Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 8
8 M ORCTllV KT.AÐ1Ð Miðvik'udagur 11. nóv. 1959 Samþykktir Samb. tiski- deildanna á Snœfellsnesi STYKKISHOLMI, 9. okt. — Aðal fundur Sambands fiskideildanna á Snæfellsnesi var haldinn í Stykkishólmi sl. föstudag. Mættir voru fulltrúar úr öllum útgerðar- stöðum á Snæfellsnesi. Ýms mál Frú Franciska og Gunnar Gunnarsson í Rungsted. — Var ekki erfitt fyrir rit- höfund, sem var bæði óþekkt- ur og útlendingur, að koma fyrstu skáldsögunni inn á bókamarkaðinn í Danmörku. — Ég botna ekkert í því, hvernig ég klauf það. Ég varð fyrst í stað að lifa á því að skrifa ljóð og sögur í blöð og tímarit. Enginn er öfundsverður af því. En það er erfitt að fá þýtt úr íslenzku á erlend mál. Er því mikill hemill að skrifa á íslenzku, ef maður vill ná umheimin- um. — Hvernig geðjast yður að nútímabókmenntum Dana? — Nokkur ár féllu úr á stríðsárunum. Er þyí erfitt að átta sig á ástandinu í dag. Margir þeirra rithöfunda, sem SAAR I Gfiiinar Gunnarsson á héraðið HINN 5. júlí sl. var Saarhér- aðið sameinað Vestur-Þýzkalandi efnahagslega og mun sú samein- ing hafa veruleg áhrif. Eftir að heimsstyröldinni síð- ari lauk fékk Saarhéraðið nokkra sjálfstjórn undir yfirstjórn Frakka og komst héraðið þá í náin efnahagsleg tengsl við Frakk land. En samkvæmt niður- stöðum almennrar atkvæða- greiðslu Saarbúa sjálfra var hér aðið á ný stjórnmálalega tengt Vestur-Þýzkalandi í janúar 1957, en ákveðið var að fullkomin sam- eining skyldi dragast nokkuð. — Formlega og endanlega verður hún komin á um næstu áramót, þ. e. 1. janúar 1960. Saar er mjög mikið iðnaðar- hérað með um eina milljón íbúa, en það er þó minna en fertug- asti hluti íslands. Þar eru fram- leiddar árlega 17 milljónir tonna af kolum, sem samsvarar 13% kolaframleiðslunnar i öðrum hlut um Vestur-Þýzkalands og 25% kolaframleiðslunnar í Frakklandi og svipað er að segja um járn- Og stálframleiðsluna í héraðinu. Ef miðað er við framleiðslutöl- ur frá árinu 1957, þá mun sam- eining Saar við Vestur-Þýzka- land hafa þau áhrif, að hlutur Þýzkalands í framleiðslu Kola- og stálsambands Evrópu, mun aukast úr 54% í 60% í kolafram- leiðslu og úr 41% í 47,5% í járn- og stálframleiðslu. Af framiög- unum til Kola- og stálsambands- ins hafa 6% komið frá Saar- héraðinu. Þegar þesum hluta er bætt við framlag Vestur-Þýzka lands mun hann verða 53,2%, er. framlag Frakklands nemur 22,9% Belgíu 10,7%, ítalíu 6,5%, Hol- lands 3,6% og Lúxemborgar 3,1%. Af 1 milljón íbúum Saarhér- aðsins eru um 335.000 skráðir í hinum ýmsu starfsgreinum. Um helmingur þeirra vinnur í iðn- aðinum, fimmtungur við námu- gröft, um 13% við verzlun, um 5% við samgöngur og 5% vinna við fræðslumál og eru í opin- berri þjónustu Innan við 1% starfar að landbúnaði og skóg- arhöggi. Aukin utanríkisviðskipti V.-Þýzkalands. Fyrir endursan.-minguna við Þýzkaland skipti ^arhéraðið að langmestu leyti við Frakklan", en þangað »óru 2/3 —utar útflutn fornum slóðum Kaupmannahöfn í nóvember. GUNNAR GUNNARSSON skáld hefur sem kunnugt er í sumar dvalizt sér til heilsu- bótar í Rungsted skammt fyr- ir norðan Kaupmannahöfn. Danska skáldið Johannes Ewald gerði þennan smábæ frægan, þegar hann bjó fyrir nálega 200 árum á Rungsted krá og lofsöng „Rungsteds lyksaligheder". Karan Blixen á líka heima þarna. Skáldun- um geðjast auðsjáanlega vel að þessum litla bæ. Ég hitti Gunnar að máli á bústað hans í Rungsted. Hús- ið stendur við kyrrláta villu- götu. Er þaðan skammt til skógar og ekki langt til Eyr- arsunds. Þegar við vorum búnir að drekka kaffi, sem frúin bar á borð, og höfðum sezt í hæg- indastólana, segir Gunnar: — Af mér er ekki mikið að segja. I sumar hefur mér verið allt bannað: matur, drykkur og áhyggjur. Bara að hægt væri að fjarlægja á- hyggjurnar með læknis- banni. Læknir