Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 14
14
MORCmSBLÁÐIÐ
Föstudagur 20. nóv. 1959
— Vikuyflrlit
Framh. af bls. 13.
eina sanna undirstaða bættra
lifskjara.
Stáliðnaðurinn er megingrund
völlur iðnveldis Bandarikjanna.
Verksmiðjurnar geta framleitt
yfir 100 milljón tonn af járni og
stáli á ári eða helmingi meira en
nokkurt annað ríki. Það var
framleiðsla þessara verksmiðja,
sem framar öllu öðru tryggði
Bandamönnum sigurinn í síð-
ustu heimsstyrjöld.
Stálverksmiðjurnar eru mest-
megnis í austurhluta Bandaríkj-
anna. Þar er enn óþrjótandi
magn kola í jörðu, en nokkuð
farið að ganga á járnnámurnar,
svo að járn er nú flutt til kola-
svæðanna með skipum frá Dul-
uth í Minnesota, frá Venezuela
og Labrador. Miðstöð járniðnað-
arins er enn sem fyrr í Pennsyl-
vaníu, kringum borgina Pitts-
burgh, en iðnaðarsvæðið teygir
sig norður til Cleveland í Ohio
og síðan niður eftir Suðurríkjun-
um, en risastórar stálbræðslur
eru í Roanoke í Virginiu, Knox-
ville í Tennessee og Birmingham
í Alabama.
í verkfallinu núna hefur um
85% stáliðnaðarins stöðvast en
15% haldið áfram á sérsamning-
um við verkalýðsfélögin.
Þegar verkfallið hafði staðið í
rúma 100 daga í byrjun nóvem-
ber fór fyrst að bera á alvarleg-
um stálskorti. Bílaverksmiðjur
og önnur framleiðslufyrirtæki
fóru þá að loka hvert á fætur
öðru vegna efnisskorts. Var þá
sýnt að mestallt atvinnulif
Bandaríkjanna myndi innan
skamms lamast.
Þá ákvað Eisenhower forseti að
beita ákvæðum Taft Hartley-lag
anna svonefndu um 80 daga lög
boðna frestun verkfalls og opin-
ber sáttaafskipti.
Þessu ákvæði Taft Hartley-lag
anna hefur verið beitt 16 sinnum
áður, en að þessu sinni véfengdi
samband stáliðnaðarmanna rétt
forsetans til að beita lögunum
og fylgdi mótmælum sínum eftir
upp eftir öllum áfrýjunarstiga
bandarískra dómstóla. Það var
loks fyrri mánudag sem Hæsti-
réttur Bandaríkjanna staðfesti
ákvörðun forsetans með 8 atkv.
gegn 1. Er það í fyrsta skipti
sem þetta ákvæði Taft-Hartley-
Otto Dibelius biskup virðir að
vettugi umferðarlög kommún-
ista. —
laganna kemur undir úrskurð
Hæstaréttar.
Stáliðnaðarmenn hafa nú tek-
ið upp vinnu að nýju og það er
byrjað að rjúka úr öllum reyk-
háfum allt frá Cleveland suður
til Birmingham. Fresturirun
stendur þó aðeins í 80 daga og
sumir halda að það sé gálga-
frestur. Eftir 60 daga eiga stál-
verksmiðjurnar að leggja fram
lokatilboð sitt og skal fara fram
allsherjar-atkvæðagreiðsla með-
al verkamanna um það. En svo
mikil harka er hlaupin í málið,
að menn telja ólíklegt, að nokkr-
ar sættir náist. Eftir 80 daga get-
ur verkfall því hafizt að nýju og
úr því er samkvæmt bandarísk-
um lögum engin leið til að stöðva
það, nema með samningum.
