Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 2
2
MORCVNBIAÐIÐ
Föstudagur 13. nóv. 1959
75. jbing S.U.S. hefst
í kvölc[ kk 830
15. ÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður sett
í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík kl. 20.30 í kvöld.
Geír Hallgrímsson formaður S.U.S. setur þingið, en að lokinni
þingsetningu flytur Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins
ávarp. — Þá flytur Geir Hallgrimsson þinginu skýrslu fráfarandi
stjórnar, og að lokum verða kosnar nefndir þingsins. Eru þing-
fulltrúar hvattir til þess að mæta stundvíslega til fundarins í
kvöld. —
I fyrramálið munu svo nefndir starfa, en um hádegið munu
þingfulltrúar snæða hádegisverð í Sjálfstæðishúsinu í boði mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins.
KI. 2 e. h. á laugardag hefjast umræður um álit nefnda. —
Munu þær halda áfram þann dag. Á sunnudagsmorgun hefjast
svo störf nefnda að nýju. Á fundi þeim, sem hefst kl. 2 e. b. á
sunnudag verður halúið áfram umræðum um nefndarálit og þar
mun einnig fara frarn kjör stjórnar samb»ndsins fyrir næsta
kjörtímabil.
KI. 9 á sunnudagskvöld verður þinginu slitið í lokahófi, sem
stjórn S.U.S. heldur þingfulltrúum í Sjálfstæðishúsinu.
Múrhúðaður klefi
eyðilagðist af eldi
í FYRRINÓTT kom upp eldur í
húsinu Nýbýlavegi 40 í Kópa-
vogi. I húsinu býr Ágúst Kjart-
ansson ásamt fjölskyldu sinni
og varð hann fyrir töluverðu
tjóni, því skemmdir urðu af eldi
og reyk.
í lítilli útbyggingu við húsið
er kyndingarklefi hússins, en þar
er olíukynding og þar kom eld-
urinn upp.
Ekki virðist um að kenna léleg
um frágangi í klefanum. Allur
var hann múrhúðaður. Veggir og
loft og gólf steinsteypt. Eigi að
síður kom upp eldur í klefanum.
I timbrinu undir múrhúðinni,
logaði eldurinn og einnig undir
skelinni í lofti klefans. Var mjög
erfitt að fást við eldinn og urðu
slökkviliðsmenn að brjóta veggi
og rjúfa gat á þakið, til að kom-
ast að eldinum. Það tókst að
koma í veg fyrir að eldurinn
læsti sig í sjálft húsið. Voru
brunaverðir á annan klukkutíma
að ráða niðurlögum hans.
Um eldsupptök er ekki vitað
með vissu. Og hugsanlegt er að
kviknað hafi í út frá reykrörinu,
timbrið næst því, undir múr-
húðinni, hafi hitnað svona ofsa-
lega.
Charles gamli Coburn er ekki
aldeilis dauður úr öllum æðum,
þó hann sé orðinn 82 ára gamall.
Hann er búinn að leika látlaust
síðan árið 1890, fyrst á leiksviði,
Myndir
í Mokka-kaffi
UNDANFARIÐ hefir Benedikt
Guðmundsson listmálari haft til
sýnis nokkrar myndir í Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg. Eru
þetta 20 myndir, og eru 9 þeirra
olíumyndir, en hitt svonefndar
pafitel-myndir, sem bera nöfn
galdrastafanna og hafa vakið
sérstaka athygli gesta kaffihúss-
ins. — Bráðlega mun Benedikt
hætta sýningu á þessum verkum
sínum.
Svíar hugleiía smíði
kjarnorkuvopna....
Stokkhólmi, 12. nóv. —
SVÍAR eru nú farnir að hug 1
leiða, hvort þeir ættu að ‘
hefja framleiðslu kjarnorku-|
vopna. Skoðanir eru mjög [
skiptar um málið í Svíþjóð. j
Margir eru þeirrar skoðun-<
ar, að Svíar ættu að sýna (
friðarvilja sinn með því að ’
standa utan við kiar.mrku-,
kapphlaupið, en aðrir telja,!
að Svíum beri að efia varnir j
sínar sem kostur er til þess
að vera við öllu búmr — og ;
hefja framleiðslu kjarnorku j
vopna jafnfljótt og kostur,
er. — Kjarnorkumáíanefnd j
jafnaðarmannaflokksins hef-
11 ur nú skilað áliti um málið i
og segir þar, að heppilegast j
sé að biða átektar, a. m. k. <
fram til 1963 og aðhafast!
'kkert fyrr.
Aftur minni síld
SANDGERÐI, 12. okt. — 8 bátar
lönduðu hér í dag með 280 tunn-
ur. Kefla'víkurbátarnir Svanur
með 113 tunnur, Helguvík með
83 og Guðmundur Þórðarson með
31, komu hér inn. Sandgerðisbát-
arnir fengu sáralítinn afla — og
nokkrir komu ekki inn. — Axel.
