Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. nóv. 1959
MORCTtNBT.JÐIÐ
11
Bókasýnjngin
miklaí Frankfurt
Skáldverk á hljómplötum vöktu
mikla athygli
PÉTUR ÓLAFSSON forstjóri ísa-
foldar var á bókasýningunni
miklu í Frankfurt í sl. mánuði.
í samtali við fréttamann Mbl.
sagðist honum svo frá um sýn-
inguna:
Þeir kölluðu _ þetta ævintýra-
heim bókanna. Ég á hér við bóka
sýninguna miklu, sem haldin var
í Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi
um miðjan október. Bókasýning
hefir verið haldin í Frankfurt
nú um tíu ára skeið, en sýningin
hefir aldrei verið stærri og um-
fangsmeiri heldur en nú í ár.
Sýningin í ár er tvímælalaust
sú stærsta og mikilvægasta, sem
haldin hefir verið í heiminum
til þessa. Að þessu sinni voru
sýndir milli 70 og 80 þúsund bóka
titlar frá um 1800 útgefendum í
um fjörutíu löndum. Heita má
að í Frankfurt hafi verið saman
komnir þessa daga allir helztu
útgefendur og hóksalar hvaðan-
æva úr heiminum. Þarna voru
Bretar og Bandaríkjamenn, ítalir
og Spánverjar, Indverjar, Japan-
ar, Rússar og Pólverjar. Þama
höfðu Norðurlöndin fjögur stóra
sýningarskála og þari,„ voru sam
ankomnir allir helztu útgefendur
og bóksalar Norðurlanda ,'sem
eitthvað orð fór af“, eins og einn
Daninn orðaði það við mig. —
Da. kir útgefendur og bóksalar
á sýningunni voru um 70. Og
Danir teljast þó ekki til stóru
lanJ.anna. Á Frankfurt sýning-
unni gerist fleira en að bækur
eru sýndar. — og ’k-
salar telja engu minna virði þau
kynni sem skapast á sýningunni.
Það mætti raunar segja að sýn-
ingin „gerðist“ jöfnum höndum á
hinu stóra sýningarsvæði og í
anddyrum gistihúsanna. Útgef-
endur kynnast bókaframleiðslu
hver annarra og einn mikilvæg-
asti þáttur sýningarinnar, eru
samningarnir sem gerðir eru
þarna á þýðingarrétti og útgáfu-
rétti á bókum.
ar Guðmundsson hjá Snæbirni
á göngunum í einni sýningarghöll
inni, við vorum víst einu ís-
lendingarnir og þeir fyrstu sem
sótt hafa heim undraheim bók-
anna í Frankfurt. Marga erlenda
vini okkar hitti ég, sem komið
hafa til íslands í sambandi við
þær fimm erlendu bókasýningar,
sem við höfum haldið hér heima.
Og mörg ný kynni voru stofnuð
jafnvel við Japana og Indverja.
Ein nýjung var á þessari sýn-
ingu. Það voru hinar svonefndu
bókmenntalegu hljómplötur. Nú
er farið að taka heilar sögur á
hljómplötur, æfðir lesendur lesa
og mátti greinilega sjá að þessi
nýjung vakti athygli. Sögulegt
gerðist ekki annað á sýnmgunni,
en það að við sáum litla mynd
af bræðravígum í Austur og Vest-
ur-Þýzkalandi. Austur-Þjóðverj-
ar höfðu þarna stóra bókasýn-
ingu og höfðu fengið dómsúr-
skurð fyrir því að þeir mættu
sýna hana í nafni þýzka lýðveld-
isins. En á miðju sýningartíma-
bilinu fékk sýningarstjórnin
vestur-þýzka annan dómsúr-
skurð, sem skyldaði Austur-Þjóð-
verja til þess að fjarlægja spjald-
ið með þýzka lýðveldinu og setja
annað spjald, þar sem sýningin
er nefnd í staðinn aðeins hluti af
þýzku sýningunni. Þetta vildu
Austur-Þjóðverjar ekki gera og
kusu heldur að taka sýningu sína
niður. Þá var sýningatími hálfn-
aður.
Ég fór á Frankfurt-sýninguna
til þess að sjá nýjar bækur, end-
urnýja gömul kynni við erlenda
bókaútgefendur og tengja ný. Nú
er ég sannfærður um að næsta
ár eigum við að vera með og sýna
þarna nokkrar íslenzkar bækur.
