Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. nóv. 1959 — Milljónatjón Framh. af bls. 1. t>átur, sem lá frammi á legunn' rak nokkuð, en var forðað frá skemmdum. Mikill snjór er í eyjunni, en þar er rafmagn frá dieselstöð. Einn bátur var þaðan á sjó, þegar veðrið skall á, en hann hafði sig heim um miðjan dag á sunnudag. DALVÍK. — Mikið brim var í höfninni í Dalvík meðan á ó- veðrinu stóð. Bátar allmargir lágu þar inni, en þeim tókst að bjarga öllum og verja áföllum með því að menn voru þar um borð í þeim. Enn vantar 20—30 fjár af því sem er í eigu kaup- túnsbúa og hefur leit að því ekki borið áíangur. Vegir urðu strax ófærir og eru enn. — Rafmagns- laust er á Dalvík, þar sem hún er á orkuveitusvæði Laxár, og hefur fólk orðið að yfirgefa nokkur hús þar, vegna kulda. SVALBARÐSSTRÖND. — Á Svalbarðsströnd brotnuðu síma- staurar og var því símasambands laust í sveitinni meðan óveðrið geisaði. Þar er stórfenni mikið orðið og vegir ófærir, en síðast- iiðna nótt var unnið að því að ryðja þá. Óveðursdagana vant- aði allt fé fíá bænum Hallands- nesi, en það fannst allt í gær, að undanskildum 6 kindum. Vegna rafmagnsleysisins verða bændur að handmjólka kýr sín- ar og er það bagalegt, þar sem margir gripir eru, en fátt starfs- fólk til mjalta. SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA. — Viða er ástandið slæmt og mun vera verst í Bárðardal, Reykjadal og Mývatnssveit, eink um þar sem bæir liggja að heið- arlöndum. í Bárðardal vantar víðast hvar eitthvað af fé — frá 6—7 kindum frá bæ, upp í 40—50 fjár. í dag og í gær hef- ur farið fram stanzlaus leit, sem borið hefur mikinn og góðan ár- angur, því að á sumum bæjum vantaði allt fé meðan á stórhríð- inni stóð. Mjög hefur verið erfitt og tafsamt að leita, því víða hef- ur fé hrakið langa vegu undan óveðrinu. Ekki hefur fundizt mikið af fé í fönn, en einstakar kindur hafa hrakizt í skurði og ófærur og hafa fundizt þar dauð ar. Frá Mýri í Bárðardal hafa menn farið á skíðum til fjárleit- ar, og munu þeir liggja nætur- langt yfir því fé sem þeir finna, en það er langt frá byggð. Mý- vetningar hafa einnig legið úti yfir fé sínu í svonefndum Sel- löndum. Mjólkurflutningar hafa lagzt niður, þar til í dag að verið er að reyna að brjótast bæði úr Kinn og Aðaldal til Húsavíkur. Fara ýtur fyrir mjólkurflutninga bílum. HÓLSFJÖLL. - Um vantar mjög - Á Hólsfjöll- margt fé og Hún er vetrarleg þessi mynd frá Akureyri. Mennimir, togarinn, bíllinn og bryggjan — allt jafn kuldalegt. hefur ekki verið hægt að ganga fyllilega úr skugga um það enn, hve margt vantar. Vitað er að mikið af því grófst í fönn og hefur margt fundizt þannig. Ekki er hægt að koma fénu að svo komnu til bæja, vegna þess hve dasað og klakabrynjað það er. Er því reynt að hagræða því eftir föngum, og koma því á hag- lendi, þar sem hægt er. Menn óttast að tófa eða dýrbítur legg- ist á féð, þar sem það er ósjálf- bjarga. í gær fannst blóðslóð, en engin kind særð. Getur það staf- að af því að hin særða kind hafi skriðið i skjól og fennt þar. — Allir sem geta vinna að því að bjarga fénu, og mun það verða flutt heim eftir því sem kostur er, og reynt að þíða af því brynj- una í húsum. Bændur á Hólsfjöll um telja að fé hafi sjaldan eða aldrei komið verr útlitandi und an snjóhríð en nú. KÓPASKER. — Vitað er að fé hefur fennt víða bæði í Axar- firði og Kelduhverfi. Veður hef- ur verið slæmt til leitar þangað til í gær. Hefur margt fundizt í fönn. Fé er svo klakabrynjað, að það mun skjótt drepast, ef ekki tekst að bjarga því í hús. Á Kópa skeri muna menn