Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNfílAÐIÐ Föstudagur 20. nóv. 1959 Dalvíkingar drápu 350 grindahvali / Hvalavaðan varb á leið Dalvikinga, sem voru að koma úr róðri DALVÍK, 19. nóv.: — Hér hefur verið uppi fótur og fit síðan um hádegið. að óvenjulegur atburður átti sér stað. Sjómönnum héðan úr Dalvík tókst þá að reka á land hér innan hafnarinnar mjög stóra hvalavöðu. Er lokið var við að vinna á öllum grindahvölunum, taldist mönnum svo til að í valn- um lægju 350 grindur og eru sum ar þeirra mjög stórar. f ráði er að hvalskurður hefjist hér árdegis á morgun, föstudag. í morgun, er vélbáturinn Bjarmi var á leið hingað inn úr róðri, tóku skipverjar eftir hvala vöðunni utan við Eyjafjörð. Tóku þeir þegar að reka hana á undan sér. Gekk það mjög vel og var brátt komið inn í mynniEyjafjarð ar. Rakst grindin svo vel að Bjarmamenn þurftu enga aðstoð fyrr en komið var hér inn á vík- ina, og ekkert marsvínanna mun hafa komist undan. hvalirnir sumir hverjir mjög stór ir og gizkuðu menn á að þeir stærstu myndu ekki vera undir tveim tonnum á þyngd. Engu skal um það spáð hvernig takast muni að vinna úr öllum þessum afla og hagnýta hanns á annan hátt. Hingað á að koma í fyrramálið alvanur hvalskurð- armaður frá hvalveiðistöðinni í Hvalfirði og á hann að stjórna verkinu. Að sjálfsögðu verður kostað kapps um að frysta sem mest af kjötinu til manneldis, en því sem ekki verður fryst, verð- ur reynt að koma til vinnslu í verksmiðjum til fóðurfram- leiðslu. í*ess eru ekki dæmi að tekizt hafi að reka grindahvali á land hér í Danlvík og er þetta því al- gert einsdæmi í sögu kauptúns- ins. — S.P.J. Togarinn Keilir flöggum prýddur i Hafnarfjarðarhöfn. HAFNARFIRÐI — f fyrrakvöfb Gert of mikið úr ágreiningi Breta Norðmanna í Stokkhól Skaug verzlunarmálaráðherra kvartar yfir íímaþröng, en segir að malið muni leysast Tíðindin höfðu þá spurzt og voru fjórir þilfarsbátar í víkinni til taks er Bjarmi kom svo og nokkrar trillur. Var nú sótt fast að torfunni og henni þröngvað inn á stöðugt grynnra og grynnra vatn. Loks tókst bátunum að koma vöðunni allri inn fyrir hafn argarðinn og brátt brutust grind- hvalirnir um skammt undan fjöruborðinu, en þá var að falla út. Hver einasti rólfær Dalvíking- ur mun þá hafa verið kominn niður að höfninni og var aðgang- ur þar harður meðan verið var að drepa marsvínin, þar sem þau brutust um. Að vísu dösuðust þau fljótt eftir að þau strönduðu. Gamall Færeyingur, sem hér hef ur lengi átt heima, gekk mjög rösklega fram við hvaladrápið, einnig færeysk kona, sem ekki var sein til, er fregnin barst um hvalavöðuna og lét hún hendur standa fram úr ermum! Kraftmikill bíll og ýta voru svo við það í dag að draga grindar- hvalina upp á uppfyllinguna. Eru Mjög góð sala hjá Akurey AKRANESTOGARINN Akurey fékk í gærdag afar hátt verð fyr- ir afla sinn. Seldi togarinn í Brem erhavn 168 tonn af ísvörðum fiski af miðum hér við land. Þessi fiskur hefur án efa verið mjög góður og ástand farmsins eftir því, en aflinn seldist á 156.500 mörk, en það jafngildir um 13.000 sterlingspunda sölu. Mun íslenzkur togari vart hafa fengið öllu meira fyrir afla sinn í Þýzkalandi. Hefur togarinn feng ið rúmlega 5 steríingspund fyrir hvert kit af aflanum. Skipstjóri á Akurey er Kristján Kristjáns- son á Akranesi. Þórs-íundir í Firðinum HAFNARFIRÐI: — Málfunda- félagið Þór heldur aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst hann kl. 8. