Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 13
12
MORCVTSTtr a n m
Fðstudagur 13. nðv. 1959
P9cTnV<o<nir 1S. nðv. 1959
MORCV1VBLAÐ1Ð
13
XJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FYRSTA VERKEFNIÐ
,w t IÐRÆÐUR Sjálfstæðis-
manna og Alþýðuflokks-
* ins um stjórnarmyndun
standa nú yfir. Enginn efi er
á því, að almenningur ætlast til
þess, að þessir tveir flokkar
myndi nú stjórn og reyni að
stjórna landinu farsællegar en
tekizt hefur hin síðari ár. Af
andstæðingablöðunum er einnig
ljóst, að þatt búast við því, að
flokkarnir nái samkomulagi sín
á milli.
Svo er að sjá sem Framsókn-
arbroddarnir séu nær örvita. Al-
þýðublaðið kemst í gær svo að
orði um uppnám þeirra:
„Tíminn er sár og gramur þessa
dagana. Blaðið finnur að Fram-
sóknarflokkurinn hefur haldið
svo hrapalega á málum sínum,
að hann er nú í pólitískri ein-
angrun og virðist í mesta lagi
geta tileinkað sér sálufélag við
kommúnista. Ekki er þó sú vin-
átta traUst, ef dæma má eftir
skrifum Tímans og Þjóðviljans
hvor um annars forystulið, í sam-
bandi við olíumál, Moskvuþjón-
ustu o. fl.“
Síðar í sömu grein spyr Al-
þýðublaðið:
„Er það heilbrigð skynsemi að
rjúka nú beint aftur í sams kon-
ar samsteypu og gafst ráðalaus
upp við lausn efnahagsmálanna
fyrir einu ári? Nei, alls ekki, en
þetta er hin málefnalega ástæða
til þess, að Alþýðuflokksmenn
eru meira en lítið vantrúaðir á
aðra Hermannsstjórn og vilja
freista nýrra ráða“.
Enn segir:
„Flokkurinn telur ógerlegt að
búa við stöðug efnahagsvand-
ræði með nýjum bráðabirgða-
ráðstöfunum um hver áramót".
Það er rétt, að V-stjórnin gafst
ráðalaus upp og að ástandið er
nú orðið svo, að bráðabirgðaráð-
stafanir um hver áramót skapa
sívaxandi hættu á algeru hruni,
þó að þær fleyti málum áfram
um sinn. Ein af ástæðunum til
þess, að V-stjórninni mistókst að
finna hin varanlegu úrræði, sem
hún lofaði, var, að hún þorði
aldrei að horfa raunsætt á á-
standið. Fengnir voru erlendir
sérfræðingar til skýrslugjafar og
lofað var að taka þjóðarbúið út í
alþjóðaraugsýn. Um það var ger-
samlega svikizt og greinargerð
sérfræðinganna falin fyrir al-
menningi.
Frumskilyrði þess, að ráðið
verði við vandann, er, að al-
menningur viti hver hann er.
Án skilnings og stuðnings al-
mennings, verður engri fram-
búðarlausn komið á. Forystu-
mennirnir verða að hafa kjark
til að segja almenningi satt um
hvernig komið er. Jafnframt ber
þeim að bera fram ákveðnar til-
lögur og standa og falla með
þeim. Um þessi efni verður ekki
samið fyrirfram í einstökum
atriðum. Fyrsta verkefni nýrrar
stjórnar verður að kanna til
botns hvernig ástandið er og gera
almenningi undandráttarlaust
grein fyrir því.
TÆKNI OG MISVIÐRI
AÐ HEFUR stundum ver- |
ið sagt, að Island væri á!
takmörkum hins byggi-
lega heims. Sjálfsagt er þetta
nokkuð sterkt að orði komizt, en
þó mun það svo, að veðráttan
hér mætti ekki kólna verulegá til
þess að erfitt yrði að halda uppi
nútíma-menningarlífi, þrátt fyrir
alla tæknina.
