Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 6
6 MOHCUWBLAÐIÐ Fðsíudagur 20. nðv. 1959 Jóhanna Hröbjartsdóttir áttræð 1 FAÐMI blárra fjalla fæddist Jóhanna Hróbjartsdóttir, á býli, sem heitir Grafarbakki í Hruna- mannahrepp. Hún er áttræð í dag, 20. nóvember, og dvelst fyrir austan fjall um þessar mundir. Bærinn Grafarbakki stendur skammt frá Litlu-Laxá, sem rennur eftir miðri sveitinni. Alllangt í norðri eru óbyggðir og afréttarlönd. 1 austri og suðri takmarkast sveitin af Stóru-Laxá, en í vestri af móðunni miklu, sem kemur innan úr Hvítárvatni og fellur um frjósömustu byggðir íslands á leið sinni til sjávar. Faðir Jóhönnu var Hróbjartur bóndi á Grafarbakka Hannesson- bónda þar Torfasonar bónda I Foki í Hraunshverfi á Eyrar- bakka Bjömssonar, en kona Torfa í Foki og móðir Hannesar var Steinunn (f. 1774) Ögmunds- dóttir bónda í Kotleysu Snorra- sonar bónda í Kakkarhjáleigu Jónssonar bónda á Mið-Kekki Snorrasonar smiðs á Hærings- stöðum í Stokkseyrarhreppi (1590—1650) Jónssonar. Móðir Jóhönnu var Ástríður^ húsfreyja á Grafarbakka Jóns- dóttir bónda í Efra-Langholti í Hrunamannahrepp Magnússonar bónda þar Eiríkssonar bónda í Bolholti á Rangárvöllum Jóns- sonar bónda þar Þórarinssonar bónda í' Næfurholti (f. 1653) Brynjólfssonar. Móðir Ástríðar á Grafarbakka var Kristín hús- freyja í Efra-Langholti Gísla- dóttir bónda í Litlu-Tungu í Holt- um Jónssonar bónda í Sauðholti Gíslasonar bónda á Syðri-Hömr- um Jónssonar. Móðir Kristínar í Ef ra-Langholti var Ástríður húsfreyja í Litlu-Tungu Gunn- arsdóttir bónda í Hvammi á Landi Einarssonar bónda s. st. Jónssonar bónda s. st. Vigfússon- ar bónda s. st. (f. 1655) Gunn- arssonar bónda s. st. Jónssonar prests á Mosfelli Stefánssonar. Ástríður húsfreyja á Grafar- bakka var væn kona og hjarta- hlý, sívinnandi og stjórnsöm, vel að sér til munns og hánda og mikil búkona. Hróbjartur bóndi var ósérhlífinn, umsvifamikill og búhöldur góður. Venjulega voru hjá honum fymingar á heyjum, jafnvel þó misjafnlega áraði. Vinnufólk á Grafarbakka var margt og verkefnin óþrjótandi, enda búið stórt, einkum fjár- stofninn, og sauðir margir, væn- ir og vaninhyrndir. Hafa því vinnumenn Hróbjartur verið vanir að elta sauði skjarra, bæði í byggð og um fjöll og dali ó- byggðanna. Grafarbakkahjónin nutu virðingar og velvildar sveit- unga sinna. Þau voru einkar hjúasæl, sama fólkið var oft hjá þeim árum saman, ollu því mann- kostir þeirra ,eins og þeir birt- ust í daglegri framkomu og við- urgerningi öllum. Nýtt leikrit frumsýnt i Þjóðleikhúsinu Þau Hróbjartur og Ástríður eignuðust fjögur böm, en misstu tvö þeirra ung, upp komust Guð- ný og Jóhanna. Flest af því, sem nota þurfti til fæðis, klæðis og annarra þarfa, var heima fengið og heima unnið. Allir, ungir og gamlir, höfðu verk að vinna. Grafarbakkasysturnar, Guðný og Jóhanna, urðu vel að sér í ís- lenzkum heimilisiðnaði og lærðu margvíslegar kvenlegar listir af móður sinni. Þær voru mjög sam- rýmdar og líkar um margt, og hlutu sams konar uppeldi hjá for- eldrunum, þær systur voru báð- ar afbragð annarra ungra kvenna. Guðný var fáeinum ár- um eldri. Hún giftist Einari Brynjúlfssyni frá Sóleyjarbakka, og reistu þau bú á Þjótanda í Villingaholtshrepp. Þegar Jó- hanna var tólf ára, fór hún til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Ferða- lög voru þá með allt öðrum hætti en nú. Þarfasti þjónninn var ein- asta farartækið, þegar ekki var farið gangandi. Vegir voru illir skrifar úr daglego lifinu j • Útvarp af lands- byggðinni. Fréttaritari, sem kallar sig Gamlan Vestfirðing eða Djúp- karl, skrifar: „Ég vil þakka útvarpinu og Ragnari Jóhannessyni kærlega fyrir þættina að vestan, sem fluttir hafa verið undanfarnar vikur. Þetta er skínandi gott útvarpsefni og