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Eru fé lagar beðnir að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. — G.E. STOKKHÓLMUR, 19. nóv. — (Fréttaritari NTB) —■ ARNE SKAUG verzlunar- málaráðherra Norðmanna, sagði í kvöld að alltof mikið hefði verið gert úr ágreiningi Breta og Norðmanna varð- andi sölu fiskafurða í Frí- verzlunarsvæðinu. Taldi hann líklcgt að samkomulag myndi nást um það eins og önnur ágreiningsatriði í sambandi við stofnun Fríverzlunar- svæðisins, og tók það fram að ráðherrafundirnir í dag hefðu farið fram eins og búizt hefði verið við. Allir vildu Frí- verzlunarsvæði. Gallinn væri að tímaþröng rikti á ráð- stefnunni. Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Kópavogs SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur aðalfund sinn í Val- höll, mánudaginn 30. nóv. n.k. og hefst hann kl. 9 e.h. Venju- leg aðalfundarstörf. LISTMUNAUPPBOÐ Sigurðar Benediktssonar fer fram í Sjálf- stæðishúsinu í dag kl. 5 e.h. Verða þar seldir 40 munir, mest- megnis málverk, sem eru 34 tals- ins, en auk þess kvenskart, kera- ník-kanna, franskt spilaborð o. fi. Málverkin eru eftir ýmsa lista- menn meira og minna þekkta, m. Þótt Skaug geri þannig ekki mikið úr þessu vandamáli er það vitað, að langmestur tími á ráð- herrafundinum í dag fór í að ræða fisksöluvandamálið. Var og haldinn sérstakur fámennur fundur um það mál, sem aðeins fulltrúar Dana, Norðmanna og Breta tóku þátt í. Það vakti líka athygli, að fiskimálaráðherrar Dana og Norðmanna komu í kvöld til ráðstefnunnar og hafði ekki verið búizt við þeim þang- að. Sitja 13 ráðherrar frá stofn- ríkjunum sjö þar með ráðstefn- una. Það sem málið snýst nú aðal- lega um er að Bretar veigra sér við að heimila meira en 20 þús. tonna innflutning á ári af freð- fiski frá Norðurlöndunum þrem- ur, Noregi, Danmörku og Sví- þjóð. Freðfisksala þessara landa til Bretlands er nú miklu minni en þessu nemur, en fiskimenn á Norðurlöndum vita, að mögu- leikar eru miklir á auknum fisk- markaði og vilja því ékki afsala sér þeim aðalkosti Fríverzlunar- svæðisins á þessu sviði, að stærri Imarkaðir myndist og að hægt verði að hagnýta sér það án takmarkana. Arne Skaug verzlunarmálaráð- herra Norðmanna sagði frétta- manni NTB í kvöld, að Bretar væru nú horfnir frá því að setja eiginlegan kvóta um 20 þús. tonna freðfisksölu, en rætt væri aðeins um það, hvað gera skyldi ef freðfisksala Norðurlandanna þriggja yrði meiri en þetta inn- flutningsmagn. Gæti þá komið til a. eru þar 8 eftir Jóhannes Kjarv- al, sem marga mun fýsa að eiga. Eitt þeirra er mjög stórt, „Á Hell- isheiði (Súlur)“, olía á lérefti, 110x213. Auk þess má nefna 2 myndir eftir Guðm. Thorsteins- son (Mugg), 2 eftir Þórarinn B. Þorláksson og 2 eftir Ásgrím Jóns son. ^ - greina að haldin yrði sérstök ráð- stefna til að fjalla um það vanda- mál þegar þar að kæmi, m. a. hvort Bretar mættu þá hækka tolla á freðfiski. Þá er það sjónarmið ríkjandi á ráðstefnunni, að ekki beri að ræða um fiskveiðilandhelgi' á þessari ráðstefnu, slíkt sé sér- mál Norðmanna og Dana ann- ars vegar og Breta hins vegar. — Útsvör Framh. af bls. 1. nefna 1,5 millj. kr., er gert væri ráð fyrir að Bæjarútgerðin greiddi bæjarsjóði í útsvar, en hún hefði ekki áður skilað hagn- aði. Gert væri ráð fyrir nokk- urri hækkun á arði af fyrirtækj- um, m. a. frá Hita-, Vatns-, og Rafmagnsveitu, sem stafaði af því, að hrein eign þessara fyrir- tækja hefði