KEFLAVÍK, 12. okt. — 15 bátar
reru héðan í gær til síldveiða, en
aðeins 6 þeirra komu inn til
Keflavíkur. Aðrir ýmist komu
ekki að landi eða lönduðu afla
sínum í Sandgerði. Þessir sex
bátar, sem hingað komu, voru
með aðeins 230 tunnur. Af þeim
var Guðfinnur hæstur með 106
tunnur.
Eins og sjá má af þessu er afl-
inn mun minni en í gær. —
— Ingvar
GRINDAVÍK, 12. okt. — 4 bát-
ar lönduðu hér í dag, en voru all-
ir með lítið. Arnfirðingur frá
Reykjavík kom í dag og er að
búa sig út á síld. — EA.
Nemendatónleikar
Demetz
HÚSFYLLIR var á nemendatón-
leikum Vincenzo Maria Demetz
í Gamla Bíói í gærkvöldi en þar
komu fram níu einsöngvarar úr
söng- og óperuskóla hans. —
Sungu þeir einsöngva og tví-
söngva eftir innlenda og erlenda
höfunda, og var öllum mjög vel
tekið af áheyrendum. — Auk
þess söng þarna 20 manna kór
undir stjórn Ragnars Björnsson-
ar. — Eins og fyrr segir voru
undirtektir áheyrenda hinar
beztu, og voru söngfólkinu, svo
og Demetz, færðir fagrir blóm-
vendir. Undirleikari á tónleikun-
um var Fritz WeisshappeL
HAFNARFIRÐI. — Allmiklu
minni síldveiði var hjá bátunum
í gær en daginn áður. Þeir voru
nú einir 12 úti, en ekki nema
3 eða 4 fengu einhverja síld, og
af þeim var Hafnfirðingur með
mest eða 100 tunnur og Hafbjörg
um 70. Langflestir þeirra lögðu
ekki netin, því að þeir lóðuðu
ekki á neina síld.
Allir togararnir, að Ágúst und
anskildum, hafa nú siglt einn
eða fleiri túra með afla sinn á
erlendan markað og yfirleitt náð
góðum sölum, sérstaklega Röð-
ull. Hafa aflabrögð þeirra verið
með dágóðu móti. — G. E.
★
AKRANESI, 12. okt. — Af 13
reknetabátum héðan fengu 4 síld
svo teljandi sé. Höfrungur sem
var hæstur 123 tunnur, Ólafur
Magnússon rúmar 100; Keilir 84
og Böðvar 68 tunnur. Hinir sem
síld fengu voru með 20—30 tunn-
ur. Nokkrir komu ekki inn. Síld-
in var sæmilega feit, en misstór
og veiddist út af Reykjanesi í
röstinni. Lóðað var þar á smá-
torfum en erfitt að athafna sig
vegna straums. 15 reknetabátar
héðan voru á veiðum úti í nótt.
Níu trillubátar réru héðan í
morgun og flestir þeirra höfðu
frá 750—1100 kg., en aflahæstir
voru Freyr með 1100 kg. og
Blíðfari með 1000 kg. Sá lægsti
fiskaði 70 kg. — Oddur.
síðan í kvikmyndum eftir 1938,
og nú síðast auk þess í sjónvarpi.
Fyrir skömmu kvæntist hann í
annað sinn konu sem er helmingi
yngri en hann. Hún er þó ekkert
barn, 41 árs. Hún heitir Minifred
Jean Clements Natzka og var
áður gift bassasöngvaranum
fræga við Metropolitanóperuna í
New York, Oscari Natzka. Á
myndinn sjást nýju hjónin að
hjónavígslunni lokinni í Las
Vegas.
Óttazt að fé hafi
farizt við Skóla-
fell
SVO virðist sem norðan veðrið
um fyrri helgi, hafi ekki aðeins
grandað fé bænda á Norðurlandi,
því nú berast fregnir um að bænd
ur í nærsveitum Reykjavikur,
hafi misst fé.
Undanfarna daga hafa bændur
almennt smalað fé sínu. Hafa
bændur fundið fé, sem hrakizt
hefur undan veðri og hrið í lækl
og uppbólgnar ár. Ekki munu
bændur hafa heimt allt sitt fé
og óttast er að t.d. fé frá Fells-
dal og Stardal, svo og bæjum i
Mosfellsdal hafi farizt í ofviðrinu
við Sauðafell sunnan Skálafells
og næsta nágrenni þess, en þar
hafi allmargt fé verið er bylur-
inn skall á.
