Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudaerur 12 nóv. 1959 M O K a TJ N R T. A Ð 1 Ð 13 Guðmundur Jónsson baðvörður — minnirig HINN 5. þ.m. andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Guð- mundur Jónsson, fyrrum bað- vörður. Útför hans fer fram í dag frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Guðmundur varð 103 ára hinn 1. október sl. og hafði þá dvalizt í Reykjavík rúm 53 ár, þar af 23 ár í Elliheimilinu. Hann varð kunnur maður hér í bæ meðal núverandi eldri kynslöðarinnar, af starfi sínu í baðhúsinu og öli- um að góðu kunnur. Þá munu margir þekkja nokk- uð til æviatriða hans vegna þess, sem um hann var skrifað í blöð- um bæjarins þegar hann varð 100 ára. Þar sem ekki eru nema þrjú ár síðan, verður það ekki endurtekið hér. Þessu greinar- korni er því ætlað að vera aðeins nokkur kveðjuorð. Þeir sem lifað hafa síðustu hundrað árin, hafa sannarlega lif- að tvenna tímana og þarf raun- ar ekki svo langa ævi til. Allar efnahagslegar og tæknilegar framfarir hjá þessari þjóð hafa orðið eftir síðustu aldamót. Fram- farirnar hafa orðið svo örar, að undravert má kallast. í kjölfar þessara öru framfara fylgdu bætt lífskjör fólksins og breyttur hugs unarháttur og verður þessu breyt inga tímabili ekki líkt við neitt annað tímabil í sögu þjóðarinn- ar. — Um síðustu aldamót er Guð- mundur Jónsson orðinn miðaldra maður og því fulimótaður fyrir löngu. En þegar hinn nýi tími hefst, eftir síðustu aldamót, þá fylgist þessi fimmtugi maður með nýjungunum af lífi og sál, og ekki aðeins til elliára, heldur einnig öll þessi óvenju mörgu elli ár, allt til hinztu daga.- Hann hugsaði um hinar fjölbreyttu framfarir, mat þær og lagði dóm á þær af raunsæi, bjartsýni og rökvísi. Og þótt hann gæti ekk: lesið blöð eða bækur síðasta ára tuginn, þá fylgdist hann þó með gegnum útvarpið og með því að ræða málin við vini sína og kunn- ingja. Hann var enn — hundrað og þriggja ára gamall — fullur áhuga um framfarir íslenzku þjóðarinnar. Þessi vakandi, síunga sál í hin- um frísklega en fjörgamla lík- ama, gerði Guðmund svo skemmtilegan þeim, sem honum kynntust, að þeir munu flestir muna hann lengi og sumir alla ævi. Fyrir rúmum tíu árum missti Guðmundur konu sína, Oddnýju Halldórsdóttur, en þau voru mjög samrýmd. Um svipað leyti hætti hann að geta lesið vegna sjón- depru. Af þessum sökum einangr aðist hann meira en áður. Þrátt fyrir það varð aldrei vart þung- lyndis eða gremju hjá honum hann beið glaður og rólyndur um skiptanna, sem allra bíða, en ekki mun það efasamt, að hann var fyrir nokkru farinn að hlakka ti'l þeirra, enda þótt heilsa hans væri fádæma góð, miðað við aldur hans. Venjulega var hann á fót- um allan daginn og ekki varð banalegan nema nokkrir dagar. Guðmundur hafði alltaf mjög gott atlæti í Elliheimilinu og er slíkt ómetanleg gæfa gömlu fólki. Hann var líka þakklátur öllum þeim, sem afskipti höfðu af hon- um þar, yfirmönnum, hjúkrunar- konum og starfsstúlkum, sem að honum hlynntu. Einhverju sinni sagði hann við undirritaðan, að sér hefði orðið vandfundinn betri sambýlismað- ur en sá, er með honum hefur búið nú í mörg ár. Þá var hann innilega þakklátur vini sínum og velgerðamanni, Hirti Hjartarsyni kaupm., sem um mörg ár var hans önnur hönd um