Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 10
10 MORCinvnTAniv Miðvikudagur 11. nóv. 1959 Útg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innanxands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið AF HVERJU VIÐURKENNDI EYSTEINN EKKI TOLLFRELSI OLÍUFÉLAGA S. í. S.? YSTEINI Jónssyni og Tím- | heilbrigðismál undir heilbrigðis- anum er ekki um það, að j málaráðuneytið, framsal afbrota- manna undir dúmsmálaráðuneyt- ið o. s. frv. F upplýst hefur verið, að bréf H. í. S. frá því í apríl 1952 um tollgreiðslur lá ekki óafgreitt í utanríkisráðuneytinu, eins og ætla mátti eftir skýrslu rannsókn ardómaranna í hneykslismáli ol- íufélaga S.Í.S., heldur fór til fjár málaráðuneytisins. Sú afgreiðsla var óhjákvæmileg vegna þess, að á þessum tíma hafði fjármála ráðuneytið af hálfu Stjórnarráðs- ins æðsta úrskurðarvald í tolla- málum á Keflavíkurflugvelli, eins og annarsstaðar á landinu. Á þessu varð fyrst breyting 11. sept. 1953, þegar dr. Kristinn Guðmundsson varð utanríkisráð- herra. Þá heimtuðu Framsókn- armenn, að öll mál varðandi fram kvæmd varnarsamningsins skyldu lögð undir utanríkisráðu- neytið. Enda voru þá tollamál Keflavíkurflugvallar berum orð- um lögð undir dr. Kristinn. Var þar með gersamlega vikið frá þvi, sem áður hafði verið. Þegar H.Í.S. leitaði til utan- ríkisráðuneytisins um þessi efni í apríl 1952, var þess vegna sjálf- sagt, að það sendi málið áleiðis til fármálaráðuneytisins. Ey- steinn Jónsson var þá fjármála- ráðherra. Enginn ætlar Eysteini Jónssyni óvinskap í garð olíufélag SÍS. Engu að síður treysti hann sér ekki til að verða við málaleitan H.Í.S. í þess stað sendi hann málaleitunina áleiðis til tollstjóra embættisins í Reykjavík. Þaðan kom hún aldrei aftur. Verður að ætla, að fjármálaráðheira hafi talið það hægan dauðdaga fyrir of frekjulega málaleitan félags- bræðra sinna. Málaleitan, sem hann fékk sig þó ekki til að neita sjálfur, en þótti hægara að láta gleymast í umsjá undirmanna sinna. Þvílík meðferð stjórnvalds er að vísu ekki stórmannleg. En I erfitt er að finna aðrar skýringar á aðförum Eysteins Jónssonar. Naumast er honum ætlandi að hafa ráðlagt félagsbræðrum sín- um í oliufélögum SÍS að nota þögn Stjórnarráðsins sem skálka- skjól fyrir þeim skilningi á varnarsamningnum, sem hann sjálfur treysti sér þá ekki til að halda fram. ★ Til afsökunar aðgerðarleysi sírvu reynir Eysteinn Jónsson raunar nú að láta Tímann bera það fyrir sig, að fjármálaráðuneytinu hafi ekki komið þetta mál við, heldur hafi það legið undir undir ut- anríkisráðuneytið, því að „auð- vitað er það utanríkisráðuneytið, sem hefur framkvæmd samnings ins með höndum, enda er samn- ingurinn af því gerður“, segir Tíminn í gær. Eins og fyrr segir varð á þessu meginbreyting hinn 11. sept. 1953. Þangað til heyrði framkvæmd varnarsamningsins undir mörg ráðuneyti, alveg hliðstætt því, sem framkvæmd milliríkjasamn- inga um tryggingarmálefni heyr- ir undir félagsmálaráðuney tið, Auðvitað kann utanríkisráðu- neytið að hafa milligöngu við er- lenda aðila í þessum efnum. Svo er þó ekki undantekningarlaust. En mjög fátítt er, að það