Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVHRT.AÐ1Ð MifWík-i'daerur 11. nov. 1959 íbúðir til sölu T I L S Ö L U eru mjög góðar 3ja og 4ra herb. íbúðir á hæðum í fjöl- býlishúsi við Stóragerði í Háaleitishverfi. Hverri íbúð fylgir auk þess sér herbergi í kjallara hússins auk venju- legrar sameignar í kjallara. íbúðirnar eru seldar fok- heldar, með fullgerðri miðstöð, húsið múrhúðað og mál- að að utan, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð, allár útidyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur fylgir. Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð. Lán kr. 50 þúsund á 2. veðrétti fylgir. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314. Gúmmíhanzkar Aðeins 10 kr. parið Vegna sérstaklega hagkvæmra innkaupa getum við boðið GÚMMÍHANZKA á 10 krónur parið Aldrei er meiri nauðsyn að nota gúmmíhanzka en í kuldanum. Forðist sprungnar hendur og saxa, kaupið yður gúmmíhanzka strax í dag. Birgðir takmarkaðar á þessu lága verði. Snyrtivöruúrvalið er hjá okkur. Fér eigið alltaf leið um Laugaveginn. CLAUSEIMSBIJÐ Snyrtivörudeild Laugaveg 19. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 um. Á þessu atriði hefir Wernher von Braun hamrað sí og æ. Og hann dregur enga dul á það, að honum þykir furðulegt, hve lít- inn áhuga bandarísk stjórnvöld hafa sýnt kenningum hans allt til þessa. — Við erum fimm árum á eftir Rússum, segir hann skýrt og skorinort. Ég ætti ef til vill að láta mér á sama standa — en ég get það ekki. Látið okkur fá meiri peninga. — En fjárveit- ingin kemur ekki — og von Braun klæðist froskmannsbún- ingnum sínum og lætur þögn djúpsins róa æstan hug sinn. GAF SIG FRAM Sú var forsaga þess, að von Braun hóf störf í Bandaríkjun- um, að hann gaf sig fram við bandaríska herinn, sem sótti fram í Þýzkalandi undir stríðs- lok 1945. Hann gekk Bandaríkja- mönnum á hönd, ásamt rúmlega 100 samstarfsmönnum sínum, og hafði meðferðis mörg vagnhlöss af vísindatækjum ,eldflaugahlut- um og teikningum. Umræddri herdeild hafði áður verið gert kunnugt, og lögð áherzla á það, að mjög mikil- 77/ sölu 4ra herb. íbúð á II. hæð í húsi við Drápuhlíð. Hitaveita. Uppl .gefur: BJÖRGVIN SIGURÐSSON, héraðsdómslögmaður Sími 18764. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt og útflutningssjóðs- gjald, svo og farmiða- og iðgjaldaskatt samkv. 40. —42. gr. laga nr. 33 frá 1958, fyrir 3. ájsfjórðungs- 1959, svo og vangreiddan söluskatt og útflutnings- sjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ.m. Að þeim tíma liðnum verður stöðvaður án freltari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 9. nóvember 1959. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. Trésmíðavélar frá Þýzka Alþýðulýðveldinu Nýtizku gerð — Sterkbyggðar — Afkastamiklar Bandslipivél, gerð BSCH Mjög góð reynzla er fengin af þessari vél, sem notuð er til slíp- unar á sléttum og spónlögðum hurðum, skúffum, römmum o. fl. — Einföld í notkun. Að lokinni slípun er verkefnið tilbúið fyrir póleringu og bæsun. — Vélin hefur sterkbyggða samtengda undirstöðu. Stærð slípiborðsins er 2500x800 mm. Aflþörf innbyggðs mótors 5 KW. Bandslípivé! af gerðinni BSCH 185, samskonar og að ofan en stærð slípiborðsins 1850x800 mm. Mótor 5 KW. Ofangreindai' vélar má einnig fá með lóðréttri slípiskífu og hallanlegu slípiborði. t Ennfremur getum við boðið: Handband-slípivél, gerð HBSCH. Hentug innstilling slípiþrýstings. Sparneytin á slípibelti. lnnbyggður mótor 0,7 KW, 1450 snún/mín. — Slípiflötur 100x140 mm. Vélar þessar ern framleiddar af: WEB Ellefelder Maschinbau, Ellefeld i. Vogtl. Otflytjandi: WMW-EXPORT, Berlin W 8 -Mohrenstr. 