þjóðlegt og ég veit að fjölmargir útvarps- hlustendur hafa hlustað gaum gæfilega á alla þessa þætti, en fyrst og fremst Vestfirðingar, ekki sízt þeir sem fluttir eru að heiman og eiga heima ann- ars staðar. Allir þeir menn, sem Ragnar hefur talað við, eru þekktir menn vestra. Sérstaklega voru góð samtölin við þá Bjarna i Vigur og Ásgeir í Æðey. Þessir tveir höfðingsbændur eru góð- kunnir öðlingsmenn, sem þjóð in má gjarnan kynnast. Ég var málkunnugur þeim báðum, eins og líklega flestir sem átt hafa heima þar vestra, og stutt an tíma reri ég í Vigur. Ég þóttist heyra á samtalsþáttum þesum að enn ríki sami höfð- ingsbragurinn þarna í Eyjun- um í Djúpi. Öll þessi Vestfjarðasamtöl Ragnars Jóhannessonar hafa verið sérstaklega vel heppnuð og honum sjálfum, útvarpinu, Vestfjörðum og viðkomandi mönnum til mikils sóma, enda er Ragnar einn af okkar allra skemmtilegustu útvarpsmönn- alltaf léttur og skemmtilegur og sérstaklega skýr, svo að líkist helzt Helga Hjörvari, en við eldra fólkið viljum að menn séu skýrmæltir í útvaip- inu. Ég vona að útvarpið láti ekki staðar numið með svona útvarpsþætti utan af lands- byggðinni. Fleiri héruð mættu gjarna koma eftir. • Alltaf bifreiðar á bannsvæði Þá skrifar „Vegfarandi". „Hinn 30. okt. síðastliðinn auglýsti lögreglustjórinn í Reykjavík í dagblöðunum að bifreiðastöður væru bannaðar á Suðurgötu frá horni Vonar- strætis að Kirkjugarðsstíg. Ég geng Suðurgötuna fjórum sinnum á dag (að morgni, um hádegi, miðjan dag og að kvöldi) og alla þá 17 daga, sem liðnir eru síðan bannið var birt, hafa allt frá 5 til 9 bifreiðar stöðugt staðið á bann svæðinu og auðvitað að hálfu uppi á gangstéttinni. Ef til vill er skýringin sú, að lögreglu- þjónar munu yfirleitt ekki sjást á Suðurgötu nema einu sinni á ári, 17 júní. Maður freistast til að skipta sér af þessu máli vegna þess að börn eru þarna oft að ieik með bolta og þríhjól og hlaupa tíðum út á götuna á milli bíl- anna á gangstéttinni, svo að slysahætta er augljós. Það er því illa farið að enginn skuli taka mark á þessari þörfu ráð- stöfun, eins og greinilega “r komið á daginn, þrátt fyrir það að búið er að gera bif- reiðastæði við norðurenda Suðurgötu." • Upplýsingar bygg- ingarþ j ónustunnar Maður nokkur kom að máli við Velvakanda. Kvað hann þjónustu þá sem arkitektafé- lagið lætur almenningi í té með upplýsingum í hinni svo- kölluðu Byggingarþjónustu mjög vel þegna. Hún hafi á- feiðanlega sparað mörgum hlaup. En þó finnst honum ýmislegt vanta, úr því þessi upplýsingaskrifstofa er á ann- að borð starfrækt. T. d. er ekki hægt að fá upplýsingar um hvað ákveðin verk í sambandi við byggingar kosta. Hvað kostar t. d. að mála vegg af ákveðinni stærð? Hvað kostar efni, vinna o. s. frv.? Þeir sem vanir eru að sjá um eða láía byggja vita þetta vafalaust, og því ættu þeir að miðla vit- neskju sinni til þeirra vesa- linga, sem standa í bygging- um einu sinni á æfinni. Og Byggingarþjónusta á reynd- um mönnum á að skipa í þessu efni og hefur auk þess opna skrifstofu til að miðla upplýs- ingunum. eða engir og allar ár óbrúaðar. Næsta ferð Jóhönnu til Reykja- víkur var nokkrum árum seinna, þá fór hún til náms á hinn kunna hússtjórnarskóla Hólmfriðar Gísladóttur í Reykjavík. í jarð- skjálftunum miklu í Árnessýslu, þegar leið að lokum síðustu ald- ar ,varð mikið tjón á húsum á Grafarbakka. Baðstofan og mörg önnur hús hrundu til grunna, ekkert slys varð þó á mönnum og ekkert tjón á skepnum. En mikið verk og erfitt var að reisa allt úr rústum á ný. Grafarbakka heimilið átti kirkjusókn að Hruna. 