Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ N.A.-stinnigskaldi, skýjaS með köflum. Frost 3—5 stig 251. tbl. — Miðvikudagur 11. nóvember 195£ Samtal við Gunnar Gunnarsson — Sjá bls. 8. — JT I slipp HÉR eru nýjar myndir af togar anum Vetti. Hann er hér í slipp í hafnarbænum St. Johns, þar sem fram fór athugun á skemmd unum. Stærri myndin sýnir skemmdir þær er urðu á botni og kjöl skipsins, en einnig laskaðist skrúfan. Myndirnar eru teknar 3. nóvember sl. og er þess getið í texta með myndunum, að þá hafi ekki verið ráðið hvort þar fari fram viðgerð á skipinu. Hvorugur mætti EINS og kom fram í Mbl. í gær var lýst eftir tveim mönnum í sambandi við hvarf hins unga Hafnfirðings. Var lýst eftir leigubílstjóra, sem ekið hafði ungri stúlku úr Vetrargarðinum að Drekavogi 20 á þriðjudags- kvöldið (aðfaranótt miðviku- dagsins). Þá var lýst eftir manni þeim er verið hafði þessa nótt í fylgd með Hafnfirðingnum, á Langholtsveginum. Stúlkan í bílnum hafði talað við Hafnfirð- inginn og sá þá manninn, en ekki bar hún kennsl á hann. En dagurinn í gær leið án þess að þessir menn gæfu sig fram við rannsóknarlögregluna. Er þess að vænta að þeir láti það ekki undir höfuð leggjast í dag. Mývetningar á skíð- um leita að fénu GRÍMSSTÖÐUM, 10. nóvember. VEÐRINU, sem skall á síðastliðinn sunnudag, hefur heldur slotað, en vegna þess hve ófærð er niikil í héraðinu, er enn ekki vitað hvert tjón hefur orðið á búfé bænda. Þegar veðrið skall á, var nær 'allt fé bænda < Mývatnssveit, um 8,000, á beit, heimavið eða á afrétt. — ★ 1 SÆLUHÚSI Ekki hafa enn borizt fregnir af leitarmönnum þeim, sem fóru á sunnudaginn upp frá Græna- vatni, upp í Sellönd. Þeir munu trúlega lítt hafa getað aðhafzt vegna veðurofasa og hríðar, og hafa því orðið að halda sig í sæluhúsinu þar. * ANNAR LEIÐANGUR í dag er ákveðinn annar leið- angur, sem leggja á upp frá Reykjahlíð með morgni. Eru það 10 menn af bæjum hér í Mý- vatnssveit, sem fara munu á skíðum alla leið austur undir Jökulsá á Fjöllum, en það er um 35 ltm leið. Leiðangurinn er far- inn til þess að atiiuga hvort fé hefur fennt, og ef svo er, að reyna að grafa það úr fönn og smala því saman til heimrekst- urs. Leitarmenn munu ef til vill hafa nokkurra daga útivist og hafa aðsetur í sæluhúsinu „Pét- urskirkja“, austan við Nýja- Hraun. Er sæluhúsið vel útbúið með eldsneyti og öðru til að hýsa slíka leitarleiðangra. — Jóhannes. Bæjar- og atvinnu- lífið í Húsavík lamað HÚSAVÍK, 10. nóv. Norðaustan áttin hefur frekar gengið niður í dag, en þó hefur hér verið hríð- arveður og allir vegir ófærir. Mjólk hefur verið sótt á snjóbíl á næstu bæi, því ekki hafa mjólk- urbílarnir komizt hingað síðan á laugardag. Bæjar- og atvinnulífið er allt meira og minna lamað. Ekkert á er unnið á trésmíðaverkstæðum, eða öðrum iðnfyrirtækjum, sök- um þess að bærinn er rafmagns- laus. Skólarnir eru lokaðir og heimilin fá nú rafmagn aðeins stuttan tíma í einu til að hægt sé að hita þau hús sem rafknúnar olíukyndingar eru í. Er það raf- magn frá vararafstöð frystihúss- ‘ ins. Flóðbylgja Flóðbylgjan sem fylgdi brim- inu á mánudaginn, var svo mikil að sjórinn gekk upp að gamia frystihúsinu, en það hefur mjög sjaldan komið fyrir, en augljóst er að hafnargarðurinn hefur dreg ið verulega úr sjóganginum. Eun bátur sem lá við garðinn í óveðr- inu skemmdist ekkert. Að lokum má geta þess að héð- an er með öllu símasambands- laust við staðina hér fyrir austan, Kópasker og Raufarhöfn. — Fréttaritari. Strangari fyrirmœli sett varSandi karfavinnsluna í SÍÐASTA Lögbirtingi er tilkynning frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu, þar sem það birtir ný og strangari