En þó að aðstæður séu þannig
nokkuð erfiðar hér á landi, þá
þarf núlifandi kynslóð íslendinga
fáar þjóðir að öfunda. Enda sýn-
ist slæmt og jafnvel ömurlegt
hlutskipti almennings í sumum
þeim löndum, þar sem kallað er
að ríki mjög gott loftslag.
Framfarir hafa og orðið hér,
ekki eingöngu þrátt fyrir veðrátt-
una, heldur að sumu leyti ein-
mitt vegna hennar. Veðráttan á
Islandi, sem ekki getur talizt
mjög köld, heldur fyrst og fremst
umhleypingasöm og því oft leið-
inleg, hefur óneitanlega jákvæð
áhrif á athafnaþörf manna og
framtaksvilja, en kemur líka
stundum í veg fyrir framkvæmd-
ir þótt vilji sé fyrir hendi.
Veðráttan er eitt hið algeng-
asta umræðuefni, en vekur menn
þó ekki hvað sízt til umhugsun-
c.-’ nú, þegar vetur hefur gengið
í garð með öllu skyndilegri hætti
en þjóðin hefur átt að venjast
að undanförnu. Til viðbótar hinu
hörmulega manntjóni hafa orðið
ýmsar aðrar illar afleiðingar.
Töluverðir fjárskaðar hafa
orðið, en ennþá mun ekki vitað
hve þeir eru miklir. Eins og áður
fyrr, þarf að nýta beitina sem
bezt og þegar hríð skellur á er
alltaf hætta á tjóni; við það
verður tæpast ráðið.
Nú eru aðstæður að vísu, að
| ýmsu leyti mjög ólíkar því sem
! áður var. Tækniframfarirnar
hafa á ótalmörgum sviðum auð-
veldað mjög lífsbaráttuna. Þann-
ig berast nú yfirleitt strax frétt-
ir af því um allt land, ef miklir
erfiðleikar steðja einhvers staðar
að. Reyndar er ekki alltaf hægt
að gera mikið til hjálpar, en
stundum líka mjög mikið.
Skemmst er að minnast hjálp-
arinnar, sem fólkinu barst er var
veðurteppt á Vaðlaheiði fyrir
nokkrum dögum. En oft er það
mjög kostnaðarsamt að veita
hjálp og hún getur verið hjálp-
armönnunum hættuleg. Að vísu
er ekki horft í það, þegar manns-
líf eru í veði, en þó má fólk
ekki leggja í tvísýnu nema nauð-
syn beri til.
Og þrátt fyrir allar framfar-
irnar getur tæknin brugðizt þeg-
ar verst stendur á. Akureyringar,
Húsvíkingar og nærsveitarmenn
þeirra hafa verið minntir á
þessa staðreynd síðustu daga.
Vegna frosta hefur svo mikið
krap hlaðizt upp í árfarvegi
Laxá í Þingeyjarsýslu, að reynzt
hefur ókleift að halda aflvélun-
um í orkuverinu þar gangandi.
Afleiðingin hefur verið raf-
magnsskortur á öllu orkuveitu-
svæðinu. Rafmagnið er víða nú
orðið tengt hitunarkerfunum og
þarf þá fólkið, auk þess sem það
býr við myrkrið, að sitja
í kuldanum líka. Svo hefur
skólunum verið lokað að mestu
og atvinnulífið hlýtur að biða
tjón. Vonir munu þó standa til,
að í framtíðinni verði að mestu
hægt að koma í veg fyrir þessa
erfiðleika við Laxá.
Stöðugt miðar fram á veginn,'
þó að mönnum finnist stundum
ganga hægt.
