Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. nóv. 1959 MORGllTSfíLÁÐIÐ 15 CANADÁ; ?/"DRY% fólk 1 VOR og sumar var veðurfar hag stætt til landbúnaðar, allt fram í ágúst-mánuð, að vísu voru ekki í ágústmánuði skarpir þurrkar en þurrt veður, þar til síðari hluta hans þá byrjaði að rigna, og má segja að síðan og til þessa dags hafi verið óslitin úrkoma, því á þeim tíma hafa komið aðeins tveir sólarhringar sem úrkoma hefir ekki mælzt, og á hverjum mánuði hefir úrkoma verið á fjórða hundrað mm. Muna elztu menn ekki svo óslitið slagviðri. Grasspretta og heyfengur Grasspretta var óvenju góð, og flestir bændur búnir að fa veru- legan heyfeng þegar byrjaði að rigna, en það sem eftir það náðist af þurrheyi hrakið og lélegt. Víð- ast varð heyfengur sæmilegur, en sumstaðar er ástandið það vont að ekki verður úr bætt með fóður- bæti. Víða eru hey enn úti, sumstað- ar um 50—60 hestar á heimili, Kennslubók í Cha-cha-cha A MARKAÐINN er komin Kennslubók í Cha-cha-cha eftir Heiðar Ástvaldsson, danskenn- ara. Cha-cha-cha nýtur um þess- ar mundir mjög mikilla vin- sælda um allan heim og mun marga fýsa að læra að dansa hann á réttan hátt. Heiðar tekur fyrir hvert spor dansins og út- skýrir þau á einfaldan hátt, byrj- ar á þeim léttustu og endar á þeim erfiðari. Bókin er prentuð í ísafoldarprentsmiðju í litlu broti. Vegasamband — Ferða og er ekki annað sjáanlegt en • það verði með öllu ónýtt. Dilkar 'J voru víðast mun lakari til frá- lags en verið hefir, og er ekki að undra eftir slík hrakviðri. j Framkvæmdir o. fl. Illt hefir verið með byggingar- framkvæmdir í haust vegna veðr r áttu, og yfirleitt með önnur haust störf, því varla heitir að nokkur- tíma fáist vinnufært veður. Smá- býli hefir verið stofnað í Kvíg- indisdal og er þar nú orðið tví- býli, býli þetta á Valur Thór- oddsen og býr hann þar ásamt konu sinni Fríðu Guðbjartsdótt- ur. — Þá hefir fengizt leyfi fyrir stofn un nýbýlis í Vatnsdal og eru þar miklar ræktunarframkvæmdir í I undirbúningi, eigandi þess býlis verður Erlendur Guðmundsson, sonur Guðmundar Kiústjánsson sem nú býr í Vatnsdal. Eitt býli fór í eyði í haust, Geitagil efra, bóndinn þar Hjörtur Skúlason hætti búskap og fluttist til Pat-! reksfjarðar með sína fjölskyldu. \ Vegasamband Vegasamband er gott enn, þrátt fyrir bina miklu urkomu, enda víðast orðið all vel frá vegum gengið. eerðafólk All margt ferðafolk hefir lagt leið sina um hreppinn á þessu sumri, flest fór það á Látrabjarg, i en það er staður sem er óséður \ af alltof mörgum. Enn þá er ekki ' hægt að aka á Látrabjarg nema á jeppum eða öðrum framdrifa bilum, er illt til þess að vita, að ekki skuli fást þangað góður veg- ur sem hægt væri að aka á fólks- bílum, og fólki þar með almennt gefinn kostur á að sjá þennan sérkennilega stað, sem á tíma- bilinu júní—ágúst mundi með sinni náttúrufegurð og fuglalífi gefa mörgum ánægjulegar stund- ir, en greið leið að slíkum stöð- um, er einn þáttur þeirra lífsþæg- ynda sem tilheyrir nútíma menn- ingu, og hið opinbera á að stuðla að. — og ungar dornur, llka, V\\ A HRAUSTMENNX, Bibjlð mömrau, að