fyrirmæli varðandi frystingu karfa til útflutnings. Það eru aðalatriði þessarar tilkynningar, að sett eru ákveðin tímatakmörk varð- andi vinnslu karfans, hvort heldur hann er veiddur á fjarlægum miðum eða heima- miðum. frá því að löndun hefst. Tímatakmörkin raska í engu gæðamati á karfanum til vinnslu. Að lokum er þess svo getið, að brot gegn þessum fyrirmælum varði sektum allt að 50.000 kr. Ævintýrið fór vel, en skapaði mikla fvrir- höfn EINS og sagt var frá í blaðinu í gær sátu karl og kona í lítilli bíf reið í einn sólarhring á Vaðla- heiði í óveðrinu, sem geysaði fyrir norðan um og upp úr síð- ustu helgi. Fregnir þær er birt- ust í blaðinu í gær voru fremur óljósar, en tíðindamaður blaðs- ins íyrir norðan átti í gær tal við Tryggva Þorsteinsson, er hafði á hendi fararstjórn leið- angurs þess er sótti parið upp í Vaðlaheiði. Leiðangur sá lagði af stað frá Akureyri á tíunda tímanum á mánudagsmorguninn og kom að bíl þeim, er fólkið dvaldist í um kl. 3 á mánudag. Þá var kominn á staðinn jarð- ýta úr Fnjóskadal er í voru tveir menn, frá Nesi og Víðivöllum, þar í dalnum. Ýtan var yfir- óyggð- Ferðin hafði gengið mjög erfiðlega fyrir Akureyringana, enda móti að sækja meginhluta leiðarinnar. Tók það nærfellt 7 klukkustundir fyrir snjóbílinn er flutti fólkið til Akureyrar að komast á áfangastað. Bifreið sú, er hinn ungi piltur og stúlka voru í, nam staðar skammt vestan við vestri Vaðlaheiðarbrún (skakkar þar allmiklu frá fregninni í gær). Þar hafði hinn litli bíll, sem er bifreið með plastyfirbyggingu bilað og tóku farþegar þann kost, að halda kyrru fyrir þar til er hjálp bærist. Bæði voru þau er í bílnum voru illa útbúin til vetr- arferða, svo og var þeim ráðlagt að leggja ekki á heiðina, eins og veðurútlit var á sunnudags- morgni. Allt fór þetta samt vel og var björgunarleiðangurinn, sem flutti þau til Akureyrar vel útbúinn bæði með nesti og snjó- klæði. Má því vel segja að æf- intýri þessa unga fólks hafi vel farið, þótt mikils erfiðis hafi ver- ið til stofnað með björgun þess. Um vinnslu karfa af fjarlæg- um miðum gilda þær reglur, að vinnslu hans skal að fullu lokið innan þriggja sólarhringa, 72 klst., frá því að löndun hefst. Varðandi karfa af heimamið- um og orðinn er 6 daga gamall skulu gilda sömu reglur og um karfa, sem togararnir koma með af fjarlægum miðum. En sé karf- inn af heimamiðunum nýrri en 6 daga, skal vinnslu hans lokið innan fjögra sólarhringa, 96 klst., Ekkert t jón HÚSAVÍK, 10. nóv. — Eftir fregn um frá Reykjavík að dæma, áttu bátstapar að hafa orðið í Flatey. Sökum rafmagnsleysis hefur ver- ið sambar.dslaust frá Húsavík við eyna þar til síðdegis í dag. Náðist þá sem snöggvast samband við eyna og sögðu eyjaskeggjar enga teljandi skaða hafa orðið í óveðr- inu. Fór ekki um borð ÍSAFIRÐI, 10. nóv. Vegna fréttar í dag í einu Reykjavíkurblað- anna, um að skipsmaður af tog- ara hafi týnzt hér, skal það tekið fram, að til allrar hamingju, er fregn þessi úr lausu lofti gripin. Togarasjómaður þessi hafði orðið eftir er togarinn fór út aft- ur, en hér er um að ræða togar- ann Bjarna riddara. Skipsmaður- inn er hér í bænum í bezta yfir- læti. Afolíundur Heimdullur EII\o og skýrt hefur verið frá, verður aðalfundur Heimdallar haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 20,30. Á fundinum flytur formaður skýrslu fráfarandi stjórnar og reikningar félagsins verða lagðir fram. Þá fer fram kjör stjórnar og fulltrúaráðs fyrir næsta starfsár. Síðan verða rædd önnur þau mál, er fram kunna að koma. Heimdellingar eru hvattir til þess að f jölmenna á fund- inn. — SJÓRN HEIMDALLAR, F.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.