60/61 Deutche Demokratische Repubhk. Allar upplýsingar veitir einkaumboo unuar á Islandi: HAUKUR BJÖRNSSON HElLuw ÉkjlLUN Pósthússtræti 13 — Reykjavík Símar: 10509 — 24397 Simnefni: Valbjörn. vægt væri, að hún næði von Braun á sitt vald, en hann var þá forstöðumaður þýzku eld- flaugarannsóknarstöðvarinnar í Peenemunde við Eystrasalt. Þegar von Braun gaf sig fram, urðu Bandaríkjamennirnir mjög undrandi. Ekki svo mjög á því, að hann skyldi ganga þeim á hönd af fúsum vilja — heldur vegna þess, að þeir höfðu búizt við gömlum, gráhærðum pró- fessor, en hér mætti þeim ung- ur maður (34 ára) og hraustleg- ur — alls ekki sú „vísinda- mannstýpa“, sem þeir höfðu bú- izt við að sjá! ir ÁHUGINN VAKINN Wernher von Braun er af prússfteskum junkaraættum. Faðir hans, von Braun barón, , er enn á lifi. Móðir hans hafði , mikinn áhuga á stjörnufræði og j iðkaði stjörnuskoðun í frístund- um sínum. Það mun því hafa verið af hennar hvötum, að drengurinn fékk dálítinn stjörnu- kíki í fermingargjöf —og siðan hefir hann löngum horft til stjarnanna og stefnt út í geim- inn, ef svo mætti segja. Hann notaði kíkinn sinn óspart og tók að afla sér þekkingar á himintunglunum og geimnum, hvar sem hann komst höndum undir. Meðal þeirra bóka um slík fræði, sem hann las fyrst, var bók Hermanns Oberths um eldflaugar og geimferðir. En Oberth hélt því ákveðið fram, að mannlegt líf hlyti að þró- ast á mörgum öðrum hnöttum en jörðinni okkar. HÖFUNDUR V-1 OG V-2 Von Braun var enn í skóla, þegar hann einn síns liðs smíðaði fyrstu eldflaugar sínar — og hann var aðeins tvítugur, er hann var gerður að forstöðu- manni fyrstu tilraunastöðvar með eldflaugar í Þýzkalandi — það var árið 1932. — Síðan voru rannsóknirnar fluttar til Peene- miinde árið 1935 — og eftir að styrjöldin brauzt út, krafðist Hitler þess persónulega af von Braun, að hann smíðaði fjar- stýrðar eldflaugar, sem gætu flutt sprengiefni. — Þar með hófust þær tilraunir, er leiddu til framleiðslu hinna frægu flug- skeyta, V-1 og V-2, sem látið var rigna yfir London frá 1944. — Sem vísindamaður var von Braun alltaf mótfallinn slíkri notkun eldflauga sinna, en auð- vitað gat hann engu þar um i þokrC. Efur stríðið var hann svo sendur til Bandaríkjanna, þar sem hann hefir haldið rannsókn- um sínum áfram. Og hann hefir aldrei verið í vafa um, að hverju hann stefndi: yfirráðum manns- ins yfir geimnum. Hann hefir líka gert sér ljóst, hvað til slíks þarf — peninga og aftur pen- inga. Hann gat því aðeins náð því marki að verða fyrstur til að senda eldflaug út fyrir að- dráttarsvið jarðar, ef hann fengi nægt fé til umráða. En á því hefir löngum staðið — og fyrstu árin hafði hann svo sem engu úr að spila. — Kunnugir telja fullvíst ,að Bandaríkjamenn stæðu nú am. k. jafnfætis og sennilega framar Rússum á þessu sviði, ef von Braun hefði fengið að ráða stefnunni frá því fyrsta. ! Þróunin henr nka sannað kenningar hans áþreifanlega — og ekki sársaukalaust fyrir Bandaríkjamenn. Færni sína sannaði hann fyrir löngu með því að senda fyrsta bandaríska gervi- tunglið upp í himingeiminn með hinni öruggu Júpíter-eldflaug, sem byggð er á reynslunni af þýzku V-flugskeytunum. En nauðsynlegt fé og þá starfsaðstöðu og starfsfrið, sem hann hefir fyrst og fremst þarfn- azt og óskað eftir, hefir hann ekki fengið. Og það hefir verið honum þungbært. — En þegar honum er þyngst í skapi, grípur hann til froskmannsbúningsins og kafar niður á botn einhvers djúps stöðuvatns — til að lægja j öldurót hugans....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.