allt, sem Guðmundur þarfnaðist utan heim ilisins og sem alltaf sýndi hon- um fölskalausa vináttu og frá- bæran drengskap. En mest taldi hann sig þó hafa að þakka nöfnu sinni, ungfrú Oddnýju Guðmundu Jónsdóttur, sem árum saman hefur varið miklu af frítíma sínum til að sitja hjá Guðmundi, lesa fyrir hann og ræða við hanu, svo hon- um yrði hin langa bið léttari, hjálpa honum og aðstoða hann á ýmsan hátt og reynzt honum í öllu sem góð dóttir góðum föð- ur, enda þótt hún væri honum vandalaus. En foreldrar hennar voru einkavinir Guðmundar og konu hans, enda ber hún nöfn hjónanna. Síðustu dagana var hún hjá honum öllum stundum sem hún gat og lagði síðast nótt með degi að hún vék ekki frá sjúkrabeði hans, þar til yfir lauk. Guðmundur tók banamein sitt hinn 1. þ.m. og andaðist eftir allmiklar þjáningar að kvöldi hins 5. þ.m., sem fyrr segir. Við hjónin viljum ásamt dætr- um okkar, þakka Guðmundi hjart anlega langa og einlæga vináttu og biðja honum blessunar Guðs á nýjum leiðum lífsins. Jón Sigtryggsson. Jón Steingrímsson verkstjórí sjötugur SJÖTUGUR er í dag Jón Stein- grímsson, verkstjóri, Hverfisgötu 100. Hann er fæddur að Sölvhól hér í bæ. Foreldrar hans voru Steingrímur Jónsson og kona hans Guðrún Símonardóttir. — Systkini átti hann fimm og er Helga systir hans ein eftir lifandi. Tvíkvæntur er Jón. Hét fyrri kona hans Sigríður Guðjónsdótt- ir, en lézt fyrir allmörgum ár- um. Seinni kona hans er Þuríður Guðjónsdóttirv mestu sæmdar konur. Börn þeirra eru Einar og Steinun Sigríður. Jón ólst upp að mestu hjá föð- urbróður sínum Jóni í Sölvhól. Á unglingsárum Jóns var Reykja- vík lítið annað en stórt sjávar- þorp með moldargötum og fá- breyttu menningarlífi. Hann hef- ir því séð bæinn vaxa. Nýtízku hús, jafnvel skýjakljúfa, í stað torfbæjanna. Moldargöturnar nú malbikaðar. Allt bæjarlíf breytt og lifnaðarhættir allir stórkost- lega breyttir til hins betra. Ungur fór Jón að stunda sjó- inn, fyrst á árabátum og svo þegar vélbátarnir komu við sögu, varð hann vélamaður og svo happsæll og dugandi formaður. Á hans formannsárum þurfti meiri dugnað og aðgæzlu, en nú er. Nýi tíminn kom með endurbætt veiðitæki og ýms nýtízku sigl- ingatæki komu til sögunnar. Um alllangt skeið vann Jón sem af- greiðslumaður hjá fyrirtækinu Timbur- og kolaverzlun Reykja- víkur. Árið 1925 byrjaði Jón að að starfa hjá Timburverzluninni Völundur h.f. Fyrst við ýmiss konar störf og svo við afgreiðslu í Tyrklandi eru stúlkur starfaitdi í flughern- um. Fyrir skömmu hitti ég eina þessara stúlkna að máli á flug- vellinum í Izmír. Hún heitir Sevgy Karaözbek og er 22 ára gömul. Sevgy kvaðst hafa verið í tyrkneska flughernum í þrjú ár og vera orðin þotu- flugmaður. Það starf líkar henni vel. Ég spurði hvort það væri ekki eins og á íslandi, að ráða- mennirnir væru hræddir ump að hún mundi giftast. — Trú- lofaðar stúlkur fá ekki að byrja flugnám í hernum svar- aði hún, en námið er dýrt ogEinn af 55 neraum flugskólans konur flugmenn Snotur þotuflugmaður FYRIR nokkru var hér í blað- inu viðtal við unga stúlku, sem hafði ætlað að verða flug- maður á íslandi, aflað sér nauð synlegrar menntunar og ekk- ert skort á hæfileika, en samt ekki fengið að fljúga flugvél af því hún er kona. í Tyrklandi, þar sem kon- ur voru lokaðar