Morgunblaðið - 21.10.1959, Page 23
Miðvik’udagur 21. okt. 1959
MORCVNBLAÐIÐ
23
Hratasýningin fórst fyrir
SL. MANUDAGSKVÖLD skyldi'
haldin sýning á hrútum fjár-
bænda hér í Reykjavík, Kópa-
vogi og Seltjarnarnesi. Átti sýn-
ingin að vera að Smárahvammi
við Fífuhvammsveg og hafði
fjáreigendum er taka vildu þátt
í sýningunni, verði stefnt þangað
klukkan 5. — Á tilsettum tíma
voru allmargir fjárbændur komn-
ir með sína fallegustu hrúta, alls
50. — En Halldór Pálsson ráðu-
nautur skyldi kveða upp um það,
hvaða hrútar væru beztir í þess-
um hópi. En ráðunauturinn kom
ekki á tilsettum tíma. Beðið var
allt framundir kl. 6,30 en ráðu-
nauturinn hafði ekki enn látið
neitt á sér kræla. Tóku þá bænd-
ur sýningargripina og héldu heim
með þá.
Á þessari fjarveru Halldórs
fékkst sú skýring, að hann hafi
verið önnum kafinn á sams kon-
ar hrútasýningu uppi í Kjós, þar
sem hvorki meira né minna en
120 hrútar höfðu verið sýndir og
hann þurfti að athuga. Var störf-
um hans eigi lokið fyrr en kom-
ið var langt framyfir sýningar-
tímann í Smárahvammi.
í gær hafði svo verið ákveðið,
að hrútasýning þessi skuli fram
fara á laugardaginn kemur í
Smárahvammi.
Skemmdarverk
á Nautilusi
NEW ,YORK, 20. október.
— Fullvíst þykir, að unn-
in hafi verið skemmdarverk
á kjarnorkukafbátnum
Nautilus, þar sem hann
liggur nú í höfninni í Ports-
mouth í New Hampshire til
viðgerðar og eftirlits. Mik-
ill fjöldi rafmagnsleiðsla
hefur verið skorinn í sund-
ur og hefur bandaríska
ríkislögreglan verið kvödd
á vettvang. Það var Nauti-
lus, sem sigldi fyrstur und-
ir ísbreiðuna á Norður-
heimskautinu.
Skólastjórahjón
kvödd
RÉTT fyrir jafndægur á hausti í
þann mund, sem heiðlóan fór ut-
an til vetursetu, fluttu skólastjóra
hjónin þau Ólafur Haukur Árna-
son og frú Björg Friðriksdóttir
búferlum frá Stykkishólmi. í>au
settust að á Akranesi. Ólafur tek-
ur við skólastjórn gagnfræðaskól-
ans þar. Það er ætíð viðburður í
litlu þorpi þegar mætir menn
flytjast burt. Ég finn það nú þeg-
ar, að Stykkishólmur er ekki sam
ur og áður. Ég veit að margir
horfa með eftirsjá á bak þessum
sæmdarhjónum, sem hafa staðið
vel í starfi. Skólastjórahjónin
fluttust hingað fyrir átta árum.
Ólafur var fyrst kennari við Mið-
skólann, en skólastjóri við
Barna- og Miðskólann hin síðari
ár. Þetta hafa verið framfaraár
skólans á mörgum sviðum, enda
finnst mér andi framfara leiki
jafnan um þennan mann. Það
þarf einbeittni og framsýni til að
móta menntasetur, og því starfi
er Ólafur vel vaxinn. Nú hafa
þau hjón valið sér stærra verk-
efni á stærri stað, og megum við
í litlum bæ gjalda smæðar okkar,
og er það ekki ný saga. Fjölbýlið
hrífur svo margan utan af lands-
byggðinni, en þeir á Akranesi
mega vel við una. Á heimili skóla
stjórahjónanna er gott að koma,
svo frábær gestrisni er næstum
einstök, þar tekur hin hugþekka
húsfréyja á móti gestum með
virðuleik og alúð.
Mér koma þessar hendingar úr
gömlu kvæði í hug. „í þessum
ranni þar er gott að vera, frá
þeirra arni straumur hlýju legg-
Ur á móti þreyttum gesti er bar
að garði“ Bindindishreyfingin má
sakna þeirra hjóna eins og annar
félagsskapur í þágu barna og
unglinga bæði í skólanum og ut-
an hans. Þar eigum við foreldr-
arnir mikið að þakka og verið
þess fullviss að góðir drengir
muna störf ykkar og meta þau. Ég
þakka þér, Ólafur, fyrir börnin
mín öll, eitt þeirra og sérhvert.
