Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 8
8 MOKCTiym AÐltí Fimmfudagur 12. nðv. 1959 Erlendir viðburðir - vikuyfirlit 82 þjóðir sammála ISÍÐUSTU viku ákvað stjórn- málanefnd Sameinuðu þjoð- anna að vísa tveimur afvopnun- artillögum til sérstakrar 10 þjóða afvopnunarnefndar, sem mun hefja umræður um afvopnunar- mál í Genf í byrjun næsta árs. Önnur þessara tillagna er runn in undan rifjum Vesturveldanna og var borin fram af Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Breta. Hin var tillaga sú, sem Krúsjeff bar fram á mjög svo áberandi hátt um almenna og algera af- vopnun um heim allan. Öll þátttökuríkja Sameinuðu þjóðanna, 82 að tölu, undirrituðu ályktunartillögu um að vísa þess- um málum til 10 þjóða nefndar- innar og lýsti formaður stjórn- málanefndarinnar Franz Matsch frá Austurríki því yfir, að óþarfi væri að bera hana undir atkvæði, því að allir fulltrúar styddu hana. Það var óvenjuleg afgreiðs'a hjá S. Þ. en með því er þó enginn dómur lagður á efni afvopnunar- tillagnanna. Þær hafa mikið ver- ið ræddar á Allsherjarþinginu og í stjórnmálanefndinni, einkum þó tillaga Krúsjeffs. Mönnum kom saman um að boðskapur Krú- sjeffs hefði verið fagur, svo langt sem hann náði. Thor Thors flutti mjög grein- argóða ræðu í stjórnmálanefnd- inni um viðhorf sín í afvopnunar málunum, þar sem hann túlkaði efalaust skoðanir mikils meiri- hluta þátttökuþjóða S.Þ. og birc- ist hún hér í blaðinu á laugardag- inn. Mig langar til að vitna hér í tvo stutta kafla úr henni fyrir það hve réttilega og sanngjarn- lega þeir bregða -jósi yfir tii- lögu Krúsjeffs. „Tillögum forsætisráðherra Sov- étríkanna, hr. Krúsjeffs, sem nér eru til umræðu, ber að fagna sem yfirlýsingu um stefnu SovétríKj- að líta, sem friður ríkti á jörðu, og þó enginn verið öruggur fyrir þvi, sem hrærðist í hugum og hjörtum manna, sem enn hefðu á valdi sínu að stofna til ofbeldis og árása“. Toppfundur og afkáraleg deila AFVOPNUNARMÁLIN verða likiega ekki leyst í fundar- sölum S.Þ. f þeim efnum er allt undir stórveldunum komið og þau eru ekki ginkeypt fyrir því að hleypa smáríkjunum inn í afvopn unarsamninga, sem búast má við að verði harðsóttir og umdeilt tii- finningamál. Miklu meiri líkur eru til þess að saman gangi á fyrirhuguðum fundi æðstu manna stórveldanna, sem erlendis gengur undir heit- inu „fundurinn á fjallstindin- um“ eða „toppfundurinn“. Eftir Þorstein Ó. Thorarensen Það ætti að vera einsýnt að slíkur „toppfundur“ verður hald- inn á næstu mánuðum. En meðal Vesturveldanna er hafin heldur óskemmtileg og óvirðuleg deila um það hvenær hann skuli hald- inn. Eg get ekki séð, að það skipti miklu máli, hvenær fundartími er ákveðinn, en Bretar og Frakk- ar standa nú eins og reiðir fress- kettir hvor framan í öðrum og rífast um það, hvort toppfund- urinn eigi að vera „fyrir áramót“ eða „næsta vor“. Mér virðist að deilan sé orðin að tómu hlægi- legu metnaðarmáli, þótt báðir þykist hafa nóg rök fyrir sínu máli, enda er farið að henda gam an að þessu. Gríndálkahöfundur Herald Tri- bune, Art Buchwald skrifaði ný- lega svo um toppfundinn: „Bretar vilja fara á toppfund- inn í desember. Veðrið ræður miklu um þetta. Þeir sakna nefni lega hins venjulega brezka sum- ars, það var eyðilagt af sífeldu I Frakklands fyrir nokkrum mán- uðum, en hann fór út um þúfur. Ekki var það þó vegna tækni- galla. Vandræðin eru að í hvert skipti sem Frakkar grafa holu í Sahara fyrir undirstöðum að sprengjunni, þá koma þeir niður á olíu og verða að færa sig um set. Krúsjeff hefur mikinn áhuga fyrir að komst sem fyrst til Genf ar. Olli það mönnum lengi heila brotum af hverju sá áhugi staf- aði. Þangað til menn fóru að lesa frásagnir af Ameríkuför hans. Þar gerðist það nefnilega, er Krú sjeff heimsótti verksmiðju í Pitts borg, að verkamaður einn gekk til Krúsjeffs og skenkti