Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVWRLAÐ1Ð Föstudagur 13. nóv. 1959 féíag fisksalans og sund- kappans 10 ára Þróttur hefur á mikil afrek 10 árum náð að vinna Knattspyrnufélagið Þróttur er 10 ára á þessu ári. Stofndagur- inn er 5. ágúst. Stofnendurnir voru 37 að tölu. Stofnsvæði Þrótt ar var fyrst og fremst Gríms- staðaholtið, eitt elzta hverfi höf- uðborgarinnar svo og Skerja- fjörðurinn. Á liðnum áratug hef ir svo félaginu bætzt ýmsir góðir liðsm. úr öðrum bæjarhverfum, en alls munu félagar Þróttar nú vera nokkuð á fimmta hundrað. Aðalhvatamenn að stofnun Þróttar voru þeir, Halldór Sig- urðsson og Eyjólfur Jónsson sund kappi, einn kunnasti íþróttamað- ur þjóðarinnar nú. Fyrsta stjórn in var þannig skipuð: Halldór Sigurðsson formaður, Eyjólfur Jónsson, Emil Emils, Haukur Tómasson, Ari Jónsson og Jón Guðmundsson og var hann fyrsti formaður handknattleiksdeildar félagsins. Þegar á fyrstu árunum kom fé- lagið sér upp knattspyrnuliði í öllum flokkum, hóf einnig hand- knattleikinn til vegs og gengis og hefir getið sér góðan orðstír í keppni á þeim vettvangi. Þá kom félagið einnig upp tafl- og brigde deildum til eflingar félagslífinu að vetri og hafði forystu um bridgekeppni milli knattspyrnu- félaganna í bænum. Árið 1958 vann Þróttur sig upp í 1. deild og lék í þeirri deild árið 1959. í boði Þróttar hafa komið hing að út erlendir knattspyrnuflokk- ar m. a. frá Luxemborg og yngri flokkar frá Danmörku. Þá hafa kapplið Þróttar, bæði yngri og eldri flokkar, farið utan, til Luxemborgar, Danmerkur, Nor- egs, Svíþjóðar og Póllands. í Luxemborgarferðinni kom flokk urinn við í Þýzkalandi og lék þar. Þá hafa flokkar frá Þrótti, bæði handknattleiks- og knattspyrnu- flokkar yngri og eldri, farið margar ferðir innan lands, má í því sambandi nefna ferðir til Ákureyrar tvívegis, með milli 40—50 manns í bæði skiptin, til Vestmannaeyja og ísafjarðar auk ýmsra annarra ferða til nálægari staða við höfuðborgina, svo sem Akraness, Keflavíkur, Hafnar- fjarðar o. fl. Kvennalið félagsins í hand- knattleik hafa á áratugnum verið mjög sigursæl. Hafa flokkar fé- XFR vann Reykj- ovíkurmeistuia ÍR Körfuknattleiksmót Reykjavíkur hófst að Hálogalandi á þriðju- dagskvöldið. Voru þá leiknir þrir leikir I mótinu, en alls verða leikkvöldin fjögur og lýkur mót- inu undir næstu mánaðamót. Þau tíðindi gerðust á fyrsta kvöldinu að Körfuknattleiksfé- lag Reykjavíkur vann ÍR-inga, Reykjavíkurmeistarana 1958. Var lokatalan 62 gegn 44 stig. Var KFR vel að sigri komið í leikn- um. sýndi á köflum ágætan leik og höfðu alltaf forystuna yfir ÍR-ingum, sem voru án tveggja fastra leikmanna liðsins. í 3. flokki karla vann ÍR lið Ármanns með 20 gegn 17 stigum eftir tvísýnan og skemmtilegan leik. í 2. flokki vann B-lið Ár- manns lið KR með 28 gegn 26 *tigum. .. 