sagði við mig, þeg- ar við hjónin fórum að heim- an í júní sl., að fyrsta missir- ið væri ég sjúklingur, annað missirið í afturbata, og svo gæti ég farið að hugsa um, að hverju ég gæti snúið mér. Nú er fyrsta missirið bráð- um á enda. Heilsan fer batn- andi. Við hjónin gerum ráð fyrir að geta farið heim til Islands í þessum mánuði. Mikið hefur ekki á daga okkar drifið í sumar. Ég hef þó flutt erindi í skólaútvarp- ið danska, og þau eiga að verða eitthvað fleiri. Við höfum hvergi getað ferðazt, hvorki norður né suð- ur á bóginn. Við höfum hitt ýmsa kunningja frá fyrri tím- um. En það er örðugt að njóta sín, þegar maður er ekki, heill heilsu. Annars hefur þetta sumar og haust verið alveg einstætt og minnir mig á fyrsta haust- ið í Danmörku árið 1907, þó ekki af þvi að veðrið væri þá eins gott og núna, en af því að maður sá þá allt með nýjum augum. Það var æv- intýralegt að koma í nýjan heim. En sumarið í ár og haustið ,sem nú er að líða á enda, hefur verið ævintýra- legt vegna veðurblíðunnar. Nú þegar við erum að tala um, hve lítið hafi gerzt hérna hjá okkur í sumar, þá get ég sagt yður frá því, að ég hef fengið heimboð, sem örðugt er að sjá, hvort ég geti þeg- ið. American-Scandinavian Foundation bauð mér fyrir skömmu vestur í vetur, en ég er varla til stórræða sem stendur. — Alþjóðafélagið „Frjáls menning" á 10 ára afmæli og ætlar að halda upp á það í júní n. á. i Vestur- Berlín. Er mér boðið þang- að. Ég vona að geta skroppið á þetta mót í Vestur-Berlín. Það er heilt missiri þangað til. En ég veit ekk-i, hvort ég get farið til Ameriku. Læknirinn segir, að ég geti þolað ferðina, en margt fylg- ir í kjölfar hennar, og ræður hann mér því frá þessu. — A stúdentsárum mínum voruð þið hérna í Danmörku 4 íslenzk skáld, sem skrifuð- uð á dönsku. Er ekki erfitt að skrifa skáldsögur á erlendu máli? — Jú, íslenzka og danska eru mjög ólík mál. Oft er ekki hægt að þýða það sem maður hugsar. Sumt verður að segj- ast á dönsku til þess að ná sömu áhrifum. ég þekkti, eru horfnir, og nýir menn komnir. — Voru það ekki mikil við- brigði að koma aftur til Dan- merkur eftir margra ára fjar- veru? — Jú, breytingin er ærin, þótt kjarninn sé óbreyttur, skógarnir og akrarnir eru hinir sömu og áður og sömu- leiðis allt það sem fær að liggja óhreyft. En ekki er auðvelt að skilgreina í fljótu bragði í hverju gerbreytingin er fólgin. Fyrstu árin eftir stríðið varð maður var við kala í garð Islendinga út af skiln- aðinum. En þetta er að hverfa og var allt á misskilningi byggt. Samtalið barst að lokum að samvinnu Norðurlanda, sem alltaf hefur verið Gunnari mikið áhugamál. — Það er ömurlegt með norræna samvinnu, segir hann, að þegar til kastanna kémur, þá bregzt allt. Fyrir 10 árum fóru áformin um sameiginlegar loftvarnir út um þúfur, og nú fer á sömu leið með tollabandalagið. Hluturinn er sá, að hafi þessi lönd ekki neitt sameig- inlegt, þá hverfa þau alveg inn í Evrópuheildina. Það verður erfiðara fyrir þau, ef þau verða að sækja fram hvert fyrir sig en ef þau mynda einhverja heild. Eftir er þó ennþá norræn menning í ýmsum myndum. Vonin er sú, að hún leiði til raunverulegrar samvinnu. Við •megum ekki gefast upp. En það er eins og Norðurlönd þurfi að vera illa stödd til að gera eitthvað skynsam- legt. — Hvernig lítið þér á þau viðskiptasambönd, sem nú eru að skapast með þjóðunum í Vestur-Evrópu? — Mér geðjast vel að þeim. Án samtaka er Vestur-Evrópa varnarlaus gagnvart austrinu. lágu fyrir þessum fundi og voru eftirfarandi samþykktir gerðar; Um vegagerð Sambandsþingið skorar á fiski- þing að beita áhrifum sínum í þá átt að hraðað verði vegagerð milli Ólafsvíkur, Hellissands og Grafar ness undir Ólafsvíkurenni og fyr- ir Búlandshöfða. Bendir fundur- inn á, að vegagerð þessi ef fran\- kvæm verður, létti