1 Hrunakirkju var Jó- hanna skírð, fermd og vígð í hjónaband af hinum vinsæla klerki og kennimanni séra Stein- dóri Briem. Veganesti Jóhönnu úr heimahúsum var mikið og gott, en það bezt, að hún var alin upp í guðsótta og góðum sið- um. Árið 1901 giftist Jóhanna Bjarna, syni Gríms bónda í Ós- eyrarnesi Gíslasonar frá Kalastöð um á Stokkseyri Þorgilssonar. Forfeður Bjarna margir höfðu verið sjósóknarar, sumir frá Þor- lákshöfn, en aðrir frá Stokkseyri. Sjálfur var Bjarni formaður í Þorlákshöfn á eigin skipi í hart- nær 4 áratugi. Var formennsku hans viðbrugðið og orðstír hans mikill í sjávarþorpum og sveit- um austur þar. Fetaði Bjarni par dyggilega í fótspor feðra sinna. Grímur i Óseyrarnesi faðir hans var formaður í Þorlákshöfn, á meðan hann var og hét, og einsk>s manns efL-bátur. Gísli Þorgils- son á Kalastöðum, föðurfa^ir Bjarna, var mikill aflakóngur og afburða formaður á Stokkseyr. í þrjátíu ár. Svo fast sótti hann sjóinn, að jafnvel Stokkseyring- um sumum var nóg boðið. At- hyglisgáfa Gísla var mikil. Þeg- ar hann sat undir færi, fann hann á þunga þess, þegar aldan reið undir, hvort farið var að brima á Stokkseyrarsundi. Þetta kann að virðast ótrúlegt, en mun þó vera satt. Þeir menn, sem stjórn- uðu opnum skipum við hina brimasömu og skerjóttu suður- strönd, urðu að vera sæmilega læsir á einkenni lofts og lagar. Ungu hjónin, Jóhanna og Bjarni, reistu bú á Stokkseyri. Á milli vertíða stjórnaði Bajrni ut- an húss á búi þeirra, en auk þess annaðist hann önnur störf. — í fjarveru hans á vertíðinni var Jóhanna bæði húsbóndinn og hús freyjan. Hún var virkur þátttak- andi í félagsmálum kvenna, með- an hún bjó á Stokkseyri, en aðal starf hennar og áhugamál var heimilið. Á þeim vettvangi sýndi hún þegar í upphafi, að hún var rétt borin til ríkis og ríkti þar með rausn og prýði, eins og mörg Framh. á bls. 23. ^LEIKRITIÐ „Edward, sonur minn“ eftir Robert Morley og Noel Langley verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag. Þetta leikrit var fyrst sýnt i London árið 1947 og vakti leik- ritið strax geysilega athygli og var sýnt samfleytt í tvö og hálft ár á sama leikhúsinu í London. Robert Morley, annar höfund- ur leikritsins, lék sjálfur aðal- hlutverkið, en Peggy Asheroft, þekktasta leiksviðsleikkona Eng- lands, lék konu hans. Þau léku einnig aðalhlutverkin í þessu leikriti, þegar það var sýnt í New York árið 1949, en þar hlaut leik urinn sérstök heiðursverðlaun og var dæmdur bezta leikrit, sem sýnt var á því ári í New York. Robert Morley hefur auk þess skrifað fimm leikrit, en ekkert af þeim hefur náð jafn miklum vinsældum og „Edward, sonur rninn". Leikritið „Edward, sonur minn“ er alvarlegs eðlis ,en þó ar margt þar með léttum blæ. Þetta er fjölskyldusaga og er hún rakin í stórum dráttum og nær yfir 30 ára tímabil. Minnzt 25 ára leikafmæll Regínu Þórðardóttur Um þessar mundir á Regina Þórðardóttir 25 ára leikafmæli og verður þess minnzt við þetta tækifæri. Hún leikur aðal kven- hlutverkið í leiknum og er það 34. hlutverkið, sem hún leikur hjá Þjóðleikhúsinu. Valur Gíslason leikur mann hennar og Róbert Arnfinnsson heimilisvin þeirra hjóna. Auk þeirra koma fram í leiknum Rú- rik Haraldsson, Haraldur Björns son, Jón Aðils, Baldvin Halldórs- son. Helgi Skúlason, Klemeng Jónsson, Bessi Bjarnason, Mar- grét Guðmundsdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Eyjalín Gsladóttir og Þorgrímur Einarsson. Leikstjóri er Indriði Waage en Gunnar Bjarnason gerir leik- tjöldin. Leikurinn er þýddur af prófessor Guðmundi Thoroddsen. Myndin tekin á æfingu í gær. Kardínálum fjölgað VATIKANINU — Jóhannes páfi XXIII. hefur nýlega útnefnt átta nýja kardínála, og eru þeir þá orðnir alls 79, en það er hæsta talan í sögu kaþólsku kirkjunnar. Af nýju kardínálunum eru tveir amerískir, Englendingur, Þjóðverji, Spánverji og þrír Ital- ir. — Verða þeir settir inn I embættin 14. desember næst- komandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.