Morgunblaðið - 13.11.1959, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fðstudagur 13. nðv. 1959
! !
Tókst ekki aö stofna j
minningarsjóð um sig j
sDómur í Hœstarétti út af „erfðaskrá'
i
í HÆSTARÉTTI er genginn
dómur í máli er reis út af því
hvort yfirlýsing, sem maður
nokkur hafði gefið nokkru áður
en hann lézt, væri erfðaskrá.
Forsaga málsins er á þá leið
að hinn 21. september 1957 and-
aðist í Landsspítalanum í Reykja
vík Sigurður Þórarinsson frá
Stórulág í Nesjahreppi í Austur-
Skaftafellssýslu. Hann lét eftir
sig skriflegt uppkast, þar sem
hann kveður það vera vilja sinn,
að stofnaður verði minningar-
sjóður af eftirlátnum eigum sín-
um, er beri nafn hans. Sé tilgang-
ur sjóðsins að verja árlegum
vöxtum til að verðlauna skepnu-
eigendur í Nesjahreppi eftir því
sem nánar greinir í skjalinu, og
að stjórn sjóðsins sé bezt komin
í höndum hreppsnefndar Nesja-
hrepps. Skjal þetta, sem er ódag-
sett, er auðkennt með eiginhand-
amafni Sigurðar, neðarlega
vinstra megin, en skjalið ber
ekki með sér að það sé undir-
ritað í viðurvist notarii publici
eða tveggja tilkvaddra votta, en
Korna Sovétþing-
menn hingað næsta
sumar ?
NORSKA útvarpið hafði það
eftir Associated Press-frétta-
stofunni sl. mánudag, að lög-
gjafarþing Ráðstjórnarríkj-
anna, Æðsta ráðið, hefði þeg-
ið boð Alþingis um að senda
nefnd þingmanna í heimsókn
til íslands á næsta ári.
Mbl. spurðist fyrir um það hjá
skrifstofu Alþingis, hvort hér
væri rétt hermt og fékk þær
upplýsingar, að svo væri. —
Hafði skrifstofunni verið afhent
bréf frá utanríkisráðuneytinu h.
28. okt. sl. þar sem frá því var
skýrt m. a., að aðstoðarutanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna hefði til-
kynnt sendiherra Islands í
Moskvu hinn 20. okt. sl., að for-
setar Æðsta ráðsins hefðu tekið
boði Alþingis frá 22. júní sl. um
að senda nefnd þingmanna í
heimsókn til íslands á miðju
sumri 1960 — til endurgjalds
heimsóknar íslenzkra þingmanna
til Ráðstjómarríkjanna árið 1958.
— 1 svarinu er gert ráð fyrir
frekari erindaskiptum um stærð
sendinefndarinnar, tímasetningu
heimsóknarinnar o. s. frv.
Samkvæmt upplýsingum skrif-
stofustjóra Alþingis, Friðjóns
Sigurðssonar, mun ekki verða
tekin endanleg ákvörðun inn
heimsókn þessa, fyrr en nýtt
Alþingi hefur verið kvatt saman.
Kosningarnar
rri «■ •
luni
óvéfengt er, að það sé með rit-
hönd Sigurðar.
EKKI átti hinn látni bóndi aðra
erfingja en systur eina, sem bú-
sett er í Kaupmannahöfn og lét
málið til sín taka og mótmælti
gildi skjalsins sem löglegri erfða-
skrá. Höfðaði hún máhð á hendur
hreppsnefnd Nesjahrepps.
í uppkastinu eru eignir bús Sig
urðar heitins metnar á rúmlega
184.00 krónur.
í héraði tapaði hreppsnefndin
málinu og það fór á sömu leið í
Hæstarétti og segir þar m. a. svo
í forsendum dómsins:
„Sigurður Briem Jónsson, full-
trúi sýslumanns í Skaftafells-
sýslu, hefur kveðið upp hinn á-
frýjaða úrskurð.
Áfrýjandi (hreppsnefndin) hef
ur skotið máli þessu til Hæsta-
réttar. Krefst hann þess, að úr-
skurði skiptaráðenda verði hrund
ið og skjal það, sem málið fjallar
um, verði dæmd gild erfðaskrá,
er skiptaráðanda beri að fara eft-
ir við skipti á dánarbúi Sigurðar
Þórarinssonar. Svo krefst hann og
málskostnaðar úr hendi stefndu
Sigurborgar Þórarinsdóttur í hér-
aði og hér fyrir dómi eftir mati
Hæstaréttar.