Séð yfir sýnmgarsalinn
Hlustað á útvarp
Stundum á undanförnum árum
hefur verið mikið kapphlaup í
Frankfurt um að ná þýðingar-
rétti á væntanlegum metsölubók-
um. Hefst þetta kapphlaup með
hljóðskrafi um ákveðna bók og
síðan er rokið til og byrjað að
semja við hinn heppna eiganda
útgáfuréttarins. Hefir það gerzt
stundum, ef viðkomandi hefir
verið tregur til að taka skyndi-
ákvörðun, að honum hefir verið
gefinn hálftími til umhugsunar.
Eftirspurnin nóg! Næsti veskú!
Að þessu sinni held ég að lítið
hafi verið af metsölubókum,
mest fannst mér bera á stórum
verkum, listaverkabókum, al-
fræði- og fjölfræðibókum stórum
og litliun, myndabókum frá ýms-
um löndum, tæknilegum bókum,
en eins og gefur að skilja kennir
margra grasa i bókaheimi þar
sem eru 80 þúsund bókatitlar.
Sýningin var svo víðfeðm að það
tók 3 klst. að ganga um. sýning-
arsvæðið, án þess að skoða. Og
víst er að það voru fótlúnir
menn, sem hurfu af sýningarsvæð
inu í Frankfurt eftir fimm daga
í glampandi sól og steikjandi
hita, þótt kominn væri miður
október. Alla dagana var þröng á
þingi, enda ægði þarna saman
mönnum frá yfir 40 þjóðlöndum.
1 einum sýningarsalnum gat að
líta stóran bakgrunn af Vest-
mannaeyjum. Þar Var verið að
sýna nýja íslandsbók, sem vænt-
anleg er í Þýzkalandi, textinn
saminn af Halldóri Kiljan og Sig-
urði Þórarinssyni. Á öðrum stað
gat að lita aðra íslandsbók. Einn
daginn rakst ég á vin minn Stein-
HINN aldni kennari, íþróttamað-
ur og sundgarpur Lárus Rist
flutti nýlega erindi er hann
nefndi Fagrahlíð. Var það um
fjallgongu eina á Bóndann, sem
er fjall mikið vestan Eyjafjarð-
arsveita, svo og lýsing á lands-
lagi og útsýn þaðan. Þá kom
hvatning til æskufólks að ganga
á fjöll og iðka íþróttir og útiveru.
Var þetta gott og gagnlegt erindi.
Erindi Jóns Múla Árnasonar um
gervitungl og könnun himin-
geimsins (þýðing eftir útl. vís-
indamann) var efalaust fróðlegt
og vel flutt, en af sérstökum
ástæðum gat ég aðeins hlustað á
byrjun þess. Leikritið Týnda
bréfið eftir Luca Caragiale, þýtt
af Hirti Halldórssyni mennta-
skólakennara, leikstjóri Lárus
Pálsson var farsi eða það sem
hér er kallað revía þar sem engin
af persónunum er með fullu viti.
Átti víst að vera ádeila um spill-
ingu ráðamanna í Rúmeníu og
heimsku kjósenda þar. Ef til vill
hefur einhverjum þótti gaman að
hlusta á það þótt engan hafi ég
hitt enn og hef ég þó spurt all
marga. En að sögn kunnáttu-
manna og sérfræðinga í leiklist
eru þeir víst sárfáir, hér á landi,
sem vit hafa á leiklist.
★
Vetrardagskrá útvarpsins hófst
nú um síðastl. helgi (1. nóvem-
ber). Þar eru nokkrir nýir þætt-
ir, m.a. um kjarnorku í þágu
tækni og vísinda. Þorbjörn Sigur
geirsson prófessor flytur. Gera
má ráð fyrir að fróðleiksfúst fólk,
einkum yngri kynslóðin hlusti
nokkuð á þessi erindi svo og
annan þátt: Vettvangur raunvís-
indanna sem útvarpið ætlar að
gæða hlustendum á í vetur. Þetta
verður allt mjög lærdómsríkt
fyrir þá er vilja nota sér það og
oskandi að þeir verði margir.