☆
UTAN UR HEIMI
☆
S V O bar við í Mílanó á Italíu hinn 4. október sl„ að stór og myndarlegur
fíll setti allt á annan endann í kirkju heilags Ambrosíusar þar í borg. —
Fíllinn, sem nefnist Mary, er úr Orfei-sirkusinum í Mílanó, og
var verið að flytja hann, ásamt öðrum dýrum sirkussins, til hátíðlegrar
athafnar, þar sem blessa skyldi dýrin í nafni heilags Frans af Assisi. —
Fílnum var ekið í búri sínu um göturnar, og fór allt fram með spekt um
hríð. En skyndilega ók bíll rétt hjá á mikilli ferð. Mary kerlingunni varð
hverft við — svo rann henni í skap, og gerði hún sér síðan lítið fyrir
f GUÐSHÚSINU: —-<«>-
Fíllinn þrammar inn
eftir kirkjugólfinu,
en dýratemjarinn er
kominn fram fyrir
hann og reynir að fá
hann til þess að snúa
við, hvað tókst að lok
um. — Margt hefir
kirkja heiiags Ambro
síusar vafalaust ,séð%
síðan hún var stofn-
uð á 4. öld — en
aldrei rnun fíll hafa
sótt þar guðsþjónustu
fyrr.
---------------*
VIÐ KIRKJUNA: —
Lögreglan reynir aö
róa skelfda kirkju-
gesti, sem þntn á dyr
í ofboði, þegar fíll-
inn gekk snúðugt inn
i guðshúsið.
og brauzt út úr búri sínu. — Sirkusstarfsmenn þeir, er
skyldu gæta Mary, ruku auðvitað upp til handa og fóta
og eltu skepnuna. Barst leikurinn að Ambrosiusarkirkj-
unni — og sést hér á efstu myndinni t. v„ hvar fíllinn
er kominn að hliðardyrum kirkjunnar, en tveir starfs-
menn sirkussins nálgast með varúð — enda var Mary
í slæmu skapi, eins og fyrr segir. — Á myndinni efst
t. h. sést, er dýratemjarinn er kominn á vettvang og
reynir að snúa fílnum frá. Það tókst þó ekki — og Mary
réðist til inngöngu í kirkjuna. —• Klerkur var þar að
syngja messu, og hélt hann messugjörðinni áfram hinn
rólegasti, deplaði varla auga, er ferlíkið birtist í kirkju-
dyrunum. — En þegar Mary þrammaði þungstíg inn
kirkjugólfið, varð söfnuðinum ekki um sel, og þustu
flestir felmtri slegnir út um hliðardyr.
Dýratemjarinn fór á eftir Mary inn í kirkjuna —
og tókst að fá hana til þess að snúa til baka. Var
hún rekin beint í búr sitt og ekið með hann heim í
sirkusinn. Hún varð sem sé af blessun þeirri, er henni
skyldi veitast í nafni heilags Frans — en hún hafði þó
a. m. k. verið við guðsþjónustu....
í guöshús-
ÆVINTSRINU LOKIÐ: — Mary — hún er 58
ára gömul, ættuð frá Indlandi — er rekin inn
í yfirbyggðan „trukk“, eftir að hafa „hlýtt
messu" í kirkju heilags Ambrosíusar......
Myndin var tekin á rokksýningu, sem haldin var á bandarísku sýningunni í Moskvu. Áhorfend-
urnir, mestmegnis rússneskir unglingar, hrifust mjög og hylltu dansparið ákaflega.
smeygir sér undir járntjaldið
Jazzinn
CTHWf II—M—fc——WB——M———MKB
hœttulegi
OFT er nú um það rætt, að
ástandið í Rússlandi sé orðið
miklu frjálslegra en það var
á dögum Stalins. Vesturlandabú-
um, sem heimsækja Sovétríkin,
kemur saman um það, að klærn-
ar hafi t. d. verið klipptar af
hinni forðum svo ægilegu örygg-
islögreglu. Þrátt fyrir það er
óvarlegt að gera of mikið úr
breytingunum í rússnesku þjóð-
lífi. Það er fjarri því að fólk
þar sé eins frjálst að því að
hugsa og láta skoðanir sínar í
ljósi, eins og í vestrænum lýð-
ræðisríkjum.
