Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 17
Föstudagur 20. nóv. 1959
MORCTlNfíT.AfílÐ
17
Þorleifur Jónsson frá Blönduösi
F. 7. nóv. 1878. — D. 1. okt. 1958.
Nokkur kveöju- og þakkarorö
FYRIR veikindi hjá mér hefur
dregizt um of, að senda frá mér
þessi minningarorð um minn góða
vin Þorleif, — en enginn sem
þekkti hann gleymir honum, þó
árin líði. Ég veit að margir mér
færari, skrifa um Þorleif sál.,
hann var svo þekktur maður og
einn af þeim sárafáu mönnum,
sem alls staðar kom sér vel og
öllum þótti vænt um. Hann var
alveg undantekningarlaust sá
merkilegasti og skemmtilegasti
maður sem ég hef kynnzt. Þar
misstum við Sjálfstæðismenn heil
steyptan, sterkan félaga, sem
enginn þokaði frá settu marki.
Hans er víða sárt saknað. Þó
hann væri sjúklingur nær 15 síð
ustu árin, sendi hann okkur sína
sindrandi sólargeisla — skáld-
skapinn, þann ódauðlega unað —
Þorleifur var skarpgáfaður mað
ur, drenglyndur, lundhlýr, stór-
lyndur og stilltur. Skáld og sön_g-
maður af innsta hjartans eðli. Ég
kynntist honum fyrst á veitinga-
húsi á Akureyri. Þá var hann á
þrítugsaldi, ég var þar veitinga-
þjónn, en hann gestur um tíma,
ásamt fleiri Húnvetningum. En
hann var fæddur og uppalinn í
Húnavatnssýslu og átti þar sitt
ættfólk. Hann var dóttursonur
„Hjallalands-Helgu", þeirrar
miklu skáldkonu. — Á þeim
tímum, sem Þorleifur ólst upp á
var eina leiðin til lífs, þrotlaus
vinna, ekkert annað bjargaði fá-
tæklingunum og þeim fáar leiðir
til menntunar hvað mikið sem
fólkið þráði að læra og hvað vel
sem það var gefið. Mikið ólíkt
nú. — Bezt lýsir Þorleifur sjálf-
ur ævinni á þessum árum með
sinni ágætu vísu:
Valda löngum veðra-spjöll,
vistaþröng og baga
þeim, sem föng sín eiga öll
I úti-göngu haga.
Er Þorl. hafði dvalið á veitinga
húsinu um hálfan mánuð, kom
fyrir atvik, sem kynnti hann mér
mjög vel. Hann hafði enga vinnu,
beið eftir skipi, sem var í við-
gerð og hann ætlaði með til
Blönduóss. Hann sat flest kvöld
við drykkju, söng og orti alltaf,
glaður og góður. Sá lítið á hon-
um. Ég hef engan mann séð þola
annað eins af víni, og hef ég séð
margan drykkjumanninn í 85 ár.
Eitt kvöld er ég búinn að rýma
af borðum og allir farnir úr „saln
um“ nema Þorleifur. Hann situr
og raular alltaf sama vísupartinn
„Ei skal kvarta eflum þrótt —
en mun skarta fagur“. Ég geng
tii hans og segi: „Viltu gera það
fyrir mig að fara í háttinn“. „Já,
sjálfsagt, en viltu ekki romm“?
Nei, ég drekk aldrei, segi ég, en
viltu ekki kaffibolla hjá mér og
fara svo. Jú, hann vill það og
stendur upp og reikar til, þá sé
ég fyrst að mikið væri drukkið
og hugsa mér að sleppa honum
ekki út og segi: Þorleifur minn,
þú verður í mínu herbergi í nótt,
minn gestur, mér finnst þú svo
skemmtilegur. Já, segir hann, en
hvar er ég? í því kemur inn mað-
ur, sem ég þekkti vel, nokkuð
drukkinn, ofsareiður og bar mikið
á honum, enda sjáanlegur, hár og
þrekinn, hann veður að mér, slær
mig svo ég fæ blóðnasir. Þeytir
í mig stól, æðir að Þorleifi, slær
til hans, Þorl. þrífur í handlegg-
inn, sem að honum var réttur,
snýr upp á svo fautalega, að mað
urinn háhljóðar. Þorl. segir:
Viltu hætta þessu, maður minn.