Elzti maður
Reykjavíkur
jarðsunginn í gær
ÚTFÖR Guðmundar Jónssonar,
fyrrum baðvarðar fór fram í gær.
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason hélt
húskveðju að elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund, en þar hafði
Guðmundur dvalizt síðastliðiu
23 ár. Séra Bjami Jónsson, vígslu
biskup, talaði í Dómkirkjunni og
jarðsöng og kirkjukórinn söng
með aðstoð dr. Páls ísólfssonar,
Gat séra Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, meðal annars þess, að
samkvæmt kirkjubókunum væri
Guðmundur Jónsson elzti maður-
inn, sem jarðsunginn væri frá
Dómkirkjunni, síðan hún var
byggð. Guðmundur var rúmlega
103 ára gamall, fæddur 1. október
árið 1856 að Holtsmúla í Skaga-
firði.
Fjárskaðar ekki
miklir á Vestfjörðum
— 33 dauðar
Framh. af bls. 1.
Reykjadal ,sem týndist í stór-
viðrinu, hefur fundizt drukknað
í lækjum. Hefur veðurhamurinn
hrakið féð í lækina og það far-
izt í krapi.
í Reykjadal er stórfenni og
sem dæmi um hve veðurofsinn
hefur verið mikill er það, að
veðrið hefur barið snjóinn svo
saman að stærðar skaflar eru
mannheldir, eins og eftir lang-
varandi blota og frost til skiptis.
Eftir þeim fregnum að dæma,
sem borizt hafa úr Laxárdal, þá
munu fjárskaðar þar ekki hafa
orðið eins miklir þar eins og bú-
izt var við.
ÞÚFUM, N.-ís., 12. okt. — Nótt-
ina milli 8. og 9. þessa mánaðar
brast hér á stórhríðarviðri með
miklum stormi og snjókomu. Áð-
ur hafði fallið mikill snjór í hæg
virði, svo hér varð með verstu
hríðarveðrum sem koma.
Sauðfé var alls staðar úti en
í heimahögum. Á sunnudaginn
var fénu smalað og var þá ekki
stórhríð um hádaginn og náðist
víða meginhluti fjár í hús. Á
mánudag var stórhríð og var ó-
hægt um frekari leit, en þó var
alls staðar leitað, þar sem fé
vantaði. Ekki er útlit fyrir að
neinir verulegir fjárskaðar hafi
orðið en ærið erfitt hefur verið
að ná fénu saman.
Mikill snjór er kominn. Eink-
um hefur dregið saman í stóra
skafla. Vegir hafa spillzt á landi
og djúpbáturinn tafðist um einn
dag með ferð sína í Djúpið. Nú
er orðið æði vetrarlegt um að
litast. — P.P.
GJÖGRI, 12. okt: — Sl. mánudag
gerði hér norðan byl með mikilli
veðurhæð. Sjór yar mikill og
gekk víða upp á tún, eins og t.d.
í Stóru-Ávík og Litlu-Ávík. Þar
tók sjórinn báða túngarðana á
báðum býlunum og eru talsverð-
ar skemmdir á túninu á fyrr-
nefnda bænum eftir sjóganginn.
Það var hvergi búið að taka
inn kindur, þegar þetta aftaka
veður skall á. Bændurnir á Felli
misstu 9 kindur, sem hröktust í
sjóinn undan verðinu. Valdemar
Thoroddsen, Gjögri missti 6 kind
ur af 24 og er talið að þær hafi
einnig farið í sjóinn. Tvær af
þessum 6 J^ndum Valdemars
fundust reknar í Veiðileysu á
þriðjudaginn. Einnig er óttazt að
7 kindur bænda í Trékyllisvík
hafi farizt í ánni, sem er uppbólg
in af krapi en þær geta líka hafa
farið í sjóinn.
Það var mikið að gera hér hjá
fjárbændum á þriðjudag við að
smala kindum sínum og eru
heimtur víðast hvar góðar. Vant-
ar 1—3 kindur hjá sumum.
Sæmileg verðátta er í dag en
kalt.. — Regína.
— A Frosta
Framh. af Dls. 1.
— Maður hefði líklega
siglt honum upp. Það var
ekkert veður til að taka
Sauðárkrók. Mótorinn
hefði getað kveikt í púst-
rörinu. Hann var búinn að
ganga svo lengi hægagang,
60 tíma í allt. Jú, jú, við
höfðum nægt eldsneyti.
— En hvað um mat?
— Við vorum heldur
matarlitlir, en það kom
bátur fram til okkar
snemma á þriðjudag.
— Hefurðu verið lengi á
sjó?
— Já, ég hefi stundað
sjóinn síðan á unglingsár-
unum, lengst af á trillum.
Annars átti ég ásamt fleir-
um 17 tonna bát og í vor
fengum við fjórir saman
Frosta.