hækkað. Þá væri einnig gert ráð fyrir tekjuhækk- un vegna hækkaðrar leigu af iðn- aðarlóðum bæjarins. Kostnaður við stjórn bæjar- ins væri þó áætlaður hinn sami og í ár, en gert ráð fyrir örlíl- illi hækkun á löggæzlukostnaði, vegna fólksfjölgunar. Um bruna- málin væri það að segja, að sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar yrði brunavörðum fjölgað um 6 um næstu áramót, en gert væri ráð fyrir að sá kostnaðarauki yrði greiddur úr húsatryggingasjóði, eins og gert væri ráð fyrir í lög- um um brunatryggingar húsa i Reykjavík. Til félagsmála væri áætlaðar 66 millj. kr. Væri það 900 þús. kr. meira heldur en á þessu ári, en mest væri það um lögbundinn kostnað að ræða. — Gjöld til almannatrygginga mundu hækka nokkuð, og einnig framlag til Strætisvagna Reykja víkur, vegna fjölgunar vagnanna. Þá gat borgarstjóri um tekju- auka að upphæð 13 millj. kr., sem væru gjöld vegna lóðaúthlutana og hlutdeild húseigenda í kostn- aði við að fullgera götur. — Þessi gjöld hefðu ekki enn verið inn- heimt, en reglur þar að lútandi væru í undirbúningi. Er Gunnar Thoroddsen hafði lakið máli sínu, tóku til máls Þórður Björnsson, Magnús Ást- marsson og Alfreð Gíslason, en að því loknu var frumvarpinu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1960 vísað til 2. umræðu með sam-1 hljóða atkvæðum. J kom hingað til bæjarins hinn nýi togari, sem Axel Kristjánsson hefur keypt frá Þýzkalandi. — Heitir hann Keilir, og hefur ein- kennisstafina GK 3. Togarinn, sem er 640 brúttólestir, og byggð- ur árið 1950, er keyptur hingað frá Bremerhaven, en þar fóru fram á honum margvíslegar lag- færingar og endurbætur. Sagði Þorsteinn Auðunsson, sem sigldi Keili heim, og verður með hann fyrst um sinn, að togarmenn í Bremerhaven hefðu kallað Keili 1957 „model“, svo miklar og gagngerðar endurbætur hefðu fram farið á honum, áður en hann var afhentur hinum nýju eigend- um. — Kvað hann bezta veður hafa verið á heimleiðinni, en þrátt fyrir það, gæti hann fullyrt, að togarinn væri hið bezta sjó- skip. Keilir er að stærð eins og minni togararnir hér, en lestarrými er allmiklu meira, og mun hann taka eins mikið fiskmagn og stærri togarar, svo sem Júní. Hann er olíúkyntur og er með skipti- skrúfu, sá eini íslenzkra togara. Þá hefir hann rafmagnsdrifið stýri og að sjálfsögðu öll helztu siglingatæki, svo sem gyro-átta- vita. Keilir gengur að meðaltah. IOV2 sjóm. í honum eru vistar- verur með ágætum, rúmgóðar og bjartar. —G.E. 15 þús. kr. stolið í Hainariirði HAFNARFIRÐI. — í fyrrinótt var brotizt inn í Málningarverk- stæði Sveins Magnússonar við Lækjargötu og stolið þaðan úr skjalatösku um 13 þúsund krón- um og um 1900 kr. úr skrifborðs- skúffu. Hafðist þegar í gærmorg- un upp á þeim, sem verknaðinn framdi, og reyndist það vera maður um þrítugsaldur, sem nokkrum sinnum áður hefir kom izt í kast við lögregluna. Þegar hann var handtekinn. hafði hann eytt um 5500 krónum af pening- unum. Komst hann inn í Málningar- verkstæðið með þeim hætti að brjóta rúðu í kaffistofu, en síðan var greiður aðgangur inn í skrif- stofuna. Þar var fyrrnefnd skjala taska geymd þessa nótt, en annars eru peningar ekki geymd- ir þar næturlangt. Er þetta fjórða innbrotið hér í bænum á skömmum tíma. í öll skiptin hefir lögreglunni tekizt nær samstundis að upplýsa þjófn aðinn, og er það vel af sér vikið. — G.E. Listmunauppboð í Sjálfstœðishúsinu í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.