Nei. Jæja, þá bara hef ég þetta
öðru vísi og um leið grípur hann
í munnvikið á manninum og með
hinni hendinni í bakið og með
þessum eldhraða, sveiflaði hann
honum á bakið og þeytti honum
út úr dyrunum og segir: Svona,
drengur minn, hafðu þig nú í
burtu, en komirðu aftur sömu
erinda, skal ég góma þig svo þú
gleymir því ekki undir eins. Svo
skellti hann í lás, en ég stóð
sem eitt uppmálað undur að sjá
hvað allt vín rann af Þorleifi.
Sjá hann, sem alls ekki var meðal
maður á hæð, þótt hann væri
saman rekinn, sjá hann farasvona
með þann svola, en það var auð-
séð að þessum tökum hefur hann
verið þaulvanur. Ég var svo
mikið hissa á >ví, vegna þess
að mér fannst maðurinn stirð-
legur og alltof hægfara, enda oft
þörf að ganga stillt, bless-
uðum. Hann kom til mín svona
sallarólegur eins og ekkert hefði
skeð, og segir: „Jæja góði, þá er
nú kaffið", svona var rólyndið í
þessum skapstærsta manni sem
ég hefi kynnzt. Hann gekk um
gólf mikið af nóttunni, margar
komu vísumar, engin fátækleg.
En nóttin eyddi rommflöskunni.
Já, þetta gerði manni Þorleif ó-
gleymanlegan. Um morguninn
kom hann í mat á sínum tima,
prúður og glaður eins og vant var.
Áður en hann fór heim, sagði
hann mér að hann hefði hitt þann
er hann hefði hent út og að allt
væri í fullri sátt þeirra í milli.
Maðurinn hefði sagzt aldrei hafa
komið í aðrar eins járnklær og
ekki langa í þær aftur, en orðið
yfir sig hissa á þessari fólsku
og kröftum. Ekkert áttað sig fyrr
en hann lá. Þorleifur sagðist vera
ánægður með lífið ef hann hefði
góðan félaga, góðan hest, nóg á
glasi og að vera frjáls, alfrjáls,
engu bundinn. „Já margt breyt-
ist“. — í mörg ár vissi ég ekki
neitt um Þorl. en er við vorum
komnir á fimmtugsaldur lágu
leiðir okkar saman á ný í vega-
vinnu við Blönduós. Þar var
hann nokkra daga, ég vor og
sumar. Blönduósingar, sem unnu
þarna, héldu til heima, en við að-
komumenn í tjöldum. Ég bar
harm í hjarta, gaf mig lítt að
öðrum og var útaf fyrir mig það
sem ég gat. Ég kom á miðviku-
dag, en laugardag næstan eítir
rétt fyrir hættutíma kemur til
okkar ríðandi maður, sjáanlega
nokkuð drukkinn. Hann kallar
rétt hjá okkur og segir: „Er Leifi
Jóns hér?“ Jú, þar gefur sig fram
maður. Þeir taka tal saman, í því
er hætt. Gesturinn og Leifi Jóns
fara inn í verkfæratjald, sem í
voru hitunartæki og kaffiáhöld.
Þeir félagar setjast að kaffi og
víndrykkju um stund. Tjald mitt
var þarna nærri svo ég heyrði í
þeim, nú fara þeir að kveða, þá
var ég nú fljótur að þekkja Þor-
leif Jónsson, sami var rómurinn,
engin afturför. Ég hugsaði um
þetta yfir helgina, en á mánudag-
inn í matartíma fer ég til Þorl.
og kynni mig og spyr hann, hvort
hann þekki mig. Nei, og ég minni
hann á ýms atvik. Jú, þá mundi
hann allt. Um kvöldið sátum við
lengi og spjölluðum saman. Ég
spurði hann, hvort frelsið, hestur-
inn og flaskan væri ekki allt lífið
enn Nei.
Einn stýrði ég lífsfleyi,
oft ferðin skrykkjótt gekk,
nú er það orðið eigi,
ágæta skipshöfn fékk.