Ég tel að þau hafi öðlast styrkari
persónuleika og meiri drengskap
undir leiðsögn þinni, en annars
hefði orðið. Ég þakka líka það
sem ég hef numið bæði í gegnum
börn mín, og af persónulegri
kynningu við þig og þitt fólk. Ég
óska þér og fjölskyldu þinni vel-
farnaðar, og vona að börnin þín
elskuleg mættu lengi muna
Stykkishólm hvar þau stigu s?n
fyrstu spor. Þá óska ég ykkur
hamingju og bléssunnar í hinu
nýja starfi. En ef það skyldi ein-
hvern tíma syrta í álinn og ský-
hnoðra erfiðleikanna bera við
hafsbrún, þá minnist góðra
stunda, hverra ég vona að bið
hafið stundum notið á starfsár-
unum, sem þið áttuð í hrjóstrugu
þorpi með Víða fjallahringnum á
Snæfellsnesi vestur. Hvar veiði-
bjallan vakir hátt í lofti á kyrr-
um vordögum og litil börn með
eftirvæntingu í svip halda til
skólans á hæðinni þegar hausta
tekur. Lifið heil.
Móðir í Stykkishólmi.
Víkon stækkar upp í 36 síður
RITST J ÓRNARSKRIFSTOFUR
heimilisblaðsins Vikunnar eru nú
fluttar í nýtt húsnæði í Skipholti
33, og um leið hefur blaðið ver-
ið stækkað upp í 36 síður og
verða þar af fjórar og síðar átta
litprentaðar í viku hverri. I sama
húsi er ný prentsmiðja, „Hilmir
h.f.“, sem tók til starfa í ágúst-
byrjun, og er Hilmar A. Kristjáns
son framkvæmdastjóri hennar
og einnig útgáfufyrirtækisins
Vikan h.f.
Barnaskóliim
í Holtum
MYKJUNESI, 12. okt. — Barna-
skólinn að Laugalandi var sett-
ur sl. þriðjudag 6. þ.m. Við skóla
setninguna var saman komið
fjölmenni, börn, foreldrar þeirra
og skólanefnd. Voru margar ræð
ur fluttar og var athöfnin öll hin
hátíðlegasta. Eru miklar vonir
tengdar við þetta glæsilega
menntasetur og er það von
manna að hægt verði að ljúka
byggingarframkvæmdum sem
fyrst, en þótt allmikið hafi verið
unnið við skólann í sumar er þó
allmikið ógert áður en verkinu
er lokið. f skólanum verða nærri
60 börn í vetur og starfar hann
í tveimur deildum. Kennarar eru
hinir sömu og í fyrra. Sæmund-
ur Guðmundsson, sem er skóla-
stjóri og Guðlaugur Jóhannsson.
Ráðskona er nú Laufey Valde-
marsdóttir frá Hreiðri og aðstoð-
arstúlka Jóna Veiga Benedikts-
dóttir, Nefsholti.
Formaður skólanefndar er
Benedikt Guðjónsson, bóndi í
Nefsholti. — M. G.
Hámarksþungi
í flutningum 13 t.
í LÖGBIRTINGI í gær er ítar-
leg tilk. frá vegamálastjóra er
snertir „mestu breidd og há-
marksþunga bíla“. Jafnframt er
á korti yfir aðal þjóðvegina
hvern þungaflutning má á þeim
flytja eftir þeim.
Hámarksþungi á einfaldan öxul
má ekki vera meiri en 9,5 tonn
og ekki yfir 13 tonn á þjóðveg-
inum næst Reykjavík. Nær
þetta hámark að norðanverðu
upp á Akranes, að sunnan suður
í Grindavík, til Þorlákshafnar,
Eyrarbakka, og sðan austur fyrir
Selfoss, að Ytri Rangá og síðan
niður í Þykkvabæ. Eru þessir
vegir sýndir á kortinu þannig að
heildarlína er dregin eftir þess-
um vegum. Með brotinni línu,
i sem nær frá Akranesi og allt
norður til. Húsavíkur ,er ekki
leyfilegt að flytja á þessum veg-
um meiri þunga en 7 tonn á ein-
földum öxli en 9 tonn á tvöföld-
um öxli. Hámarksbreidd bíla má
ekki vera yfir 2,35—2,50 m.
Luluaborg 20. október. — Síð-
ustu fjóra dagana hafa um 40
innfæddir fallið í innbyrðis óeirð
um svartra í KasaLhéraði í Mið-
Kóngó.
Síðan eigendaskipti urðu á
Vikunni fyrir réttu ári hefur
blaðið tekið miklum breytingum,
m. a. stækkað úr 16 síðum í 36.
Meðal fastra þátta blaðsins má
nefna uppeldismálaþátt eftir. dr.