7 mót á þessum íslandsmótið 1957, Þróttur í öllum 3 mótsins. sem unnið hafa lagsins unnið 10 árum m. a. en þá sigraði kvennaflokkum Meðal þeirra að þjálfun innan Þróttar, má nefna Baldur Ólafsson, (William Shirreffs) sem var fyrsti þjálfari félagsins og æfði bæði 1., 2. ok 4. flokk auk þess sem hann hefir leikið með félaginu bæði í 1 fl og síðar í Meistaraflokki. En sá sem án efa hefir lagt þyngst lóð á metaskálarnar, hvað þjálf- un leikmanna Þróttar viðvíkur, þetta mál, að eins manns sé ekki enn getið, en það er Haraldur Snorrason, en hann hefir verið félagi Þróttar frá því árið 1950 og tengt nafn sitt sögu þess ó- rjúfandi böndum. Haraldur hefir átt sæti í stjórn Þróttar allt frá þvi hann gekk í félagið og til þess dags. Síðan 1952 hefir hann gengt gjaldkerastörfum. Harald- ur er óvenjulega farsæll elju og dúgnaðarmaður að því er til fé- lagsmála tekur. Framan af var æfingasvæði Þróttar í stofnhverfi félagsins, Grímstaðaholtinu, en er stundir liðu fram þrengdist æ meira um allt athafnasvæði félagsins til æfinga og fór svo að svæðið hvarf undir hús og götur. Þetta gerði félaginu skiljanlega erfitt Núveiandi stjórn Þrouar á þessum fyrstu 10 árum félags- ins og það með þeim árangri að Þrótti skilaði alla leið upp í 1. deild, var Frímann Helgason, en hann var þjálfari félagsins um 4 ára skeið. Auk þess sem Frímann var hinn ágætasti leiðbeinandi um alhliða þjálfun leikmanna, var hann og heilladrjúgur ráð- gjafi um margskonar félagsleg atriði . Á sl. ári var Halldór Halldórsson hinn landskunni knattspyrnumaður, þjálfari fé- lagsins jafnframt því sem hann lék í liði þess. Auk þeirra sem nú hafa verið nefndir hafa ýmsir aðrir unnið mikið gott starf í sam bandi við þjálfun yngri flokk- anna, á hinum liðna áratug. Ekki verður þó skilizt svo við fyrir um meginstarfsemi sína, knattspyrnuna, þar sem nú varð aðeins um það að ræða að æfa á Melavellinum og Háskólavellin- um, en þar var tími af skornum skammti vegna móta og kapp- leikja. Hinsvegar munu standa vonir til að úr þessum vanda ræt- ist fyrir atbeina bæjaryfirvald- anna og Þróttur fái innan tíðar sitt útmælda íþrótta- og athafna- svæði, svo sem önnur íþróttafé- lög bæjarins. Þegar Þróttur var stofnaður árið 1949, voru liðin nær 40 ár frá stofnun nýs knattspyrnufé- lags í Reykjavík. Yngsta félagið í bænum áður en Þróttur kom til sögunnar var Valur sem stofnað ur var árið 1911, en þá voru íbúar Reykjavíkur rúmlega 12 þúsund ir að tölu, en á þeim tæpu 40 ár- um, sem eru á milli stofnunar Vals og Þróttar fjölgar íbúum bæjarins í nær 55 þúsundir, og nú á 10 ára afmæli Þróttar eru þeir orðnir hátt í 70 þúsundir. Stöðnunin í útbreiðslu knatt- spyrnuíþróttarinnar ,að þvi er tekur til stofnunar fleiri félaga, hefir vafalaust átt sinn þátt í að tefja eðlilega þróun á þessu sviði, bæði er snertir leik og félagslíf, sem samfara á að vera heilbrigðu íþróttastarfi. Jafnfjölmennur bær og Reykjavík þolir fleiri en 5 knattspyrnufélög. Þróttur rauf áratuga stöðnun í þessu sam- bandi og hefir sannað með þrótt- mikilli tilveru um 10 ára skeið, að hér er auðveldur eftirleikur. Stjórn Þróttar skipa nú: Óskar Pétursson formaður, Bjarni Bjarnson, Haraldur Snorrason, Guðjón Oddsson, Helga Emils, Halldór Sigurðsson og Magnús Pétursson, en hann er formaður handknattleiksdeildarinnar. Þróttur minnist afmælis síns á morgun laugardag kl. 3,30 e.h. með hófi í Framsóknarhúsinu. Afmælisrit mun svo koma út síðar í mánuðinum, en því mið- ur var ekki unnt að fá það prent að í tæka tíð, fyrir sjálfan af- mælisfagnaðinn, vegna mikilla anna í prentsmiðju þeirri. sem annast mun um prentun þess. r Ottast hörgul á flugmönnum LONDON, 