Hamingjan höfuðbendur
herði, ef bylgja rís,
lukkan í stafni stendur
stýrir »ín heilladís.
„Ég á góðan hest — ótakmark-
að frelsi — flaskan tekin til gam-
ans stundum, þegar ég man eftir
henni. Ég lifi nýju lífi. Ég á
indæla, unga konu, skarpgreinda,
vel hagmælta, kærleiksríka og
offurgjarna. Hún er stórlynd eins
og ég, en lífið tamdi hana unga,
henni er hvergi hætta búin. Það
verða engir árekstrar. Ég á dreng
á þriðja ári og friðsælt heimili.
Þú mátt til að koma til mín í
litla torfbæinn. Komdu um helg-
ina. Þá verð ég heima. Ég er
ráðinn í sumar fram í sveit. Ég
kem um helgar heim. "Kannske
oftar, ég er vel ríðandi og fljót-
ur að bera mig yfir. Þá sjáumst
við, ég trúi því ekki ef þú kynn-
ist, að þú hafir ekki gaman aí
að koma í kofann og tala við
konuna mína. Hún er mikið ólíic
fjöldanum og sérstæð, eins og
þú. Er ættuð héðan af Blöndu-
ósi, já, hún er dóttir Ólafs Ól-
afssonar og Ingibjargar Lárus-
dóttur".
„Er ekki Ingibjörg skyld Bólu-
Hjálmari?"
„Jú, hún er dótturdóttir hans
og er glæsileg gáfukona og allt
mitt tengdafólk er mesta merkis
og greindarfólk, sem tók mér
með hlýrri vináttu, er ég kom
fyrst til þess hér á Blönduósi, 22
ára gamall. Sá þá fyrst konuefn-
ið mitt, þá á þriðja ári, litlu
Ölmu. Síðan hef ég verið sem
einn af fjölskyldunni og allir
sýnt mér sérstaka ástúð“.
Ég fór í heimsókn í litla bæ-
inn, þótti undur, er ég sá hann,
að í honum rúmaðist ekki nema
ein hræða, sem nokkra búslóð
hefði — en er ég kom inn og sá
hvað allt var framúrskarandi
þrifalegt og vinalegt, hvað
allt bauð mnan vel kom-
inn, fannst mér rýmkast. Alma
kom til dyra, er við höfðum
kynnt okkur, bauð hún mér inn
og til sætis í lítilli baðstofu. —
Segir Þorleif koma innan stund-
, ar, en fer sjálf að sýsla við kaffi.
í einu rúmi í baðstofunni svaf
drengurinn. Nú kemur Þorleifur
og fagnar mér vel, svo kemur
kaffið — al'lt var það svo við-
hafnarlaust og blátt áfram —
talandi vottur þess, að þarna vav
ekki verið að sýnast, aðeins að
gesturinn gæti notið svo hann
fyndi ekki að hann væri gestur.
Nú var farið að tala um bækur,
það eitt sá ég fémætt innanstokks.
Þorleifur var víðlesinn, stálminn
ugur og sagði manna bezt frá og
bar mann frá hversaagsleikanum
inn í heim fróðleiks og skáld-
skapar. Þarna kynntist ég fljót-
lega því, sém ég gæti trúað að
fjöldinn hefði aldrei séð, því oft-
ast er horft á húsakynnin, innan
stokksmunina, flíkurnar, sem
fóikið klæðist og svo dæmt allt
eftir því. Þarna var heilög ást,
tvær stórar sálir, sem í samein-
ingu gátu notið þess fegursta hvor
hjá annari, og tendrað fagra
hljóma úr beztu strengjunum og
heimtuðu allt lífið af sjálfum
sér, huldu skuggana, sem voru
stórir þar eins og alls staðar —
undir hlýju brosi í annara viður-
vist. Að minnsta kosti hefur
Ölmu tekizt það vel við skiln-
ingslausa samferðamenn. Já,
þarna var yndislegt að koma og
hitta Þorleif. Þarna naut
hann sín, naut lífsins í „fullu
frelsi". Já, svona var lífið í „Þor-
leifsbæ".