Stefndu krefjast staðfestingar
hins áfrýjaða úrskurðar og máls
kostnaðar til handa stefndu Sig
urborgu Þórarinsdóttur úr hendi
aðaláfrýjanda fyrir Hæstarétti
eftir mati dómsins.
Við útgáfu skjals þess, sem í
málinu greinir, var ekki gætt
ákvæða 24. gr. sbr. 25. gr. og 26.
gr. erfðalaga nr. 42/1949 um á-
ritun votta eða notaríi publici á
skjalið um undirskrift Sigurðar
Þórarinssonar né um viðurkenn
ingu hans á efni þess. Verður
skjalið þegar af þeirri ástæðu
ekki metið gild erfðaskrá gegn
þeim andmælum lögerfingjans
Sigurborgar, sem í úrskurði
skiptaráðanda getur. Ber því að
staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð.
Rétt þykir, að áfrýjandi greiði
stefndu Sigurborgu Þórarinsdótt
ur málskostnað fyrir Hæstarétti,
kr. 5000,00“.
dmankm tai ao
fylgjast með
IÞETTA er vélbáturinn, sem
bræðumir Sigurður Hólm og
Guðjón Sigurðsson hafa látið
smíða fyrir sig suður í Hafn-
arfirði. Kom smiði þessa báts
mjög við sögu því bræðurnir
voru sviknir um hreppsábyrgð
fyrir smíði bátsins. Eigi að
síður héldu þeir ótrauðir
áfram og nú er báturinn kom-
inn á flot, og hefur hlotið
nafnið Langanes. Ætla þeir að
hefja róðra á föstudagskvöld,
ef veður leyfir og verður Sig-
urður Hólm formaður á bátn-
um, en Guðjón landformaður
og verða með þeim þrír menn
á bátnum og i landi. Sigurður
kvaðst vera mjög ánægður
með bátinn. Góðir menn
komu okkur til hjálpar þegar
allt virtist vera að stranda og
erum við þeim eilíflega þakk-
látir, sagði hann. í vetur mun-
um við róa héðan frá Reykja-
vík en næsta vor er vertíð
hefst eystra, föram við þang-
að og leggjum aflanum á
land. Þessi mynd af bátnum
var tekin í gær.
London. — A MANUDAG átti
belgiski utanríkisráðherrann,
Pierre Wigny, tveggja tíma við-
ræðufund með Selwyn Lloyd,
utanrikisráðherra Breta. —
Wigny bar fram ósk um það, að
hinum smærri þjóðum í Atlants-
hafsbandalaginu yrði veitt tæki-
færi til þess að fylgjast náið með
undirbúningi að fundixm æðstu
manna stórveldanna, sem nú
standa fyrir dyrum, svo og fund-
unum sjálfum, er þar að kemur.
Wigny lýsti því yfir eftir fund
inn, að hann væri hæstánægður
með afstöðu brezku stjórnarinn-
ar í þessu máli, sem hefði tekið
mjög vel í fyrrnefnda ósk.
Andúð á de Gaulle
ALGEIRSBORG, 11. nóv. — Mót-
mælaganga var farin hér í borg
í dag til þess að leggja áherzlu á
andúð Evrópumanna í Alsír á
de Gaulle og áætlun hans um að
veita Alsír sjálfsforræði. Varð
lögreglan að skerast í leikinn,
en mannfjöldinn kastaði tómöt-
um og fúleggjum sér til varnar.
Fréttabréf frá Stykkishólmi:
Leiksýning Ólafsvíkinga
—. Fundur áfengisvarna-
nefndar — Atvinnuhorfur
Stykkishólmur 1. nóv.
