Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 16
16 MORCUTUlLAÐlh Miðvtkudagur 11. nóv. 1959 ninc^ •/ UlíjCl óinum EFTIR RITA I HARDINGE — Aktu ekki um borgina með Michael í dag! Ef þér er annt um lífíð, þá farðu ekki með hon- um út úr höllinni! Hún minntist svo glöggt kvíða- svipsins í augum hans, er hann sagði þetta. — En hví skyldi ég ekki aka út? hugsaði hún. — Gloría var vön að aka um borgina næstum öaglega, og það kom aldrei neitt fyrir hana. Andartak velti hún því fyrir sér, hvort aðvörunin gæti verið bragð af hálfu Ruperts. Ef drottn ingin æki um borgina, yrðu að engu kviksögurnar um dauða hennar. En Janet bægði þessari hugs- un frá sér. Af einhverri ástæðu var hún fullviss um, að þetta væri ekki tilefni aðvörunar Ruperts. Hann var raunverulega hræddur um öryggi hennar. Það fór hrollur um hana, er hún gerði sér Ijóst, hversu ein- mana hún var. Það var enginn, sem hún gat leitað til um lausn vandamálanna. Konunginum treysti hún ekki. Auk þess gat hún ekki látið hann vita um að- vörunina, án þess að ljósta því upp, að Gloría hefði verið í nán- ara vinfengi við prinsinn en vera bar. Af sömu ástæðum gat hún ekkert sagt við samsæris- mennina, sem höfðu komið henni 1 þessa aðstöðu. Hún gat ekki leitað hjálpar þeirra, án þess að koma upp um Gloríu. Hún íhugaði, hvort hún ætti að látast verða veik, en svo sá hún, að það stoðaði ekki. Þá myndi fólk strax trúa orðróm- inum um dauða drottningarinn- ar, og álíta, að tilkynningin um, að drottningin ætlaði að aka með konunginum, hefði einungis verið herbragð. En, hvað sem skeður í þessari ökuferð, þá get eg sjálfri mér einni um kennt, eg hef verið að- vöruð“, tautaði hún þreytulega við sjálfa sig. Og allt 1 einu tók hún ákvörð- un: Hún ætlaði að treysta Rupert og fara að ráðum hans. Hvað svo sem fólkið héldi, skyldi hvorki hún né Michael aka um borgina þennan dag. Hún tók í bjöllustrenginn. Strax voru dyrnar opnaðar og greifafrú Arnberg var þar kom- in ásamt nokkrum fleiri frúm. Janet lét sem hún sæi þær ekki, en gekk virðulega út eftir breið- um ganginum. Hún mundi frá því um morg- uninn, hvar bókasafnsherbergið var, þar sem Michael hélt oftast til. Hann spratt upp af legubekk, þegar hún gekk rakleitt inn. Hann var rauðþrútinn í andliti með úfið hárið og hélt á glasi. Hann var dálítið óstöðugur á fótunum og talaði óskýrt. „Hvað vilt þú?“ Hún var fegin, að hurðin hafði lokazt að baki hennar, áður en hún sagði nokkuð. Þetta var þá maðurinn, sem hefði átt að vera öruggasta stoð hennar í því örð- uga hlutverki, sem hún varð að leika. „Eg varð að tala við þig, Michael“, sagði hún rólega. „Jæja — en komdu ekki vað- andi inn á þennan hátt oftar. Mér fellur það ekki. Eg lá og hvíldi mig svolítið.“ Hann fylgdi augnaráði hennar niður að glasinu og gaut augun- um ólundarlega um leið og hann setti það frá sér. „Byrjaðu nú bara ekki á neinu“, sagði hann ergilega. „Ef eg þarf sopa til að hressa mig á —“ „Til að hvílast af, áttu við, Michael, er ekki svo?“ greip hún fram í. „En þú um það.“ Henni til undrunar rak hann allt í einu upp hlátur. „Þú tekur þig alveg prýðilega út, þegar þú ert reið, Janet,“ sagði hann. „Jafnvel ennþá betur en Gloría. Eg fer næstum að halda, að eg hafi valið skakkan tvíbura!“ „Michael!" sagði hún aðvar- andi. „Mundu það, að eg get farið og sagt fólkinu allan sann- leikann og haldið svo heim til Englands — til míns fyrra og friðsæla lífs.