn. En til þeirra streymir einlæg samúð, og vissulega má það vera huggun harmi gegn, að meðal þjóðar þéirrar lifir minn- ingin um dr. Björn Sigurðsson, dáðríkt starf hans og glæsilega hæfileika langt fram í ókominn tíma. SBj. Vestur Ís'endíngur í heirasókn RAGNHEIÐUR Lilja Jónsdóttir i uppalin á Sauðárkróki (f. 1923), Martin kom heim seint í maí eft- I dóttir Jóns Þ. Björnssonar, skóla- ir 13 ára dvöl í Bandaríkjunum. stjóra, og fyrri konu hans, frú Hefur hun dvalizt hér sumar- langt með 5 börn sín. Nokkrar fyrstu vikurnar hjá mörgum systkinum sínum í Reykjavík, en síðan að mestu á æskuheimili sínu nyrðra, hjá föður sínum og seinni konu hans, frú Rósu Stef- ánsdóttur. Frú Ragnheiður er fædd og Bókhaldari Ein af eldri heildverzlunum bæjarins óskar eftir að ráða duglegan og vanann mann til bókhaldsstarfa. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir hæfann mann. Vinnuskilyrði og launakjör eru mjög góð. Tilboð merkt: „Bókhald — 4406“, send- ist afgr. Mbl. fyrir þann 24. þ.m. Geirlaugar Jóhannesdóttur. Hún giftist til Ameríku 1946, dugleg- um bandarískum iðnaðarmanni (húsa- og brúasmiður), Robert Martin. Eru þau búsett í sveita- umhverfi St. Charles-borgar í Missouri-ríki. Liggur borgin rétt við fljótamótin (Missisippi og Missouri). Hefur hún endurgoldið heim- sókn aldraðs föður fyrir 6 árum, og allrækilega kynnt börnunum sínum fimm (3ja til 12 ára) móð- urlandið og móðurmálið og ást- vini sína og aðra vini, eldri og yngri, á Fróni. Fylgja hópnum vestur hlýjustu framtíðaróskir og vonir allra vina og velunnara hér heima. J. G affallyffarar Rafdrifnir Benzindrifnír Nýjar gerðir nú fáanlegar frá STRJEXPORT Prag. HÉÐINN SÍ-SLÉTT P0PIIN (N0-IR0N) STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.