LEIKFÉLAG Ólafsvíkur sýndi
hér í dag og í kvöld sjónleikinn
Ást og pólitík við ágætis viðtök-
ur Stykkishólmsbúa. Leikfélagið
hefir áður komið í heimsókn
hingað og er því okkur að góðu
kunnugt og hefir starfsemi þess
verið með ágætum. Leikur þeirra
Ólafsvíkinga var mjög góður og
fólk almennt ánægt með komu
þeirra hingað. Á eftir leiksýn-
ingu í kvöld þakkaði Ólafur
Guðmundsson sveitarstjóri leik-
flokknum fyrir komuna og
ágæta skemmtun og kvað ánægj
uefni að svona ágætri heimsókn.
★
Fundur í félagi áfengisvarna-
nefnda Snæfellsness og Hnappa-
dalssýslu var haldinn í Stykkis-
hólmi 24. okt. s.l. Formaður fé-
lagsins sr. Magnús Guðmunds-
son setti fundinn og stjórnaði
honum. Umræður urðu mikiar
um starfsemi félagsins og ástand
og horfur í áfengismálum þjóð-
arinnar og voru eftirfarandi til-
lögur samþykktar:
1. Fundurinn óskar þess að
góð samvinna takist milli skóla-
úr
s
TÚNIS: — Forsetakosningar og
þingkcsningar fóru fram í Túnis
um helgina, hinar fyrstu síðan
landið hlaut sjálfstæði. —
Búrgiba, sem kjörinn var ein-
róma forseti af sérstöku stjórn-
lagaþingi 1957, var einn í fram-
boði til forseta, og hlaut hann
rúmlega 91% atkvæða þeirra
1.099.477, sem á kjörskrá voru.
Við kosningar til þingsins
hlaut flokkur Búrgiba Neo-Dest-
our, öll 90 þingsætin í hinu nýja
löggjafarþingi. — Aðeins í tveim
kjördæmum var boðið fram á
móti flokknum. Voru það komm-
únistar — og fengu þeir hina
herfilegustu útreið, hlutu aðeins
um 3.500 atkvæði af tæpum
165.000.
• Tjamimar
sameinaðar
Eitt vakti athygli mína og
gladdi mig í frásögnum blað-
anna af umræðunum á stúd-
entafundi um daginn. — Bæði
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri og Gísli Halldórsson,
arkitekt, minntust á að Skot-
húsvegurinn mundi eða ættiað
Benzínleysið
á nóttunni
hverfa. Mér hefur alltaf fund-
izt þessi þunglamalega brú og
vegarspottinn, sem skiptir
Tjörninni í tvennt, alveg eyði
leggja útsýnið þegar horft er
yfir hana. Þama mætti í stað-
inn setja létta göngubrú fyrir
vegfarendur, sem ekki væri of
áberandi, á að sjá, en hrað-
skreiða bíla munar ekkert um
að renna fyrir annan hvorn
endann á Tjörninni.
Velvakandi gerði einu sinni
að umræðuefni óþægindin,
sem skapazt geta af því, að
benzínstöðvar eru allar lok-
aðar á nóttunni. Nú hefur
borizt bréf þessu til sönnun-
ar:
Það getur verið ákaflega
bagalegt og er óskiljanlegt
með öllu, að hvergi skuli vera
hægt að fá benzín á bíla að
næturlagi í Reykjavík. Get-
ur það komið sér illa, svo ekki
sé meira sagt, að þannig skuli
hér um hnútana búið. T. d.
varð þetta óbein orsök þess,
að tveir menn urðu að hafast
við í bílum sínum í Hvalfirði
í stórviðrinu aðfaranótt sl.
sunnudags.
Á laugardaginn fóru tveir
menn í vörubíl og ætluðu upp
í Boorgarfjörð. En í Hvalfirð-
inum sleit vörubíllinn af sér
keðjurnar svo ekki var viðlit
að halda áfram. Farþeginn,
sem átti bíl í bænum, tók sér
þá far með bíl, sem var á suð-
ur leið, og ætlaði að færa vöru
bílstjóranum nýjar keðjur. —
Hann kom til bæjarins laust
eftir miðnætti og hefði þá þeg
ar getað lagt af stað, ef bíll
hans hefði ekki verið benzín-
skrifar
dagiegq hfinu
lítill. En þá rak maðurinn sig
á það, að hvergi er hægt að
fá keypt benzín að næturlagi
í Reykjavík. Eftir tvo og hálf-
an tíma tókst honum loks að
fá „slatta" á bílinn, þannig að
hann hélt á stað. Þegar hann
var svo kominn upp að staupa
steini var illviðrið orðið slíkt,
að hann þorði ekki að halda
lengra og hafðist við í bílnum
um nóttina. Vörubílstjórinn
varð einnig að láta fyrirberast
í bíl sínum.
