Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 18
18
m o r r, n /v rt l a ð i ð
Fimmtudagur 12. nóv. 1959
Sigursælir Frammarar tilbúnir
til nýs landnáms
AÐALFUNDUR Knattspyrnufé-
lagsins Fram var haldinn 29. okt.
sl. Formaður félagsins, Haraldur
Steinþórsson, flutti skýrslu stjórn
arinnar og sýndi hún öflugt fé-
lagsstarí.
Þátttaka í íþróttaæfingum var
mikil og sifellt vaxandi. Er nú
svo komið, að æfingavöllur fé-
lagsins fullnægir ekki lengur
þörfinni fyrir æfingatíma. En
framkvæmdir á hinu fyrirhugaða
íþróttasvæði félagsins í Kringlu-
mýri munu þó ekki geta hafizt
á næsta ári vegna lagfæringa á
Miklubrautinni.
Fræðslufundir og skemmti-
fundir voru tíðir, einkum í yngri
flokkunum og einnig voru háð
skákmót og borðtenniskeppni.
Auk þess var haldin árshátíð og
hlutavelta.
Knattspyrnuflokkar félagsins
ferðuðust víða um landið og
léku alls 7 flokkar við jafnaldra
sína á Akureyri, ísafirði, Akra-
nesi og í Keflavík.
Rekstur félagsins er orðinn all-
umfangsmikill eins og sjá má á
því, að heildarupphæð reksturs-
gjalda er orðin 140 þúsund kr.
X handknattleiksmótum tóku
þátt 8 flokkar, en aðeins einum
þeirra tókst að sigra í móti, en
það var II. flokkur karla, A-lið,
sem varð íslandsmeistari. Meist-
araflokkur félagsins féll niður úr
I. deild, en sá flokkur sigraði
hins vegar í tveimur hraðkeppni-
mótum. Afreksbikar ÍBR, sem
veittur er bezta einstakling fé-
lagsins í handknattleik, hlaut
Guðjón Jónsson.
Árangur einstakra flokka í
mótum í handknattleik var sem
hér greinir:
L U J T Mörk
M fl. kvenna 8 3 1 4 78: 83
II. fl. kvenna 8 0 0 8 25: 44
M fl. karla 11 4 1 6 188:188
I. fl. karla 6 1 2 3 54: 64
II. fl. A karla 9 7 0 2 107: 87
II. fl. B karla 4 1 1 2 22: 31
Jón Júlíusson á tvislá
III. fl. A karla 9 4 1 4 53: 57
III. fl. B karla 3 11 1 18: 21
58 21 7 30 545:575
Formaður handknattleiksnefnd
ar var Guðni Magnússon og
þjálfari Guðjón Jónsson.
í knattspyrnu tóku þátt 12 fl.
í 30 mótum. Urðu Framarar sig-
urvegarar í 12 mótum, sem
skiptust þannig:
III. fl. A vann Reykjavíkurmót,
íslandsmót og haustmót.
III. fl. B vann Reykjavíkurmót
og miðsumarsmót.
ÞAÐ þykir ekki fréttnæmt lengur
þó einhverjir flokkar fari utan
og keppni í íþróttum, það er nú
orðið árlegur viðburður. Það er
á hinn bóginn fátítt að fimleika-
flokkar geri víðreist, hvort sem er
heima fyrir eða til annarra landa.
Undantekning frá þessari reglu
er fimleikaflokkur K. R. Snemma
á gengnu sumri fór hann til Dan-
merkur og sýndi þar á 60 ára
afmæli danska fimleikasambands
ins. Flokkurinn fékk svo góðar
undirtektir, að Danir óskuðu eftir
landskeppni í einhverri mynd
1961.
IV. fl. A vann Reykjavíkurmót
og haustmót.
IV. fl. B vann miðsumarsmót.
V. fl. A vann Reykjavíkurmót
og íslandsmót.
V. fl. B vann Reykjavíkurmót
og miðsumarsmót.