11. nóv. — Brezku flugfé'lögin BOAC og BEA eru búin að stofnsetja flugskóla til þess að koma í veg fyrir að fé- lögin skorti flugmenn á næstu árum. Talsmaður skólans lætur svo um mælt, að sýnilega lendi félögin í erfiðleikum ef ekkert verður að hafzt. Vinnulaun Frh. af bls. 3. bóta. Nefnir fyrst nauðsyn þess að skapa skilyrði til sparifjár- myndunar, og bendir á í því sam- bandi að stofna byggingarspari- sjóðsdeild í hverjum bæ og hverju sveitarfélagi. Með nú- tímatækni telur hann mögulegt að skipuleggja byggingarfram- kvæmdirnar þannig, að ekki tæki nema 6—8 mánuði að full- byggja íbúðir í stað fimm sinn- um lengri tíma nú. Þá þurfi einnig að afnema söluskattinn i byggingariðnaðinum, er valdi beinum verðauka og hindri frjálsa samkeppni um byggingar- framkvæmdir. Snæb j örn Þorl e if s- son -Kveðia i SNÆBJÖRN Þorleifsson, bif. | eftirlitsmaður lézt á Akureyri j laugardaginn 24. október s.l. Hið sviplega fráfall hans kom mér að óvörum, ég talaði við hann i síma eftir hádegi þann dag, hressan og glaðan. Snæbjörn var mikið prúð- menni í allri framkomu og mjög skyldurækinn starfsmaður. Hann var skipaður bifreiðaeftirlits- maður á Akureyri og í norður- landsumdæmi árið 1936 og full- trúi bifreiðaeftirlits ríkisins í um dæminu fyrir nokkrum árum. Snæbjörn fylgdist vel með hinni öru þróun í bifreiða og um- ferðamálum og var kennari á meira-prófs námskeiðum er hald- in voru í umdæmi hans og víðar. Þau 19 ár er við höfðum starfað við bifreiðaeftirlit var samstarfið við hann eins og bezt verður á kosið. Hann átti sæti í stjórn Félags ísienzkra bifreiðaeftirlitsmanna í mörg ár og var hann þar sem annars staðar hinn góði starfsfé- lagi ráðhollur og tillögugóður. Einnig átti hann sæti í sambands stjórn norrænna bifreiðaeftirlits- manna og var fulltrúi félagsins á síðasta sambandsmóti, sem hald- ið var í Osló 1958. Fyrir öll störf í þágu félagsins þakka ég honum og bið honura allrar blessunar í hinum ósýni- lega heimi. Konu hans og nánustu j ættingjum sendi ég alúðarfyllstu samúðarkveðju vegna hins svip- lega fráfalls-hans. 6. nóv. 1959 G. Ólafsson. „Dwyer flýgur hærra og hærra,“ skrifar fréttastofan með þessari mynd, sem tekin var sl. laugardag í Ieik milli West Ham og Manchester City í 1. deildarkeppninni ensku. — Neil Dwyer .narkvörður West Ham bjargar á glæsilegan hátt. Tekur myndir og framkallar á tiu mínútum NÝ LJÓSMYNDASTOFA, Hrað- myndir h.f. hefur verið sett á fót á Laugavegi 68 hér í bæ. Stofn- endur fyrirtækisins eru þeir Sigurður Guðmundsson, ljós- myndari, sem er formaður hluta félagsins, Björn Pálsson, fram- kvæmdastjóri og Hannes Pálsson gjaldkeri. Eins og nafnið bendir til eru þarna eingöngu teknar skyndimyndir, passamyndir, sem má svo stækka. Fyrirtækið hefur keypt sérstaka smámyndavél frá Þýzkalandi, sem gerir allt í senn — tekur myndir, framkallar og stækkar — ef menn vilja. Tekur myndatakan og af- greiðslan ekki nema 10 mínútur og er miklum mun ódýrari en á venjulegum ljósmyndastofum. Hægt er að fá ótakmarkaðan fjölda af hverri mynd — ailt upp í 240, ef menn hafa gaman af að eiga svo margar myndir af sjálfum sér. Ljósmyndatæki þetta mun vera eina tækið sinn- ar tegundar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.