Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORGVNBT AÐ1Ð Miðvikudagur 11. nóv. 1959 Happdrættið - hæstu vinningar BÁÐIR hæstu vinningarnir í 11. flokki Háskóla-happdrættisins komu á fjórðungsmiSa. Hæsti vinningurinn, 100,000 krónur, á nr. 24938, og eru miðarnir allir í sama umboði, hjá V. Long í Hafnarfirði. 50 þúsund króna vinningurinn kom á miða nr. 13646. Eru tveir miðanna í Hólmavíkurumboðinu, einn í Ak- ureyrarumboðinu og sá fjórði í umboðinu í Bankastræti 11, hér í bæ. 10.000 kr. : 8743 13329 17866 17991 21835 31192 31703 39930 40447 42528 49545. 5.000 kr.: 10947 16931 20343 20583 21260 24432 24937 24939 26527 47212. 29341 33835 36896 47172 1 þessum flokki eru vinningar alls 1102 og vinningsupphæðin samtals kr. 1.405,000,00. (Birt án ábyrgðar) Krús/eíf heimsækir Frakk- land í marz De Gaulle vill tvo fundi vestrænna leiðtoga fyrir fund æðstu manna austurs og vesturs PARÍS, 10. nóv. (Reuter) — Um 700 fréttamenn, innlendir og er- lendir sóttu fund þann, er de Gaulle forseti hélt hér í dag. — Þar lýsti forsetinn því yfir, að Krúsjeff, forsætisráöherra Sovét ríkjanna, myndi koma í 16 daga heimsókn til Frakklands hinn 15. marz nk. — Hann kvaðst vænta mikils og góðs árangurs af fundi leiðtoga Vesturveldanna, sem haldinn verður í París 19. des. — og lét í ljós þá skoðun, að halda bæri annan slíkan fund í vor, áð- ur en fundur æðstu manna aust- urs og vesturs hefjist, sem vænt- anlega verði seint í apríl eða maí. — Hann fagnaði ofa væntanlegum heimsóknum Adenauers, kanslara Vestur-Þýzkalands, og Selwyns Lloyds, utanríkisráðherra Bret- lands, til Parísar. Minnkandi spenna í sambandi við komu Krúsjeffs, lét de Gaulle svo ummælt, að hann væri þeirrar skoðunar, að nú mætti sá þess glögg merki, að Sovétríkin vildu nú draga úr — Slysið Framh. af ols. 1. hafði verið skólastjóri á Hólma- vík þangað til í vor. Hafsteinn lætur eftir sig konu, Ester Ing- varsdóttur frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, og eitt barn. Jón var einhleypur, lætur eftir sig tvö börn. Gísli Gíslason var ættaður frá Akranesi, sonur Gísla Vilhjálms sonar, forstjóra. Hann fluttist norður fyrir tveimur árum, og lætur eftir sig unnustu í Hofsósi og tvö börn. Þeir Gísli og Haf- steinn keyptu sitt húsið hvor í Hofsósi í vor og bjuggu þar. Frosti vonandi úr hættu Frosti lá og andæfði framan við Hofsós allan mánudaginn og í gær. Var stórhríð og stormur og foráttubrim, og báturinn því í talsverðri hættu. Sást ekki til bátsins í gærmorgu . en báts- verjar höfðu samu.,.^ við S.-.uð spennu í alþjóðamálum. Hann kvaðst ekki miða eingöngu við orð og yfirlýsingar sovézkra ráða manna. Afstaðan undanfarið til ýmissa viðkvæmra deilumála bæri vott um, að Sovétríkin forð- uðust nú að „hella olíu á eldinn“. Minntist forsetinn m. a. á Berlin- ardeiluna og landamæradeilu Indlands og Kína í þessu sam- bandi. — Sovétríkin hafa m. a. s. ekki tekið fyllilega undir þann „illyrðakór", sem nú er kyrjaður yfir Frakklandi í sambandi við j fyrirhugaðar kjarnavopnatilraun ir, Alsírmálið o. fl., sagði forset- inn. „Gula hættan“ Rússnesku leiðtogarnir virðast farnir að skilja það, sagði de Gaulle, að slíkur hernaðarmáttur, sem Sovétríkin og vesturveldin ráða nú yfir, getur ekki leitt til annars en tortímingar, ef honum er beitt — og, að þegar svo er komið, er ekki um annað að gera en að reyna að tryggja friðinn. — Enn fremur munu Rússar gera árkrók um talstöðina. I bátnum eru 4 menn, skipstjórinn Þor- grímur Hermannsson, Uni. fóst- ursonur hans, Hjalti Gíslason og Sigurbjörn Jónasson allir frá Hofsósi. Voru þeir félagar mat- arlausir en höfðu eldsneyti. Seinni hluta dags í gær var hægt að koma mat fram í bátinn. Þá hafði veðrið heldur gengið nið- ur og kvikan var minni. Enn var þó stórbrim og komst báturinn ekki upp að. Vonuðust menn til að hann væri úr hættu. Bátarnir Svanur og Frosti eru einu dekkbátarnir, sem gerðir hafa verið út frá Hofsósi að und anfömu, en auk þeirra eru gerð- ar þar út 15—20 trillur. Legan þar er góð, nema þegar hann er norðanstæður, en þá leiðir mik- ið brim inn í höfnina. Hefur lengi verið ætlunin að fá hafnar garðinn lengdan, en ekki tekizt að koma því í framkvæmd. Nú hefur fengizt loforð fyrir því að bryggjan verði lengd á næsta sumn. sér ljóst, sagði forsetinn, að þeir eru „hvít þjóð“, sem kann að vera í hættu fyrir „gula fjöldan- um“ — þ. e. Kína. Kínverska kommúnistaveldið verður æ öfl- ugra — og er farið „að líta í kring um sig eftir útþenslumöguleik- um.