Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 13. nóv. 1959 d£)rottnin •/ gegn uiljci 9 ii óinum — Nú færðu síðustu aðvörun, Rupert. Þú gengur of langt. Er ég neyddur til að minna þig á, að ég er konungurinn. Ég tek ekki við skipunum frá neinum. — Nema Bersonin hershöfð- ingja og hyski hans. — Rupert! Janet þreif í ermi konungsins, því að andlit hans afmyndaðist af ofsa, og hann dró að sér hönd ina, eins og hann ætlaði að slá. — Brostu, sagði hún, því að það vissi hún, að Gloría myndi hafa sagt. — Fólkið horfir á þig. Strangt uppeldi og tamning alla ævi bjargaði konunginum einnig nú, og hann sneri gleði- ljómandi andlit við fólkinu. En við Rupert sagði hann: — 1 þetta sinn hefur þú gengið of langt! — En ég segi sannleikann, sagði prinsinn. Augnaráð hans var hörkulegt, þótt varirnar brostu. — Ég bið þig einu sinni enn, Miohael. Hristu af þér sníkjudýrin — Bersonin, Arn- berg greifafrú og Max Retohard. Þau eru ekki góðir vinir fyrir þig. Þau eyðileggja Andróvíu.. — Þau eru vinir mínir, svar- aði konungur. — Og þaú eru trú — — Sjálfum sér, já, en ótrú Andróvíu, greip Rupert fram í, og meðan Janet hlustaði á þá, skildi hún, hvorn þessara manna systir hennar hefði elskað og hvers vegna. — Ekilurðu þá ekki, Michael, hélt Rupert áfram meðan vagn- inn ók inn í hjarta bamla borgar hlutans,, og hrinfingargleði fólks af að sjá drottninguna náði nýju hámarki, skilur þú ekki, að allt sem Bersoninklíkan fær þig til að gera, er þeim einum til hags? Og fjöldinn, allt þetta óbreytta, elskulega fólk, sem fagnar okkur, því verður að blæða. Þú leggur á það skatta sem það getur ekki 1 risið undir, rænir það eignum og jörðum, undir ýmis konar yf- irskini, sem Bersonin finnur upp á, þótt guð megi vita, hvert pen- ingarnir fara. Hversu heimsku- lega sem þú ferð að, geturðu ómögulega eytt þeim öllum! Þú mergsýgur landið okkar, og þess vegna er það eins og sprengja, sem hlýtur að springa fyrr eða síðar. — Ekki nema einhver svikari kveiki í tundurþræðinum, hreytti Michael út úr sér. — Þú lýgur, Rupert — það veiztu sjálfur. Þetta er áróðursþvætting ur, sem þú fyllir fólkið með, mér til bölvunar.... Hér truflaði Rupert hann. Á meðan þessi orðaskipti fóru fram, hafði hann stöðugt skyggnzt um í mannþrönginni, og nú brá hann skjótt við. Hann sat einn í sætinu gegnt Janet og kónginum, og nú fleygði hann sér áfram án þess að segja orð. Hann greip handleggjunum utan um Janet og slengdi henni niður á botninn í vagninum. Áður en hún áttaði sig til að geta sagt nokkuð, heyrði hún undarlega suðu rétt fyrir ofan sig. Hún reyndi að streitast á móti, en það stoðaði ekkert, því að Rupert hélt henni niðri. Hún fann, að vagninn valt um, og ökumaðurinn hrópaði eitt- hvað. Það varð þys í mannþröng inni, og svo varð ager þögn, og hún áttaði sig á þessu öllu, þótt það gerðist á broti úr sekúndu. Og svo var þögnin rofin af sprengingu. Janet fannst allt molna sundur umhverfis hana. Það brá fyrir skæru leifri, og svo varð myrkur, og ekkert meir. Hún lauk upp augunum og leit ringluð í kringum sig. Henni Pípur svartar og galvaniseraðar. H. Benediktsson hf. — Sími 11228 — Smíðajárn í plötum, 3—6 mm. H. Benediktsson hf. — Sími11228 — EFTIR RITA I HARDINGE fannst sprengingin nýafstaðin — það var enn undarleg suða fyr- ir eyrum hennar. En sér til undr unar uppgötvaði hún, að hún lá í rúmi sínu í höllinni. Hún settist upp. Hún var með bundið um handleggina, að öðru leyti virtist hana ekki hafa