• Vaktir nauðsynlegar
Öðru dæmi man ég eftir:
Keflvíkingur einn var á ferða
lagi í sumar og kom til Reykja
víkur klukkan 4 um nótt. Ætl
aði hann heim til sín, en var
ekki nægilega birgur af ben-
zíni til að komast alla leið
til Keflavíkur. Hann reyndi
margar leiðir til að útvega
sér þessa benzínlögg, sem hann
þurfti, en árangurslaust. Varð
hann að sitja í bílnum og bíða
til kl. 8 að morgni.
Það væri til mikilla þæg-
inda fyrir viðskiptavini ben-
zínstöðvanna, ef þær hefðu af-
greiðslumann á vakt á víxl,
svo hægt væri að fé benzín
á einum stað í bænum a. m.
k. að næturlagi. Það væri ekki
sá voða kostnaður eða fyrir-
höfn.
nefnda og áfengisvarnanefnda
um bindindismál og barnavernd.
2. Fundurinn skorar á Al-
þmgi að veita á fjárlögum 1960
nægilegt fé til þess að hægt sé
að framkvæma reglugerðir um
löggæzlu á skemmtisamkomum
er nú hafa verið samþykktar og
staðfestar í flestum sýslum lands
ins. Einnig skorar fundurinn á
ríkisstjórnina að hún sjái um að
staðfesta nú þegar þær reglu-
gerðir sem enn eru óstaðfestar í
sýslum landsins.
3. Fundurinn felur stjórn fé-
lagsins að vinna að því á yfir-
standandi starfsári að fram fari
í héraðinu skólamót þar sem
kallaðir eru til nemendur og
kennarar barnaskólanna og for-
sjármenn barna og unglinga og
rætt sé um bindindismál og al-
mennt siðferði. Gangist áfengis-
varnarnefndir fyrir þessum mál-
um í samvinnu við stjórnina og
erindreka áfengisvarnaráðs.
Stjórn félagsins var endur-
kosin: Formaður sr. Magnús
Guðmundsson, Ólafsvík, ritari
Árni Helgason Stykkishólmi og
gjaldkeri Haraldur Jónsson
hreppstjóri Gröf í Breiðuvíkur-
hreppi.
Atvinnuliorfur
Með því að atvinnuhorfur í
Stykkishólmi eru nú á þessu
hausti mjög tvísýnar, þar eð bát
um fer heldur fækkandi og eins
að erfitt hefir reynzt að manna
þá báta sem hér eru en fisk-
veiðar hafa verið helzta bjarg-
ræðisstoð Stykkishólmsbúa,
taldi hreppsnefnd Stykkishólms-
hrepps rétt að halda fund um
þetta mál og boðaði í því tilefni
atvinnurekendur með sér á fund
hinn 30. okt. s.l. Voru þar rædd-
ar atvinnuhorfur í kauptúninu á
vetri komanda og hverra úrbóta
væri þörf. Einkum er erfitt að
fá vinnu fyrir unglinga eins og
gengur og gerist í kauptúnum
úti á landi. Voru fundarmenn
mjög á því að auka þyrfti tog-
araútgerðina með því að fá ann-
an togara hingað í bæinn og
töldu sjálfsagt að vinna að því
og eins að rannsakaður væri
möguleiki á að koma hér upp
einhverjum iðnaði t.d. niðursuðu
sjávarafurða. Svoihljóðandi til-
laga var í lok fundarins borin
upp og samþykkt samhljóða:
„Fundur hreppsnefndar Stykk
ishólmshrepps og atvinnurek-
enda í kauptúninu samþykkir að
beina þeim tilmælum til þing-
manna Vesturlandskjördæmis,
að þeir hlutist til um að fram
verði látin fara hið fyrsta rann-
sókn á humar, rækju og smá-
síldarmagni í Breiðafirði og við
Snæfellsnes með hliðsjón af stað
setningu niðursuðuverksmiðja í
Stykkishólmi.
A. H.