“ Sanngjörn skilyrði Forsetinn vék að Alsírtillögum sínum. Hann sagði m. a. í bví sambandi, að leiðtogar í Alsír væru velkomnir til Frakklands, hvenær sem væri til þess að ræða möguleika á því að koma á friði í landinu. Skilyrði Frakka í því 1 efni eru heiðarleg og sanngjörn, sagði de Gaulle. Hann sagði að sendiherrar Frakklands í Túnis og Rabat mundu skipuleggja ferðir foringja uppreisnarmanrta til Frakklands, ef til kæmi, og tryggja öryggi þeirra, svo sem framast væri unnt. Aðspurður um fyrirhugað- ar karnavopnatilraunir Frakka, sagði forsetinn, að Frakkland væri að stuðla að betra jafnvægi í heiminum með því að búast kjarnavopnum. Ef Sameinuðu þjóðunum tækist hins vegar að | koma á „víðtækum afvopnunar- samningum", þá mundi Frakk- land gangast undir slík alþjóða- lög „þegar í stað og hiklaust.“ Viðbrögð Sovézka fréttastofan Tass stað- festi það í kvöld, að Krúsjeff mundi fara í opinbera heimsókn til Frakklands um miðjan marz i nk. Það er almennt álit frétta- manna í París, að de Gaulle hafi nú séð svo um, að fundur æðstu manna austurs og vesturs verði ekki fyrr en í apríl eða maí í vor. Nokkurra vonbrigða gætir í Bret- landi út af þessu, og sagði Mac- millan, forsætisráðherra, á þingi í dag, að brezka stjórnin væri em, þeirrar skoðunar, að flýta bæri fundi æðstu manna eftir föngum. Minnt er á það í London, að Sel- wyn Lloyd, utanríkisráðherra, fer til Parísar í vikunni — og telja sumir fréttamenn ekki ólíklegt, að enn megi takast að fá franska ráðamenn til þess að fallast á fund austurs og vesturs upp úr áramótum. Fréttir frá Washington herma, að þar sé talið, að ekki geti orðið1 af fundi vestrænna leiðtoga með I Krúsjeff fyrr en að vori úr þessu. H É R sjást nokkrar af þeim mörgu, fögru meyj- um sem tóku þátt í „Miss World“ fegurðarkeppn- inni í Lundúnum — talið frá vinstri eru þær full- trúar: Finnlands, Sví- þjóðar, Islands — Sigur- björg Sveinsdóttir — V- Þýzkalands, Danmerkur, Austurríkis, Brazilíu og S-Afríku. — Sjá frétt um úrslit keppninnar á blaðsíðu 19. Spilakvöld HAFNARFIBÐI. — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. VerSlaun verða veitt. SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Sókn í Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu í Kefla- vík í kvöld 11. nóv. kl. 9 sd. Áríðandi mál á dagskrá. Sjálf- stæðiskonur eru beðnar að fjöl- menna á fundinum. Ömurlegt ástand í höf- uðstað Norðurlands AKUREYRl, 10. nóv. H É R er mikið vetrarríki, kuldi og myrkur á heimilun- um og bærinn sjálfur er ein- angraður, á landi og í lofti. í kvöld veit enginn hvenær vænta má að úr rætist. 1 nokkrum stórfyrirtækjum, svo sem verksmiðjum SÍS og KEA, blika Ijósin, svo og í bönk- unum, og gamla Glerárstöðin sér spítalanum fyrir rafmagni. Skólarnir eru lokaðir að und- anskyldum Menntaskólanum sem starfar meðan lesbjart er. Fyrir heimilin er kuldinn einna alvarlegasta málið, enda hefur lögreglan haft um það forgöngu í dag, að koma fólki úr köldum húsum, til skammrar dvalar í upphituðum húsum. Hér eru all- ir vitafréttalausir af því sem er að gerast, því flugvélarnar munu ekki hefja flug hingað fyrr en rafmagnið er komið í lag. Örygg- istæki flugvallarins eru öll raf- knúin, svo sem ratsjá og vitar. Skiptir engu máli þó bjart sé, að flugvélarnar munu ekki koma hingað fyrr en þessi öryggistæki eru komin í samband á ný. Umferð í bænum er lítil, og fara menn ekki annað en brýn- ustu erinda, sjást menn helzt í ófærðinni á ferð með olíubrúsa eða mjólkurflöskur. Er ástandið í höfuðstað Norðurlands santiar- LONDON, 9. nóv. — Tveir flóttamenn frá Ungverjalandi voru í dag dæmdir liér fyrir innbrot. — Þeir hafa dvali/.t í Englandi síðan í uppreisninni 1956, en vegna afbrota þeirra, kann heim nú að verða vísað úr landi. ---•----- AMMAN, 9. nóv. — Hussein Jórdaníu- konungur fer á morgun tii Evrópu og mun dveljast þar sér til hvíldar og hressingar um mánaðarskeið. lega ömurlegt, en vissulega bæt- ir það úr skák, að frost er ekki mikið. — vig. Árni Grétar Finns- son formaður stúdentaráðs Svo sem kunnugt er, fóru kosningar til stúdentaráðs fram laugardaginn 31. október s.l. Hið nýkjörna stúdentaráð kom í gær saman til fyrsta fundar. Fór þar fram kosning stjórnar, og var Árni Grétar Finnsson stud. jur. efsti maður á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, kosinn formaður stúdenta- ráðs. Gjaldkeri var kosinn Jón- atan Sveinsson stud. jur. fulltrúi Stúdentafélags jafnaðarmanna og ritari Jóhann Gunnarsson stud. philol. fulltrúi Þjóðvarnarfélags stúden^a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.