Einnig sigruðu Framarar í
flokkakeppni í knattþrautum á
unglingadaginn, bæði í III. flokki
og IV. flokki. Þrettán Framarar
luku á árinu bronzþrautum KSÍ
og er nú fjöldi bronzdrengja fé-
lagsins orðinn 90. Silfurdrengir
urðu 4 á árinu og eru þeir þá
alls 20.
Gæðahomið, sem veitt er bezta
knattspyrnufl. félagsins, hlaut að
þessu sinni III. flokkur A.
Fram vann Reykjavíkurstytt-
Á sumrinu ferðaðist flokkurinn
nokkuð hér heima t. d. til Húsa-
víkur, Akureyrar og á þjóðhátíð
Vestmannaeyja svo eitthvað sé
nefnt.
Vetrarstarfið er að hefjast.
Margar fyrirætlanir eru fram-
undan sem byggjast fyrst og
fremst á því að vel sé æft, og að
ungir og dugandi menn komi og
æfi.
Áhaldaleikfimi er listgrein og
því ekki auðlærð. — Sú ný-
breytni verður tekinn upp, að í
vetur verður starfrækt unglinga-
deild
KR-ingur í heljarstökki.
Landskeppni við
Dani í fimleikum
i
una í annað sinn í röð, en hún
er veitt fyrir bezta heildarárang-
ur í öllum flokkum. Stigatalan í
mótunum mun vera þessi: Fram
165 stig, KR 141, Valur 115, Vík-
ingur 34 og Þróttur 25 stig.
Árangur einstakra flokka í
knattspyrnu var sem hér segir:
M fl. 18 8 4 6 43:27
I. fl. 9 4 2 3 18:10
II. fl. A 10 3 2 5 14:18
II. fl. B 6 0 1 5 1:31
III. fl. A 14 12 2 0 55: 7
III. fl. B 9 6 2 1 24:11
III. fl. C 8 3 0 5 12:21
IV. fl. A 12 9 2 1 29: 3
IV. fl. B 9 6 1 2 31:14
IV. fl. C 10 4 2 4 9:24
V. fl. A 12 10 1 1 50: 5
V. fl. B 10 7 2 1 28: 4
127 72 21 34 314:175
Formaður knattspyrnunefndar
var Jón Þorláksson. Þjálfari
meistaraflokks og I. fl. voru Karl
Guðmundsson og Reynir Karls-
son. Þjálfari allra hinna flokk-
anna (10 talsins) var Guðmund-
ur Jónsson og var honum sér-
staklega þakkað frábært starf
fyrir félagið.
Aðalstjórn félagsins var öll
endurkj örin, en hana skipa:
Haraldur Steinþórsson, formað-
ur, Sæmundur Gíslason, Sveinn
Ragnarsson, Hannes Þ. Sigurðs-
son, Sigurður Hannesson, Jón
Magnússon og Guðni Magnússon.
í varastjórn voru kjörnir: Gylfi
Hinriksson, Björgvin Árnason og
Hörður Pétursson.
Miklar breytingar á
enska landsliðinu
Bikarkeppnin hefst n.k. laugardag
EINS og marga grunaði voru
gerðar breytingar á enska lands
liðinu, er tapaði fyrir Svíþjóð.
Fæstir áttu þó von á, að um svo
róttækar breytingar yrði að ræða
eins og komu fram, er enska lið-
ið, sem leika á við Norður-ír-
land n.k. miðvikudag, var valið.
Liðið er skipað þessum leik-
mönnum:
Springett (Sheffield W.);
Howe (W.B.A.); Allen (Stoke);
Clayton (Blackburn); Brown
(Westham); Flowers (Wolver-
hampton); Connelly (Burnley);
Haynes (Fulham); Baker (Hi-
bernian); Parry (Bolton); Holli-
day (Mdidlesbrough). Varamað
ur er Smith (West-Ham). — 4
leikmenn hafa ekki leikið með
enska landsliðinu áður þeir:
Springett, Brown, Baker og
Parry.