inni í kvenna- búrum, máttu ekki láta sjá sig blæjulausar utan dyra og höfðu yfirleitt engin mann- réttindi þangað til á þriðja tug þessarar aldar, þar eru 18 eftirsótt og bæði konur og karlar lofa að vinna áfram að því í 10 ár, og fá þá sér að kostnaðarlausu nauðsynlega menntun. Hvort ég gifti mig á þeim tíma kemur ekki málinu við. Nú er ég líka trúlofuð þotuflugmanni, svo það er eins gott. Annars er ég ákveðin í að fljúga lengur en þessi 10 ár, því mig langar til að kom- ast áfram og verða hátt sett- ur liðsforingi í flughernum. Inal Erbasögli er önnur ung stúlka, sem er ákveðin í að gera flugið að ævistarfi. Ég hitti hana, þar sem hún sat á skólabekk með 54 öðrum flug- nemum í flugskólanum í Izm- ír. Enn sem komið er setur hún ekki markið hærra en að fá að fljúga. Og þegar við komum út að flugvélinni okkar mættum við þriðju stúlkunni, flugvirkja, sem hafði verið að yfirfara Douglas-vélina okkar. Þannig er það nú í Tyrk- landi.Allar stöður standa kon- um opnar, og þær hafa að sjálfsögðu kjörgengi og kosn- ingarétt. E. Pá. og verkstjóm. Það eru orðin mörg húsin hér í bæ og annara staðar, sem Jón hefir afgreitt efnivið í. Hjá Jóni er starfsdag- urinn orðinn alllangur og væri ekki furða þótt þreytumerki sæ- ust, en svo er þó ekki. Lipurð er honum í blóð borin. Skyldu- rækinn og ósérhlífinn s /o af ber, prúður og stilltur í ailri fram- göngu. Á þessum tímamótum í ævl Jóns vil ég fyrir hönd stjórnar Timburverzl. Völundar h.f. og allra starfsmanna félagsins, þakka honum vel unnin störf, gott og traust samstarf á undan- förnum áratugum. Persónulega þakka ég honum innilega alla vin áttu frá fyrstu kynnum. Vil ég svo ljúka orðum þessum með hug heilum árnaðaróskum á þessum afmælisdegi. Óska þér og fjöl- skyldu þinni gæfu og gengis í framtíðinni og fyrírtækið megi njóta starfskrafta þinna um mörg ókomin ár. Jón Hafliðason. MÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. ilVý hárgreiðslu- stofa 'YRIR stuttu opnuðu tvær ung r stúlkur, þær Pálína Sigur- björ»;dótitir og Sólveig Hall-. órsdóttir, nýja hárgreiðslustofu Tjarnargötu 10, Tjarnarhár- reiðslustofuna. Hárgreiðslustofan er innrétt- ð á mjög nýtízkulegan hátt, hár og sjálfv. hitastilli og þurrkurnar eru með krómuðum fótaskammel við hverja þurrku. En það sem vekur einkum at- hygli ,er að við hverja hár. þurrku er lítið borð með nagla- lakki, þjölum og ýmsum snyrti. vörum viðkomandi handsnyrt- ingu, sem viðskiptavinirnir hafa til afnota á meðan þeir sitja í þurrkunni. Við hvert borð er auk þess áföst blaðagrind og ösku- bakki. Allar konur þekkja, hversu hvimleitt er að sitja og bíða eftir að hárið þorni, sumar koma með prjóna, aðrar reykja og enn aðrar lesa sér til dægra styttingar, og einnig er tilvaliff að nota tímann til að snyrta á sér hendurnar. Þær Pálína og Sólveig sögðu i viðtali, að þessi nýjung hefði mælzt mjög vel fyrir. Það væri sjálfsögð þjónustusemi við við- skiptavini að stytta þeim stund- ir á meðan hár þeirra þornaði ög þetta væri viðleitni í þá átt. Nú á dögum væru allir að flýta sér og um að gera að nota biðtim- ann sem bezt. Hárgreiðslustofan er opin all* daga vikunnar frá 9—6, nema á föstudögum til 8 e.h. og á laug. ardögum til kl. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.