Nú vaknar drengurinn, Þorleif-
ur tekur hann með mikilli ástúð
og réttir Ölmu hann, hún fer
með hann fram, kemur innan
stundar með hann aftur og læt-
ur hann á gólfið við rúmið. Þar
er stór hrúga af völum og leggj-
um. Þar lék hann sér í þessa
rúmu tvo tíma, sem ég stóð við,
eftir að hann vaknaði svona sæll
og rólegur. Ég geng til hans og
segi: „Hvað heitir þú, góði?“
„Þórir“. „Hver á þig?“ „Pabbi
minn“. „En hver á þessa leggi?"
„Það eru nú hestar, ég á þá alla,
þú mátt engan fá, en þú mátt
eiga eina kind“, og gaf mér völu.
Þessi drengur er það fallegasta
og bezt á sig komna barn, sem
ég hef séð. Oft átti ég eftir að
leika mér við hann þetta sum-
ar og haust og hann varð mér
meiri huggun en ég hefði getað
ímyndað mér. Alla tíma lifi ég
með hjartans þakklæti í huga til
hans fyrir allar skemmtistund-
irnar, þó engar eins og þegar
hann sat og reri með „hestana"
sina kveðandi það, sem honum
datt í hug sjálfum hvert sinn.
Það var skrítið sumt af þvi, en
sýndi eðli barnsins, hvernig sem
Þórir hefur unnizt úr því vega-
nesti, sem hann fékk að heiman
af þessu kærleiksríka, friðsæla
heimili. Veit að hafa fylgt hon-
um heitar bænir, þessara hjóna.
Móðir hans sagði í bréfi til min
ekki alls fyrir löngu: „Þórir á
skepnur, þykir vænt um þær, en
ekki er búið eins stórt eins og
á gólfinu í gamla bænum“. Það
gladdi mig mikið, er til mín kom
hér í Reykjavík gamall maður,
sem var lengi búsettur á Blöndu
ósi og sagði mér að sannarlega
hefði Þórir ekki brugðizt vonum
föður síns. Hann væri gullvand-
aður maður, greindur vel og hag-
mæltur í bezta lagi, en stórlynd-
ur og hreinlyndur svo af bæri
— en við temjumst nú furðan-
lega vargarnir, það sýndi sig með
Þorleif minn.
Er við Þorleifur komum út frá
minni fyrstu komu í litla bæ-
inn, segir hann: „Jæja, hvernig
lízt þér á konuna mína?“ „Vel“,
segi ég. „Hún er festuleg og
hreinleg kona, — hefur. eitthvert
seiðmagn, sem dregur mann ó-
sjálfrátt að henni — eitthvað svo
huggandi og styrkjandi". Þá seg-
ir hann: „Já, hún hefur þetta
tamda vald yfir sínu stóra skapí,
beitir alltaf hlýjunni. Þú kernst
að því, er þú þekkir hana betur.
Góði, komdu oft til okkar“, sem
ég og gerði og alltaf mér til
tekna. Þorleifur var svo mikið
valmenni. Ég kynntist Ölmu
undarlega lítið þar til um haust-
ið, að ég var fluttur þangað heim
fárveikur og lá þar í rúman mán-
uð, þar sem mér var hjúkrað af I
svo mikilli snilld við allar að-
stæður erfiðar. Ég er viss um, að
sé nokkur hjúkrunarkona til „af
guðs náð“, þá er Alma það í
innsta eðli, þar er hún áreiðan-
lega öll og á réttri hillu. Alina
bregzt aldrei skyldunum. Eitt
laugardagskvöld um haustið
vorum við Þorleifur einir heima
með drenginn. Þá kom hagyrð-
ingur úr Vatnsdalnum, en þar er
af miklu að taka. Hann sat lengi
og kom þá mikið af vísum og
kvæðum hjá báðum. Það var ynd-
islegt kvöld. Þegar Alma kemur
heim er „gesturinn" ferðbúinn og
segir: „Það finnst mér sorglegt
hvað seint er háttað, þar sem íg
gisti". Alma lítur til Þorleifs,
hann hlær við og segir: „Þú geng-
ur með gestinum, góða“. Já, þau
fara. Þá segir Þorleifur: „Nú
held ég að við verðum að heyra