honum vindil. Krúsjeff gaf verkamann- inum í staðinn armbandsúrið sitt. Það er álit stjórnmálamanna, að Krúsjeff sé þess svo fýsandi að fara til Genf til þess að geta keypt sér nýtt svissneskt úr“. Þó er það ekkert gamanmál, þegar forystumenn lýðræðisríkj- anna geta ekki komið sér saman um einföldustu smáatriði, því að hér er við slægan andstæðing að etja. Indverjar kynnast innræti nágrannanna 7'RAMFERÐI kínverskra komm í1 únista á landamærunum i Himalaya-föllum hefur vakið sára reiði í hugum Indæverja. Eru nú hafnar alvarlegar landa- mæradeilur milli tveggja stærstu Asíu-ríkjanna og væri synd að segja, að Indverjar hafi kastað fyrsta steini í þeirri deilu. Þvert á móti vekur það furðu, hve langlundargeð þeirra og þá sérstaklega Nehrus forsætisráð- herra teygir sig langt í tilraun- um þeirra til að viðhalda friðsam legri sambúð við Kínverja. Það sem er að gerast austur í Himalaya er einxaldlega það, að Kinverjar hafa kastað eign sinni á indverskt landsvæði, sem er áætlað um 100 þúsund ferkíló metrar eða næstum því nákvæm lega eins stórt og ísland. Hluti þessa svæðis. er vestarlega á landamærunum, það er héraðiö Ladak í Kasmír. Mestur hluti svæðisins, er þó um 1500 km aust ar, fjallahérað í Assam, sem Fímm ár eru liðin síðan uppreisn Serkja hófst. Uppdrættir þessir sýna það landssvæði í Alsír, sem uppreisnarmenn réðu yfir 1956 og það sem þeir ráða yfir nú. Landamæri Kína og Indlands. Örvarnar sýna, hvar kínverskt herlið hefur sótt landssvæði. — á indverskt anna, um takmarh og hugsjón, sem allar þjóðir ættu að geta fylgt af heilum hug. En áður en því takmarki verði náð, verður að gera margar vandhugsaðar ráð stafanir, og gæta fyllstu varúðar gegn undanbrögðum eða glöpum. Umfram allt verður góður til- gangur að haldast, almennur og sterkur, unz komið er að leiðar- lokum“. Og enn sagði Thor Thors: „Mörg og mikilvæg vandamál Verður að leysa áður en samféiag þjóðanna getur búið við almenna og algera afvopnun. Og jafnvel þótt því marki yrði náð, færi fjarri því, að öllum áhyggj- um hefði þar með verið létt af mannkyninu. Ailt kynni svo út sólskini. Bretar vita, að Genf verður í desember tilvalinn fund- arstaður með rigningu, slyddu og þoku. Bandaríkamenn vilja toppfund þegar í stað, vegna þess að Eisen- hower getur ekki farið í Rúss- landsferðina fyrr en barnabörnin hans eru búin í skólanum næsta vor. Þess vegna hefur hann nú engan stað að fara á til að létta sér upp nema Augusta í Georgia- fylki. Þá koma Frakkar, sem vilja ekki toppfund, fyrr en þeir geta sprengt atómsprengju í Sahara- eyðimörkinni. Þessi hvellur, sem þeir bíða með svo mikilli eftir- væntingu átti að ske í sambandi við heimsókn Eisenhowers til horfir yfir hinn gróðursæla dal Bramapútra fljótsins. I ágúst- mánuði sl. kom til árekstra á eystra svæðinu, þegar Kínverjar tóku herskildi landamæraþorpið Longju, sem þeir halda enn og í lok október í Ladak, en þá sló i brýnu milli kínversks herliðs og indverskra landamæravarða. Níu Indverjar féllu og 10 voru handteknir. Landssvæði þessi, sem Kínverj ar hafa ráðizt inn á eru að mestu torbyggileg öræfi, háfjallahrygg- ir og hlíðaslakkar í 4000—5000 m hæð, með örfáum smáþorpum í dýpstu dölunum, þar sem lítils- háttar fjallagróður nær að festa rætur. Indverjum er því í sjálfu sér engin eftirsjá í verðmætum eða landgæðum á þessum slóð- um. En sé það viðurkennt, verð- ur ekki skilið að ágirnd til jarð- gæða geti verið rekafl til kin- verskra ásókna. Það sem hér er á seyði er miklu alvarlegra og djúpstæðara. Ind- verjar eru í fyrsta skipti að kynn ast af eigin raun heimsvalda- ásælni hins alþjóðlega kommún- isma. Þeir hafa nú um langt skeið sofið dásvefni jógadrauma um að hernaðarofbeldið muni aldrei blaka við sælu hinna einföldu og hlutlausu. Því vakna þeir nú upp við vondan draum. Háfjalla- landamærin í norðri