hafi milligöngu í slíkum efnum milii íslenzkra aðila og hlutaðeigandi ráðuneytis. Hitt tíðkast að sjálf- sögðu, að ráðuneyti, sem mál heyrir undir, spyr utanríkisráðu- neytið um túlkun þess á tilteknu atriði milliríkjasamninga. Tíminn viðurkennir í öðru orð- inu í gær, að fjármálaráðuneytið hafi látið tollamál Keflavíkurflug vallar til sín taka á meðan Bjarni Benediktsson var utanríkisráð- herra. Fyrirsláttur Tímans er nú einungis sá, að utanríkisráðu- neytið hafi í einhverju tilfelli á þessum árum talið vörur til Sameinaðra verktaka eiga að njóta tollfrelsis. Þetta er mál fyrir sig og allt annað en um hefur verið deilt. Ef fjármálaráðuneytið taldi skoð un utanríkisráðuneytisins ranga bar því að bera málið undir dóms stóla. Svo var aldrei gert. í stað þess að una við varn- arsamninginn frá 1951 og ur- skurða öll einstök tilfelli, sem upp komu, í samræmi við hann, þá gerði dr. Kristinn Guðmunds- son alveg nýjan samning um þessi efni 1954. Úr því að Tíminn hefur svo greiðan aðgang að plöggum Stjórnarráðsins sem hann segir í gær, stendur væntanlega ekki á honum að birta þennan tollfrels- issamning dr. Kristins og þeirra Framsóknarmanna. UTAN UR HEIMI WERNHER VON BRAUN ★ Von Braun hefir oft haft ástæðu til að vera gramur og óá- nægður — en þá hættir hann bili að hugsa um að komast upp — og kafar nið ur í staðinn ... — upp og niður E' ' MANNI verður gramt í geði, þá er um að gera að reyna að róa tugarnar — slaka á spennunni. Annars getur maður alveg ruglazt í ríminu og misst nauðsynlega yfirsýn yfir vandamálin, sem við er að etja. 'k Þannig fórust hinum þýzk- bandariska eldflaugasérfræðingi, Wernher von Braun eitt sinn orð. Og hann hefir undanfarið oft haft ástæðu til þess að fylgja þessari ráðleggingu sjálfs sín. — Og ráð von Brauns til þess að lægja öldur hixgans, þegar á þarf að halda, er að stunda djúp- köfun. Hann veit fátt ánægju- Rússum á sviði eldflauga- tækni og geimrannsókna. — Þessir menn geta þó tæpast haft á réttu að standa, því að banda- rískir valdamenn hljóta að gera sér grein fyrir, hve framarlega von Braun stendur á þessu sviði — svo rækilega hefir hann sýnt það og sannað. Hitt mun rétt, að hann hefir „farið í taugarnar“ á mörgum — ekki sízt stjórnmála- mönnunum, er hann hefir stöð- ugt klifað á þeirri kröfu, að ríkisvaldið verði að veita miklu meira fé til geimrannsókna en gert hefir verið, ef Bandaríkja- menn vilji ekki — eins og hann orðar það, dálítið kaldranalega — að rússneskir tollverðir taki á móti þeim, þegar þeir loksins komist til tunglsins. Allt mun þetta koma glöggt fram, þegar málið verður rann- sakað til hlítar. Skraf Framsókn- armanna nú um þessi efni mið- ar að því að dylja fyrir mönnum hið sanna samhengi. Þeir keppa nú að því að láta svo sem hjá olíufélögum SÍS sé um það eitt að ræða, að þau hafi notið hins sama tollfrelsis og íslenzkir verk takar gjörðu. Þar er allt annað á ferðum. Olíufélög SÍS biðu alls ekki eftir því, að vafinn um tollfrelsi væri úrskurðaður af íslenzkum stjórn- völdum né skutu þau ágreiningn- um til dómsstóla. heldur tóku þau réttinn í sínar hendur, eftir að Eysteinn