N.k. laugardag fer fram I. um-
ferð í ensku bikarkeppninni, þ.
e.a.s. liðin úr III. og IV. deild
keppa nú í fyrsta sinn, en undan-
farna mánuði hafa fjölmörg fé-
lög utan ensku deildarkeppninn-
ar keppt um réttinn til að taka
þátt I hinni eiginlegu keppni.
Liðin úr I. og II. deild taka ekki
þátt í keppninni fyrr en 9. jan.
n.k.
40 leikir verða háðir n. k.
laugardag og koma þar fram
mörg lið, er fræg eru orðin vegna
fyrri þátttöku í þessari vinsælu
keppni.
Má þar t.d. nefna Peterbor-
ough, Walthamstow Avenue og
Bournemouth. Bournemouth sigr
aði t.d. Swansea, Wollverhamp-
ton og Tottenham í bikarkeppn-
inni 1957.
Bezti árangur liða úr III. og
IV. deild í keppninni sl. ár var
árangur Norwich City, en liðið
komst í undanúrslit og sigraði m.
a. Manchester United, Cardiff,
Tottenham og Sheffield United.
Liðin, sem leika n.k. laugar-
dag eru þessi:
Barnley—Bradford City
Bradford—Scarboro
Doncaster—Gainsboro
Crook—Matlock
Accrington—Mansfield
Rochdale—Charlisle
Rhyl—Grimsby
Huckland—Stockport
Southport—W orkington
Y ork—Barro w
Consett—Chesterfield
Shildon—Oldham
Tranmere—Chester
Wrexham—Blyth
Bury—Hartlepools
Gateshead—Halifax
Enfield—Headington
Brentford—Ashford
Newport—Hereford
Salisbury—Barnet
Kettering—Margate
Wycomby—Wisbech
Torquay—Northampton
Hastings—Notts County
Coventry—Southamton
Cheltenham—Watford
Exeter—Barnstaple
Kingslynn—Aldershot
Peterboro—Shrewsbury
ChrystalPalace—Chelmsford
Bedford—Gillingham
Colshester—Q.P. Rangers
W althamstow—Bournemouth
Swindon—W alsall
Southend—Oswestry
Dorchester—Port Vale
Norwich—Reading
Bath—Millwall
Burscough—Crewe
Darlington—Prescot
Æfingar
i roori
RÓÐRAFÉLAG Reykjavikur hef
ur hafið vetrarstarfsemi sína, og
er þetta 10. starfsár félagsins.
Stjórn félagsins hugsar gott íil
þessa afmælis árs. Hefur m. ai
fengið lærðan íþróttakennara,
sem jafnframt er reyndur ræðari,
til að þjálfa og kenna á æfingum
í vetur.
Þeirri nýbreytni hefur verið
komið á að sérstakur tími er æti-
aður fullorðnum mönnum (old
boys), sem aðeins stunda íþrótt-
ina sér til upplyftingar og hress-
ingar. Þessi tími verður í vetur
á mánudögum kl. 9.30 e. h. Þar fá
„gömlu mennirnir" að róa í þar
til gerðum róðrarvélum, og gera
léttar leikfimisæfingar. Og að
lokum geta þeir svo fengið sér
hressandi bað.
Aðalæfingatími félagsins er á
miðvikudögum kl. 8.45 e. h., þar
fá byrjendur kennslu við fyrstu
áratökin, og þar fá ræðarar undir
búning undir átökin næsta sum-
ar. Báðir þeessir tímar eru í leik-
fimissal Miðbæjarskólans.
Einnig verður sérstök áhersla
lögð á útiæfingar um helgar þeg-
ar veður leyfir, er þá róið á bát-
um félagsins á Skerjafirði.
Er það von félagsins að geta
komið upp vel þjálfaðri sveit ræð
ara, sem hægt verður að senda
til keppni erlendis.
Síðastliðið sumar var félaginu
boðin þátttaka í keppni erlendis,
en taldi sig ekki hafa nægilega
þjálfaða menn í slíka þolraun.
Enda kom boðið með litlum fyr-
irvara.
Vetraræfingar félagsins hafa
reynst mjög vel, og eru ræðarar
mun betur undir sumarið búnir,
en ella, og fljótari að komast i
þjálfun.