stórlega fyrir vinnslu fiskafurða þar sem þá mætti nota hafnirnar á víxl og greiddi auk þess fyrir samgöng- um á útnesjum. Um gæzluskip Sambandsþingið felur fulltrúa sínum á fiskiþingi að vinna að því á þinginu að gæzluskip verði á Breiðafirði og við Snæfellsnes frá 1. jan. til vertíðarloka, til varðgæzlu og aðstoðar við fiski- bátana. Um hafnarframkvæmdir Sambandsþingið fagnar því að ríkisvaldið hefur nú í fyrsta sinn varið nokkru af erlendu lánsfé til hafnargerða víðsvegar um landið, sem hefir m. a. létt mjög undir með þeim hafnar- framkvæmdum, sem farið hafa fram á Snæfellsnesi í sumar. Jafn framt skorar þingið á alþingi og væntanlega ríkisstjóm, að sja höfnunum á Snæfellsnesi fynr nægu framkvæmdafé á næstu ár um, svo að hafnarmálum á nesinu verði komið í viðunandi hoi;f. Um símamál Fundurinn skorar á Landssima íslands, að hann komi upp 70 watta talstöð í Stykkishólmi, er verði opin til almennrar þjónustu fyrir öll skip þann tíma sem landssímastöðin þar er opin. Um vitamál Eftirfarandi tillaga í vitamál- um var samþykkt: a) að sett verði hvítt ljós á Selsker og Odd- bjarnarsker undan Eyrarfjalli og ljósbauja verði einnig sett við Þrælaboða. b) að aukið verði ljós magn vitanna á Krossnesbjargi við Grundarfjörð og innsiglingar vitann við Ólafsvík, t. d. með rafmagni. c) að ávallt sé búandi vitavörður í Höskuldsey, þar sem það verður að teljast mikið ör- yggi fyrir þá báta sem sækja sjó frá Stykkishólmi. Kosning fulltrúa til fiskiþings Kosinn var Ottó Árnason, Ólafs- vík sem aðalmaður og Bergsveinn Jónsson,_ Stykkishólmi sem vara- maður. t stjórn voru kosnir Þór- ólfur Ágústsson, Stykkishólmi, form. og meðstjórnendur Vig- lundur Jónsson, Ólafsvík, Guð- mundur Runólfsson, Grafarnesi. — Á. H. Krúsjeff LONDON, 6. nóv. — Krúsjeff hlaut mikið hól og var klappað lof í lófa langa hríð á Lenin leik- vanginum í Moskvu í dag, en há- tíðahöldin í sambandi við 7. nóv. eru þegar hafin. Aristov, ritari miðstjórnar kommúnistaflokks- ins, flutti 40 mínútna ræðu, sem eingöngu fjallaði um Krúsjeff og afrek hans. Var Krúsjeff nefnd- ur í ræðunni „ósigrandi baráttu- maður fyrir friði“ með meiru. ingsins og þaðan kom„ 75% inn- flutningsins. En á sama tíma fóru ekki nei~ 25% ú'.flatningsins t i Þýzkalands og þaðan komu að eins 17% innflutningsins. Frá því á miðju ári 1959 hefur Saar verið talið með í verzlunarskýrslum Vestur-Þýzyands og er gert ráð fyrir, að það hækki heildarupp- hæð utanríkisviðskipta landsi ::s um 4%. Aðstæður Saarbúa breytast all verulega við að skipt^ svona um „þóðerni“, ef svo mætti segja. — Breytingin er fyrst og fremst efnahagsleg og verður reynslan að skera ur hve mikil hún verð- ur. Samkvæmt franska kerfinu, sem þeir áður bjuggu við, voru t. d. fjölskyldubætur, sjúkrabæt- ur, launþegauppbætur og styrkir til þeirra, sem tjón höfðu beðið í stríðinu, hærri en í Þýzkalandi. En á ninn bóginn eru almenn laun, ellistyrkir og slysatrygg- ingar hærri í Þýzkalandi. Nú mun aukast samkeppni þýzkra iðnaðarvara á markaðn- um í Saar og hljóta framleiðend- ur í héraðinu, að einhverju leyt.i að finna fyrir því. Og þó að áfram sé gert ráð fyrir miklum við- skiptum við Frakkland, hljóta þau að minnka töluvert frá þvi, sem verið hefur. Vestur-þýzka stjórnin hefur ákveðið að veita styrki til iðnað- arins í Saar til að auðvelda breyt inguna. Þannig verða skattar eitthvað lægri, en á öðrum iðn- aði í landinu um nokkurn tíma, lánsfjármagni verður beint til héraðsins, einhverjir styrkir verða veittir og einnig verður fyrst um sinn reynt að beina pönt unum vegna opinberra fram- kvæmda til héraðsins, eftir því sem hagkvæmt þykir. Er búizt við, að fljótlega muni iðnaður- inn í Saar standa jafnt að vígi og iðngreinar í öðrum hlutum V estur-Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.