Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. nóv. 1959 MORGIJTSBLAÐÍÐ 3 sumri. Vinna hófst þar snemma í júní og er nú í nóvemberbyrj- un, að ljúka. Misjafnlega margir hafa unnið þarna. Mestan hluta sumarsins var þarna stór vinnu- flokkur. Verkstjóri er Georg Karlsson frá Akureyri. Seð upp i Myvatn, eftir skurðinum þar sem veita á Laxá að vetrinum úr vatninu. Sést vel hvað eftir er að grafa til að hægt verði að taka hann í notkun. Mannvirki til oð hindra krap- /ð v/ð Laxárósa rétt ólokié í FÁRVEÐRINU, sem geysað hefur um norðurhluta lands- ins, varð rafmagnslaust á orkuveitusvæði Laxárvirkj- unarinnar eða vestan frá Dalvík og austur á Húsavík. Blaðið spurðist fyrir um það á raf orkumálaskrifstof unni i hvað hefði valdið þessum vandræðum. Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, kvaðst ekki vera búinn að fá full- nægjandi upplýsingar, en það væri tvennt, sem ylli truflun- um við Laxá. Krap og grunn- stingull hlæðist þar sem Laxá og Mývatn mætast, og áin yrði vatnslaus, enda eru þarna margar kvíslar og grunnt. Eða þá að ísskrið væri við inntaksstýfluna nið- ur við Laxárvirkjunina, svo inntakslónin yrðu full af krapi. Upp við Mývatn er aðallega um þrenns konar stíflun að ræða: 1) Þá, sem verður í norðangarði, þegar neðsti hluti Mývatns er að frjósa og grunnstingull hleðst í efstu brotin. 2) Þá, sem verður í SV-átt, heið- skýru veðri og frosti, vegna mikillar kælingar og uppguf- unar. Þá myndast snöggur grunnstingull á öllum brot- um og áin þver. 3) Kvísarnar stíflast þegar ís er Tveir smábrunar HAFNARFIRÐI: — Slökkviliðið var tvisvar sinnum kallað út í fyrradag, í bæði skiptin var um fremur lítinn eld að ræða. Klukk an hálftólf í gærmorgun var það beðið að koma að Hverfisgötu 58, en þar hafði kviknað í út frá röri í reykháfi. Var það í kjall- aranum, sem er óinnréttaður og xiotaður sem geymsla. Lagði allmikinn reyk út um glugga og varð nokkurt tjón af reyk og loftið mun hafa sviðnað nokkuð. Gekk liðinu fljótlega að kæfa eldinn. Klukkan 15,10 var slökkvi- liðið svo kallað til að slökkva eld í viðgerðarverkstæði, sem er í sandgryfjunum við Álftanesveg. Urðu þar einnig nokkrar skemmdir. — G. E. að bráðna upp af Mývatni í austanátt, en það er mjög sjaldgæft. Ein kvíslin stækkuð, hinum lokað Til að koma í veg fyrir þetta, Luxá faiin renna HNDAMAÐUR blaðsins Jfyrir norðan átti tal við Knud Uttersted rafveitustjóra í gær. Sagði hann að um kl. 19 hefði \ Laxá verið farin að renna nokkurn veginn eðlilega niður hjá Helluvaði í jMývatnssveit. Ekki bjóst vrafveitustjóri við að rennsli $yrði eðlilegt niðri við 'irkjun fyrr en síðari hluta i lags í dag. Þá er eftir að treinsa burt krap, sem mynd- tst hefur við stífluna við trkuverið. Ekki er hægt að segja um eins og nú stendur ; tvenær vélar fara að fram-1 leiða rafmagn. Aðalorsök þess að rennsli' árinnar hætti nú er að vind- itt stóð gegn straumi árinn- ir við afrennsli vatnsins sam "ara frosti og myndaði grunn- sökkul. Hafði þetta gerzt áður , ■n hríðin skall á. Einnig var 1 lývatn að nokkru lagt. Raf- 'eitustjóri telur að ef aðgerð _ieirri sem unnið hefur ver- >3ð að á undanförnum árum tefði verið lokið, hefði þetta ; sennilega ekki þurft að koma ’yrir. Fjárskortur hefur haml- ið þvi að þessari framkvæmd ►væri lokið. hefur undanfarið verið unnið að því að koma upp miklum mann- virkjum við Laxárósa, þar sem Laxá rennur úr Mývatni, en þeim mannvirkjum var því miður ekki lokið í haust. Jóhannes Sigfússon á Gríms- stöðum, fréttamaður blaðsins í Mývatnssveit, brá sér 2. oktöber þangað til að afla upplýsinga um hvað búið væri að gera og þar eð eini ljósmyndarinn í sveitinni var í Reykjavík, og ekki mynda- veður fyrir lélegar myndavélar, teiknaði