sak- að. Hún heyrði þrusk, og svo sá hún fölt andlit greifafrúarinnar yfir sér. — Liggið kyrr, sagði hún. — Þér verðið að hvíla yður. — En það er ekkert að mér, andmælti . anet. — Svo er fyrir að þakka, að því er virðist, samsinnti frúin um leið og hún laut ofan að henni og horfði á hana rannsakandi. — Ég varð sikelfingu lostin, þegar þér voruð flutt heim miðvitund- arlaus.... Janet þaggaði niður í henni. Það var undarlegt, hversu fljótt hún tileinkaði sér skipandi fas drottningarinnar. — Og hinir? spurði hún, þótt það væri fyrst og fremst Rupert sem hún hugsaði um. — Konungurinn er, guði sé lof, óskaddaður, svaraði greifafrúin. — Hann slapp ómeiddur. — Rupert prins var með okk- ur, sagði Janet. — Sá svarti þorpari, já. Augu frúarinnar skutu neistum. — Hann fékk það, sem hann átti skilið og var fluttur heim til sín. — Hann — hann er þó ekki dáinn? Janet fannst hjarta sitt hætta að slá, er hún bar fram þessa spurningu. Frúin svaraði ekki, því að í þessari andrá heyrðu þær lágt þrusk, og Janet uppgötvaði, að Michael stóð við rúmið. Hún skildi ekki, hvernig hann hefði komið inn, því að dyrnar höfðu ekki verið opnaðar. Hann var með lítinn, rauðan blett á hvor- um vanga, annars var hann 'ná- bleikur, og hún sá, að hann hefði reynt að hressa sig upp með áfengi. Það leyndi sér ekki heldur, að greifafrúnni varð hverft við að sjá hann, þvi að hún sneri sér snöggt við, eins og til varnar og varð enn fölari en ella. — Farið burt! sagði Miehael stutt og ósvífnislega. — En yðar hátign.... — Farið burt, sagði ég! Svo var Janet ein með Miehael Hún beindi til hans sömu spurn- ingunni. —• Rupert? endurtók hann æf- ur. — Nei, hann er ekki dauð- ur — ekki ennþá. — En skaddaðist hann illa? — Það veit ég ekki, og kæri mig enn minna um, hvæsti Michael. — Hann á skilið að deyja. Hann vissi, að þessari sprengju yrði kastað. Ég er ekki í vafa um, að hann hefur staðið á bak við það — komið launmorð ingjanum einmitt þarna fyrir. En svo sá hann sig um hönd og reyndi að fá okkur, til að snúa við. Það var auðséð á honum, að hann vissi, hvað myndi ske — svikahundurinn! Hann reyndi að láta drepa mig! Janet leit órólega á heiguls- legt, ofsafengið andlitið, því að hún var hrædd um, að Miohael grunaði, að það var vegna Gloríu sem Rupert vildi stöðva ökuferð ina. Hún reyndi að beina ‘huga hans frá þessari hlið málsins. — En það var þó Rupert, sem bjargaði okkur, Michael, sagði hún. — Hefði hann ekki fleygt okkur niður og hlíft okkur með líkama sínum.... — Það varst bara þú, sem hann reyndi að hlífa, hvæsti kon ungur, og henni var Ijóst, að honum hefði skilizt, hvað fram- ferði Ruperts táknaði. — Ég leit- aði sjálfur skjóls, þegar ég sá, hvað hann ætlaði sér, því að ég hafði grun um, hvað myndi ger- ast. Rupert gerði enga tilraun til að bjarga mér, aðeins þér. —- Ekki þessa vitleysu! sagði Janet í örvæntingu. — Hann bjargaði aðeins þeim, sem hendi var næstur. — Næstur og kærastur, já! hrópaði Michael afmyndaður af bærði. — Ó, þú þarft ekki að vera hneyksluð —- ég hef alltaf vitað, að hann var ástfanginn af konu minni. — En Gloría, byrjaði Janet. Konungur yppti öxlum. — Ég vil helzt trúa, að hún hafi elskað mig, sagði hann, — en stundum var ég í vafa. Hann yppti öxlum á ný. — Jæja, en hverju skiptir það? tautaði hann. — Hún er horfin og enginn nær til hennar Lítil íbúð 1—2 herb. óskast sem fyrst fyrir sendiráðsstarfs- mann. Tvennt í heimili. Vinsamlegast leggið tilboð á afgr. Mbl. f.h. laugardag merkt: Verzlunarfulltrúi— 8386". Rafgeymar 6 og 12 volt hlaðnir og óhlaðnir. Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun. framar. En þú ert hérna, Janet. Hún hörfaði frá honum móðg- uð á svip, er hann færði sig nær henni. — Þú ert drottning nú, og að því er Rupert heldur, ertu Gloría. Nú færðu nýtt verkefni. Af því hvernig Rupert kemur fram við þig, verður þú að kom- ast að, hvort Gloría var jafn við- bjóðslegur svikari og hann. — Ég skil ekki.. byrjaði Janet til að fá tóm til að íhuga, hvernig hún ætti að taka þessu. — Það er afar einfalt, sagði Michael. — Hann heldur að þú sért Gloria, svo ef hann kemux fram sem elskhugi þinn og vænt- ir hins sama af þér, þá vitum við nóg. — Það get ég ekki, andmælti Janet. — Þú getur það vel, sagði Miohael. — Þú ert nú með í tafl- inu. Ég hef grun um, að Gloría hafi svikið mig, en ég ætla ekM að láta þig gera það líka. .....@parið yóur hiaup d mliii maxgra verzlana! HCHUWl «1 tííDUM! - Austursiræti ajUtvarpiö m HE POESN'T UNPERSTANt? CHERRY... HE'S ONLY A PUPPY, YOU KNOVV / a L ú á Depill, við verðum að finna f Hvar er Andi — farðu og finndu Anda. Hér er hálsbandið hans. ] hann. Hann skilur þetta ekki, i Sirrí, þetta er aðeins hvolpgrey. J Hann er lagður af stað niður I Sjáðu, pabbi, hann skilur þetta. stíginn. Föstudagur 13. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — t.Of Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón* leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.35 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — 16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „OH skyggnist aftur í aldir" eftir Cornelius Moe; II. kafli (Stefáa Sigurðsson kennari). 18.55 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar. — 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Gísla saga Súrssonar; II. (Oskar Halldórs* son cand. mag.). b) Islenzk tónlist: Islenzkir karla kórar syngja. c) Rabb u mrímur og rímnakveð- skap. Hallfreður Orn Eiríksson cand. mag. ræðir við nokkra vest- firska kvæðamenn. d) Frásöguþáttur: Konan, sem lá úti (Guðmundur Böðvarsson skáld). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Vetraríþróttir á Norðuiv löndum — (Gísli Kristjánssotí íþróttakennari). 22.30 Islenzku dægurlögin: Hljómsv. Karls Jónatanssonar leikur lög eftir Þóri Oskarsson o. fl. Söng- fólk: Anna María Jóhannsdótt- ir, Guðjón Matthíasson og Sigur- dór Sigurdórsson. Kynnir: Agúst Pétursson. 23.20 Dagskrárlok. Laugardagur 14. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). | 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Tor- mod Skagestad les frumorkt Ijóð. 14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: ,,Siskó á flækingi“ eftir Estrid Ott: V. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Frægir söngvarar: Lotte Leh- mann syngur lög eftir Mozart, Schumann, Hugo Wolf, Brahms og Richard Strauss. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur: „Allir synir mínir“ eftir Arthur Miller. Þýðandi: Jón Oskar. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. — Leikendur: Brynjólfur Jóhannes- son, Helga Valtýsdóttir, Jón Sig- urbjörnsson, Helga Bachmann, Guðm. Pálsson, Arni Tryggva- son, Guðrún Stephensen, Stein- dór Hjörleifsson, Sigríður Haga- lín og Asgeir Friðsteinsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald leikritsins „Allir syn- ir mínir'*. j 23.00 Danslög. 01.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.