“ „Geturðu það, Janet?“ „Já, vissulega get eg það,“ sagði hún án þess að skeyta um háðshreiminn í rödd hans. „Og eg geri það líka ef þú gerir það óhjákvæmilegt fyrir mig.“ „Jæja — gerirðu það?“ sagði hann með drynjandi hlátri. „Þú ímyndar þér þó ekki, Janet, að þú fáir nokkurn tíma að fara heim aftur, þegar svona mikið er í húfi? Hvað heldurðu að fólk myndi segja — og gera — ef það kæmist að því, að við hefðum leynt dauða drottningarinnar og reynt að gabba það með að setja aðra í hennar stað? Það myndi svipta mér niður úr hásætinu? Það fór hrollur um hann, því hann hafði drukkið nóg til þess, að hann reyndi ekki að leyna sínum raunverulegu tilfinning- um. „Það myndi drepa mig, Janet, og setja svarta þrjótinn Rupert í minn stað. Vertu því varkár, Janet, því þú átt þess engan kost að sleppa burt. Þú verður að halda áfram að leika hlutverk- ið, þar til tjaldið fellur.“ Hann lækkaði röddina í hvísl: „Og ef tjaldið fellur, er það dauðinn, Janet.“ „Dauðinn?" endurtók hún. „Já, góða mín. Annað hvort eðlilegur dauðdagi, þegar þinn tími er kominn eftir mörg ár — þá deyr hin elskaða drottning Gloría eftir glæsilega stjórnar- tíð! Eða þá, Janet — skyndi- legur dauði, sem verður látinn líta út sem slys í augum heims- ins.“ Hún var náföl, og það var sem hjarta hennar hertpist saman. Það virtist óhugsandi, að hann hefði verið eiginmaður Gloríu, þessi maður, sem talaði um dauð- ann, án þess að hrærast. Hann var kaldur og miskunnarlaus eins og höggormur, og nú var hann þó orðinn allsgáður. „Það myndir þú aldrei voga!“ 1 sagði hún. „Mér myndi þykja það slæmt“, viðurkenndi hann. „En þú ert ekki í Englandi, Janet. Og við erum ekki almennir borgarar, góða mín. Orð mín eru lög hér í landi. Það yrðu ekki bornar fram neinar spurningar, þótt þú dæir á þessu augnabliki. Andro- vía myndi syrgja þig, en við vær- um aðeins fá, sem vissum, að tvær manneskjur hefðu dáið, þegar drottningin lézt!“ Hann gekk til hennar, þegar hún hné niður á stól og hélt höndunum fyrir andlitinu. „Mér þykir fyrir að þurfa að segja þér þetta, Janet,“ sagði hann biðjandi. „En nú skulum við ekki tala meira um það. Eg var neyddur til að láta þig vita, að við erum ekki að leika okkur hér. Það er um líf eða dauða að tefla. Óvinurinn er miskunnar- laus, og þess vegna erum við líka neydd til að vera það.“ Janet tók hendurnar frá and- litinu og spennti þær í kjöltu sér. Michael hafði rétt fyrir sér. Hún var ekki í Englandi, þar sem hægt var að kalla í lögregluþjón á hverju götuhorni. Þetta var framandi land, og hún var alger einstæðingur hér. „Eg skal gera mitt bezta, Michael", sagði hún einbeittlega. „Það var þess vegna, sem eg kom til að tala við þig. Eg álít bezt, að við ökum ekki út í dag.“ Hann leit hvasst á hana. „Hvers vegna ekki?“ „Af því — já, Michael, af því að ég hef á tilfinningunni, að við ættum ekki að gera það. Eg get ekki útskýrt það, en eg er, — eg er hrædd.“ Hún hörfaði undan, því að I hann gerði tilraun til að taka á henni. „Þú ert hrædd,“ hreytti hann svo út úr sér og lét hendurnar síga. „Og það hefur þú líka fulla ástæðu til að vera, því að þú gerir mig alveg ólman, þegar þú situr þarna, alveg eins og Gloría, bara enn fallegri. En eg skal virða þig á því sviði. Þú ert samt sem áður drottningin, og það þýðir, að þú ert neydd til að verða með mér síðdegis. Fólk væntir þess að sjá þig. Það er farið að safnast saman, sum- ir komnii’ margar mílur að — bændur, sem ekki koma til borgarinnar nema í örfá skipti á ævinni — allir þyrpast saman til að fá að sjá drottningu sína. Við getum ekki leyft okkur að valda þeim vonbrigðum, Janet.