Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 21
lTöstudagur 20. nóv. 1959 MORCVJSJil.AÐiÐ 21 — Mirmingarorð Framh. af bls. 17. Sem ég standi á eyði-ey öllu lífi fjarri. Það á hér sannarlega hema, þó ég sendi þessa vísu undir öðrum kringumstæðum á sínum tíma. Þangað sótti ég yndi æ efldist þróttur virkur er nú hljótt í „Ölmu bæ“ eilíf nótt og myrkur. Fari Alma að kvarta er of langt gengið, sagði Þorleifur og er það satt. Býst við að fjöldinn skilji lítið sorg þessarar konu. Hún er dálítið óvanaleg eins og samband þeirra hjónanna var. Mundum við sem erum búin að njóta hjúkrun- ar og huggunar hjá þessum hjón- um ekki þrá Þorleifs vegna, hvað sem öðru liði, að gera eitthvað fyrir hjartkæru vinuna hans. Það voru fleiri en ég sem komu þang- að sjúkir — undarlega margir — og fóru styrkir andlega og líkam- lega. Þarna fæddust nokkur börn, allt fór vel í öllum þrengslunum og vandræðunum. Þorleifur var svo hjálplegur, gat einskis manns bón neitað, hjálpsemin var þarna í öndvegi og samstarfið kærleiks- ríkt. Enginn bætir Þorleifi. Tóm- ið er svo mikið. Nú kveð ég hann með hjartans þakklæti fyrir alla vináttuna, allt lífið, sem hann veitti mér, en bezt þakka ég, er hann rétti mér dreng inn sinn og segir: „Reyndu að njóta hans í sumar og hafa yndi af honum, eri getir þú það ekki er þér ekki lífvænt", — og hló, hann var alltaf glettinn. Ég bið guð að gefa honum alla sælu á „nýjum akri eilífðar“. Gefi guð huggun konunni hans og syni, sem ég óska af heilum hug þeirr- ar gæfu ásamt konu og börnum að hann geti og það allt verið móðir hans huggun þess er hún að fullu verðug en ég veit það þarf mikið til og dálítið sérstætt. Guð varðveiti Þorleif Jónsson. Gamall vinur. H ið sápuríka Rl N SO fryggir fallegustu áferðina Það er reglulega gaman að hjálpa mömmu Önnu er sérstaklega ljúft að hjálpa mömmu sinnl við að búa um rúmin, því það er svo hreinleg vinna. En hvers vegna er rúmfatnaðurinn svona tandurhreinn og hvítur? Jú, það er vegna þess, að mamma veit, að noti hún RINSO, fær hún tryggingu fyrir því, að þvotturinn hennar verður snjóhvítur og fallegur. RINSO inniheldur aðeins hrein sápuefni, þess vegna eyðileggur það ekki hið viðkvæma lín og skaðar ekki hendurnar. Einnig fer það vel með kjörgripinn hennar mömmu — þvottavélina. Rinso þvottur er ávallt fullkominn og skilar líninu sem nýju X-R WEN-M45-M Sendisveinn Röskan sendisvein vantar okkur strax. Vinnutími 6—12 f.h. JltorgtittÞInfrife afgreiðslan — Sími 22480 Atvinna nokkrar stúlkur óskast til starfa um næstkomandi mánaðamót við framreiðslu og eldhússtörf í nýrri kaffistofu í miðbænum. Vaktavinna. Uppl. eftir hádegi í dag í sírha 19176. Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða frá næstu áramótum að telja. Málakunnátta æskileg (enska-danska). Til greina kemur að skipta starfinu milli tveggja, þann- ig að hvor vinni hálfan daginn. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist fyrir 25. þ.m. auðkenndar: „Atvinna, Pósthólf 134, Rvk.“ Carðyrkjuskóli Skodej Havebrugsskole Skodje, pr. Alesund, Norge, býður yður 12 mánaða verklegt og bóklegt námskeið, frá 12. jan. 1960. Skólinn er nýstandsettur með hagnýtu gróðurhúsi, ávaxtagarði, gróðrastöð og jarðvinnslu m. m. Nemendurnir búa í nýtízku heimavist. Skólinn er á fögr- um stað 30 km. frá Álesund. Skrifið og fáið nánari uppl. Umsóknir sendist fyrir 5. desember. Vinnufatabúðin Laugaveg 76 Samfestingar allar stærðir Skinnblússur allar stærðir Ytrabyrði á gæruskinnsúlpur allar stærðir Kuldaúlpur á börn og fullorðna allar stærðir Vinnufatabuðin Laugaveg 76 Vel klœddir karlmenn láta okkur annast skyrtuþvottinn Fullkomnar vélar. Fljót afgreiðsla Festar á tölur Plast-umbúðir Sækjum — Sendum Þvottalaugin FLIBBINN Baldursgötu 12 — Sími 14360 Ttuúmised T£i6bi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.