kaupa nokkrar flöskur af CANADA DRY, þegar hún. fer út; i bú& næst. . þau þurfa hressingu, að aflokinni raun. Alveg eins og stóra fólkið. “ssr ginger ale Þá voru þau trúlofuð . .. ur til Kaliforníu af því að hún kunni betur vio \ , þar. — Flutningurinn einn kostaði 3,000 dollara. Og nú er öllu lokið, ég stend uppi slyppur og snauður — og atvinnulaus í þokkabót. — Sumir hafa sagt við mig, að ég ætti að leita fyrir mér x Rómaborg, vera í nánd við Anitu. En ég hata Róm. Þar byrjaði bölvunin í okkar hjónabandi. Þessir ítalir eru andstyggð, það voru þeir, sem alltaf voru að mata Anitu á því, að hún væri miklu bet- ur sett án mín. — Og mælirinn varð fullur, þegar einhver sendiboði Persa keisara hringdi og bað mig að skila til hennar, að keisarinn byði henni til snæðings. Hann vissi, að það var ég, maðurinn Bara að við hefðum átt barn sagði Anthony ANITA EKBERG var orðin. leið á eiginmanninum og Hollywood. Hún sagði skiiið við hvort tveggja og fór tii Rómaborgar og settist þar að. Þetta gerðist fyrir nokkrum mánuðum og varð mikill blaða matur. En Antony Steel átti bágt með að sætta sig við Hollywood eftir að Anita var farin . . . og hann fór á stúf- ana til þess að miðla máiura . . . og aftur komu blöðin til skjalanna. Fyrir nokkrum dögum lá Anthony Steel á baðströnd á Capri, sólbrendur og frískleg- ur að vanda. En hann var dapur í bragði: — Ég fór til Rómaborgar til þess að hitta Anitu, ég var að vonast eftir að komast að samkomulagi við hana, því skilnaður okkar verður ekki löglegur fyrr en í maí. En það varð ekki nokkru tauti við hana komið svo að ég kvaddi. Steel — Hún á stórhýsi í Róm. Þar býr hún núna. Og hún er alltaf að leika, hún fær ótal tilboð og hefur góðar tekjur. — Ég er búinn að tapa hús- inu mínu í Kaliforníu. Ég er orðinn fertugur, ég á ekkert — og ætla mér ekki að eignast neitt í bráð, því samkvæmt lögum í Kaliforínu á Anita að fá helminginn af öllum eign- um mínum og tekjum þar til í maí. Þokkalegt það! — En áður var það ég, sem var ríki maðurinn, hún fátæka stúlkan. Þegar við giftum okkur fyrir þremur árum, var ég auðugur, hún átti ekki eyris virði. — Og ég braut allar brýr að baki mér í London, fyrir hana. Ég flutti allt mitt vest- Líðum ekki Kína að — sagði Nehru okkur á fundi í gær hennar, sem hann talaði við En hann bað mig að skila , þessu og biðja hana að láta i keisarann vita, hvort hún kæmi. Þannig var meðferðin á mér. — Og ég get ekki farið til Bretlands. Það er vonlaust. Ég get ekki farið þangað aftur Ég var þar með tekjuhæstu kvikmyndaleikurunum, en kastaði öllu frá mér til þess að geta verið með Anitu í Kali forníu, Og ég fæ engin tilboð frá Bretlandi lengur, heldur ekki í Hollywood, en ég ætla samt að treysta á Hollywood, bíða, bíða, þó að það sé von- lítið, því þar morar allt af mönnum á borð við mig. — Ég mun aldrei elska, eins og ég hef elskað Anitu — slíkir hlutir gerast aldrei nema einu sinni á ævinni. Bara að við hefðum átt barn. Þá hefði þetta verið allt annað, sagði Anthony Steel. NÝJU-DELHI, 10. nóv. Reuter: Nehru forsætisráðherra Indlands lýsti því yfir í