eru ekki lengur sá trausti varnarveggur, sem þeir ímynduðu sér. Þeir komast að raun um það, að Kín- verjar hafa lagt þjóðvegi með ærnum tilkostnaði norðan í há- lendinu, — þjóðvegi, sem oft virð ast litlu öðru hlutverki eiga að gegna en að flytja herlið áleiðis til Indlands. Pólland og stalinisminn UPPVAKNING stalinistanna i Póllandi í sambandi við efna hagskreppuna og kjötskortinn er athyglisverð. Eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Vestrænir fréttamenn í Varsjá eru allir sam mála um það að ástandið í Pól- landi hafi aldrei verið eins í- skyggilegt og nú, allt frá því upp reisnin var gerð gegn hinu rúss- neska valdi fyrir þremur árum. Það er talað um það, að til- raun Gómúlkas til að auka frjáls ræðið hafi mistekizt. En tilraun- in var aldrei nema hálfvolg. Það var aldrei komið á fót neinu í líkingu við frjálst efnahagskerfi. Pólska þjóðin líktist áður fanga, sem var látinn vinna nauðungar- vinnu fyrir framan byssuhlaup. Byssan var fjarlægð um sinn til reynslu, en það stuðlaði ekki að auknum afköstum. Þess vegna er fangavörðurinn að taka byssuna fram að nýju. Uppreisn í Alsír 5 ára MÉR hefur geymzl það í minni allt frá árinu 1947, þegar ég var að. læra og æfa mig í frönsku, að stór og áberandi fyr- irsögn birtist þá í frönsku blaði: „L’Algerie est dotée d’un statut nouveau", sem þýðir: „Alsír eru veitt ný stjórnskipunarlög". Alla tíð síðan hef ég haft tæki- færi til að fylgjast nokkuð með atburðunum í Alsír. Þeir hafa einkennst af sífelldum loforðum Frakka til innfæddra, sem aldrei voru efnd, — réttarbótum, sem aldrei urðu til nema á pappím- um. Nú eru rétt fimm ár síðan lang lundargeð Serkja þraut og vopn- uð uppreisn þeirra brauzt út. Það varð undanfari uppreisn- arinnar, að sex menn sátu á fund um í Algeirsborg í lok október mánaðar 1945. Þar voru menn bæði af þjóðerni Araba og Berba, hinna tvegga þjóðarbrota múham eðstrúarmanna í landinu. Á þess um fundum ákváðu þeir að timi væri kominn til að láta vopnin tala og gerðu með sér samræmda hernaðaráætlun. Að loknum fundinum dreifðust þeir til ým- issa héraða landsins og tóku að stjórna uppreisnarsveitum hver á sínu svæði. Þrír þessara manna eru nú fallnir fyrir frönskum vopnum, tveir eru fangar Frakka, en sá sjötti Belkasem Krim, er varaforsætisráðherra serknesku útlagastjórnarinnar. Serkir hafa komið sér upp öfl- ugu og víðtæku stjórnarkerfi í Alsir í blóra við Frakka. Þeir hafa 70 þúsund manna herlið, sem er einrátt á stórum lands- svæðum og þeir innheimta skatta meðal einstaklinga og félaga um allt Alsír.Útlagastjórn þeirra hef ur aðsetur í Túnis. Þar hafa þeir risavaxnar sjórnarráðsbyggingar með fjölda embættismanna og annarra starfsmanna. Fjárlög útlagastjórnarinnar eru stærri en fjárlög Túnisstjórnar. Síðan uppreisniní Alsír hófsthafa viðbrögð Frakka einkennzt af sí- endurteknum hérferðum og sókn arlotum, sem hver um sig átti að ríða uppreisnarmönnum að fullu og uppræta þá. En þessar sóknarlotur hafa jafnóðum runn- ið út í sandinn og skæruliðasveit- irnar smogið úr greipum Frakka. Þegar maður íhugar Alsír- málin, finhst mér það fljótt verða auðsætt, að Frakkar hafa alltof lengi setið yfir hlut hinna inn- fæddu íbúa. Slík framkoma menn ingarþjóðar er alls ekki sæmileg á miðri 20. öldinni. Eðlilegasta lausnin væri að Frakkar kveddu allt herlið hið bráðasta burt frá Alsír og stjórn ’Serkja flytti frá Túnis til Algeirsborgar. En málið er erfiðara viðfangs. Um það bil milljón franskra landnema i Alsír eru reiðubúnir að verja sér réttindaaðstöðu sína með kjafti og klóm. Tillögur de Gaulles í Alsir- málinu eru merkilegar fyrir það, að enginn franskur stjórnmála- maður hefur þorað fyrir land- nemunum að ganga svo langt til móts við sjálfstæðikröfur Serkja. Verða tillögur hans vonandi Framh. á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.