★
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps
stjóri, flutti erindi er nefndist
á bókamarkaðinum. Því miður
hafði ég ekki tma til þess að
hlusta á þetta erindi, var þund-
inn við annað, í þetta sinn. —
Áreiðanlega verður þáttur Sveins
Ásgeirssonar hagfræðings, Vog-
vinnur — vogun tapar mjög vin-
sæll nú sem áður og líkl. sá þátt-
ur sem mest verður hlustað á nú
um sinn. Fyrsti kafli þáttarins
var fluttur á sunnudag 1. þ. m.
Komu fram tveir menn er svör-
uðu spurningum, þeir Gunnar M.
Magnúss, rithöf. er svarar spurn-
ingum um Mormóna, má gera ráð
fyrir að það verði nokkuð erfitt
fyrir Gunnar áður en lýkur. Þá
var það Jónas Hallgrímsson, er
svarar spurningum um íslenzk
frímerki. Þar eð hann er afar-
fróður í frímerkjafræði og efnið
er takmarkað við ísland, má bú-
ast við að hann vinni 10 þús.
krónurnar. — Aukaatriði, milli
spurninganna, var létt og bros-
legt efni. Sveinn lofaði meiri til-
breytingu síðar í þættinum.
★
Andrés Kristjánsson blaða-
maður flutti þáttinn Um daginn
og veginn. Var hann heldur svart
sýnn og fannst margt ganga
öfugt nú bæði af náttúruvöldum
(rigningu á Suðurlandi) og stjórn
málalegir örugleikar. Fannst hon
um þingmenn þaulsætnir þótt
aldur færðist yfir þá og endast
furðánlega vel og miklu betur en
aðrir menn í stöðum sínum. Tal-
aði hann um kenningu Platons
gamla, að bezt væri að láta þá
stjórna löndum er ekki vildu það.
Ræðumaður taldi alla fúsa að
stjórna landi og vera þingmenn.
Ég þekki þó a. m. k. einn mann
sem aldrei hefði viljað yerða
þingmaður né ráðherra, þótt í
boði hefði verið og er það undir-
ritaður. Þá gat ræðumaður um
fyrirtæki Lúðvígs skólastjóra.
„Friðun miða — framtíð lands“.
Margir gerðu ráð fyrir langt um
meiri þátttöku en varð; að inn
kæmi 1 millj. króna. —
Stefán Júlíusson rithöfundur
hóf lestur útvarpssögu 2. þ .m.
Saga þessi hefur ekki verið
prentuð og er það ágætt að út-
varpið láti rithöfunda flytja eða
aðra lesa nýjar skáldsögur eftir
ísl. höfunda, áður en þær eru
gefnar út. Af þessum fyrsta lestri
verður auðvitað, ekkert dæmt
um söguna, en efni hennar er
mál, sem nú er mjög á dagskrá,
vandamál bæði í meðferð og
einnig í skáldskap — barnungur
maður á glapstigum.
'k
Biskupinn herra Sigurbjörn
Einarsson flutti sama dag athygl-
isvert erindi. Var það um
hvernig þjóðir og kynflokkar
(t.d. hvítir menn og mislitir)
geta orðið gagnteknir af mikil-
mennsku og lítilsvirðjngu á öðr-
um þjóðum. Tók til dæmis naz-
ista svo og ofsóknir hvítra manna
gagnvart þeldökkum. Mætti og
nefna ofsóknir hinna gulu manna
gegn hvítum mönnum. Þessar of-
sóknir, manndráp og pyndingar
eru eitt hið Ijótasta fyrirbrigði
á vorum dögum. Ég tel að öll
grimmd og miskunarleysi sé hið
viðbjóðlegasta í mannlegu eðli.
---- Biskupinn talaði, eins og
vænta mátti mjög viturlega" og
áheyrilega um þessi mikilsverðu
mál .
★
Samtalsþáttur við Bjarna Sig-
urðsson í Vigur ( Ragnar Jó-
hannesson talaði við B. S.) var
mjög fræðandi og skemmtilegur.
Þessi stórbóndi, og sægarpur
sagði ágætlega frá. Einkum þótti
mér skemmtilegt að hlusta á
svaðilför á sjó er þeir fóru feðgar
hann og sr. Sigurður Stefánsson
ásamt fleiri úrvals sjómönnum.
Mátti þá ekki tæpara standa að
vel færi, en með kjarki og góðri
stjórn náðu þeir þó heilu og
höldnu landi í Vigur.
Þorsteinn Jónsson.