vart annað eins brim og var meðan óveðrið geis- aði. Við hafnargarðinn lágu tveir uppskipunarbátar og einn trillu- bátur. Rak annan bátinn og trill- una á land upp. Er trillan gjör- eyðilögð, en uppskipunarbátur- inn stendur á réttum kili nokk- ur hundruð metra á landi uppi. Þar sem vegurinn liggur um 1 km. frá sjó innan við Kópasker, * er hann á kafi í vatni. Stafar þetta af sjógangi sem náð hefur langt upp á land. Á Melrakka- sléttu var brim óhemjumikið og hafa vatnsuppistöður myndast innar við malarkamba og sjávar garða. Til er að fé hefur farið í lónum þessum. Til dæmis 6 kindur á Sigurðarstöðum á Sléttu. Fé vantar á bæjum við Þistilfjörð. Röktu menn slóðir þess fram af björgum við Kolla- vík. Mun það hafa hrakið fyrir bjargið. — Símasamband hefur verið lélegt þar austur frá og Ljósm. vig. fregnir því fremur óljósar. Sem dæmi um það hvað klakabrynj- an er mikil á féinu má geta þess, að á Valþjófsstað í Axarfirði var fé hýst í fyrradag síðari hluta dags og eftir næturlanga inni- stöðu hringlaði í brynjunni eins og í síldum hesti. ÞÓRSHÖFN. — Á Þórshöfn var sjógangur mikill. Þar rak á land upp nýlegan trillubát og eyði- lagðist hann. Ekki er enn vitað um teljandi fjárskaða þar í ná- grenninu ,enda hefur ekki sett þar niður mjög mikla fönn. Hraunprýðis-konur gefa öndunarpípur í skip H AFN ARFIRÐI — Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt slysavarna- deildin Hraunprýði fund og var hann fjölsóttur. Var samþykkt að kaupa hinar svokölluðu öndunar- pípur, sem er ný uppfinning, og gefizt hafa vel við lífgun úr dauðadái. Ætlar deildin að gefa slíkar pípur í öll hafnfirzk skip, en þær ættu að sjálfsögðu að vera í öllum skipum. Frá starfsemi Hraunprýðis er það annars að segja, að konurn- ar héldu bazar fyrir nokkru, og var hann hinn ágætasti í hví- vetna, margt muna og mikil sala. — Eru Hraunprýðis-kðnur þakk- látar Hafnfirðingum hversu þeir bregðast ávallt vel við þegar þær leita til þeirra, hvort heldur bazar er haldinn eða önnur fjár- öflunarleið farin hinu göfuga málefni til styrktar. Úr starfsemi deildarinnar má meðal annars geta þess, að á sín- um tíma fór hún þess á leit við bæjarráð, að það kæmi upp grind verki á kafla fram með læknum hjá Barnaskólanum, og var svo gert. Er talsvert öryggi að þessu grindverki og einnig er það til prýði. — Þá er ákveðið að fara þess á leit, að einstefnuakstur verði tekinn upp fram með verk- smiðjunni Dverg og athugaðir möguleikar á því hvort ekki sé rétt að svo verði einnig um Hverfisgötu og Austurgötu. Innanlandsflug Tónlistardagur í Keflavík Það hefur verið mikið verk að moka snjónum frá dyrunum á þessu húsi á Akureyri. Drengirnir á myndinni eru nærri því í sömu hæð og önnur hæð hússins. Ljósm. vig. KEFLAVÍK, 12. okt. — Um næst- komandi helgi mun Lúðrasveit Keflavíkur, Karlakór Keflavíkur og Tónlistarfélag Keflavíkur efna til sameiginlegra hljóm- leiiia, merkjasölu og ársfagnaðar til fjáröflunar fyrir tónlistarhús í Keflavík. Hljómleikarnir verða í Bíóhöll- inni iaugardaginn 14. nóv. og hefjast kl. 8.30 Þar munu koma fram Lúðrasveit Keflavikur und- ir stjórn Guðmundar Nordals og Karlakór Keflavíkur undir stjórn Herberts Hriberchek. Undirleik annast Ragnheiður Skúladóttir nemandi í Tónlistarskóla Kefla- víkur. Ragnar Björnsson skóla- stjóri, Árni Arinbjarnarson fiðlu- leikari og Guðmundur Nordal klarinett leikari. Með kórnum eru einsöngvarar, þeir Guðjón Hjörleifsson, Böðvar Pálsson og Sverrir Ólsen. Einnig mun blástr- arkvintett úr Sinfóníuhljómsveit fslands leika á þessum hljóm- leikum. Ársfagnaður