Jórntjaldinu er enn haldið við
með margs konar bönnum og
takmörkunum. Hvað myndi al-
menningur í vestrænum löndum
segja, ef stjórnarvöldin gæfu
ófrávíkjanlegar fyrirskriftir um
það, hvernig ætti að skrifa skáld-
sögur, hvernig ætti að mála mál-
verk og hvaða tónlist mætti spila.
Slíkt ástand virðist okkur óhugs-
andi. En austur í Rússlandi rík-
ir enn þvílíkt einræði í andleg-
um menntum, að engu er líkara
en að valdhafarnir líti á þjóð
sína sem hvern annan kvikfén-
að og þeir vilji þá ráða því,
hvaða andlegt fóður þeir leggja
í jötu þess.
Vernd valdhafanna
Þegar Krúsjeff fór vestur um
haf, skirrðist hann ekki einu
sinni við að lýsa því yfir, að
valdhafarnir ætluðu í langri
framtíð að halda áfram að ráða
því fyrir fólkið, hvaða andleg-
ar menntir mætti um hönd hafa
innan landamæra Sovétríkjanna.
Ráðríki sitt í þessum efnum þótt-
ist Krúsjeff að vísu réttlæta með
því að valdhafarnir vildu vernda
þjóð sína fyrir „úrkynjun". Hann
tók það sem dæmi, að ekki kæmi
til greina að sýna í Sovétríkj-
unum kvikmynd þá um Can-
can-dansinn, sem Krúsjeff fékk
að horfa á við kvikmyndaupp-
töku. Krúsjeff taldi það merki
um úrkynjun að dansmeyjarnar
fengju að sýna á sér afturhlut-
ann og að hans óliti voru þessir
sömu afturhlutar dansmeyjanna
svo hættulegir siðferði sósíalískr-
ar þjóðar, að valdhafarnir urðu
að koma til skjalanna og bjarga
þjóð sinni frá glötun með því að
banna innflutning slíkra kvik-
mynda.
Fyrir nokkru birtist í Morgun-
blaðinu frásögn bandarísks pró-
fessors, sem hafði ferðazt um
Sovétríkin og skrifaði grein í
National Geographic Magazine.
Hann lýsti þar fundi sínum með
rússneskum listamanni, sem
hafði orðið mjög hrifinn af þeim
litlu kynnum, sem hann hafði
haft af vestrænni nútímalist.
Tækiíærin til að fylgjast með
þróun á því sviði voru þó sára-
lítil, því rússnesk yfirvöld banna
innflutning á eftirprentunum nú-
tímamálverka. Og enn minna
tækifæri hafði listamaðurinn til
að leita sjálfur inn á þær braut-
ir, sem hugur hans stefndi,
vegna þess að abstrakt-málara-
list er bönnuð í Rússlandi. Hann
gat aðeins framfleytt sér með því
að gera málverk af Lenin og
öðrum köppum kommúnismans.
Eru stjórnmálamenn góðir
listdómarar?
Þótt rússnesku valdhafarnir
þykist vera að gera eitthvert
guðsþakkarverk með því að
vernda þjóð sína fyrir því sem
þeir kalla úrkynjaða list, er
sannleikurinn sá, að djúpt meðal
rússnesks almennings ríkir
megnasta óánægja með þessa
afskiptasemi. Það er rætt um
það meðal alls almúgans, að
stjórnmálamenn þeir, sem öllu
vilja ráða um listsköpun í Sovét-
ríkjunum, séu sjálfir smekk-
lausir og skilningssljóir á sviði
listarinnar. Verst var ástandið
á dögum Jósefs Stalins. Það
virðist nú almennt viðurkennt,
að hann hafi verið maður, sem
ekkert skynbragð bar á list.
Þetta er viðurkennt meira að
segja meðal núverandi valdhafa
í Rússlandi. En eru þeir sjálfir
nokkuð betri? Hér er komið að
hinni eilífu spurningu: Hver
getur dæmt um það hvað er
list og hvað er ekki list? Svo
mikið er víst, að almenningur
í Sovétríkjunum telur stjórn-
málamennina sízt til þess fallna
að setjast í dómaraembætti um
það.