Dibelíus og hámarks-
hraðinn
Æðsti maður lúthersku kirkj-
unnar í Þýzkalandi, Otto Dibel-
íus biskup yfir Berlín og Brand-
enborg á nú í harðvitugum deil-
um við kommúnistastjórn Aust-
ur-Þýzkalands. Hann lét þau orð
falla í bréfi til Hans Lilje biskup
af Hannover, að ekki væri hægt
að viðurkenna austur-þýzku
stjórnina sem yfirvald. Hann
kom með líkingu í bréfinu á þá
leið, að ekki væri einu sinni hægt
að virða umferðarreglur eins og
reglur um hámarkshraða í Aust-
ur-Þýzkalandi, því að ekkert
mark væri takandi á fyrirmælum
valdhafanna.
Kommúnistar hafa svarað
með því að banna Dibelíus að
prédika í Austur Berlín. En Di-
belíus stóð við orð sín á tákn-
rænan hátt. Tók ekkert mark á
banninu heldur prédikaði eins
og ekkert hefði í skorizt næsta
sunnudag í kirkju í Austur-
Berlín. Og kommúnistar reynd-
ust ragir við að draga hann nið-
ur úr prédikunarstólnum eða út
úr kirkjunni. Þeir vita sem er,
að hin kristna kirkja er mikið
og voldugt virki, þótt ekkert
hafi hún herlið né vopnaða lög-
reglu.
Þessi deila minnir ónotalega
mikið á deilu kirkjunnar við nas
ista. Dibelius tók einnig þátt í
þeirri baráttu á sínum tíma, en
fleygust varð um það leyti viður
eign séra Niemöllers, fyrrum
kafbátsforingja, við nazista. Þar
sýndu kirkjunnar menn festu og
einurð gegn ofbeldisstefnu sem
óð uppi og allir óttuðust. Margir
prestar urðu að þola fangelsanir
og pyntingar.
Svo er enn í dag. Ofbeldisstefn
an, sem nú er við völd hefur að-
eins breytt urn nafn. Til dæmis
er eftirtektarvert að hópur gam-
alla nazista hefur nú klæðst
gervi kommúnismans og situr nú
í háum valdastöðum og embætt-
um í Austur-Þýzkalandi.
Það er eðlilegt, að hin kristna
kirkja snúist til varnar, þegar
mannsandinn er óvirtur og fót-
um troðmn.
Á að viðurkenna
A.-þýzku stjórnina?
Viðbrögð Dibelíusar biskups
eru enn einn vottur þess, að í-
búar Austur-Þýzkalands geta
með engu móti viðurkennt komm
únista sem lögmæta stjórnendur
landsins.
Fyrir nokkru birti ritstjóri
kommúnistablaðsins hér grein í
blað sitt um Austur-Þýzkaland.
Var honum mikið í mun, að fs-
lendingar skyldu viðurkenna
austur-þýzku kommúnistastjórn-
ina vegna verzlunarviðskipta við
Austur-Þýzkaland.
En það væri undarlegt af ís-
lendingum að gera það, þegar
flest bendir til þess, að sjálíir
íbúar Austur-Þýzkalands viður-
kenni hana alls ekki sem lög-
mæta stjórn.
Greinilegast kom þetta fram 1
uppreisninni í Austur-Þýzka-
landi í júní 1953. Uppreisnin
hófst í Austur-Berlín á þjóðhá-
tíðardegi fslendinga þann 17.
júní og standa margir í þeirri
trú, að hún hafi aðeins verið
þar í borg. En það er mesti mis-
skilningur. Vantraustið á komm-
únistastjórnina var miklu víð-
tækara og uppreisnin geisaði um
gervallt Austur-Þýzkaland. í
öllum stærstu borgum landsins
og ekki sízt í Leipzig og Dresd-
en reis fólkið upp gegn kúgur-
unura. Leppstjórnin sá ekkert
annað úrræði en að kalla hvar-
vetna á rússneskt herlið og láta
skriðdreka bæla niður mótmæli
þjóðarinnar.
Hinn stöðugi flóttamanna-
straumur frá Austur-Þýzkalandi
talar einnig ffeýru máli. Um
þessar mundir flýja um 2500
manns Austur-Þýzkaland á viku
hverri.
