Morgunblaðið - 11.11.1959, Síða 9

Morgunblaðið - 11.11.1959, Síða 9
Miðvikudagur 11. nóv. 1959 MORCVNfíT, 4Ð1Ð 9 Skagfirðmgaíélugið í Reykjavík Föstudaginn 13. þ.m. hefjast skemmti- og spilakvöld- in á vegum félagsins í Fra arhúsinu ( uppi) kl. 20,30. Góð verðlaun. STJÖRNIN. 77/ leigu glæsilegt nýtízku einbýlishús 130 ferm. 3 svefnherbergi, sórar stofur, kjallari undir hluta hússins. Garður, kyrr- látt og frjálslegt umhverfi. Húsgögn geta fylgt. EINAR SIGURDSSON, hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Efnalaug Kópavogs Kársnesbraut 49 Sími 18580. Félagsvist í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. KÁTIR FÉLAGAR. 3 herb. íbúð Stór 3 herb. íbúð á II. hæð við Lönguhlið 1 herb. í risi fylgir. Hitaveita. Hagstæð lán áhvílandi. MÁLFLUTNINGS og FASTEIGNASTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson. Fasteignaviðskipti Austurstræti 14, H. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78 M.s. „OKSYWE“ lestar í Osló 20.—23. þ.m. til Reykjavíkur. Vörur óskast tilkynntar umboðsmönnum vorum í Osló Faaberg & Marcussen eða skrifstofu vorri hér. Finnboði Kjarlansson Slippfélagshúsinu, sími 15544. Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum óskast nú þegar. Bifreiða og vélaverkstæðið LAUGI & GUÐNI H.F. Sætúni 4. Royal dvaxtahlaup (gelatin) Inniheldur C bætiefni. Það er nærandi og ljúf- fengt fyrir yngri sem eldri ,einnig mjög fall- egt til skreytingar á tertum. Sigurbjörg Sveinsdóttir varð nr. 4 í fegurðarsamkeppninni í Tívolí í haust. Verðlaun voru, eins og kunnugt er, för til London á keppni um titilinn „Miss World“. Nú er Sigurbjörg í London og eitt Lundúnablaðið birti þessa mynd af henni og stöllum hennar, fegurðardrottningum annars staðar úr veröldinni, er þær voru að máta tízkuflíkur. Það er ungfrú Rodesía, sem er að máta kápuna. Sigurbjörg situr hægra megin við súluna. Þjóðleg viðreisn Þingvalla I. Listaverkið I. Listaverkið Allir íslendingar munu vera á einu máli um að frá hendi Guðs hljóti Þingvellir að teljast mikið listaverk og meistaraverk, en menn átta sg ekki eins almennt á því, að gæta þarf mjög vel allra listaverka, ef þau eiga að fá að njóta sín og forðast alls konar spillingu. Sérstaklega kemur í því sam- bandi undirrituðum í hug hið fræga málverk Rembrandts „Næt urvörðurinn“ í listasafni ríkisins í Amsterdam. Oft hafði ég dáðst að meistaraverki þessu, en svo kom ég eftir seinasta ófrið aftur til Amsterdam og sá málverkið nýhreinsað. Nýr ljómi bar af því, svo að undrun sætti, en til vinstri neðst á myndinni hafði í horninu til samánburðar verið skilinn eftir lítill ferhyrningur óhreins- aður, til þess að menn gætu betur áttað sig á hverskonar hreinsun hefði fra mfarið. Augljóst var öllum, að enda þótt hreinsunin hefði farið frarn, þá kom ekki til greina á myndinni nein aðgerð eða breyting, sem gæti brotið í bága við hinn upphaflega vilja höfundarins. Nú er listagildi Þingvalla í augum íslendinga einmitt ekki eingöngu fólgið í hamförum þeim, er skópu staðinn, heldur einnig í þeim sálrænu atburðum, sem þar hafa skeð og skilið eftir minjar. Augljóst er að minjum þessum þarf að halda við hrein- um og óbreyttum frá hinni upp- haflegu sköpun, og hreinsunin á að vera í því fólgin að láta stað- inn endurfæðast í sína upphaf- legu og sögufrægu mynd. Til þess þarf aðstoð sérfræðinga, fornleifafræðinga, t.d. Þjóðminja varðar, — eins og eingöngu sér- fræðingum er treystandi til að halda listaverkum óskemmdum og hreinsa þau. Takmarkið hlýtur að verða við hald Þingvalla sem líkast því, er þeir voru til forna, en einmitt sá frumkraftur, sem streymir frá staðnum í brjóst hvers íslend- ings, er um leið þjóðlegt sam- einingartákn þeirra. En þar sem hér munu hrærast lifandi verur vorra tíma, stund- um í mjög stórum hópum, þá er óhjákvæmilegt að skipuleggja staðinn og umhverfi hans. II. Hin forna þinghelgi Samkvæmt ályktun Alþingis