Jónsson hafði ekki treyst sér til að ákveða hann þeim til handa. Oliufélög SÍ'S fengu hið erlenda viðskiptafélag sitt og fulltrúa varnarliðsins til þess að gefa rangar upplýsingar. í skjóli þess- ara falsana útveguðu olíufélög S:Í:S: sér síðan það tollfrelsi, %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%% Þýzk-bandarlski eldflaugasérfræðing- urinn bregður sér i froskmannsgervi og kafar þegar honum er gramt i geði legra í frístundum sínum en að klæðast froskmannsbúningi — og kafa. — Ég hugsa svo skýrt djúpt niðri í vatninu, segir hann. RÚSSNESKIR TOLLVERÐIR .... Ef til vill hefir hann um 20. okt. sl. einmitt verið að busla í vatni í nágrenni Redstone-her- stöðvárinnar í Huntville í Banda- ríkjunum, þar sem hann undan- farin ár hefir haft yfirumsjón með vísindalegum geimrann- sóknum landhersins. — Að minnsta kosti var hann ekki við- staddur, þegar Eisenhower for- seti hélt þá fund með helztu frömuðum bandarískra geim- rannsókna til þess að ræða, hvernig unnt væri að vinna upp það forskot, sem Rússar virðast svo örugglega hafa náð á þessu sviði. Það vakti undrun margra, að von Braun skyldi ekki kvaddur sem jafnvel Eysteinn Jónsson i til þessa fundar — en sumir telja, hafði ekki þorað að úrskurða j að það sé einfaldlega vegna þess þeim. Þetta eru þær staðreyndir, að það sé ætlun forráðamanna, sem Eysteinn Jónsson og Tíminn ■ að hann „verði ekki með“ í því reyna nú með öllum ráðum að kapphlaupi, sem nú skal hafið fela fyrir mönnum. til þess að freista þess að ná RÖDD UTAN ÚR GEIMNUM — Brátt munum við heyra rödd utan úr geimnum — rússneska rödd, segir von Braun með dramatískri óherzlu. — Það eru slíkar athugasemdir ,sem aflað hafa honum óvildarmanna á æðstu stöðum, sennilega af því, að viðkomandi menn vita — en vilja ekki játa — að hér er vís- indamaðurinn að segja bláberan sannleikann. Wernher von Braun hefir alla tíð starfað á vegum landhersins, síð- a*. hann hóf rannsóknir sínar í Bandaríkjunum. Og þess vegna er hann nú illa settur — því að yfirumsjón með öllum tilraunum með langdrægar eldflaugar hefir verið fengin flughernum í hend- ur. Og geimrannsóknarráðið í Washington skal segja fyrir um allar framkvæmdir á sviði geim- ranrisókna. Þetta er reyndar gert til þess að samhæfa alla krafta, sem að slíku vinna og mynda einingu um markmið og leiðir, og er það að sjálfsögðu gott og blessað. En hvernig sem á því stendur, virðist svo sem Red- stone-herstöðin í Huntsville hafi „týnzt" einhvers staðar á leið- inni, þegar verið var að endur- skipuleggja þessi mál — en þar vinna nú von Braun og um 120 þýzkir samstarfsmenn hans að því að framleiða eldflaug með ræsiafli, er nemur 750.000 kg. — Og það eru fyrst og fremst stórar og kraftmiklar eldflaugar, sem Bandaríkjamenn þarfnast og keppa að um þessar mundir. Hinum miklu afrekum, sem Rússar hafa unnið að undan- förnu, virðist ekki unnt að ná nema með slíkum risaeldflaug- Framh, - bls. 12 Von Braun hefir lengi beð;ð um meira og meira fé tii þess að geta smíðað fleiri og stærri eldflaugar — en fjárveitingar hafa látið á sér standa ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.