Matthías Jónasson, þátt um ísl.
efni eftir Ævar Kvaran, þáttinn
„1 aldarspegli", sem kemur hálfs
mánaðarlega o. fl. Lagt er kapp
á að hafa innlent efni í hverju
blaði, t. d. er önnur framhalds-
sagan eftir innlendan höfund. —
Ritstjóri Vikunnar er Gísli Sig-
urðsson, og með honum vinna
tveir fastir blaðamenn. í viðleitni
sinni að vanda frágang allan,
hefur blaðið ráðið kunnan
norrænufræðing, sem les yfir öll
handrit og annast prófarkalestur.
Prentsmiðjan Hilmir annast
auk Vikunnar smáprent alls kon-
ar, auk prentunar nokkurra tíma-
rita, þeirra á meðal „Flugmál og
tækni“, sem einnig er til húsa í
Skipholti 33. Þar er einnig
„Blaðadreifing h.f.“, sem annast
afgreiðslu beggja blaðanna. Eru
húsakynni þessara fyrirtækja 'jll
hin vistlegustu.
Hrútasýning
í Holtum
MYKJUNESI, 13. okt. — f gær
var haldin hrútasýning hér í
Holtunum. Sýndir voru nálægt
hundrað hrútar mismunandi að
útliti eins og gengur. Ekki fengu
nema rúmlega 20 hrútar fyrstu
verðlaun en hinir flestir önnur
og þriðju, þannig að fáir dæmd-
ustu ónothæfir. Halldór Pálsson,
ráðunautur, var aðaldómari. Fé
er yfirleitt rýrt og lömbin reynd-
ust heldur léleg til frálags víðast
hvar, kenna margir hinu hrak-
viðrasömu sumri um hversu féð
er rýrt. Sláírun verður mjög
mikil í haust og lambaásetningur
verður fremur lítill, er það hvort
tveggja að lambahey er víða af
skornum skammti og svo mun
víða fullsett á lömb og því ekki
ástæða til að fjölga fé meira en
orðið er. Slátrun mun ljúka um
veturnætur. — M. G.
Ágæt veiði
Stykkishólmsbáta
STYKKISHÓLMI, 20. .okt. —
Undanfarna daga hafa verið
sæmilegar gæftir í Stykkishólmi
og hafa róið héðan 5 trillubátar
og fiskað með bezta móti. Hefur
komið fyrir að þeir hafi fengið
hátt í 3 tonn í einum róðri. Er
þetta mjög góður fiskur af haust-
fiski til að vera og veiðist tals-
vert af ýsu.
Af þilfarbátum er einn þegar
byrjaður róðra. Fór hann í róður
í gækvöldi. Er það mótorbátur-
uinn Arnfinnur. — Fréttaritari.
LOFTUR h.t.
LJ0SMYNDASTOFAN
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í sm.a 1-47-72.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu, sem með
heimsóknum, gjöfum og skeytum, glöddu mig á áttræð-
isafmæli mínu 10. okt. sl.
Guð blessi ykkur öll og launi ykkur samfylgdina á
liðnum árum.
Vilborg Jónsdóttir,
Auðsholti, Biskupstungum.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
dr. med. Björns Sigurðssonar.
Rannsóknarráð ríkisins og Atvinnudeild
Háskólans
Tilraunastöð Háskólans að Keldum verður
Lokuð s dag
vegna útfarar
Dr. Björns Sigurðssonar
Lokað í dag
frá kl. 12—4 vegna jarðarfara.
Húsgagnaverzlun
HJALTA FINNBOGASONAR
Lækjargöta 6A
Móðir mín,
ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
lézt í Landakotsspítala 19. þ.m.
Jón Hafliðason
Systir mín,
ELlSABET SIGTJRÐARDÓTTIR HAGEN
andaðist í sjúkrahúsi í Álasundi í Noregi 14. þ.m.
Helga Sigurðardóttir, Vesturgötu 54
Systir mín
SIGURBJÖRG BENJAMÍNSDÓTTIR
sem andaðist 14. okt., verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 22. okt. kl. 2 síðdegis.
Blóm og kransar afbeðin. Ef einhver vildi minnast
hennar óskaði hún, að félagið ,,Sjálfsbjörg“ yrði látið
njóta þess. Minningarspjöld fást í verzl. „Roða“ Lauga-
veg 74. Athöfninni verður ekki útvarpað.
Vegna aðstandenda og vina.
Guðmundur Benjamínsson.
Maðurinn minn
KRISTMANN GlSLASON
Móakoti, Stokkseyri,
verður jarðsunginn föstudaginn 23. okt. Athöfnin hefst
með bæn að heimili hans kl. 13,30.
Guðríður Sæmundsdóttir.
Eiginmaður minn,
JÓHANN J. EYFIRÐINGUR
kaupmaður
andaðist að heimili okkar Brunngötu 21 fsafirði, þann
19. þ.m.
Sigríður Jónsdóttir
Eiginmaður minn
JÓHANN B. HJÖRLEIFSSON
yfirverkstjóri,
verður jarðaður frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 22.
október kl. 2. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Sveinbjörg Kristinsdóttir