vísuna, sem Ölmu datt í hug, er
þau fóru“. Svona var náinn skiln
ingurinn, þekkingin. Þegar hún
kemur heim, segir hann: „Hvern-
ig er vísan, Alma min?“. „Hún er
nú svona:
Leiðast hrelldu hjarta má
harmi veldur búna
Sævarelda sólum hjá
seint að kveldar núna. J
Nú er þessi mikli vinur minn
horfinn úr litla bænum; fékk að
deyja í örmum sinnar ástríku
konu, sem ég veit að hefur reynzt
honum eins síðasta daginn sem
þann fyrsta. Hún haggast tæp-
lega. Þorleifur átti sannarlega
skilið svona heimili. Hann var
yndislega skemmtilegur heimilis-
faðir, og eiginmaður. Þetta er mik
il breyting fyrir konuna hans,
sem nú stendur í þessari heljar
auðn. Hvað vel sem hún kann að
bera sig, veit ég sem þekki þetta
heimili, þó nú séu mörg ár síðan
ég hef komið þar, að hún ber
sáran harm í hjarta og þar lækn-
ar ekki neitt. En mætti með sam-
úð og hluttekning milda hann,
hafi hún ekki farið svo öll með
Þorleifi að einskis sé notið, ég get
skilið það. Er hún skrifaði mér
lát vinar okkar, segir hún í einu
af þrem erindum, er hún sendi
mér:
Framh. á bls. 21.
Vera Mackey
íslenzkir karlmenn
dansa mjög vel
segir söngkonan i Lidó
HÚN ER ýmist í efnislitlum,
pínþröngum en glitrandi létt-
klæðum skreyttum miklum
fjaðraskúfum ,eða í íburðarmikl-
um kjólum — en hvort heldur
sem er, þá vekur hún athygli og
vekur hylli gestanna í Lido. —
Þetta er nýja söng- og danskon-
an Vera Mackey.
Og svo kemur stundin, þegar
hún gengur fram til þess að
velja sér einhvern karlmanninn
meðal gestanna til að taka sporið
með undir Ijúfum eða dillandi
tónum Neo-kvartettsins. Á suma
gestina kemur angistarsvipur og
kvíði ef þeir skyldu verða vald-
ir (því kannski er konan með og
er mótfallin því að maðurinn
dansi við svo léttklædda söng-
konu), en aðrir laga sig vel til
og láta dálítið á sér bera, brosa
út í bæði — og vona. En það er
alveg sama hvort er. Vera Mac-
key lítur töfrandi augum yfir
salinn og velur alltaf þann lag-
legasta og bezta dansherrann í
húsinu. Það er sagt að til þessa
hafi val hennar aldrei skeikað
frá þessu — utan einu sinni.
Og það var um þetta sem við
spurðum hana eftir á — hvernig
íslenzkir karlmenn dönsuðu?
— Þeir eru ákaflega mjúkir 1
hreyfingum og kunna alls kyns
dansa. Svo eru þeir svo stórir og
myndarlegir að það er unaðslegt
að svífa í örmum þeirra og láta
alla í salnum sjá að maður hafi
valið bezta herrann.
Eitthvað á þessa leið fórust
henni orð. Og síðar í samtalinu
kom í ljós, að hún hefur mikla
reynslu. Hún hefur verið í mörg-
um Evrópulöndum m.a. nú nýlega
á þeim fræga dansstað Moulin
Rouge í París — og þar kalla
menn ekki allt ömmu sína. Hún
hefur líka „tekið á löpp“ brún-
dökka Tyrkja í Istanbul, söng-
elska og þeldökka Brazilíumenn,
píreyga og kattliðuga Japana,
ástleitna Mexikana og roggna
Dani í Kaupmannahöfn. — En
hún hrósar mjúkum og fjölbreyti
legum danshreyfingum fslend-
inga. Það er auðskilið að gras-
ekkjumenn og piparsveinar þyrp-
is í Lido um þessar mundir.
Vera Mackey kann sem sagt
vel við sig á íslandi. Henni fannst
um tíma dálítið kalt — en nú
hefur það lagazt. Og það sögðu
sumir þetta kvöld í Lido, að
þeim myndi aldrei finnast kalt í
návist hennar.