Afskiptasemi valdhafanna eru
lítil takmörk sett. Þeir vilja
m. a. s. ráða því, hvaða dans-
músik er leikin á skemmtunum
í Sovétríkjunum. Þeir lýsa því
yfir, að jazz, rokk og önnur
dansmúsík frá Ameríku sé úr-
kynjuð og lögreglumönnum er
falið að hafa eftirlit með því að
svo hættulegar bannvörur séu
ekki hafðar um hönd í skemmt-
unum rússneskra unglinga. En
rússneskt æskufólk er allt ann-
arrar skoðunar. Það telur alveg
ástæðulaust fyrir stjórnmála-
mennina að vera að skipta sér
af þessu. Þeir séu flestir orðnir
gamlir og sköllóttir og skilji ekki
viðhorf unglinganna. Valdhaf-
arnir fyrirskipi valsinn sem æv-
arandi dansmúsik í Sovétríkj-
unum, aðeins vegna þess að
hann var í tízku þegar þeir voru
ungir. Þeir geti svo ekki skilið
að æska nútímans krefjist neinna
nýjunga eða breytinga.
Innrás vestrænna danslaga
Einmitt á þessu sviði mæta
forskriftir valdhafanna hvað
mestri mótspyrnu. Vestræn dans-
músik hefur smogið undir járn-
tjaldið og innrás hennar virðist
óstöðvandi og ósjálfráð einmitt
vegna þess hve rússneskir ungl-
ingar eru móttækilegir fyrir
henni. Eftirlitsmenn menningar-
mála í Sovétríkjunum, sem eiga
að vera eins konar varðhundar
til að hindra spillingu sósíaliskr-
ar æsku, hafa líka tvisvar sofið
á verðinum og opnað vestrænni
dansmúsik örlítið hlið í járn-
tjaldið.
í fyrra skiptið gerðist þetta,
þegar æskulýðshátíðin var hald-
in í Moskvu 1957. Þá fengu
sendinefndir frá vestrænum
löndum að flytja með sér til
Moskvu danshljómsveitir , sem
léku öll afbrigði af jazz og rock
and roll. Þá fékk hin íslenzka
danshljómsveit Gunnars Orm-
slevs að vinna í viku eða hálfan
mánuð að þvílíku óþokkaverki,
að spilla rússneskri æsku með úr-
kynjuðum jazz. Og konungshjón
jazzhljómlistarinnar, Louis Arm-
strong og Ella Fitzgerald vöktu
feikilega hrifningu með tónlist-
arflutningi sínum, sem gamal-
kunnur er orðinn á Vesturlönd-
um. Þá var dansað á torgum og
strætum Moskvu og franskir og
ítalskir piltar voru þá til með
að bjóða upp rússneskum stúlk-
um og rokka eða jitterbugga við
þær inn í hina rauðu rússnesku
nótt.
Við þekkjum það að rokkið var
smitandi landfarsótt á Vestur-
löndum. En þá var það ekki
síður smitandi í Rússlandi. Það
greip um sig fyrst og fremst
meðal stúdentanna, þannig gáfu
þeir tilfinningum sínum lausan
tauminn og sýndu forskriftum
valdhafanna mótþróa, sem býr
þeim í brjósti.
Aftur varð rússnesku menning-
arfrömuðunum það á að leyfa
danssýningar í sambandi við
bandarísku sýninguna, sem
haldin var í Moskvu í sumar.
Þar sýndu bandarísk pör rokkið
eins og það er dansað á listileg-
astan hátt. En nú hafa hinir
rússnesku varðhundar vaknað
Rússneskir ung-
lingar kunna illa
forskriftum
valdhafanna
við vondan draum. Sósíalísk
æska er að verða gerspillt af
þessari vestrænu innrás, nú er
gripið til harkalegra gagnráð-
stafana, flutningur á vestrænni
dansmúsík flokkast undir menn-
ingarglæp.