hann meðfylgjandi myndir til skýringar. Hann segir: Þessi mannvirki eiga að tryggja jafnt og stöðugt rennsli í Laxá og hindra að krap trufli rennsli árinnar og valdi raf- magnsskorti á þeim svæðum, sem Laxárrafmagn hefur verið leitt um. Sú leið, sem valin var til að hindra slíkar truflanir, var að breikka og dýpka yztu kvísl Laxár, Geirastaðakvísl. Þar má fá þriggja metra fallhæð á um 500 metra vegalengd. Er það tal- ið nægilegt til að mynda svo þungan straum, að krapið geti ekki stöðvazt þar og stíflað ána. Er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði allt árvatnið látið renna um þessa kvísl yfir vetrarmánuð- ina, en yfir sumarið verði áin látin renna í öllum kvíslunum, eins og hún hefur gert frá upp- hafi. Krapastíflum náð með sprengiefni Á undanförnum árum hafa krapastíflur oft valdið langvar- andi rafmagnsskorti til mikilla óþæginda og tjóns fyrir þá, sem rafmagnið nota. Þegar slíkar stíflur koma, er reynt að ná þeim úr ánni með sprengiefni. Er það erfitt verk og vossamt, oft unnið við verstu aðstæður í hörkufrost- um og stórhríðum, enda hentar það ekki öðrum en hraustmenn- um, sem vel þola kuldann og gætni þarf að viðhafa til að forð- ast slys, því hættulegt getur ver- ið að fara um illa frosið krapið í ánni. Á undanförnum vetrum hafa Mývetningar annazt um þetta starf. Þykir þeim að von- um ósanngjarnt að fá ekkert raf- magn í sveitina, en verða að leggja á sig erfiði og vosbúð og fara til þess svo að segja hvernig sem veður er, til þess að aðrir fái ljós og þann hita sem raf- magnið veitir. Framkvæmdir við Laxárósa hófust 1953 og hefur verið unnið þar öðru hverju síðan. Mest hef- ur verið unnið þar á nýliðnu Kostnaðarsamar framkvæmdir Byrjað var að sprengja niður farveg kvíslarinnar við túnið á Geirastöðum, um 600 metra frá ósnum. Þar var sprengt niður í hraunhöft, allt að 6 m djúpt gil í hraunkambinn, og steypt öflug stífla með þrem flóðgáttum, sem lokað er með feiknamiklum járn- lokum. Þarf vélarkraft til að hreyfa lokurnar. Helminginn af leiðinni þurfti að sprengja gegn um hraun, en í efri hluta kvísl- arinnar var botninn gráhvítur kísilleir, blandaður sandi og möl. Á þeim kafla var hægt að grafa úr botninum méð jarðýtum og kranabíl. Er búið að grafa upp milli 20 og 30 þús. teningsmetra af leir og möl. Til að auðvelda vinnuna var öflug timburstífla sett þvert yfir ósinn allra efst, og kvíslin með því þurrkuð að mestu. Ofurlítið vatn sígur þó alltaf fram í botninn á skurðin- um gegn um mölina og hraunið. Meðan verið var að steypa stífl- una, þurfti að nota öflugar dæl- ur til að tæma vatnið úr skurð- inum. Breidd á skurðinum er 30 m og dýpið á efri hlutanum 2—3 m, en dýpið á neðri hlutanum, þar sem sprengt var gegn um hraunið, er allt að 6 m. Búizt er við að eitthvað þurfi að laga árbotninn neðan við vesturopið á skurðinum, til að nema burt hindranir, sem þar kunna að vera. Einnig er gert ráð fyrir að grafa ál í vatnsbotn- inn ofan við ósinn, austur eftir vatninu, þar til dýpið fer að auk- ast. Vatnið er ekki nema 1.60 m á dýpt, nokkuð austur fyrir ós- inn. Seinna er áætlað að setja stíflu á miðkvísl árinnar, Hóls- kvísl, svo hægt sé að hafa fullt vald á ánni. Áður var búið að steypa stífluna á syðstu kvíslina. Vonandi verður með þessum framkvæmdum hægt að koma í veg fyrir þau óþægindi, sem raf- magnstruflanirnar valda, enda eru þessar framkvæmdir svo kostnaðarsamar að eitthvað þarf þar að koma, segir Jóhannes á Grímsstöðum að lokum í frétta- bréfi sínu. Enn eftir að glíma við ísdyngjurnar Morgunblaðið spurði Sigurjón Rist, hvort hann áliti að vandinn við Laxá væri þar með leystur. Hann sagði að með þessu mann- virki ætti að vera hægt að fá vatnið út úr Mývatni, en að vísu þyrfti