ræðu, sem hann hélt í Agra í Mið-Indlandi í dag, tað engin leið væri að fallast á kröfur Kínverja til stórra svæða af indversku landi. — Við get- um ekki liðið Kína að troða á okkur, sagði Nehru — eða „standa á brjósti okkar“, eins og hann orðaði það. Forsætisráðherrann minntist ekki á bréf Sjú En Læs, forsætis- ráðherra Kína, þar sem stungið er upp á, að þeir forsætisráðherr arnir ræði deilumálin hið fyrsta — og að myndað verði „friðað" svæði við landamæri ríkjanna með því að hvor aðili dragi lið sitt til baka um 20 km. — Nehru lagði enn áherzlu á vilja ind- versku stjórnarinnar að leysa deiluna við Kína á friðsamleg- an hátt — en að sýna festu og taka mannlega á móti, ef til ár- ása komi. Miðstjórn Kongressflokksins, sem er flokkur Nehrus, hafði lýst því yfir fyrr í dag, að ekki bæri að þola neins konar árásir eða yfirgang af hendi Kínverja. — Fréttaritarar segja, að svar \ið fyrrgreindu bréfi Sjú En-Læs sé „í athugun", en ekki sé vitað, hvenær það verði sent. Fréttabréf úr Rauðasandshreppi: Hrakiðhey — Nýbýli - Það sem gert hefir verið til þessa að vegagerð á þessari leið, (Látrar-Bjargstangar) hefir ver- ið kostað af Vitamálastjórninni. Látrum 30. okt. 1959, Þórður Jónsson. Athugascmd Herra ritstjóri. I BLAÐI yðar 12.' þ.m. birtist smáklausa, sem sögð er vera frá „Jazzklúbbi Reykjavíkur". Þar sem ég undirritaður er í stjórn klúbbsins vil ég taka það fram, að umrædd yfirlýsing hefir aldrei verið kunngerð mér né samþykkt af mér. Á fundi hjá stjórn klúbbsins var rædd aðild hans að „opnu“ blaðsins. „Nýtt úr skemmtanalífinu" og voru þar samþykkir aðildinni utan einn stjórnarmanna. Það skal tekið fram, að formaður klúbbsins, Tómas A. Tómasson, sá að öllu leyti um samningu og uppsetn- ingu greinarinnar í ,opnu“ fyrsta blaðsins. Annars mun blaðið alls ekki þrengja sér upp á klúbb þennan. Kagnar Tómasson. Þnkkordvarp ÞANN 19. okt. fékk Blindrafélag- ið peningaávísun, senda með pósti frá sparisjóði Akraness að upphæð tíu þúsund kr. Þessari gjöf fylgdu ekki aðrar skýringar en að þetta væri sent samkv. beiðni Björns Lárussonar, og að skólabörn og skátar hefðu safnað. Þetta sérstaka vinabragð og hina rausnarlegu gjöf, vill Blindrafé- lagið þakka af heilum hug. Fyrst og fremst Birni Lárussyni, svo og skólabörnum og skátum, og að síð ustu þakkar félagið öllum, sem lagt hafa fram þá peninga er í þessari fjárupphæð fólust. Blindrafélagið er að láta byggja Blindraheimili hér í bænum, sem nú er orðið fokhelt. Vegna þeirra stórframkvæmda þarf félagið mjög á peningum að halda. Það er því létt að skilja þá innilegu gleði og ánægju, sem þessi ó- vænta stórgjöf veitti hinum blindu, sem að þessu félagi standa. Ávaxtanna af þessari gjöf, sem og öðrum er félaginu berast, hafa þó að sjálfsögðu allir blindir nienn á íslandi jafnan rétt til að njóta. En það mun þó fyrst koma í ljós, eftir að Blindraheim- ilið er fullgert. Að síðustu sendir Blindrafélag- ið öllum, sem hér hafa átt hlut að máli, innilegustu kveðjur og ítrekað þakklæti. Blindrafélagið, Grundar- /" stig 11, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.