„Borgaraleg úrkynjun“
Fyrir nokkru skrifaði Moskvu-
fréttaritari brezka blaðsins
Observer, að nafni George Sher-
man, grein um kynni sín af
baráttunni um dansmúsikina. —
Hann segir m. a. svo frá:
Rússneskur dægurlagasöngv-
ari sagði mér frá erfiðleikum
sínum, er hann hafði safnað sam-
an nokkrum hljómlistarmönnum
og þeir stofnað danshljómsveit:
„Við spiluðum rokk og Cha-cha-
cha og allt annað á ýmsum stöð-
um í borginni. Við vorum reiðu-
búnir að leika hvar sem var, að-
eins gegn vissri greiðslu. Og við
græddum á tá og fingri.“
En svo kom reiðarslagið. Sér-
stök grein birtist um þessa ungl-
ingahljómsveit í flokksblaðinu.
Hljómsveitin var fordæmd sem
„borgaralega úrkynjuð“. „Það
var ekki annað fyrir okkur að
gera en að leysa upp hljómsveit-
ina“, sagði hann, „annars hefð-
um við verið sendir nauðungar-
flutningi út í sveitirnar eða til
Síberíu“.
Mótspyrna á baðströndinni
George Sherman segir engan
vafa leika á því, að rússneskir
unglingar séu mótþróafullir gegn
fyrirmælum valdhafanna í þessu
efni. Hvar sem er rekst maður
á það. Hann getur þess til dæm-
is, að hann hafi nú í haust farið
út á baðströnd við Moskvufljót,
svonefndan Silfurskóg. Er hann
hafði dvalizt þar góða stund,
varð hann þess var að hópur af
ungu fólki, safnaðist saman í
kringum harmonikuspilara í
sandinum rétt við vatnsflötinn.
Hann hafði verið að leika venju-
leg dægurlög, rússnesk dægur-
lög, en nú söfnuðust unglingarn-
ir kringum hann og hvöttu hann
til að byrja á nokkrum vestræn-
um danslögum. Lögreglumaður
sem staðið hafði í nokkurri fjar-
löægð, sá að hér var hætta á
ferðum. Hann gekk til harmon-
ikuleikarans, sagði honum að
hætta að leika og skipaði hópn-
um að dreifa sér. Unglingarnir
voru mótþróafullir, þeir gerðu
grín að lögreglumanninum og
spurðu, hvers vegna ekki mætti
spila á harmonikuna. Lögreglu-
maðurinn hrópaði: „Hvers vegna
ekki? Ég skal segja ykkur það.
Vegna þess að ég hef bannað
það.“ — Harmonikuspilarinn
sleppti út nokkrum hæðnislegum
tónum, líkt og hani væri að gala,
hópurinn hreyfði sig úr stað, en
dreifðist ekki. Þau færðu sig bak
við grashól fyrir ofan baðströnd-
ina. Einn unglinganna stillti sér
upp sem vörður efst á hólinn,
fyrir neðan hann hópuðust um
20 unglingar saman kringum
hljóðfæraleikarann og svo hófst
ballið.
Það byrjaði með laginu „Rock
around the clock“. Hann spilaði
það með dempuðum tónum, eins
og það væri í felum. En brátt
stækkaði hópurinn, unglingar
hlupu yfir limgirðinguna utan
frá veginum, aðrir komu neðan
af ströndinni. Innan stundar var
þetta orðið eins og reglulegt
,,Jam-session“. Stúlka, sem var
klædd í svo naum bikinibaðföt,
að jafnvel hinir frjálslegustu
meðal eldri manna myndu roðna,
ef þeir horfðu á hana, greip utan
um öxlina á jafnaldra sínum og
þau fóru að rokka í fullu fjöri,
berfætt í grasinu, aftur á bak,
áfram, til hliðar. Hann kippti
stúlkunni upp á hægri mjöðm-
ina, síðan upp á vinstri mjöðm-
ina og síðan aftur á milli fót-
anna. Annar piltur í hópnum
stóð upp, klappaði á öxlina á
dansmeistaranum og tók nú við
Framh. á bls. 17.