félaganna fer fram í inu að lokum hljómleikunum. Að göngumiðar verða til sölu í bóka- búð Keflavíkur og á sunnudaginn verða seld merki. Byggingarnefnd Tónlistarhúss Keflavíkur skipa þessir menn: Guðmundur Nordal, Haukur Þórðarson, Kristinn Pétursson, Guðmundur Þengilsson, Guð- mundur Guðjónsson, og Guð finnur Sigurvinnsson. hófst aftur gær INNANLANDSFLUG hófst aftur í gær, en það hefur að meztu legið niðri undanfarna 3 daga vegna veðurs. í gær var flogið til margra staða innanlands, m. a. flaug skymasterflugvél til Akur- eyrar, 2 dakotaflugvélar flugu til Vestmannaeyja, og einnig var flogið til Flateyrar, ísafjarðar, Blönduós og Sauðárkróks. Erfiðast reyndist flugið til Akureyrar, vegna þess að raf- magnsskortur kom í veg fyrir að hægt væri að nota radóvitana við Eyjafjörð, radartækin á Akur- eyri og brautarljósin þar. Milli- landaflug hefur verið með eðli- legum hætti undanfarna daga, þrátt fyrir veðrið. Allgóð færð til Reykjavíkur F L E S T IR vegir í nágrenni Reykjavíkur eru nú færir, að því er Vegamálaskrifstofan tjáði blaðinu í gær. Krisuvíkurleið er fær öllum bílum og Hellisheiði eins og er, einnig Þingvallaleið, og Hvalfjörður mun vera fær öllum stærri bílum. Keflavíkur- leið er sæmileg, en leiðin að Höfnum og Garði er varla fær, sömuleiðis að Sandgerði. Góðar togarasölur TOGARINN Sléttbakur frá Ak- ureyri seldi afla sinn í Grimsby sl. miðvikudagsmorgun, 166 lestir fyrir 12533 stp. Fékk hann sér- staka viðurkenningu fyrir góða meðferð á aflanum. Margrét frá Siglufirði seldi afla sinn sama morgun í Grimsby, 70 lestir fyrir 5719 stp. Þá seldi togarinn Röðull afla sinn í Cuxhaven í gærmorgun 125y2 lest fyrir 108.793 mörk. Mið að við markað í Þýzkalandi und- anfarna daga er þessi sala mjög góð. 17% aukning farþegaflutninga Gullfoss SAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið hefur fengið hjá Eimskipa félaginu, flutti ms. „Gullfoss“ 5375 farþega milli landa á síðast- liðnu sumri. Sumarið áður flutti skipið 4612 farþega og hefur því farþegafjöldinn aukizt um ná- lega 17%. Þess ber þó að geta, að ein ferð skipsins féll niður sumarið 1958 vegna verkfalls og hefur það að sjálfsögðu dregið úr farþegafjöldanum það sumar. Síðastliðinn föstudag lagði skipið upp í fyrstu vetrarferðina til Hamborgar og Kaupmanna- hafnar með 84 farþega. Áætlun skipsins verður með sama fyrir- komulagi í vetur og undanfarna vetur, þannig að skipið siglir til Hamborgar og Kaupmannahafn- ar með viðkomu í Leith á heim- leið. Áætlun „Gullfoss" fyrir næsta sumar er væntanleg innan fárra daga. Rafmagnslaust í viku HÚSAVlK, 11. nóv. — í dag hef- ur veðrið gengið mikið niður og er nú komið sæmilegt veður. — Skaflar eru miklir og ófært um bæinn nema á trukkbílum. Eitt- hvað mun hafa fennt af fé, en þó mun ekki vera um teljandi skaða hjá búfjáreigendum hér í Húsa- vík að ræða. I dag grófu menn fimm kindur úr fönn á Bakka, hér utan við bæinn, og voru þær svo máttfarnar að þær voru sótt- ar á snjóbíl. Vegurinn hér fram í sveitina mun vera ófær, framan við flug- Ungmennafélagshús- völlinn, en í haust hefur verið unnið að nýjum vegi þangað, og er aðeins fært um þennan nýja veg, en gamli vegurinn mun alveg ófær. Snjór mun ekki mikill á flugvellinum og er áformað að fljúga þangað á morgun. Rafmagnslaust er enn frá Laxárvirkjun og ekki taldar vonir til að úr rætist fyrr en um næstu helgi. Mjólkurbílar hafa ekki komið úr Aðaldal eða öðrum fjarlægari sveitum síðan á laugardag, en næg neyzlumjólk fæst nú frá næstu sveitabæjum. -— Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.