þar eftirlit. En engu að síður mundi halda áfram að ber- ast skrið niður Laxá. Því væri þrátt fyrir það enn eftir að glíma við hitt viðfangsefnið, ísdyngj- urnar. Þegar þannig væri ástatt, væri Laxá ein iðandi, samfelld snjóbreiða. Þar sem straumurinn er mestur hrærist hún saman við vatnið, en flýtur fram í sam- felldri breiðu, þar sem straum- urinn er og þjappast að stíflu- görðunum og í víkur og voga. Við þessu virðist ekkert hægt að gera annað en hafa háa stíflu garða og djúp inntakslón. Stíflumannvirki við neðri enda skurðarins. Fremst er bráða- birgðabrú, sem byggð var yfir skurðinn. Jóhannes Sigfússon, Grímsstöðum, teiknaði myndirnar. STAKSTEIWI! „Við saira heygarðshornið“ Fyrir kosningar sögðu Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns son, að Alþýðubandalagið væri í rauninni dautt. Moskvukommún- istar væru þar nú allsráðandi og þeir hefðu á dögum V-stjórnar- innar sannað, að þeir væru ósam- starfshæfir. Engu að síður skrifaði Fram- sókn Alþýðubandalaginu strax eftir kosningar og bauð þvi upp á samninga um nýja V-stjórn. Það svaraði játandi og réði Tím- inn sér þá ekki fyrir fögnuði yfir þeim greiðu svörum. Gengur hann þó ekki gruflandi, að enn ráða Moskvamenn öllu, þvi að í gær segir í Tímanum: „Þjóðviljinn hélt mjög mynd- arlega upp á þjóðhátiðardag So- vétrikjanna, sem var síðastl. laugardag. Yfirleitt er það ekki venja, að blöð skrifi neitt sér- stakt um þjóðhátiðardag ríkja, nema um sérstakt afmæli sé að ræða. Slíku var hins vegar ekki til dreifa með Sovétríkin að þessu sinni. Þetta sýnir, að sá hluti Alþýðu- bandalagsins, er ræður Þjóðvilj- anum, er enn við sama heygarðs- hornið og áður. Þar hefur ekki orðið breyting, þótt Sósíalista- flokkurinn sé hafður í felum“. Af hverju þegir Tíminn? Á laugardaginn var birtist eftir farandi frétt í Alþýðublaðinu, málgagni ríkisstjórnarinnar: ,,-------þeir Helgi Þorsteins- son , form. stjórna HÍS og Olíu- félagsins h.f., og Vilhjálmur Jóns son núverandi framkv.stj. félag- anna, séu að fara til Bandaríkj- ann. Þessi olíufélög hafa umboð fyrir Eesso Corporation í New York“. Þjóðviljinn skýrði frá hinu sama og sagði: „Helztu ráðamenn olíufélaga Framsóknarflokksins, Vilhjálm- ur Jónsson, hinn nýi forstjóri fé- laganna og Helgi Þorsteinsson sem hefur verið stjórnarformað- ur þeirra um langt skeið, eru á förum til Bandarikjanna. Ekki er að efa að för þeirra félaganna er í sambandi við olíuhneykslið, en eins og kunnugt er tóku yfirboð- arar þeirra í Bandaríkjunum þátt i smygli félaganna með því að falsa faktúrur. Þjóðviljinn sneri sér þvi i gær til Guðmundar Ingva Sigurðsson ar rannsóknardómara í olíumál- inu og spurðist fyrir um það, hvort þessum tveimur ráðamönn- um olíufélaganna yrði heimilað að fara af landi brott. Guðmund- ur kvaðst ekkert vita um fyrir- hugað ferðalag þeirra; kvað hann Vilhjálm nýjan forstjóra olíufé- laganna og því ekki liggja«undir neinni ákæru, en ólíklegt fannst honum að rannsóknardómararnir teldu ástæðu til að hefta för Heiga Þorsteinssonar, enda þótt hann sé einn helzti sakborning- urinn í svikamálinu. Þjóðviljinn spurðist þá fyrir um það hvort rétt væri að leitað hefði verið eftir því að Haukur Hvannberg, fyrrverandi forstjóri olíufélaganna, fengi að fara til útlanda einnig, en hann hefur nú um langt skeið dvalizt á sjúkrahúsi og ekki verið unnt að yfirheyra hann formlega nema að litlu leyti. Guðmundur kvað það rétt vera að um þetta hefði verið sótt, en rannsóknardómararnir hefðu lagt blátt bann við því að Haukur færi; slíkt kæmi ekki til mála“. Morgunblaðið sagði og frá hinn fyrirhuguðu utanför olíu- manna SÍS. Tíminn einn hefur þagað um hana fram á þennan dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.