Austur-þýzka kommúnista-
stjórnin hefur ekkert umboð
fengið frá þjóðinni með frjáls-
um kosningum. Það eina sem
hefur ýtt henni upp í valdastóla
er langur armur austan úr
Moskvu.
Að vísu hafa íslendingar veitt
einræðisstjórnum diplomatíska
viðurkenningu. Þeir hafa stjórn-
málasamband við kommúnista-
ríkin í Austur-Evrópu og við ein
ræðisstjórn Francos á Spáni. En
í Þýzkalandi gegnir nokkru öðru
máli. Eins og nú stendur væri
viðurkenning austur-þýzku
stjórnarinnar gróf móðgun við
þjóðkjörna stjórn Vestur-Þýzka-
lands og þýzku þjóðina í heild.
Hitt er svo annað mál, hvort
verzlunarviðskipti eru milli land
anna. Um það má vísa til orða
Mikoyans á Keflavíkurflugvelli:
„Báðir eiga að græða“, — það er
lögmál viðskiptanna og miður
farið ef stjórnmálum er blandað
þar saman við.
Málflutningsskrifstofa
Jón N. Sigurðsson
hæstaréttarlögmaður.
Laugavegi 10. — Sími: 14934.
EGGEKT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórshamri við Templarasund.
SÖFABORÐ - SÍMABORO
BLÓMABORÐ . O. FL
HVERFISGATA 16 a
4ra herb. íbúð
Til sölu er 4ra herb. íbúðarhæð neðsta hæð) við
Gnoðavpg. Sér hiti, sér inngangur. Harðviðarhurðir,
svalir. Tvöfallt gler í flestum gluggum. Upplýsingar
gefur:
FASTEIGNASKRIFSTOFAN
Laugaveg 28 — Sími 19545.
Sölumaður: Guðmundur Þorsteinsson.
Tréfex
4x9 fet — 4x8 fet
fyrirliggjandi
IS(DEIPáMS3a0)i %
Skólavörðustíg 41 og Síðumúla 23,
Símar: 13107, 16593 og 35760.
BARNAFATAGERÐIN S.F.
VESTURGÖTU 25
Teddy
fatnaður í sýninga
glugga Málarans.
Teddy
er vandlátra val.
5 herb. hœð
er til sölu nú þegar í Blönduhlíð 25. Laus til íbúðar
strax. Upplýsingar gefa:
Guðjón Hólm, hdl., sími 10950.
Ólafur Þorgrímsson, hrl. sími 15332 og
Jön Bjarnason, hrl., sími 11344.
Skrifstofustarí —
Framtíðurotvinna
Ungur maður getur fengið vellaunaða framtíðarat-
vinnu á skrifstofu iðnaðar- og verzlunarfyrirtækis í
Reykjavík. — Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun
nauðsynleg. Með umsóknir verður farið sem algjört
trúnaðarmál og verða þær endursendar umsækjendum.
Eiginhandar umsóknir, er greini frá menntun, aldri
og fyrri störfum, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mánudags-
kvöld, merkt: „Iðnaður og Verzlun — 8643“.
Verzlunarhúsnœði
óskast til leigu, þarf ekki að vera stórt en vel stað-
sett. Upplýsingar á skrifstofunni.
EINAR SIGURÐSSON hdl.
Ingólfsstræti 4 — Sími 16767.
VI '56 VI '56
Munið skemmtifundinn í kvöld að Freyjugötu 27.
Takið með ykkur gesti.
Nefndin
Afgreiðslustúlka
óskast. Upplýsingar milli 5 og 6 ekki í síma.
Gard titubúðin
Laugavegi 28
Verzlunarhús
Steinhús rúmir 50 ferm. kjallari og 1. hæð við aðal-
umferðagötu á Blönduósi. Er af sérstökum ástæðum
til sölu. Á hæð hússins er nýlendu- og vefnaðar-
vöruverzlun og skrifstofa í kjallara. Góðar geymsl-
ur. Útborgun eftir samkomulagi. Vörulager getur
fylgt ef óskað er. Nánari uppl. gefur:
IMýJa Fasleignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546
1