Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. nóv. 1959
M o r r. tits n i, 4 n / Ð
3
Stöðumælum fjölgar
óðum í Reykjavík.
Þeir eru orðnir 214
talsins og á þessum
uppdrætti af miðbæn
um eru göturnar, sem
mælarnir standa við,
greinilega merktar.
ST/IKSTEIIVAR
Stoðumæfar
80,000 kr.
i stöðumæla Reykja-
vðktir á hverjum mánuði
STOÐUMÆLABNIR eru til-
tölulega nýtt fyrirbrigði hér-
lendis. Samt eru flestir bif-
reiðaeigendur höfðustaðarins
og nágrennis komnir upp á
lagið með að troða í þá krónu
peningum. En fæstir þeirra
fjölmörgu bifreiðaeigenda,
sem daglega nota stöðumæl-
ana í miðbænum, gera sér þó
grein fyrir því, að mánaðar-
lega safna stöðumælarnir að
meðaltali um 80,000 krónum.
Og samt eru mælarnir ekki
nema 214. En sannleikurinn er
að tekjur af stöðumælunum
nema nú um 1,6 miiljón kr.
Það var í ágúst 1957 að
fyrstu mælunum var komið
upp, þá í Austurstræti. Upp-
haflega var ráðgert að mæl-
arnir yrðu 274 fyrst um sinn
— og þeir voru pantaðir, yfir
100 amerískir, en hinir þýzkir
og sænskir. En fram að þessu
hafa 214 verið settir upp til
mikilla bóta fyrir umferðina
í bænum.
★
Kaupverð og uppsetningar-
kostnaður nam um 3 þúsund
krónum á hvern mæli — svo
að þeir hafa þegar borgað sig
upp, enda þótt stór tekjuliður
í sambandi við mælana sé enn
ótalinn. Það eru sektirnar.
★
Gjaldið á bílastöðum við
mælana hér er 1 króna fyrir
stundarfjórðunginn og 2 kr.
fyrir tvo fjórðunga. En þeir
eru margir bifreiðaeigendurn-
ir, sem gleyma sér, eða koma
af einum eða öðrum ástæð-
um of seint. Tíminn er út-
runninn og lögreglan hefur
nælt sektarmiða á framrúðu
bílsins. Viðkomandi er vin-
samlegast beðinn að koma í
Lögreglustöðina og greiða 20
króna sekt. Og ef hann gerir
það ekki innan þriggja sólar-
hringa er málið kært til saka-
dómara.
★
Á 10 fyrstu mánuðum þessa
árs hafa 5.246 bifreiðaeigend-
ur í Reykjavík fengið sektar-
miða á bílastæðum, en aðeins
3.660 greitt á Lögreglustöð-
inni. Og frá því að fyrstu stöðu
mælarnir voru settir upp sum
arið 1957 fram til síðustu mán
aðamóta höfðu 14.774 bif-
reiðaeigendur hlotið sekt, en
aðeins 10.484 greitt 20 krón-
urnar umyrðalaust. Sakadóm-
ari hefur því haft nóg að gera.
Þessar „aukatekjur“ nægja
vel fyrir reksturskostnaði og
viðhaldi, eins og nærri má
geta — og þær eru ekki lagð-
ar í stöðumælasjóðinn. Eitt-
hvað verða þeir Birgir Helga-
son og Frantz Pétursson að fá
fyrir sinn snúð. Það er nefni-
lega þeirra starf að tæma alla
stöðumælana einu sinni í viku
og rogast með krónupening-
ana, 100—200 kg. inn í skrif-
stofur Strætisvagna Reykja-
víkur, en þar er upphæðin
talin. — Og Rafmagnsveitan,
sem sér um viðgerðir og ann-
að viðhald, verður að fá eitt-
hvað fyrir sinn snúð — að
ógleymdum lögregluþjónun-
um, sem vaka yfir mælunum
frá kl. 9 á morgnana til 7 á
kvöldin, en eftir það geta
menn óhræddir lagt bifreiðum
sínum við mæli án þess að líta
við honum.
★
Og þannig er það líka á
Hótel íslands-lóðinni, sem í
vor var gerð að gjaldskyldu
bílastæði. Stöðumælasjóður
fær af því stæði um 13.000
krónur mánaðarlega. Þar er
gjaldið 2 krónur fyrir klukku
stundina.
Nú er í bígerð að setja upp
stöðumæla við fleiri götur.
Uppdrátturinn, sem hér fylg-
ir með, sýnir hvar stöðumæl-
ar eru nú, að smáspotta und-
anskildum. Það er við Lauga-
veg innanverðan, andspænis
Egilskjöri. — En næst verða
settir upp mælar á „eyjuna“ á
Snorrabraut, frá Laugavegi
upp að Grettisgötu. Og senni-
lega kemur röðin þar næst að
Þingholtsstræti, milli Banka-
strætis og Amtmannsstígs.