“ „En þú veizt, að eg er hrædd“, andmælti hún. Ungling vantar til blaðburða við Langagerði itvaifttÞfafeifr Afgreiðslan — Sími 22480. limboðssalan selur ÓDVRT Lakkskór, (bama) Stærðir: No. 19, 20, 21, 22. Seldir fyrir aðeins 40.—50.— kr. (Smásala) Laugavegi 81. Depill gerir sér ekki grein fyrir því, að Andi er innikróaður, og kallar ákaft á hann að komast út úr gjótunni. En þegar stóri hund- urinn lætur standa á sér, leggur hann af stað til Týnda skógar til þess að seðja sult sinn. Andi er innilokaður í gjótunni og sér hvernig vatnið stígur stöðugt hærra og hærra. „Það er eg líka“, viðurkenndi hann, „en við erum samt sem áð- ur tilneydd að gera það, hvað sem fyrir kann að koma. Vertu tilbúin stundvíslega klukkan þrjú, og gleymdu ekki: Berðu höfuðið hátt og brostu!“ Janet fannst tíminn líða óð- fluga til klukkan þrjú. Hádegis- verð borðaði hún með greifa- frúnni einni, sem stöðugt brýndi fyrir Janet, hvað hún ætti að gera í ökuferðinni. „Drottningin lét sér ætíð afar annt um börnin. Þér skuluð brosa til þeirra, og ef þau þrengja sér svo nálægt, að þér náið til þeirra, skuluð þér klappa á kollinn á þeim.“ „Við ökum þá í opnum vagni?“ spurði Janet. ......gparió yðui hlaup á uulli maxgra vorzkuna! dÖRUtlOL ÖOilUM UíWM! Austatrstrætú SHlItvarpiö Miðvikudagur 11. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga bamanna: ,,Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott; IV. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál. (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálmars son skólastjóri). 21.00 Erindi með tónleikum: Frá Irum. (Helgi Guðmundsson stud. philol.). 21.30 Framhaldsleikrit: „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; II. kafli. — Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason, Þorsteinn O. Stephensen, Karl Guðmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Krist ján Jónsson, Baldvin Halldórsson, Flosi Olafsson, Helga Bachmann, Bryndís Pétursdóttir, Helgi Skúla son og Þorgrímur Einarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir danslög frá Spáni. 23.00 Dagskrárlok. FimmLudagur 12. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,A frívaktinni“ — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.30 Fyrir yngstu hlustendur (Margrét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Islenzk stóriðja IJóhannes Bjarnason verkfræðingur). 20.55 Einsöngur: Gunnar Kristinsson syngur. Undirleik annast Fritz Weisshappel. a) „Hrafninn" eftir Karl O. Run- ólfsson. b) „Vísur á sjó“ eftir Arna Thor- steinsson. c) „Kvöldsöngur'* eftir Hallgrím Helgason. d) „Vögguvísa“ eftir Þórarin Jóns son. e) Tvö lög eftir Algot Haquinius: „Kveðja“ og ,,Næturljóð“. 21.15 Upplestur: Guðrún Guðjónsdóttir flytur ljóð eftir Huldu. 21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; — I. erindi. (Dr. Hallgrímur Helga- son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Oskin“ eftir Einar H. Kvaran. (Edda Kvaran leikkona. 22.30 Sinfónískir tónleikar: Operu- hljómsveitin í Monte Carlo leik- ur tvö frönsk verk. Pierre Frem- aux stjórnar. a) Rapsodie espagnole eftir Ravel b) Trois nocturnes eftir Debussy. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.