er nú tekið að breyta vegakerfinu við Almannagjá, og er svo ráð fyrir gert að öll umferð bifreiða um gjána hætti. Þannig mun stigið fyrsta skref- ið til að endurreisa hina fornu þinghelgi, er setti reglur um hegðun manna innan landsvæðis búðanna, Lögbergs og Lögréttu. Það verður hlutverk Þingvalla- nefndar að ákveða hve langt skuli farið í endurreisn þessari og hvaða reglur skuli settar þar um. Eðlilegt virðist að afmarka og afgirða sérstakt svæði innan hinnar fornu þinghelgi frá Þing- vallavatni og norður fyrir Öxar- árfoss og frá vesturbrún Al- mannagjár austur fyrir Nikolás- argjá. Lítt sæmandi helgi staðarins virðist að nota vellina sem kúa- beit eða slægjur eins og nú er gert. Þarna var til forna íþrótta- svæði, en síðar gáfu hér mjög fagrar og miklar reiðgötur til kynna hvernig menn komu áður fylktu liði ríðandi til Þingvalla. Hér mætti enn iðka íþróttir án þess að vellirnir spilltust, en áhorfendur gætu staðið eða setið vestur í brekkunum. Augljóst er að hlynna þarf að minjunum innan þinghelginnar. Ella er hætta á að þær sökkvi í jörð og hverfi með tímanum. Þingvallanefnd ræður öllu varð- andi slíkar lagfæringar og end- urbætur. Gæta þarf hér hinnar mestu varúðar. Vísindamenn og smekkmenn þurfa að vera til að- stoðar. Um leið og vegakerfið á Þing- völlum breytist skapast óhjá- kvæmilega ný athafnasvæði, sem ættu að vera utan við þinghelg- ina. Innan þinghelginnar mundu menn eingöngu ferðast gangandi eða ríðandi eða ef til vill ein- hverjir í litlum hestkerrum. Utan þinghelginnar mundi umferð bif- reiða leyfð að athafnasvæðum t.d. við syðri inngang í Almanna- gjá og norður á Leirunum. Ak- vegur þyrfti sennilega að liggja i kring um alla þinghelgina. Hætt er við að menn mundu þá óska viðreisnar bæjanna Skógarkots og Hrauntúns en báðir staðir eru yndislegir og eiga sínar minjar. Villtist ekki Jónas Hallgrímsson einmitt nálægt Hrauntúni og orkti þar kvæði sitt „SkjaldbreiS ur“? ' III. Gæzlustörfin Þegar fram líða stundir hljóta gæzlustörfin á Þingvöllum að aukast, einkum að sumrinu. Óhjákvæmilegt verður sennilega þá að fá aðstoð bæði tæknilegr- ar götuhreinsunar frá Reykjavík og sérfróðra jarðræktarmanna sem og annarra sérfræðinga. Rík- islögreglan hefir að jafnaði verið til aðstoðar við löggæzluna þar og mun vafalaust verða það meir er tíminn líður og aðsókn og kröf ur aukast. Þjóðgarðsvarðarstað- an mundi þá minna á embætti lögreglustjóra eða bæjarstjóra, en mjög eðlilegt væri að lög- festa þá venju að ætíð skuli þjóð- garðsvörður vera þjóðlegur menntamaður, t.d. fornleifafræð- ingur, sögufræðingur, skáld, myndlistarmaður eða tónskáld, sem teldi það hlutverk sitt að lof syngja staðinn og landið og þjóð- menningu þess í verkum sínum og fengi um leið að nota til þess vetrarnæðið og fengi einnig full- an stuðning skilningsgóðra manna ekki eingöngu að vetri til heldur allan ársins hring. Þing- vallabærinn þarf að verða þjóð- menntasetur. Vel væri til falliS að vor fornu handrit yrðu ein- mitt geymd þar og að sem bezt væri að þeim og húsum þar og gæzlumönnum búið. Það mundi auka enn ást og virðingu fyrir þeim stað, sem er öllum sönnum íslendingum hjartfólgnastur og helgastur allra. Menn spyrja, eftir allt, sem fyrir hefir komið á seinustu tveim og þrem áratugum, hvert vér Islendingar stefnum sem þjóð, til hvers vér höfum barizt fyrir frelsi voru, til "hvers vér tölum íslenzku og til hvers vér erum að halda við frelsinu, — ef vér viljum ekki einhverju ofur- litlu fórna til að varðveita þann sköpunarmátt, sem gerir oss að sjálfstæðri þjóð, auka þessa list- sköpun að gæðum og vöxtum og reisa sem hæst það hugtákn, sem oss er helgast og hjartfólgnast sem sérstök þjóð, tákn, sem engin önnur þjóð á, tákn, sem á að minna oss á að gleyma ekki uppruna vorum og talmarki sero frjálsri þjóð? Reykjavík, 9. nóvember 1959. Jón Leifs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.