Enda þótt segja megi, að
stöðumælarnir hafi mjög orð-
ið til bóta í miðbænum, þá er
ekki hægt að loka augunum
fyrir því, að umferðarþunginn
er orðinn það mikill á þess-
um götum, sem flestar eru
heldur þröngar, að brýn þörf
er að verða fyrir að banna all
ar bílastöður við þessar aðal-
umferðaræðar. Valgarð Briem
framkvstj. Umferðarnefndar
er alveg á sama máli. Hann
segir okkur, að mikið sé nú
rætt um að reisa bifreiða-
geymslu í miðbænum — og
sérstök nefnd, sem málið hafði
fengið til meðferðar, skili nú
brátt áliti. Stöðumælarnir eiga
að færast út i hliðargöturnar,
en bílastæðin smá saman að
hverfa af aðalgötunum. En Bif
reiðageymslan verður helzt að
rísa áður — og Valgarð seg-
ir, að samkv. tillögu nefndaii-
innar verði hún fyrir 400 bíla.
„Vonbrigði og ástamál“
Tímanum verður oft hugsað
til Alþýðuflokksins þessa dag-
ana. Minna bæði orð hans og
hugsanir á biðil, sem hefur
fengið aðrar undirtektir en hann
hafði vænzt. Á sunnudaginn birt-
ist i Tímanum undir ofangreindri
fyrirsögn þessi aðvörun til Sjálf-
stæðismanna:
„Vitanlega verða Tímanum
það vonbrigði, ef ekki næst sam-
komulag um myndun vinstri
| stjórnar að þessu sinni. Hins
vegar telur Tíminn samkv. feng-
inni reynslu, að fátt sé líklegra
j til að vera hverfleika háð en sam
starf, sem byggist á Alþýðu-
flokknum, og því eigi Ólafur og
Bjarni að fagna í hófi yfir því
að hafa náð ástum Alþýðuflokks-
ins. f þeim efnum er þess
skemmst að minnast, að Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn stóðu hlið við hlið í kosn-
ingunum til Alþýðusambands-
þings í fyrrahaust, en þegar til
úrslita Itom á þinginu, brást Al-
þýðuflokkurinn bandamönnun-
um og samdi við kommúnista.
Það er því ekki víst hver hef-
ur ástir Alþýðuflokksins í næstu
umferð, ef á þeim þarf þá að
halda“.
„Loftarðu þessu Pétur“
Aftur í gær tekur Tíminn til
orða lun Alþýðuflokkinn eins og
liryggbrotinn bioill og segir:
„Margir kannast við þingbrag-
inn, sem gerður var um Pétur
Jónsson frá Gautlöndum, er
hann sat í samsteypustjórn mð
íhaldssinnuðum mönnum á ár-
unum 1919—’22. Pétur starfaði í
þessari ríkisstjórn með mikilli
samvizkusemi, eins og hans var
vandi, og gekk jafnvel stundum
fram fyrir skjöldu til að verja
störf meðráðherra sinna. Hann
bætti þannig á sig meiri byrð-
um en raunar heyrðu til honum
sjálfum, og því varð til hinn
kunni þingbragur, sem endaði
með þessum orðum: Loftarðu
þessu Pétur?
Sennilega dettur ýmsum ekkl
ósvipað í hug, þegar þeir heyra
um fyrirhugað hjónaband Al-
þýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Þótt forkólfar Alþýðu
flokksins séu vart jafnokar
Péturs á Gautlöndum í samvizku
semi, skal hér ekki dregið í efa,
að þeim gangi annað en gott til
með því að ganga i sæng með
Sjálfstæðisflokknum. Að vísu hef
ur sá orðrómur viljað loða við
forkólfa Alþýðuflokksins ,að
þeir sæktust nokkuð eftir vel
launuðum stöðum. Slikt má hins
vegar afsaka með því, að það
hafi getað farið saman við áhuga
þeirra fyrir hagsmunum þjóðar-
arinnar, sbr. ummæli hins
ameríska bílakóngs: Það sem er
gott fyrir General Motors er
gott fyrir Bandaríkin".
Síðar í sömu grein segir:
„Vafalaust reikna foringjar Al-
þýðuflokksins með því að þeir
geti svo betrumbætt Sjálfstæðis-
flokkinn, að þetta muni allt fara
vel. En er það ekki nokkuð mikið
í fang að færst af „pínulitla
flokknum“, svo að notuð séu
orð Mbl., að ætla að taka hinn
stóra flokk heildsala á herðar sér
og hefja hann til nýs og fegurra
lífs“.
Á sunnudaginn varar Tím-
inn sem sagt Sjálfstæðismenn við
Alþýðuflokknum, í gær Alþýðu-
flokkinn við Sjálfstæðismönn-
um, enda tekur blaðið sérstak-
lega fram hversu varhugavert sé
„að snúa sér eingöngu til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn".
Tímanum er auðsjáanlega ekki
farið að skiljast að svo erfið sem
verkefnin eru framundan, þá
munu fæstir telja þau verða létt-
ari með því að bæta byrðinni af
umboðsmönnum General Motors
og Esso ofan á allt annað.