Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. nóv. 1959 MORCTJTSBL4ÐIÐ 15 Vogabúðin AUGJLVSIK Bonnit Bieach blævatnið ameríska, gerir þvottinn mjalla hvítann. Fæst í Vogabúð, Karfavogi 31. Sími 32962. OrSsending frá nýja hjónakiúbbnum, Keflavík. í*eir, félagar, sem eigi hafa vitjað skírteina sinna, vitji þeirra fyrir hádegi laugardag. 21. þ.m. Ósótt skírteini seld kl. 1—4 sama dag í verzlunni Stapafell. Nefndin 2 hjúkrunarkonur óska eftir tveim herbergjum á sama stað, sem næst Lands- spítalanum, aðgangur að eld- húsi æskilegur en þó ekki skil yrði. Uppl. í síma 10568 milii kl. 16 og 20. Vélstjóri með 900 hö. réttindum óskar eftir atvinnu. Er vanur vél- gæzlu bæði á sjó og í landi; einnig vanur viðgerðum. Til- boðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir hádegi laugard. 21. nóv., merkt: „Vélstjóri — 8641“. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. DOMUR Vatteraðir nælon-sloppar Undirfatnaður í miklu úrvali Hjá „Báru46 Austurstræti 14 Stúlka og piltur óskast strax, þarf helzt að vera vön verzlunarstörf- um. — Uppl. í búðinni í dag. Sunnubúð Máyahlíð 26. Kjörbúð DEEP RIVER BOVS Hljómleikar i Ausfurbæjarbiói ákveðið hefur verið að efna til fjögurra hljómleika í viðbót Verða þeir laugardag og sunnudag kl. 7 og 11,15. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2 í dag í Austurbæjarbíói. Sími 11384. — Ósóttar pantanir á hljómleikana í kvöld kl. 7 og 11,15 seldar eftir kl. 2 í dag. Hjálparsveit skáta -fe 4 LESBÓK BARNANNA JVfálsbrenna og hefnd Kára 63. Þeir Kári Sölmundar- son og Þorgeir skorrageir riðu þennan dag austur yfir Markarfljót og svo austur til Seljalandsmúla. Þar fundu þeir konur nokkrar. Þær kenndu þá og mæltu til þeirra: „Minna gemsið þið en þeir Sigfússynir, en þó farið þið óvarlega“. Þorgeir mælti: „Hví er ykk- ur svo statt til Sigfússona, eða livað vitið þér til þeirra?“ „Þeir ætluðu í kvöld f Mýr- dal, og þótti okkur gott, er þeim var ótti að ykkur og spurðu, nær þið mynduð heiin koma“. Þá fóru þær leið sína, en þeir keyrðu hestana. 64. Þorgeir mælti: „Vilt þú, að við ríðum eftir þeim?“ Kári svarar: „Eigi mun eg þess letja. Þeir riðu þá austur til Mýr- dals. Þar mættu þeir manni nokkrum, og hafði torfhrip á hrossi. Hann tók til orða: „Of fá- mennur ert þú nú, Þorgeir fé- lagi“. „Hvað er nú í því?“ sagði Þorgeir. „I*ví“, sagði sá, „að nú bæri veiði í hendur. Hér riöu um Sigfússynir og munu sofa í allan dag austur í Kerlinga- dal, því að þeir ætluðu ekki lengra í kvöld en til Höfða- brekku“. — ★ — 65. Síðan riðu þeir leið sína austur á Arnarstakksheiði, og er ekki að segja frá ferð þeirra, fyrr en þeir komu til Kerlingadalsár. Áin var mik- 11. Riðu þeir nú upp með ánni, því að þeir sáu þar bross með söðlum. Þeir riðu lú þangað til og sáu, að þar sváfu menn í dæld nokkurri, og stóðu spjót þeirra ofan frá þeim. Þeir tóku spjótin og báru út á ána. 66. Þorgeir mælti: „Hvort vilt þú, að við vekjum þá?* Kári svarar: „Eigi spyr þú þessa af því, að eigi hafir þú þetta áður ráðið með þér, að vega eigi að liggjandi mönnum og vega skammar- víg“. Síðan æptu þeir á þá. Vökn- uðu þeir þá allir og þrifu til vopna sinna. Þeir Kári réðu eigl á þá, fyrr en þeir voru vopnaðir. Ævintýri bangsanna Einu sinni voru þrír litlir bangsar. Þeir hétu Kubbur, Klunni ogKlaufi. Oft léku þeir sér úti í skógi. Þeir hlupu í kring um trén og toguðu í skott- ið hver á öðrum. Einn daginn sagði Kubbur við Klunna og Klaufa: — Við skulum fara langt, langt í burtu, út úr skóginum og leika okkur þar. Ef til vill lendum við í einhverju ævintýri. Svo lögðu þeir af stað. Kubbur elti Klunna og Klunni elti Klaufa. Þeir hlupu og hlupu eftir skóg arstígnum. Allt í einu stanzaði Klaufi. — Þarna er nokkuð skrítið, sagði hann, við skulum leika okkur að því. í rjóðri við götuna légu þrír gamlir stólar. Litlu bangsarnir höfðu aldrei séð stól fyrr. Þeir voru afar forvitnir. — Ég má hafa einn, sagði Klaufi. — Ég má hafa annan, sagði Klunni. Og ég má hafa þann þriðja, sagði Kubb- ur. Svo gripu þeir hver sinn stól og hlupu af stað. Klaufi kom að lítilli tjörn. — Ég á bát, ég á bát, sagði Klaufi. — Nú skal ég sýna ykkur, hvern ig ég sigli. Svo settist hann í bátinn sinn og sigldi af stað. En aumingja Klaufi var svo mikill klaufi. Bát- urinn hans valt og valt og hann fór á bólakaf. Klunni og Klubbur hlógu og hlógu. — Nú skal ég sýna ykk- ur, hvað ég er fimur, sagði Klunni. Ég ætla að dansa fyrir ykkur. Og svo stökk hann upp á stólinn og dansaði. En aumingja Klunni var svo mikill klunni. Hann steig út á brúnina og datt beint niður á litla rófustubbinn sinn. Klaufi og Kubbur hlógu og hlógu. — Nú skal ég nýna ykkur, hvað ég á fínan hest, sagði Kubbur. Ég ætla að fara í einum spretti heim til han* bangsapabba og bangsa- mömmu. Svo setti hann hestinn sinn niður á götuna og steig á bak. En aumingja Kubbur var svo mikill kubbur. Hesturinn hans komst ekki úr sporunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.